Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.10.2021, Page 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.10.2021, Page 22
Elsku Vogin mín, það er ekki langt síðan þú gladdist yfir merkilegum at- burði í lífi þínu og allt virtist leika í lyndi. En þú átt það til að vera fljót að gleyma þeirri gæfu sem umlykur þig. Þú hefur tilhneigingu til að setja undir þig hausinn og búa til alls kyns vitleysu í huganum sem þú kvíðir fyrir. Þegar þú ert með huga og haus í framtíðinni, þá sérðu ekki sólina, því framtíðin skapast með gleðinni sem þú geislar af núna. Vertu fullkomlega róleg og hafðu þá trú að lífið leysi þetta allt saman, það er nákvæmlega það sem gerist og þú finnur síðasta púslið í púsluspilinu. Þegar þú ert pirruð út í sjálfa þig er ekki nokkur leið að vera í kringum þig. Og það er afskaplega skrýtið, þar sem þú ert svo heppin að vera þú og vildir í raun og veru ekki vera nein önnur. Að þú getir klappað þér á bakið og sagt við þig upphefjandi orð. Þegar þú breytir því hvernig þú talar við sjálfa þig breytist allt. Þú getur skilið við fósturlandið, vinnuna, fjölskylduna, en þú situr uppi með þessa sérstöku manneskju sem þú valdir að vera áður en þú komst inn í þetta líf. Þú ert rosalega há ljósvera sem á erfitt stundum með það að vera bara manneskja. Ekki fara út í neina sérstaka áhættu í sambandi við fjármál, hugsaðu þar eins og hagsýn húsmóðir og settu peninga til hliðar ef þú getur. Þú ert að fara að rækta sjálfa þig meira, bæði líkama og anda. Og þegar þú sérð að árangur næst á stuttum tíma og þú geislar eins og engill, þá fer ástin í þann farveg sem þú vilt. Gefðu með gleði, þá verður allt að gulli sem þú snertir. Gefðu með gleði VOGIN | 23. SEPTEMBER 22. OKTÓBER 22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.10. 2021 Elsku Sporðdrekinn minn, það er verið að leggja heilmikið á þig og ef einhver er góður í að leysa verkefni og fá aðra til liðs við sig, þá ert það þú. Gerðu það sem þú þarft að gera núna og ekki bíða þangað til þér finnst hlutirnir komnir í óefni. Þú skalt bara vinda þér eins og snjó- plógur, sem fer allt sem hann þarf að fara, í það sem þú þarft að gera og láta gerast. Þú hefur efni og ástríðu til þess að leysa þá hnúta sem þarf, hvort sem þeir tengjast sjálfum þér eða öðrum. Það eina sem þú þarft að hafa á kristaltæru er að þú náir að sofa og hvíla þig vel til þess að orkan verði eins og þú vilt hafa hana og tímasetja hvenær þú vilt vera búin/n að því sem þér finnst þú þurfa að gera. Um leið og þú tímasetur byrjar lífið að senda þér réttar manneskjur og rétta hluti til þess að þú getir klárað málin. En þú ert svo einstök manneskja að þegar þú efast um sjálfa/n þig hugsarðu í hringi í stað þess að hrinda því sem þú þarft að gera í framkvæmd. Þú ert alltaf snillingur í sam- skiptum þegar þú þarft þess. Í ástamálunum er samskiptahæfni þín ekki alltaf upp á tíu svo leyfðu þeirri manneskju sem er svo heppin að fá að hafa þig í lífinu að blómstra eins vel og þú mögulega getur hjálpað henni til. Ástin verður þér góð ef þú gefur henni næringu. Það besta við þig er að þú dæmir ekki aðra og hefur fulla trú á fólki. Karma er að koma inn í líf þitt og gefa þér til baka, svo heppnin heldur í höndina á þér. En um leið og þú efast og hugsar að þú sért óheppin/n þá kemst hið jákvæða karma ekki til þín. Það er nýtt upphaf í kortunum og hvort sem það fer hægt eða hratt af stað verður það þér til meiri blessunar en þú nokkurn tímann þorðir að vona. Október, nóvember og desember eru mán- uðirnir sem snúa lífi þínu við. Ekki bíða SPORÐDREKINN | 23. OKTÓBER 21. NÓVEMBER Elsku Steingeitin mín, lífið er oft á meiri hraða heldur en þú vilt. Þá geturðu átt það til að frjósa og gera sem minnst. Því fylgir vanlíðan sem á vitaskuld ekki heima hjá þér. Ekki hugsa um allt í einu, því þá fer heilinn þinn í bakkgír. Það sem þú