Morgunblaðið - 27.10.2021, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 27.10.2021, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Það þóttu nokkur tíð- indi fyrir tveimur árum þeg- ar stjórnarherinn í Súdan ákvað að hafa frumkvæði að því að vísa Omar al-Bashir, þáverandi einræðisherra, á dyr eftir að langvarandi fjöldamót- mæli gegn tuttugu ára einræð- isstjórn hans höfðu sett hann í erfiða stöðu. Í fyrstu tók herforingjastjórn við völdunum, en hún vék síðar um sumarið 2019 fyrir bráða- birgðastjórn þar sem her og helstu forkólfar mótmælanna hófust handa við að undirbúa kosningar og lýðræðislegt stjórnarfar. Átti því verkefni að vera lokið í síðasta lagi árið 2024. Það hefur aftur á móti gengið á ýmsu í því ferli. Herinn streittist til dæmis á móti rann- sóknum á framferði hans þegar mótmæli gegn valdatöku hans voru barin niður með harðri hendi, og FFC, helsti flokkur hinna „borgaralegu afla“ í land- inu, klofnaði í tvennt vegna ágreinings um efnahagsstefn- una, en óðaverðbólga hefur gert lífskjör þar mjög erfið, svo ekki sé minnst á áhrif heimsfarald- ursins. Í síðasta mánuði reyndu svo stuðningsmenn Bashirs að koma honum aftur til valda og hefur loft verið lævi blandið síð- an þá. Það hefur flækt stöðuna að á bilinu 80-100 stjórnmála- flokkar hafa sprottið upp í Súd- an eftir fall Bashirs, og vilja þeir flestir hafa eitthvað að segja um þróun lýðræðisins í landinu. Allt þetta leiddi meðal ann- ars til þess að stuðningsmenn hersins skipulögðu mótmæli í síðustu viku, þar sem þeir kröfðust þess að herinn tæki aftur til sín allt vald í landinu og kæmi reglu á hlutina. Svo virðist sem Abdel Fattah al-Burhan, æðsta leiðtoga súd- anska hersins, hafi litist vel á þá hug- mynd, því hann ákvað á mánu- daginn að setja bráðabirgða- stjórnina af og handtaka helstu leiðtoga hennar. Óvíst er á þessari stundu hvort Burhan reyni aftur að færa völdin „í hendur almenn- ings“, þó svo að hann hafi rétt- lætt valdarán sitt með því að verja þyrfti byltinguna frá 2019. Hitt er hins vegar víst, að viðbrögð alþjóðasamfélagsins, þá einkum Vesturlanda, hafa verið ákveðin. Bandaríkjastjórn hefur til dæmis stöðvað neyðar- aðstoð sína til landsins og Evr- ópusambandið hefur hótað að gera slíkt hið sama. Þá hefur verið kallað eftir því að for- kólfum bráðabirgðastjórn- arinnar verði sleppt úr haldi. Það verður þó að teljast ólík- legt að Burhan og hernum snú- ist hugur, fyrst hann ákvað að kasta teningunum á annað borð. Vandinn er þó ekki bundinn við herinn. Saga Súdan frá því að landið fékk sjálfstæði 1958 hef- ur verið saga átaka, sem meðal annars náði ákveðnu hámarki með stofnun Suður-Súdan árið 2011. Þá hafa allar fyrri til- raunir til þess að koma lýðræði á í landinu endað með einhvers konar valdatöku hersins. Of snemmt er að afskrifa með öllu að hægt verði að snúa aftur á lýðræðisbrautina að þessu sinni, sér í lagi þar sem þorri almennings virðist ósáttur með valdatökuna eins og sást á mót- mælum fólks í gærkvöldi. Lík- legra er þó, að almenningur í Súdan þurfi að bíða enn um sinn eftir að ákalli hans frá 2019 verði svarað, eins og sást á táragasinu sem mótmælendur gærkvöldsins fengu að finna fyrir. Súdanska hernum snýst hugur}Aftur á einræðisbraut Morðið á sænska rapparanum Einári í síðustu viku hefur eðlilega vakið óhug meðal almennings í Svíþjóð og víðar. Einár þessi var einungis 19 ára gamall, en hann hafði þegar getið sér gott orð í sænsku tón- listarlífi og unnið til verðlauna fyrir tónlist sína. Þá hafði hann lent í útistöð- um við aðra rappara og er talið að morðið geti tengst þeim erj- um, en það hefur að öðru leyti dregið athyglina að því, að al- ger óöld ríkir nú í Svíþjóð, þar sem skot- og sprengjuárásir eru nú algengari en gengur og gerist í ríkjum Evrópu, hvað þá á Norðurlöndum. Það sem af er þessu ári hafa til dæmis rúm- lega 270 skotárásir orðið í Sví- þjóð og fleiri en fjörutíu manns dáið af völdum skotárása. Þessa ofbeldis- öldu má rekja að miklu leyti til fjölg- unar skipulagðra glæpagengja sem oft eru mynduð í kringum hópa innflytjenda, sem ekki hafa náð að samlaga