Morgunblaðið - 27.10.2021, Page 11
Elísabet 2. Bretadrottning sinnti
skyldustörfum sínum í gær á ný, en
það var í fyrsta sinn síðan hún
þurfti að dveljast næturlangt á
sjúkrahúsi í síðustu viku. Tók hún á
móti sendiherrahjónunum frá
Suður-Kóreu, sem hér sjást á mynd,
og svo sendiherrahjónunum frá
Sviss, en báðir sendiherrar voru að
afhenda þjóðhöfðingjanum erindis-
bréf sín.
Báðir fundir fóru hins vegar
fram yfir fjarfundabúnað. Þetta var
fyrsta embættisverk drottning-
arinnar frá 19. október en þá tók
hún á móti gestum ríkisstjórn-
arinnar í Windsor-höll. Læknar
skipuðu henni að hvíla sig í kjölfar-
ið. Gert er ráð fyrir að hún muni
sækja loftslagsráðstefnuna í Glas-
gow í næstu viku.
Elísabet 2. Bretadrottning sinnir skyldustörfum sínum á ný
Hitti sendi-
herrana á
fjarfundi
AFP
AFP
Japan Hjónin hneigja sig á blaðamanna-
fundi sem haldinn var eftir athöfnina.
Mako, prinsessa af Japan, giftist í
gær Kei Komuro, unnusta sínum,
en þau kynntust fyrst á háskóla-
árum Mako. Athöfnin var lág-
stemmd, en Mako neyddist til þess
að gefa frá sér tign sína og titla til
þess að mega giftast Komuro.
Hjúskapur þeirra hefur valdið
deilum í Japan, og hörmuðu hin ný-
giftu hjón hvernig „staðlausir orð-
rómar“ hefðu orðið að mat slúður-
blaða. „Fyrir mér er Kei óbætan-
legur. Hjónaband okkar er nauð-
synlegt skref fyrir okkur til að
verja hjörtu okkar,“ sagði Mako.
Komuro sagði að við fengjum að-
eins eitt líf, og að hann vildi eyða
því með þeirri sem hann elskaði.
Hjónin hyggjast nú flytja til Banda-
ríkjanna, en Komuro vinnur hjá
lögmannsstofu í New York.
JAPAN
Fórnaði tigninni
fyrir æskuástina
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 2021
Núverandi áætlanir ríkja í loftslags-
málum munu einungis skila brota-
broti af þeim árangri sem þörf er á,
ætli ríki heims að halda hlýnun jarðar
undir 1,5 gráðum á Celsíus frá því
sem var fyrir iðnbyltingu, að mati
Umhverfisstofnunar Sameinuðu
þjóðanna, UNEP.
Sagði í skýrslu stofnunarinnar að
miðað við núverandi áætlanir myndi
hlýnunin ná 2,7°C fram yfir meðalhita
fyrir iðnbyltingu, en Parísarsam-
komulagið frá 2015 skuldbindur ríki
heims til þess að stefna að því að
hlýnunin verði undir tveimur gráð-
um, og helst undir 1,5 gráðum árið
2050. Antonio Guterres, fram-
kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna,
sagði að skýrslan sýndi að heimurinn
stefndi enn í átt að loftslagshörm-
ungum. Spurði hann hversu margar
viðvörunarbjöllur þyrftu að hringja
áður en gripið yrði til aðgerða.
Inger Andersen, framkvæmda-
stjóri UNEP, sagði að þjóðir heims
hefðu átta ár til þess að skera niður
útblástur á gróðurhúsalofttegundum
um helming, ætluðu þær sér að ná
markmiðinu um hlýnun upp á 1,5°C.
Stjórnvöld í Ástralíu hétu því í gær
að landið myndi ná að kolefnisjafna
allan útblástur sinn fyrir árið 2050, en
þau höfðu verið gagnrýnd fyrir að
draga lappirnar í loftslagsmálum.
Scott Morrison, forsætisráðherra
Ástralíu, sagði að áætlunin myndi
ekki fela í sér að dregið yrði úr kola-
og jarðgasvinnslu Ástrala, en landið
er einn helsti útflytjandi þeirra orku-
gjafa. Sagði Morrison að Ástralar
myndu ekki hlusta á gagnrýni frá
fólki sem skildi ekki Ástralíu. „Ástr-
alska leiðin snýst öll um hvernig þú
gerir hlutina, ekki hvort þú gerir þá.“
AFP
Loftslagsmál Umhverfisstofnun SÞ
segir að ríki heims þurfi að draga
mun meira úr útblæstri sínum.
