Morgunblaðið - 27.10.2021, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.10.2021, Blaðsíða 22
22 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 2021 Undankeppni HM kvenna C-RIÐILL: Ísland – Kýpur.......................................... 5:0 Hvíta-Rússland – Holland....................... 0:2 Staðan: Holland 4 3 1 0 13:1 10 Ísland 3 2 0 1 9:2 6 Tékkland 3 1 1 1 9:5 4 Hvíta-Rússland 2 1 0 1 4:3 3 Kýpur 4 0 0 4 1:25 0 A-RIÐILL: Slóvakía – Georgía.................................... 2:0 Finnland – Írland ..................................... 1:2 Staðan: Svíþjóð 9, Finnland 6, Slóvakía 3, Írland 3, Georgía 0. B-RIÐILL: Úkraína – Spánn....................................... 0:6 Færeyjar – Ungverjaland ....................... 1:7 Staðan: Spánn 9, Skotland 9, Úkraína 3, Ungverjaland 3, Færeyjar 0. D-RIÐILL: Norður-Makedónía – Lúxemborg ...........2:3 Lettland – England................................ 0:10 Norður-Írland – Austurríki..................... 2:2 Staðan: England 12, Austurríki 10, Norð- ur-Írland 7, Lúxemborg 3, Norður-Make- dónía 3, Lettland 0. E-RIÐILL: Bosnía – Rússland .................................... 0:4 Aserbaídsjan – Malta............................... 1:2 Svartfjallaland – Danmörk...................... 1:5 Staðan: Danmörk 12, Rússland 12, Svart- fjallaland 6, Malta 4, Bosnía 1, Aserbaíd- sjan 0. F-RIÐILL: Armenía – Kósóvó .................................... 0:1 Noregur – Belgía...................................... 4:0 Pólland – Albanía ..................................... 2:0 Staðan: Noregur 10, Pólland 8, Belgía 7, Albanía 4, Kósóvó 4, Armenía 0. G-RIÐILL: Litháen – Ítalía ......................................... 0:5 Sviss – Króatía.......................................... 5:0 Staðan: Sviss 12, Ítalía 12, Rúmenía 6, Mol- dóva 0, Litháen 0, Króatía 0. H-RIÐILL: Þýskaland – Ísrael.................................... 7:0 Búlgaría – Portúgal.................................. 0:5 Serbía – Tyrkland .................................... 2:0 Staðan: Þýskaland 12, Portúgal 10, Tyrk- land 4, Serbía 3, Ísrael 0, Búlgaría 0. I-RIÐILL: Kasakstan – Frakkland ........................... 0:5 Grikkland – Slóvenía................................ 1:4 Wales – Eistland....................................... 4:0 Staðan: Frakkland 12, Wales 10, Slóvenía 7, Grikkland 6, Kasakstan 0, Eistland 0. Vináttulandsleikur kvenna Skotland – Svíþjóð.................................... 0:2 England Deildabikarinn, 16-liða úrslit: Arsenal – Leeds........................................ 2:0 Chelsea – Southampton .................. 4:3 (1:1) QPR – Sunderland........................... 1:3 (0:0) Þýskaland Bikarkeppni: 1860 München – Schalke ........................ 1:0 - Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leik- inn og bar fyrirliðaband Schalke. Hoffenheim – Holstein Kiel.................... 5:1 - Hólmbert Aron Friðjónsson var ónotað- ur varamaður hjá Holstein Kiel. Ítalía Venezia – Salernitana............................. 1:2 - Arnór Sigurðsson og Bjarki Steinn Bjarkason voru ónotaðir varamenn hjá Ve- nezia. Rússland Bikarkeppni: Lipetsk – CSKA Moskva ......................... 0:2 - Hörður Björgvin Magnússon hjá CSKA er frá keppni vegna meiðsla. Danmörk Bikarkeppni: Horsens – Vejle ............................... 