hefur lagt fyrir þig að gerist, gerist og já, þú stjórnar rosalega mörgu sem gerist. Sú útkoma er að taka meiri tíma af þér en þú bjóst við, en þegar um það bil 55 dagar eru liðnir muntu uppskera alveg heilmikið. Þú sérð í ást- inni hvað er rétt og hvers þú þarfnast og ef þú ert svo heppin að vera á lausu, þá skaltu stinga þér í djúpu laugina, bara láta þig vaða, þú hefur engu að tapa! Þú virðist fá verðlaun og viðurkenningu þegar líður enn meira á árið. Og færð tilboð um að þú gætir stækkað orkuna margfalt á framabrautinni, hvað svo sem frami þýðir fyrir þér. Það er svo misjafnt hvers við óskum og sum ykkar vita ekki hvað þau vilja, og þá veit Alheimsvitundin held- ur ekki hvað hún á að færa þér. Leggðu það niður fyrir þig að þú ætlir að vinna eða læra það sem þér þykir gaman. Því að þó að þú fáir einhvern stóran titil í leiðinlegu námi eða vinnu, þá gerir það ekkert fyrir þig. Þetta er þitt líf og þú átt það skuldlaust. Og vinir þínir og fjölskylda eru blómin í garðinum þínum. Svo skoð- aðu garðinn þinn vel, því þú ert sérstaklega heppin hvað það varðar. Og hvað skiptir máli? Ná- kvæmlega bara það. Grasið er ekki grænna hinum megin við húsið, heldur í hverju skrefi sem þú ert í, byrja blómin að vaxa og dafna og í því felst hamingjan. Ég dreg fyrir þig tvö spil og þú færð mynd af kennara og á spilinu er talan fimm, sem táknar fjölbreytileika. Og undir því stendur: Þín er viskan. Síðan færðu mynd af manneskju í munkaföt- um, talan tveir fylgir henni. Þar sést að þú ert að loka fortíðinni og ert með þinn einstaka lykil að lífinu um hálsinn. Og setningin sem fylgir þessu spili er: Innsæi þitt skapar lífið. Þín er viskan STEINGEITIN | 22. DESEMBER 19. JANÚAR Elsku Bogmaðurinn minn, þú ert alltaf að ná því betur og betur að það sem skiptir mestu máli er að lifa og njóta. Að lifa lífinu svo sannarlega lifandi, meðan þú hefur það. Ekki að sjá eftir neinu; að hafa móral yfir einhverju, hvort sem það er merkilegt eða ómerkilegt, drepur daginn í dag og þá lifirðu ekki. Það hafa verið góðar breytingar í kringum þig og þú ert búinn að fá stóra hluti upp í hendurnar eða þeir eru að sigla til þín. Þú hefur laðað til þín nýja vináttu og betra viðmót frá öðrum. Svo eru líka til afbrigði af Bogmanninum sem hafa ekki undanfarið né núna farið út úr búbblunni sinni, en þá minnkar það rými sem þú hefur til að anda og gleðjast, og reiði og pirringur læðist aftan að þér. Til þess að tengja þig við orkuna sem svo sannarlega hæfir þér og framhaldinu verðurðu sjálfur að sprengja búbbluna og koma þér út úr krísunni sem þú skapaðir þér, því stjörnurnar og vitund alls eru að leiða þig í gegnum glimrandi og spennandi kafla í lífssögunni þinni. Þú færð lausnir við flestu ef þú leyfir anda þínum að vera frjálsum og þú finnur betri leið til að halda lík- amanum og huganum í því standi sem hann vill senda þér. En þú verður að muna að vorkenna þér ekki fyrir nokkurn skapaðan hlut því þá ertu að lita drauma þína svarta, en möguleikarnir eru fleiri og nær þér og breytingar efla orku og þor. Sjálfstæði er þér svo ótrúlega mikilvægt, svo finndu þér maka sem gefur þér frelsi til að blómstra, því að þinn sérkennilegi heili þarf að framkvæma hugmyndirnar sem hann fær. Það er heppni yfir þér í sambandi við fjárfestingar eða óvæntan gróða af því sem þú hefur gert. Í eðli þínu ertu alltaf skrefi á undan meðaljóninum og þinn persónuleiki laðar að sér vini sem hafa mikla trú á þér. En þú hefur samt val um það hvort þú tjóðrar þig niður eða tengir í vinaskarann sem elskar þig. Það er mikil ást í kortunum, svo opnaðu þínar hjartans rásir og leyfðu þessari sterku ástarorku að streyma í gegnum þig. Því eftir því sem þú elskar þig meira magnarðu upp allt sem tengist ást og kærleik. Ég dró úr spilabunkanum mínum til þín þessa setningu: Gerðu meira en þú þorir, þá verður ævisagan betri. Að lifa og