Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.10.2021, Síða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.10.2021, Síða 2
Ertu búin að leikstýra lengi? Kannski ekki mjög lengi. Ég byrjaði á því að gera tónlistar- myndbönd og stuttmyndir. Svo leikstýrði ég tveimur þáttum af Broti og síðan einum þætti af Kötlu. Þaðan fór ég í að leik- stýra tveimur þáttum af sex í nýju seríunni um Stellu Blóm- kvist. Lærðir þú leikstjórn? Nei, ég tók átta mánaða kvikmyndakúrs í lýðháskóla í Dan- mörku sem gagnaðist mér mjög vel. Ég hef alltaf haft áhuga á bæði kvikmyndagerð og list og fór því næst í listnám í London og útskrifaðist þaðan með háskólapróf í fagi sem er eiginlega sambland af listum og kvikmyndagerð. Finnst þér skemmtilegt að leikstýra? Já, mjög gaman. Það samtvinnar vel minn sögusagnaáhuga við listaáhuga. Kannski var leikstjórn alltaf það sem ég stefndi að en ég fór ekki hefðbundna leið. Hvernig var að leikstýra Stellu Blómkvist? Það var ótrúlega gaman, þrátt fyrir að við værum að því í miðjum faraldri. Við vorum svolítið einangruð og höfðum ekki marga aukaleikara, enda fjöldatakmarkanir og allir með grím- ur. En hópurinn sem kom að gerð þáttanna var alveg frábær og hæfileikaríkur og það er gaman að vinna með þennan heim hennar Stellu. Hvað er annað á döfinni? Ég er nýkomin frá Bretlandi þar sem ég var að vinna að sjón- varpsseríu fyrir Sky sem heitir The Rising. Síðan er ég með bíómynd í bígerð ásamt ýmsu öðru. Mér finnst líka mjög gam- an að hoppa inn í auglýsingar og styttri verkefni inn á milli stærri verkefna. Morgunblaðið/Unnur Karen ÞÓRA HILMARSDÓTTIR SITUR FYRIR SVÖRUM Heimurinn hennar Stellu Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.10. 2021 Ljósmyndir Rutar og Silju Skipholti 31 • 105 Reykjavík • Sími 568 0150 Opið virka daga 10-17 • www.rut.is • Ljósmyndir Rutar og Silju Einstök minning Barna- og fjölskyldu- myndatökur Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Amerísk heimilistæki rafvorur.isRAFVÖRUR ehf Þvottavélar og þurrkarar sem taka 10-17 kg H vatvísi getur verið ansi skemmtileg því maður tekur oft ákvarðanir án þess að hugsa sem reynast svo bara fínar. Í gær voru til dæmis tólf útlendingar í mat hjá mér og þekkti ég engan þeirra. Þeim hafði ver- ið lofað að borða í heimahúsi hér á landi en upprunalegu gestgjafarnir voru víst veðurtepptir á Ísafirði. Enda var þar hávetur í síðustu viku. Ég vissi að þetta væri nú lítið mál og hljóp í skarðið. Úr varð hin skemmtilegasta kvöldstund með fólki frá Kína, Bretlandi, Tékklandi, Rúmeníu, Finnlandi, Danmörku og ég man ekki meir. Bara gaman! En ég tek ekki bara að mér „týnda“ túrista. Kettir eru líka velkomnir til mín. Það er annað dæmi um ákvörðun sem tekin var í hasti; þegar ég um daginn ákvað að taka að mér ókunnugan kött. Fólk sem ég þekki ekkert auglýsti eftir manneskju til að passa köttinn sinn í svona níu mán- uði. Í hvatvísi minni fannst mér þetta bara fínasta hugmynd, enda afar tómlegt eftir að kötturinn minn Gull- brandur var sendur í Biskupstungur að sinna hestum. Hann stundar þar reiðmennsku af krafti á milli þess sem hann veiðir mýs, stjórnar hæn- um, hundum og fólki. Guttormur frá Hnífsdal er því mættur í Garðabæinn og mun hafa hjá mér vetursetu. Hann sem búið hefur alla sína hunds- og kattartíð í litlum bæ á Vestfjörðum er nú kominn í þennan stórhættulega bæ. Eða að minnsta kosti finnst honum það, því kötturinn sem var „seldur“ mér sem útiköttur þorir varla út fyrir hússins dyr. Ég hendi honum reglulega út og skelli hurðinni á eftir honum og segi honum að fara út að leika, en hann er yfirleitt fljótur að troða sér inn um lúguna og hlaupa beint í kassann sinn. Óttalegt hérahjarta en besta skinn. Annars lenti ég á spjalli við bandarískan vin minn yfir netið og sagði honum frá skiptinemakettinum mínum, honum Guttormi. Hann vildi vita hvað nafnið hans þýddi og sagðist ég ekki vita það. Ormur væri jú „worm“ útskýrði ég. Mögulega gæti hann heitið á ensku Gutworm? Sem er alls ekki jafn krúttlegt nafn og Guttormur! Vinur minn var yfir sig hneykslaður og skrifaði með hástöfum: WORST NAME EVER! Ég ætti sannarlega að skíra köttinn upp á nýtt! Ég sagðist ekkert geta það, enda ætti ég ekki köttinn. Ekki það að hann þekki nafnið sitt. Ég hef alveg sannreynt það. Annars var ég að enda við að fletta nafninu upp og Guttormur þýðir víst sá sem Guð þyrmir. Sem er nú fallegra en Iðraormur. Alveg klárlega. Af hvatvísi og iðraormum Pistill Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is ’ Vinur minn var yfir sig hneykslaður og skrifaði með hástöfum: WORST NAME EVER! Ég ætti sannarlega að skíra köttinn upp á nýtt! Kolbrún Kjerúlf Ganga um í náttúrunni og njóta haustlitanna. SPURNING DAGSINS Hvað er skemmti- legast að gera á haustin? Alexander Hood Ferðast innanlands. Ég er einmitt á leið í jeppaferð í Jökulheima. Anny Björk Arnardóttir Hreiðra um mig heima og hafa það kósí. Orri Ármannsson Bíða eftir snjónum! Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri og umsjón Karl Blöndal kbl@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Ásdís Ásgeirsdóttir Önnur sería af Stellu Blómkvist er komin í Sjónvarp Símans Premium. Þættirnir eru byggðir á samnefndri bók og er leikstýrt af Þóru Hilmarsdóttur og Óskari Þór Axelssyni.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.