1:3 (frl.) - Aron Sigurðarson lék allan leikinn og skoraði mark Horsens. Ágúst Eðvald Hlynsson var ónotaður varamaður. Svíþjóð Helsingborg – GAIS ................................ 0:1 - Böðvar Böðvarsson lék allan leikinn fyr- ir Helsingborg. >;(//24)3;( Naby Keita, miðjumaður enska knattspyrnufélagsins Liverpool, er ekki alvarlega meiddur þrátt fyrir að hafa verið borinn sárþjáður af velli í 5:0 sigri liðsins gegn Man- chester United í ensku úrvalsdeild- inni síðastliðinn sunnudag. Hann varð þá fyrir ljótri tækl- ingu frá Paul Pogba, miðjumanni United. Óttast var að Keita væri fótbrotinn en hann er aðeins illa marinn. Pogba fékk beint rautt spjald fyr- ir brotið og hefur verið úrskurð- aður í þriggja leikja bann. Keita marinn en ekki brotinn AFP Meiddur Naby Keita borinn af velli á Old Trafford á sunnudaginn. Evrópumeistarar Hollands lentu í vandræðum með Hvíta-Rússland á útivelli í C-riðli undankeppni HM 2023 í knattspyrnukvenna, riðli Ís- lands, í gærkvöldi. Hvít-Rússar héldu Hollendingum í skefjum lengi framan af enda var það ekki fyrr en á 71. mínútu sem Hollendingar brutu ísinn þegar Lieke Martens skoraði. Skömmu síðar, á 75. mínútu, innsiglaði Dani- elle van de Donk svo 2:0 sigur. Holland er eftir sigurinn áfram á toppi riðilsins með 10 stig að lokn- um fjórum leikjum. Hvíta-Rússland stóð í Hollandi Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson Efstar Danielle van de Donk (t.v.) var á skotskónum í gærkvöldi. Lítil mótspyrna Eftir að flautað var til leiks var aldrei nein spurning um hvort liðið myndi vinna þennan leik. Spurn- ingin var hversu stór sigur ís- lenska liðsins yrði. Íslensku lands- liðskonurnar völtuðu þó ekki yfir Kýpur í fyrri hálfleik. Leikurinn var ekki mjög hraður og íslenska liðið nýtti í raun marktækifærin nokkuð vel í fyrri hálfleik. Mark- vörður Kýpur var ekki traustvekj- andi og gerði mistök bæði í fyrsta og þriðja marki Íslands. Með öfl- ugri markvörð á milli stanganna hjá Kýpur hefði ef til vill ekki munað miklu að loknum fyrri hálf- leik. Kýpur skipti reyndar um markvörð þegar staðan var orðin 5:0 og varamarkvörðurinn virtist vera betri. Á móti má nefna að mark var dæmt af íslenska liðinu í fyrri hálfleik. Svava Rós Guð- mundsdóttir var þá dæmd brotleg áður en Karólína kom boltanum í opið markið. Svava botnaði lítið í túlkun úkraínska dómarans á regl- unum í það skiptið. Mótspyrnan í gær var ekki í lík- ingu við það sem gerist í erfiðum landsleikjum og því lítil ástæða til að fella mikla dóma yfir frammi- stöðu íslensku leikmannanna. Þær náðu í stigin þrjú og gerðu það mjög örugglega. Auk þess tókst að gefa mörgum leikmönnum tæki- færi sem eiga fáa leiki að baki og máttarstólpar eins og Glódís Perla Viggósdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir fengu hvíld. Amanda lék í 90 mínútur Amanda Andradóttir er spenn- andi leikmaður og sýndi að hún hefur góða tilfinningu fyrir bolt- anum. Hún er eiginlega bara ung- lingur ennþá og á því eftir að öðl- ast meiri kraft og snerpu með tímanum. Elísa Viðarsdóttir lagði upp tvö- mörk úr bakvarðastöðunni og var í boltanum í þriðja markinu. Sveind- ís Jane Jónsdóttir skoraði tvívegis en það var fyrirséð að leikmenn Kýpur myndu lenda í vandræðum gegn Sveindísi. 