Loftslagsáætlanir
langt frá markinu
- Ástralía stefnir að hlutleysi 2050
Þingnefnd öld-
ungadeildar bras-
ilíska þingsins um
viðbrögð við kór-
ónuveirunni ósk-
aði í gær eftir því
við hæstarétt
landsins og emb-
ætti ríkis-
saksóknara að
Jair Bolsonaro,
forseti landsins, yrði sviptur að-
gangi sínum að samfélagsmiðlum.
Er beiðnin tilkomin þar sem Bolson-
aro lýsti því yfir í síðustu viku á
Facebook að tengsl væru á milli
bóluefna gegn veirunni og alnæmis.
Hafa bæði Facebook og YouTube
bannað upptökuna á vefjum sínum.
BRASILÍA
Forsetinn verði svipt-
ur samfélagsmiðlum
Jair Bolsonaro
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Mótmælt var annan daginn í röð
gegn valdaráni hersins í Súdan í
gær. Antonio Guterres, fram-
kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna,
ítrekaði kröfu sína um að Abdalla
Hamdok, forsætisráðherra Súdans,
yrði sleppt úr haldi hersins þegar í
stað, og að aftur yrði tekið til hönd-
um við að koma á lýðræði í landinu.
Abdel Fattah al-Burhan, æðsti
yfirmaður hersins, þrætti í gær fyrir
að Hamdok væri í haldi hersins, og
sagði á fréttamannafundi að Ham-
dok væri við góða heilsu á heimili
hershöfðingjans, og að hann mætti
snúa aftur heim til sín um leið og nú-
verandi „krísu“ væri lokið.
Burhan lýsti því yfir á mánudag-
inn að herinn hefði einungis brugðist
við til þess að „leiðrétta gang bylt-
ingarinnar“ frá 2019, þegar Omar al-
Bashir var steypt af stóli eftir 20 ára
samfellda valdatíð. Sendiherrar Súd-
ans í Frakklandi, Belgíu og Sviss til-
kynntu hins vegar í gær að þeir for-
dæmdu aðgerðir hersins, og að
sendiráð þeirra væru nú „sendiráð
fólksins í Súdan og byltingar þess“.
Fjórir látnir eftir mánudaginn
Mótmælendur í Kartúm, höfuð-
borg landsins, kölluðu slagorð gegn
hernum og hétu því að þeir myndu
hvergi víkja, þrátt fyrir fregnir um
að skotið hefði verið á mótmælendur
í fyrradag. Talið er að minnst fjórir
hafi látist af völdum skothríðarinnar,
og um áttatíu til viðbótar særst.
Antony Blinken, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, lýsti yfir
áhyggjum sínum í fyrrinótt af fregn-
um um að skotið hefði verið á al-
menning, en Bandaríkjastjórn for-
dæmdi valdaránið harðlega. Ákváðu
stjórnvöld þar að frysta neyðarað-
stoð til Súdans upp á 700 milljónir
bandaríkjadala, eða sem nemur um
níu milljörðum íslenskra króna,
vegna valdaránsins.
Bandaríkin, Noregur og Bretland,
sem öll hafa átt þátt í að stilla til frið-
ar í hinum ýmsu deilum sem hrjáð
hafa Súdan, lýstu því svo sameigin-
lega yfir í gær að valdarán hersins
væri „svik við byltinguna, valda-
skiptin og lögmætar óskir almenn-
ings í Súdan um frið, réttlæti og
efnahagslega þróun“.
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
fundaði um mál Súdans á bak við
luktar dyr í gærkvöldi, en fyrirfram
var talið ólíklegt að ráðið myndi
senda frá sér ályktun, þar sem enn
væri á huldu hver afstaða Rússa og
Kínverja væri til slíkrar ályktunar.
Valdaráninu mótmælt
- Guterres kallar eftir því að Hamdok verði sleppt úr haldi þegar í stað - Burhan
segir Hamdok við góða heilsu - Bandaríkjastjórn frystir neyðaraðstoð til Súdans
AFP
Súdan Abdel Fattah al-Burhan mót-
mælti því í gær að Hamdok for-
sætisráðherra væri í haldi.
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170
Verið velkomin
Nýjar
haustvörur
Vesti • Peysur • Kjólar • Blússur
Bolir • Túnikur • Pils • Silkislæður
Vinsælu
velúrgallarnir
komnir í nýjum litum
stærðir S-4XL