Morgunblaðið - 27.10.2021, Síða 23
Morgunblaðið/Kristinn Magnúss
Vörn Einar Þorsteinn Ólafsson (17) hefur vakið athygli fyrir vasklega fram-
göngu í vörn Vals. Hefur hann orðið Íslands- og bikarmeistari á árinu.
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Guðmundur Þ. Guðmundsson, lands-
liðsþjálfari karla í handknattleik, hef-
ur valið leikmenn til æfinga hér heima
dagana 1.-6. nóvember næstkomandi.
HSÍ tilkynnti þetta í gær en þessi törn
verður að líkindum mikilvæg fyrir
landsliðið vegna undirbúnings þess
fyrir lokakeppni EM sem fram fer í
Ungverjalandi og Slóvakíu í janúar.
Í tilkynningu frá HSÍ kemur fram
að liðið muni ekki koma saman aftur
fyrr en á nýju ári en þá fær liðið tvo
vináttuleiki fyrir EM gegn Litháen.
Þegar leikmannahópurinn er skoð-
aður vekur athygli að einungis tveir
leikmenn af tuttugu og einum hafa
leikið fleiri en 100 A-landsleiki. Eru
það gömlu samherjarnir úr FH, Aron
Pálmarsson og Ólafur Guðmundsson.
Þegar karlalandsliðið í handknattleik
er annars vegar er slík staða nokkuð
sjaldgæf.
Björgvin Páll Gústavsson og Alex-
ander Petersson eru ekki í hópnum og
því er enginn verðlaunahafi frá Ól-
ympíuleikunum í Peking í leikmanna-
hópnum. Guðmundur og Gunnar
Magnússon voru þó í þjálfarateyminu
í Peking eins og nú.
Einar Þorsteinn í hópnum
Tveir nýliðar eru í hópnum. Annar
er Valsarinn Einar Þorsteinn Ólafs-
son sem hefur fengið mikið hrós fyrir
framgöngu sína í vörn Íslandsmeist-
aranna. Fyrir áhugafólk um ættfræði
má geta þess að Einar er sonur Ólafs
Stefánssonar sem er næstmarka-
hæsti leikmaður landsliðsins frá upp-
hafi.
Hinn nýliðinn hefur áður verið val-
inn í landsliðshópinn þótt hann eigi
ekki landsleik að baki og það er Elvar
Ásgeirsson hjá Nancy.
Fyrirliðinn á HM í Egyptalandi í
fyrra, Arnór Þór Gunnarsson, er ekki
í hópnum. Ekki heldur Sigvaldi
Björn Guðjónsson og örvhentu
hornamennirnir á síðasta HM eru því
ekki. Óðinn Þór Ríkharðsson úr KA
er hins vegar í hópnum.
Tveir sem náð hafa
hundrað landsleikjum
- Óvenjulítil leikreynsla í landsliðshópnum sem kemur saman í nóvember
ÍÞRÓTTIR 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 2021
_ Alexander Petersson mun yfirgefa
þýska handknattleiksfélagið Melsung-
en þegar samningur hans rennur út
næsta sumar. Handball-World News
greindi frá þessu á heimasíðu sinni í
fyrradag. Hægriskyttan, sem er 41 árs
gömul, gekk til liðs við Melsungen fyrir
þetta tímabil og samdi til eins árs við
félagið.
_ Úrvalsdeildarliðin Arsenal og
Chelsea og C-deildarlið Sunderland
tryggðu sér í gærkvöldi sæti í fjórð-
ungsúrslitum enska deildabikarsins í
knattspyrnu karla. Calum Chambers
og Eddie Nketiah skoruðu mörk Ars-
enal í 2:0 sigri gegn Leeds United.
Chelsea vann Southampton 4:3 í víta-
spyrnukeppni eftir að Kai Havertz og
Ché Adams höfðu séð til þess að stað-
an var 1:1 að loknum venjulegum leik-
tíma. Sunderland vann þá QPR 3:1 í
vítaspyrnukeppni eftir að staðan var
markalaus að loknum venjulegum leik-
tíma.