2.175 manns voru á leiknum í gær og landsliðsþjálfaranum Þor- steini Halldórssyni þótti það ekki mikið þegar hann tjáði sig á blaða- mannafundi að leiknum loknum . „Mér finnst stelpurnar eiga það skilið að fleiri mæti á völlinn og ég vil sjá 5.000 til 6.000 manns á vell- inum þegar þær spila.“ Mjög öruggt gegn Kýpur - Markatalan hjá kvennalandsliðinu í knattspyrnu orðin fín í undankeppni HM eftir tvo stórsigra - Landsliðsþjálfarinn vill sjá fleiri mæta á völlinn Morgunblaðið/Unnur Karen Sigur Sveindís Jane Jónsdóttir alsæl fyrir miðri mynd á Laugardalsvelli í gær en hún skoraði tvívegis og hefur nú skorað 4 mörk fyrir A-landsliðið. ÍSLAND – KÝPUR 5:0 1:0 Dagný Brynjarsdóttir 14. 2:0 Sveindís Jane Jónsdóttir 21. 3:0 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir 45. 4:0 Sveindís Jane Jónsdóttir 55. 5:0 Alexandra Jóhannsdóttir 64. MM Elísa Viðarsdóttir M Guðný Árnadóttir Alexandra Jóhannsdóttir Dagný Brynjarsdóttir Karólína Lea Vilhjálmsdóttir Sveindís Jane Jónsdóttir Amanda Andradóttir Ísland: (4-3-3) Mark: Cecilía Rán Rún- arsdóttir. Vörn: Guðný Árnadóttir (Hafrún Rakel Halldórsdóttir 68), Sif Atladóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Elísa Viðarsdóttir. Miðja: Dagný Brynjarsdóttir (Berglind Rós Ágústs- dóttir 63), Karólína Lea Vilhjálmsdótt- ir (Karitas Tómasdóttir 63), Alexandra Jóhannsdóttir. Sókn: Sveindís Jane Jónsdóttir (Agla María Albertsdóttir 68), Svava Rós Guðmundsdóttir (Berg- lind Björg Þorvaldsdóttir 75), Amanda Andradóttir. Dómari: Anastasiya Romanyuk frá Úkraínu. Áhorfendur: 2.175. KÖRFUKNATTLEIKUR Subway-deild kvenna: Borgarnes: Skallagrímur – Njarðvík . 18:15 Keflavík: Keflavík – Breiðablik........... 19:15 Dalhús: Fjölnir – Grindavík .................20:15 Í KVÖLD! NBA-deildin: Indiana – Milwaukee........................ 109:119 Charlotte – Boston ........................... 129:140 Toronto – Chicago ............................ 108:111 Miami – Orlando................................. 107:90 Brooklyn – Washington ..................... 104:90 Atlanta – Detroit .............................. 122:104 LA Clippers – Portland ..................... 116:86 Denver – Cleveland.............................. 87:99 Minnesota – New Orleans ................. 98:107 4"5'*2)0-# Í LAUGARDAL Kristján Jónsson kris@mbl.is Íslenska kvennalandsliðið í knatt- spyrnu er með 6 stig eftir þrjá fyrstu leikina í undankeppni HM 2023 en allar leikirnir til þessa hafa verið heimaleikir. Íslenska liðið bætti við þremur stigum í gær með afar öruggum 5:0 sigri gegn Kýpur í rigningu á blautum Laugardalsvelli. Markatala liðsins er orðin fín eftir 4:0 og 5:0 sigra í síðustu tveimur leikjum. Dagskránni á þessu ári er ekki lokið hjá liðinu því enn er eftir útileikur gegn Kýpur í undankeppninni og mun hann fara fram seint í nóvember. Einhverjar heimildir eru víst til um að heldur hlýrra loftslag sé á Kýpur en hér á ævintýraeyjunni og því ætti að vera lítið mál að spila þar í lok nóvember. Í gær gæti ég trúað að gestunum frá Kýpur hafi verið heldur kalt. Það mátti nánast sjá á leikmönnum þegar flautað var til leiks. Um leið og Ísland komst yfir virkuðu þær áhugalitlar. Vissu sjálfsagt að þær ættu litla sem enga mögu- leika á að ná í stig eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjunum 8:0.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.