sig sænsku samfélagi, eða hópa sem glíma við félagsleg vanda- mál af öðru tagi og finna sér því ekki atvinnu. Þá geti eitt morð kallað á blóðhefndir og endað með hjaðningavígum gengja á milli. Í kjölfar morðsins á Einári hafa sænskir stjórnmálamenn kallað eftir því að gripið verði til aðgerða gegn gengjunum og því ofbeldi sem fylgir þeim. En þó að öflugri löggæsla sé eitt af ráðunum dugar hún ekki ein og sér. Samhliða verður að huga að þeim undirliggjandi vanda sem ástandinu veldur. Glæpagengi, iðulega innflutt, vaða uppi hjá frændum okkar} Svíþjóð logar Í slendingar halda þingkosningar á vorin, þegar sól fer að rísa og landið tekur lit á ný. Þannig hefur það verið í 38 ár, ef frá eru taldar síðustu þrennar kosn- ingar. Kosningar 2016 fóru fram í október eftir að forsætisráðherra sagði af sér og sömuleiðis 2017 eftir að ríkisstjórn féll. Nú fyrir réttum mánuði voru kosningar haldnar að hausti þrátt fyrir að ríkisstjórnin hefði setið heilt kjörtímabil. Ef við skoðum söguna frá lýðveldisstofnun hafa kosningar verið haldnar áður að hausti eða vetri í þrígang, það er árin 1949, 1959 og 1979. Í öllum þessum tilvikum ákváðu næstu ríkis- stjórnir að hverfa ekki frá hinu hefðbundna fyrirkomulagi. Forystufólk þeirra tók á sig að sitja þrjú og hálft ár í stað fjögurra til að halda í þá venju sem skapast hefur í íslenskum stjórnmálum. Þessi venja er ekki tilkomin að ástæðulausu. Ein af ástæðunum er að fjárlög hvers árs gilda út desember. Hafi ný fjárlög ekki verið samþykkt fyrir þann tíma mun ríkis- stjórn skorta heimildir til að ráðstafa fé úr ríkissjóði. Við þurfum ekki að fjölyrða um áhrifin sem það hefur ef heil- brigðiskerfið, menntakerfið og aðrar grunnstoðir fá ekki nauðsynlegar fjárveitingar vegna þess að fjárlögum er ekki til að dreifa. Þetta veit forystufólk stjórnmálaflokkanna mætavel. Í kjölfar kosninganna 2016 og 2017 voru fjárlög unnin með miklu hraði sem leiddi til óvissu meðal fólks sem treystir á grunnþjónustu hins opinbera og seinkaði nauðsynlegum umbótum. Katrín Jakobsdóttir sagði fyrir nýafstaðnar kosningar að hún teldi tímann frá september- lokum og fram að jólum duga til að standa að vandaðri fjárlagagerð. En nú hafa stjórnar- myndunarviðræður dregist á langinn. Tíminn sem við höfum til stefnu hefur styst um þriðj- ung frá því sem sitjandi forsætisráðherra taldi duga. Tíminn hefur náð því marki sem við vitum að dugar tæpast, og samt sést ekki enn til lands í viðræðum flokkanna. Hvað gerist þá? Við þurfum skýra sýn í efnahagsstjórn landsins ef markmiðið er að viðhalda hagvexti eftir heimsfaraldurinn. Við þurfum stórar ákvarðanir í loftslagsmálum, heilbrigðismálum og í stuðningi við nýsköpun. Við þurfum mark- vissar aðgerðir í þágu hinna dreifðari byggða. Við þurfum samninga milli Sjúkratrygginga Íslands og sálfræðinga til að fylgja eftir lögum um niðurgreiðslu sál- fræðiþjónustu. Og þetta þarf að rúmast innan þess ramma sem settur hefur verið í fjármálaáætlun. Ný ríkisstjórn mun ekki ráða vel við þetta stóra verk- efni ef hún hyggst vinna það með hamagangi og látum á síðustu dögum ársins. Staðan var hins vegar fyrirséð um leið og tilkynnt var að kosningar yrðu haldnar að hausti en ekki vori. Og þurfti ekki óvæntar uppákomur til. Hanna Katrín Friðriksson Pistill Vertu til er vorið kallar á þig Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar. hannakatrin@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen þess að búa til samtal við þjóðina og láta vita hverjar niðurstöðurnar eru. Með því væri hægt að segja að kirkj- an ætli sér í sjálfskoðun og fara svo yfir niðurstöðurnar,“ segir starfshóp- urinn. Lögð er áhersla á að kirkjan fari í „heiðarlega og hugrakka grein- ingu á þörfum landsmanna óháð kirkjunni og starfsfólki kirkjunnar“. Með þeim hætti sé hægt að komast að því hvað það er sem þjóðin sækist eftir og hvernig hún geti mætt þörf- um fólks. „Við þurfum að spyrja þjóðina hvað hún vill til þess að við getum þjónustað hana, í stað þess að okkar þjónusta beinist að því sem okkur langar að þjóðin sækist eftir. Það er mikilvægt að þjónusta kirkjunnar sé í samræmi