_ Knattspyrnustjórinn fyrrverandi
Walter Smith er látinn, 73 ára aldri, en
hann gerði garðinn frægan með Rang-
ers, Everton og skoska landsliðinu.
Hann stýrði Rangers frá 1991 til ársins
1998 og svo aftur frá 2007 til ársins
2011 en liðið vann 21 bikar undir hans
stjórn. Smith var næstsigursælasti
stjóri í sögu skoska liðsins á eftir Bill
Struth. Smith stýrði einnig Everton frá
1998 til ársins 2002 og skoska lands-
liðinu frá 2004 til ársins 2007.
_
Jökull Elísabetarson hefur verið ráð-
inn aðstoðarþjálfari karlaliðs Stjörn-
unnar í knattspyrnu. Þetta tilkynnti fé-
lagið á samfélagsmiðlum sínum í gær.
Jökull mun aðstoða Ágúst Gylfason
sem var ráðinn þjálfari Garðbæinga á
dögunum en Ágúst hafði undanfarin
tvö tímabil stýrt Gróttu á Seltjarn-
arnesi.
_ Gamla stórveldið Chicago Bulls er í
efsta sæti austurdeildarinnar með
fjóra sigra í fyrstu fjórum leikjum
tímabilsins í NBA-deildinni í körfu-
knattleik. Hefur liðið ekki byrjað jafn
vel í deildinni í aldarfjórðung eða frá
því Michael Jordan var
allt í öllu hjá Chicago.
DeMar DeRozan
skoraði 26 stig fyrir
Chicago Bulls þeg-
ar liðið heimsótti
Toronto Raptors.
Leiknum lauk
með þriggja stiga
sigri Chicago,
111:108, en Bretinn
Ogugua Anunoby
var stigahæstur í
liði Toronto með 22
stig.
Eitt
ogannað
Aron Jóhannsson er á leiðinni til
karlaliðs Vals í knattspyrnu og mun
skrifa undir samning við félagið á
næstu dögum.
Fréttablaðið skýrði frá þessu í
gær. Aron var síðast á mála hjá
pólska félaginu Lech Poznan en
fékk samningi sínum rift í lok ágúst
eftir hálfs árs dvöl.
Aron er uppalinn hjá Fjölni og
lék síðast hér á landi með liðinu
sumarið 2010 áður en hann gekk til
liðs við AGF. Hann hefur einnig
verið á mála hjá AZ, Werder Bre-
men og Hammarby á ferli sínum.
Á heimleið eftir
ellefu ár erlendis
Ljósmynd/Hammarby
Heim Aron Jóhannsson fagnar
marki með Hammarby á síðasta ári.
Ole Gunnar Solskjær, knatt-
spyrnustjóri Manchester United,
mun halda starfi sínu, að minnsta
kosti um sinn. Í gær funduðu for-
ráðamenn félagsins þar sem ákveð-
ið var að leyfa Solskjær að stýra lið-
inu í leik gegn Tottenham í ensku
úrvalsdeildinni um næstu helgi.
Sir Alex Ferguson, fyrrverandi
stjóri félagsins, situr í stjórn þess
og var einn þeirra sem töluðu fyrir
því að Solskjær fengi meiri tíma.
Fari illa gegn Tottenham er þó
búist við því að hann verði rekinn
eftir slæmt gengi undanfarið.
Solskjær heldur
starfinu um sinn
AFP
Tækifæri Sæti Solskjærs er heitt en
hann stýrir þó United um helgina.
Mögnuð byrjun Íslendingaliðs
Magdeburg frá Þýskalandi á tíma-
bilinu heldur áfram. Í gær vann liðið
góðan 31:27 sigur á franska liðinu
Aix í Íslendingaslag í C-riðli Evr-
ópudeildarinnar og hefur þar með
unnið alla leiki sína í öllum keppnum
á tímabilinu.