njóta BOGMAÐURINN | 22. NÓVEMBER 21. DESEMBER Elsku Vatnsberinn minn, þú býrð yfir þeim góða hæfileika að þora að taka góða áhættu í lífinu. Þú stendur einum of oft á bjargbrúninni og það eina sem getur stefnt þér fram af henni er ef þú lætur álit og skoðanir annarra fara inn í hjarta þitt. Þú nýtur nefnilega verndar yfirnáttúrulegra afla, og stundum hefur þér fundist að röð sérkennilegra tilviljana hafi hjálpað þér út úr ólíklegustu aðstæðum. Það verður nefnilega allt sem þú snertir að gulli þegar þú forðar þér frá því að láta misviturt fólk búa í huga þínum. Þegar þú sérð að allar þær hliðar sem þú getur sýnt sjálfum þér eru góðar og þú sættist við huga þinn í öllu, þá halda þér engin bönd, því að yfir- náttúruleg öfl eru þér innan handar. Þú hefur í gegnum tíðina rétt öðrum hjálparhönd án þess að þurfa eitthvað í staðinn. Og þú átt eftir að sjá að óvenjulegasta fólk mun fara úr yfirhöfninni og leggja hana yfir pollinn fyrir framan þig svo þú getir verið þurr í fæturna. Leyfðu þér meira að hlakka til þess sem er að koma, því að það hefur verið visst spennufall í kringum þig. Þetta er eins þegar maður hlakkar til að taka við nýja heimilinu sínu, en þegar mað- ur flytur þangað verður visst spennufall. Ekki eins gaman og maður hélt, svona eins og að hlakka til jólanna. En aðfangadagskvöld er oft ekki eins og þú bjóst við. Svo núna eru stjörnurnar í þínu korti að færa þér vegvísi að nýju tilefni til þess að mega hlakka til. Vissir aðilar öfunda þig og ef öfund yrði virkjuð á Íslandi þyrftum við ekki rafmagn. Það öfund- ar enginn allslausan mann, þú hefur mikið svo farðu vel með það. Það blasir við þér nýtt heimili eða ný verkefni, það er eins bjart yfir þeim og friðarljósi Vatns- berans Yoko Ono sem lýsir í Viðey. Leyfðu þér að hlakka til VATNSBERINN | 20. JANÚAR 18. FEBRÚAR Október Elsku Fiskurinn minn, þínar tilfinningar eru búnar að vera eins og Fagradals- gosið. Yfirleitt ertu að skína svo ofboðslega skært, svo inn á milli finnurðu tímabil þar sem þér finnst vonleysið læðast að þér og þú færð hnút í magann. Til þess að ná þessu dásamlega jafnvægi sem þú vilt hafa, þarftu að skoða betur hið andlega. Að láta ekki dót og drasl skipta þig öllu máli, heldur að finna að hamingjan og lífið býr innra með þér. Þú ert nýbúinn eða ert að fara í nýja vegferð sem eflir huga þinn og gefur þér lítinn sem engan tíma til að hafa áhyggjur af því sem skiptir engu máli. Þar sem þú ert í Fiskamerkinu þá veistu það að fiskar eru á stöðugri hreyfingu og þegar þú finnur mest til og borðar áhyggjur í morgunmat, er það vegna þess að þú hefur ekki nóg fyrir stafni. Þú finnur að kyrrð og hamingjan í hjartanu þínu eflist með nýjum athöfnum. Vináttan verður skýrari og tærari ef þú tekur bara ákvörðun um að treysta meira en þú hefur gert. Það verða ferða- lög í kringum þig sem skipta þig miklu máli og fá þig til að finna að þú slakar á og leyfir þér að njóta. Ef þú ert á lausu eða í erfiðu sambandi, láttu þá ekki gamlar minningar eða erfiðleika fortíðar í ástamálum eitra fyrir þér daginn. Þú færð það sem þig vantar og það sem þú vilt. En passaðu þig bara á því að vera ekki að stjórna þeim sem þú elskar, heldur að treysta, því þá færðu gátuna leysta. Þú ert eins og gangandi kærleiksbjörn, sendir ástarorkuna í allar áttir því ástríða þín er svo djúp að fólk grípur andann á lofti. Þú ættir að skoða hvort þú getir ekki séð betur hversu hæfileikaríkur þú ert. Og taka sénsinn til að þróa með þér einhvers konar list og þora að standa fyrir framan fólk og tala. Þetta tímabil gefur þér svo marga möguleika, svo taktu áhættu með sjálfan þig, segðu já við áskorunum og saltaðu áhyggjurnar. Ég dreg fyrir þig úr spilastokknum mínum og þar segir að ástin sé að óska eftir þér. Ástarorka í allar áttir FISKARNIR | 19. FEBRÚAR 20. MARS

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.