við væntingar þjóðar- innar,“ segir starfshópurinn í grein- argerð sinni. Margs konar miðlar í boði Starfshópurinn bendir á að margs konar miðlar séu í boði fyrir þjóðkirkjuna og hægt sé að nálgast einstaklinga á mismunandi hátt eftir því hvaða markhópi þeir tilheyra og hvaða skilaboðum kirkjan vilji koma til skila. Til þess að greina þetta bet- ur og til þess að vera betur í stakk búin til þess að virkja samfélagsmiðla kirkjunnar er lagt til að fengin verði aðstoð sérfræðings við það að skil- greina hvernig kirkjan geti talað við mismunandi hópa og hvar markaður hennar liggur. Eftir þessa vinnu sé „hægt að búa til tól sem gera kynn- ingarmál kirkjunnar eins hagkvæm, markviss og árangursrík og auðið er“. Þannig sé búinn til vegvísir til að vinna að langtímamarkmiðum. „Við fengjum þá ítarlegan „brand guide“ um hvað við ætlum að gera. Með því er hægt að skipuleggja starfið til lengri tíma og gera áætlun um markaðsmál sem svo yrði unnið eftir. Starfshópurinn telur mikilvægt að farið verði í þessa greiningu til að finna hvaða leiðir eru bestar til að boða fagnaðarerindið.“ Ekki eru nýjar leiðir í sam- skiptamálum þjóðkirkjunnar ókeyp- is. Fram kemur að einsskiptis kostn- aður vegna greiningar og könnunar á viðhorfum landsmanna kostar sam- kvæmt tilboði frá Gallup tæpar fimm milljónir króna. Þá er talin þörf fyrir 1,5 stöðugildi á samskiptasviði bisk- upsstofu og er árlegur launakostn- aður vegna þess metinn 16,5 milljónir króna. Rúmlega 60% í þjóðkirkjunni Á vef Þjóðskrár má sjá að um síðustu mánaðamót voru alls 229.623 einstaklingar skráðir í þjóðkirkjuna. Það eru 61,3% landsmanna. Hefur fækkað um 94 síðan 1. desember í fyrra. Næstfjölmennasta trúfélag landsins er kaþólska kirkjan með 14.709 skráða meðlimi og Fríkirkjan í Reykjavík með 10.040 meðlimi. „Þurfum að spyrja þjóðina hvað hún vill“ Morgunblaðið/Sigurður Bogi Kirkjuþing „Veruleiki þjóðkirkjunnar er breyttur,“ segir starfshópur um samskiptamál og vill láta spyrja landsmenn hvað þeir vilji frá kirkjunni. SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is T ungutak úr heimi almannatengla og auglýs- ingastofa heyrist nú á kirkjuþingi sem meðal ann- ars ræðir um leiðir til að koma boð- skap kirkjunnar á framfæri á öld nýrrar samskiptatækni og sam- félagsmiðla. Nýstárlegri þykir þó kannski sú hugmynd starfshóps um samskiptamál að landsmenn verði spurðir hvað þeir vilji frá kirkjunni. „Veruleiki þjóðkirkjunnar er breyttur að því leyti að við erum á frjálsum markaði og þar gildir ímyndin þín og þú sért í kynningu og aðrir viti hver þú ert,“ segir í grein- argerð starfshópsins sem liggur fyrir þinginu. Fram kemur að samskipta- mál hafi verið sett í forgang innan þjóðkirkjunnar á stefnumótunar- fundi í febrúar síðastliðnum og í kjöl- farið hafi hópurinn verið settur á fót „til þess að fara ítarlega yfir sam- skipta-, ímynda- og markaðsmál þjóðkirkjunnar“. Að mati starfshópsins þarf áður en ráðist er í aðgerðir að greina stöðu þessara mála, hvar þjóðkirkjan stendur og hvert viðhorf þjóðarinnar er til kirkjunnar. Því er lagt til að ut- anaðkomandi aðili verði fenginn til þess að framkvæma viðhorfskönnun. Þegar sú könnun hefur verið gerð leggur hópurinn til að unnið verði áfram með þær niðurstöður og í framhaldinu verði ráðist í greiningu á markhópum. Aðrar tillögur starfs- hópsins snúa að því að styrkja miðla þjóðkirkjunnar „og vera þannig í for- ystu fyrir söfnuði landsins þannig að þeir geti fengið aðstoð og leiðbein- ingar með miðlægum hætti til þess að halda úti sínum miðlum“, eins og það er orðað. Til þess þurfi að útbúa samskiptastefnu. Hópurinn telur einnig mikilvægt að stöðugildum inn- an samskiptamála Biskupsstofu verði fjölgað til þess að mæta aukn- um verkefnum í þessum málaflokki. Gallup kanni viðhorf Til þess að greina stöðu þjóð- kirkjunnar leggur starfshópurinn til að Gallup verði fengið til þess að framkvæma könnun til að safna upp- lýsingum um hvert viðhorf þjóðar- innar er til þjóðkirkjunnar. „Þegar könnunin hefur verið framkvæmd er ákveðið tækifæri til

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.