Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.10.2021, Síða 8
E
in frægasta ljósmynd
sparksögunnar er af
vesturþýska markverð-
inum Hans Tilkowski að
horfa á eftir knettinum
hrökkva niður af þverslánni eftir
skot Geoffs Hursts í framlengingu
úrslitaleiksins gegn Englendingum
á Wembley-leikvanginum í Lund-
únum 30. júlí 1966. Allir vita hvað
gerðist næst, knöttinn bar eitt
augnablik við svörðinn og rússneski
línuvörðurinn, eins og sú ágæta
stétt hét í þá daga, Tofiq Bakhra-
mov, flaggaði í ofboði og svissneski
dómarinn Gottfried Dienst dæmdi
mark. Eitt það umdeildasta sem um
getur enda voru ekki allir sann-
færðir um að tuðran hefði farið yfir
línuna. Heimamenn voru þó ekki í
nokkrum vafa enda breiddi þeirra
næsti maður, eini Englendingurinn
á téðri ljósmynd, Roger Hunt, út
faðminn til marks um það að boltinn
væri inni. Hann var orðlagt sént-
ilmenni og þjóðin þurfti ekki frekari
vitna við. Það var ekki að ósekju að
stuðningsmenn félagsliðs Hunts,
Liverpool, kölluðu hann aldrei ann-
að en Sir Roger, og kærðu sig koll-
ótta um að hann hefði aldrei fengið
formlegt vottorð þess efnis frá
drottningu.
Nú er Sir Roger allur, 83 ára, og
er syrgður í sparkheimum, vítt og
breitt. Það þýðir að einungis þrír
sem léku úrslitaleikinn 1966 eru eft-
ir; Bobby Charlton, George Cohen
og fyrrnefndur Geoff Hurst.
tíma. Meiðsli hans hleyptu Hunt á
endanum inn í liðið.
Varð lykilmaður hjá
Shankly
Skömmu síðar bar Bill nokkurn
Shankly að garði – með kústinn
hátt á lofti. Hvorki fleiri né færri
en 24 leikmenn enduðu úti á stétt.
Aðeins hörðustu Púlarar muna
hvern Shankly leysti af hólmi á An-
field. Ég heyri þá núna slá sér á
lær og mæla hátt og snjallt: Phil
Taylor. Drjúgir með sig. Í Liver-
pool Echo-viðtalinu lýsir Hunt
Shankly sem stórmenni og fljótt
hafi komið í ljós að hann ætlaði að
umturna félaginu. „Ég vissi að
hann var sérstakur og drengur
góður. Hann var ekki eins mikill
harðjaxl og margir halda,“ sagði
Hunt og eiginkona hans, Rowan,
bætti við að leikmennirnir hefðu
hlaupið gegnum veggi fyrir
Shankly. Spurð hvort allt sem sagt
hafi verið um Shankly sé satt og
rétt hristu hjónin höfuðið og svör-
uðu: „Kannski svona 50%“
Sönn er þó sagan af því þegar
Hunt sneri aftur á Melwood eftir að
hafa orðið heimsmeistari með Eng-
lendingum og hitti Shankly. „Vel
gert, vinur,“ sagði stjórinn, „en nú
skulum við snúa okkur að því sem
skiptir máli!“
Shankly var sumsé Skoti.
Hunt lenti ekki í brottkastinu
hjá Shankly og átti eftir að verða
lykilmaður í endurreisn hans
næstu árin; vann tvo
Englandsmeistaratitla (1964 og
1966) og enska bikarinn einu sinni
(1965). Þá varð hann markakóngur
efstu deildar 1966 með 29 mörk
ásamt Willie Irvine, leikmanni
Hvað er spark án marks?
Tveir af marksækn-
ustu sparkendum
Englandssögunnar,
Jimmy Greaves og
Roger Hunt, féllu frá í
nýliðnum mánuði,
báðir rúmlega átt-
ræðir. Þeir byrjuðu
sem miðherjapar Eng-
lands á HM 1966 en
aðeins annar endaði
með medalíu um
hálsinn.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
AFP
Roger Hunt, miðherji Englands, og Vestur-Þjóðverjarnir Hans Tilkowski og Wolfgang Weber horfa á boltann hrökkva niður af þverslánni í úrslitaleik HM á
Wembley 1966. Viðbrögð Hunts þóttu næg sönnun þess að hann hefði verið inni.
Slapp undan kústinum
Prúðmennskan sem bjó í eðlis-
farinu kom aldrei í veg fyrir að
Hunt væri grimmur og óvæginn
andspænis marki andstæðing-
anna.
Hann gerði 18 mörk í 34 lands-
leikjum, þar af þrjú á HM 1966, og
285 mörk í 492 leikjum fyrir Rauða
herinn. Aðeins Ian Rush hefur gert
betur og raunar á Hunt ennþá met-
ið í deildarleikjum, 244 stykki.
Rush á 229. Rush skoraði að jafnaði
0,52 mörk í leik, Hunt 0,53. Okkar
maður varð markakóngur á Anfield
átta tímabil í röð. Hann var líka
fljótastur allra til að skora 100
mörk fyrir Liverpool, í 152 leikjum,
þangað til Mohamed Salah sló met-
ið á dögunum; þurfti einum leik
minna.
Hunt gekk til liðs við Liverpool
frá áhugamannaliðinu Stockton
Heath árið 1958, tvítugur að aldri,
en lék ekki sinn fyrsta leik fyrr en
rúmu ári síðar – og hélt upp á það
með viðeigandi hætti, marki gegn
Scunthorpe United í leik í gömlu 2.
deildinni. Í samtali við blaðið The
Liverpool Echo í fyrra greindi Hunt
frá því að andað hefði köldu í hans
garð til að byrja með enda hafi at-
vinnumennirnir á Anfield ekki skilið
hvaða erindi áhugamaður beint úr
hernum ætti upp á dekk. Vara-
liðsþjálfarinn, Joe Fagan, mun þó
hafa tekið honum opnum örmum,
stappað í hann stálinu og kennt hon-
um að æfa eins og atvinnumaður.
„Hann var goðsögn, magnaður
maður.“
Ekki bætti úr skák að skórnir sem
Hunt átti að fylla voru stórir og víðir
en goðsögnin Billy Liddell var farin
að reskjast og rifa seglin á þessum
KNATTSPYRNA
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.10. 2021
•
•
•
• 4 gangar af dekkjum.
• 2 gangar af álfelgum.
• Dráttarbeisli sett undir 6/2021.
• Frábært viðhald.
Mi bi hi
0
Jeppi í glæsilegu standi. Undir bílnum eru General Grabber dekk og Visin Wheel álfelgur. Bílnum fylgja
orginal MMC álfelgur og nýleg Continental nagladekk á þeim. Einnig fylgja gangar aukalega af glæný-
jum nagla- og sumardekkjum. Dráttarbeisli var sett undir sumarið 2021. Bíllinn hefur fengið fullkomið
viðhald hjá núverandi eiganda.
Bíllinn er til sýnis hjá Diesel bílasölu.
Upplýsingar í síma 615 8080.
Nýskr. 5/2017.
Ekinn 102 þ.km.
Pallhús.
tsu s
L20
Verð 4.995.000