Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.10.2021, Qupperneq 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.10.2021, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.10. 2021 LESBÓK SJÓNVARP Maid kallast nýir dramaþættir sem komu inn á efnisveituna Netflix fyrir helgina en þeir byggjast á hinum vinsælu endurminningum Stephanie Land Maid: Hard Work, Low Pay, and a Mother’s Will to Sur- vive. Um er að ræða sama framleiðsluteymi og stóð á bak við hina vinsælu þætti Shameless og líkt og þar ber- um við niður í lægsta þrepi þjóðfélagsstigans. Margaret Qualley fer með hlutverk Alex, ungrar konu sem flýr úr ofbeldisfullu sambandi vegna ungrar dóttur sinnar en kemur alls staðar að luktum dyrum. Sumsé ameríski draumurinn með öfugum formerkjum; slæmt húsnæði, illa launað starf og bældar vonir. Af öðrum leikendum í Maid má nefna móður Qualley, Andie MacDowell, Nick Robinson og Aniku Noni Rose. Í brekku lífsins Maragret Qualley leikur aðalhlutverkið. AFP DEPURÐ Bandaríska söngkonan Tori Amos við- urkennir í viðtali við breska blaðið The Independent að hún hafi tilfinningalega verið komin að fótum fram þegar þriðja útgöngubannið skall á vegna heimsfaraldursins. Hún hafði komist nokkuð örugglega gegnum tvö þau fyrri en nú þyrmdi yfir hana. Ein ástæðan var sú að hún hafði ekki náð að syrgja móður sína almennilega en hún féll frá 2019 og nú var engin leið að hringja í hana, eins og Amos var vön að gera þegar eitthvað bjátaði á. Loks var það tónlistin sem hífði Amos upp og hún fór að semja lög á plöt- una Ocean to Ocean sem kemur út í lok mánaðar. Var komin að fótum fram tilfinningalega Ocean to Ocean er 16. breiðskífa Tori Amos. AFP Corey Taylor hefur það fínt í dag. Þakklátur fyrir bóluefnið VEIKINDI Corey Taylor, söngvari málmbandsins Slipknot, kveðst ekki í annan tíma hafa orðið eins veikur og þegar hann greindist með kórónuveirusjúkdóminn í sum- ar. Í samtali við útvarpsþáttinn SiriusXM vestur í Bandaríkjunum viðurkenndi hann að hafa stein- legið í tvo daga en strax á þriðja degi hafi hann verið orðinn miklu skárri. Á fjórða degi var hann reiðubúinn að mæta í ræktina en hélt að sjálfsögðu í sér enda í ein- angrun. Taylor er fullbólusettur og þakkar það öðru fremur þennan skjóta viðsnúning. „Hlustið ekki á [Nicki] Minajur þessa heims. Bólu- efnið virkar. Það virkaði fyrir mig og mun virka fyrir þig.“ T veir feðgar festast uppi á há- lendi Íslands í hríðarbyl þeg- ar bíllinn þeirra gefur sig. Þeir neyðast til að fara fótgangandi í leit að skjóli og finna fjallakofa sem þeir geta komið sér fyrir í. Dagarnir líða og illviðrið heldur áfram að geisa svo feðgarnir þurfa að dúsa í þessum litla fjallakofa í dágóðan tíma sem reynist þrautin þyngri þar sem sam- band þeirra er afar stirt og erfitt. Þannig liggur landið í stuttmynd- inni Bylur sem kvikmyndagerðar- mennirnir Fannar Smári Birgisson og Óttar Ingi Þorbergsson vinna nú að. Flakkað er milli nútíðar og for- tíðar. Sonurinn er orðinn tvítugur í nútímanum en við skyggnumst líka inn í líf persónanna rúmum áratugi fyrr. Þannig fáum við smátt og smátt að sjá hvað hefur mótað samband feðganna og gert það að því sem það er þegar við hittum þá fyrir uppi á hálendinu. „Segja má að rauði þráð- urinn í þessari mynd sé eitruð karl- mennska,“ upplýsir Fannar Smári. Þeir Óttar eru báðir útskrifaðir úr Kvikmyndaskóla Íslands og hafa unnið mikið saman, gert eina aðra stuttmynd, tónlistarmyndbönd, aug- lýsingar og fleira. Fyrir utan kvik- myndagerðina vinna þeir báðir sem stuðningsfulltrúar hjá Reykjavíkur- borg. „Okkur fellur mjög vel að vinna saman enda eins gott, við verj- um miklum tíma saman,“ segir Veðrið eins og í handritinu Kvikmyndaleikstjórarnir Fannar Smári Birgisson og Óttar Ingi Þorbergsson vinna nú að stuttmynd- inni Bylur. Þeir viðurkenna að það sé slagur að koma sér á framfæri en um leið mjög hvetjandi. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Fannar Smári Birgisson og Óttar Ingi Þorbergsson við tökur á Byl í vikunni. Fannar Smári leiðbeinir leikkonunni ungu Emmu Júlíu Ólafsdóttur. Það geta allir fundið eitthvað girnilegt við sitt hæfi Freistaðu bragðlaukanna ... stærsti uppskriftarvefur landsins!

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.