Leikurinn var hnífjafn framan af
en í síðari hálfleik hóf hann að sveifl-
ast. Eftir að Magdeburg komst í
23:20 skoruðu gestirnir í Aix næstu
fimm mörk og komust þannig í
23:25. Magdeburg brást við því með
því að skora næstu fimm mörk. For-
ystan þar með orðin 28:25 og sigldi
Magdeburg að lokum sterkum fjög-
urra marka sigri í höfn.
Kristján Örn Kristjánsson fór fyr-
ir sóknarleik Aix og skoraði sex
mörk auk þess að leggja upp önnur
fjögur. Gísli Þorgeir Kristjánsson
skoraði tvö mörk og lagði upp tvö
fyrir Magdeburg en Ómar Ingi
Magnússon tók ekki þátt í leiknum
þó hann hafi verið á leikskýrslu.
Lemgo skellti Nantes
Bjarki Már Elísson hafði hægar
um sig en venjulega hjá þýska liðinu
Lemgo þegar hann skoraði fjögur
mörk, sem er öllu minni marka-
skorun en venjan er hjá Bjarka Má, í
sterkum 28:27 útisigri gegn franska
liðinu Nantes í B-riðlinum.
Viktor Gísli Hallgrímsson varði
átta skot þegar lið hans GOG frá
Danmörku vann 46:30 stórsigur
gegn finnska liðinu Cocks í sama
riðli. Þá gerði svissneska liðið Ka-
detten, sem Aðalsteinn Eyjólfsson
þjálfar, 28:28 jafntefli í hörkuleik
gegn Pelister frá Norður-Makedón-
íu í D-riðlinum.
Magdeburg vann
Íslendingaslaginn
- Stórleikur Kristjáns dugði ekki til
AFP
Öflugur Kristján Örn Kristjánsson fór á kostum í liði Aix en gat ekki komið í
veg fyrir tap gegn sterku liði Magdeburg í Evrópudeildinni í gærkvöldi.
Evrópudeildin
B-RIÐILL:
GOG – Cocks ........................................ 46:30
- Viktor Gísli Hallgrímsson varði 8 skot í
marki GOG.
Nantes – Lemgo................................... 27:28
- Bjarki Már Elísson skoraði 4 mörk fyrir
Lemgo.
C-RIÐILL:
Magdeburg – Aix................................. 31:27
- Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði 2
mörk fyrir Magdeburg en Ómar Ingi
Magnússon skoraði ekki.
- Kristján Örn Kristjánsson skoraði 6
mörk fyrir Aix.
D-RIÐILL:
Kadetten – Eurofarm Pelister........... 28:28
- Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar Kadetten.
.$0-!)49,
Markmenn:
Daníel Freyr Andrésson, Guif
Grétar Ari Guðjónsson, Nice
Viktor Gísli Hallgrímsson, GOG
Aðrir leikmenn:
Arnar Freyr Arnarsson, Melsungen
Aron Pálmarsson, Aalborg
Bjarki Már Elísson, Lemgo Einar
Þorsteinn Ólafsson, Val
Elliði Snær Viðarsson, Gummersbach
Elvar Ásgeirsson, Nancy
Elvar Örn Jónsson, Melsungen
Gísli Þorgeir Kristjánsson,
Magdeburg
Haukur Þrastarson, Kielce
Hákon Daði Styrmisson,
Gummersbach
Kristján Örn Kristjánsson, Aix
Óðinn Þór Ríkharðsson, KA
Ólafur Guðmundsson, Montpellier
Ómar Ingi Magnússon, Magdeburg
Sveinn Jóhannsson, SönderjyskE
Teitur Einarsson, Flensburg
Viggó Kristjánsson, Stuttgart
Ýmir Örn Gíslason,
Rhein-Neckar Löwen
Hópurinn: