Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.10.2021, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.10.2021, Blaðsíða 19
3.10. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19 Verð og vöruupplýsingar í auglýsingunni eru birtar með fyrirvara um prentvillur. Yfirstrikað verð sýnir fullt verð vöru. www.husgagnahollin.is V E F V E R S L U N * Taxfree tilboðið gildir af öllum sófum og sófaborðum nema sérpöntunum og jafngildir 19,35% afslætti. Að sjálfsögðu fær ríkissjóður virðisaukaskatt af söluverði. Afslátturinn er alfarið á kostnað Húsgagnahallarinnar. SCOTT 3ja sæta. 212 × 97 × 85 cm 161.292 kr. 199.990 kr. bónda og sagði þjóðinni lítil viðing að slíkri hegðun sem því mið- ur væri alltof algeng. Ófært væri að blóðsugur sætu fyrir ferða- mönnum og reyndu að flá þá sem allra mest. „Bóndann á Laug veit eg þann manna, er leiðinlegast hefir komið fram gagnvart erlendum ferðamönnum hér á landi. Fór saman hjá honum ágirnd, ósanngirni og framkoma sem eg veit að til þessa hefir verið talin ósæmileg hverjum íslenzkum bónda.“ Fram kom í máli Árna að aðalhluti myndarinnar yrði tekinn í Reykholti – sá er gerist á Borg. Bærinn þótti ekki nógu stór og þess vegna var sóttur trjáviður til Borgarness og reist timbur- stofa með gafli fram á hlaðið og skemmuþil sett upp á öðrum stað. Síðan voru öll þilin máluð og var nú staðarlegt að horfa heim að bænum, að sögn Árna. Einnig var leikið í kotinu Kolslæk í Hálsaveit, sem haft var fyrir Bolla í sögunni. „Verður sennilega leikið þar í tvo daga, en síðan tekið til við Borg. Ef góð verður tíð, er búist við því, að öllu verður þar lokið á hálfum mánuði. Verður þá farið til Borg- arness og þar leikin þau atriði sögunnar, er gerast í kaup- staðnum. Munu þá flestir halda til Reykjavíkur, en þó verður eitthvað leikið hjá Geysi og á Þingvöllum á eftir. Þangað fara þó líklega ekki aðrir en Gestur eineygði, Ormarr Örlygsson og ef til vill Páll á Seyru.“ Ung stúlka á blábrúninni Í fimmta pistli sínum fjallaði Árni um það þegar leikendurnir lögðu leið sína upp með Rauðsgili og upp að háum fossi, er Bæj- arfoss nefnist. Þar var svo leikið lengi dags og gerðust mörg at- riði leiksins á blábrúninni, þar sem fossinn fellur fram af. „Meðal leikendanna var lítil telpa frá Akranesi. Hún er ann- aðhvort á fjórða ári eða fjögra ára gömul og heitir Sigurdís Kaprasíusdóttir. Móðir hennar var í sumar í kaupavinnu í Breiðabólstað í Reykholtsdal og hafði hana þar hjá sér. Þessi litla stúlka var látin leika Rúnu, meðan hún er hjá Páli á Seyru. Er Páll ræfill og getur ekki séð sér og barninu farborða og ætl- ar því að fyrirfara sér og því í fossinum. Var dásamlegt að sjá það, hvað telpan lék vel og eðlilega og hvað hún var óhrædd þarna fram í hengifluginu yfir fossinum. En eg er hræddur um, að mamma hennar hefði aldrei gefið samþykki sitt til þess að telpan léki, ef hún hefði vitað að hún ætti að leika á svona ægi- legum stað.“ Hið forna byggingarlag Lokapistill Árna birtist 24. september eða fjórum vikum á eftir þeim fyrsta. Á sömu blaðsíðu, sem var forsíða Morgunblaðsins, var einnig auglýst eftir aukaleikurum vegna kvikmyndarinnar og tekið fram að þóknun yrði greidd fyrir. Pistil sinn notaði Árni til að lýsa bæjunum þremur þar sem myndin var að mestu tekin, Keldum, Reykholti og Kollslæk, og sendi skýr skilaboð. „Eins og kunnugt er, var seilst til þess að finna þá bæi, þar sem er hið forna íslenzka byggingarlag og tókst það vonum fremur, þegar þess er gætt, að hið fagra og hentuga byggingarlag er víðast að hverfa úr sögunni og í stað bæjanna að rísa upp timb- urhús og steinhús, sem gnapa einstæðingsleg og framandi á grænum bæjarhólum. Það er að vísu talið til framfara hér á landi, að húsakynni hafi batnað mjög síðustu áratugi, en þau hefði getað batnað þrátt fyrir það þó eigi hefði verið lagður nið- ur hinn forni byggingarstíll.“ Ljósmyndir/Dansk Film Institut Gunnar skáld í hlutverki læknisins ásamt mæðgunum í Bolla sem Guðrún Indriðadóttir og Elisabeth Jacobsen leika. Gunnar Sommerfeldt leikstjóri í hlutverki sr. Ketils og Frederik Jacobsen sem faðir hans, Örlygur á Borg. Tekið á Keldum og í baksýn sést fjallið Þríhyrningur. Muggur og Guðrún Indriða- dóttir í hlutverkum sínum fyrir framan bæinn á Kollslæk. Kýr betri leikarar en hundar Okkar maður var enn í Reykholti viku síðar, en þangað hafði fólki úr sveitinni verið stefnt vegna fjölmennari atriða mynd- arinnar. Kom þá líkfylgd Örlygs gamla heim að Borg. „Var fjöldi manna með í líkfylgdinni og margir fleiri en beðið var um. Var svo að sjá, sem ýmsum þætti „sport“ í því að koma með á kvikmyndina,“ skrifaði Árni. Ekki var hægt að ljúka tökum þann dag vegna veðurs og voru líkmennirnir, aldraðir bændur úr sveitinni, því boðaðir aftur í Reykholt daginn eftir. Árni gat þess að íslensk húsdýr kæmu talsvert við sögu í myndinni, að kettinum undanskildum enda lætur hann sem kunnugt er afleitlega að stjórn. Einn daginn hafði 30 kúm verið smalað saman og þær filmaðar sunnan við túngarðinn. Þótti leikur þeirra einkennast af fumleysi. Hestarnir þóttu líka hafa sýnt prýðileg tilþrif og voru upp til hópa þægir. Hundarnir voru erfiðari og áttu menn gjarnan í stímabraki við þá. Einn átti að hafa það hlutverk á Bolla að hlaupa geltandi í móti Gesti eineygða, sem kemur þangað fótgangandi. En seppi var ófáanlegur til þess, hvernig sem að honum var farið og þótt honum væri sigað á Gest. Kom það að lokum í ljós að hundurinn var lafhræddur við þennan töfradúða. Varð því að mynda þá Gest og hundinn hvorn í sínu lagi.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.