Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.10.2021, Blaðsíða 14
dálki sínum: „Háskólabíó er ein fegursta bygg-
ing, sem við Íslendingar eigum, ekki aðeins ut-
an, heldur og ekki síður að innan. Ég fór í heim-
sókn í þetta veglega hús á miðvikudagskvöld og
satt að segja varð ég undrandi. Þó virðist mér
þar ekki vera um neitt tildur að ræða. Þetta er
öruggt hús, solitt, hreinlegt í línum og litum,
þægilegt og fagurt. Þarna má segja að stræti sé
innandyra.“
Nafnið Háskólabíó var þó ekki öllum að skapi
– enda orðið „bíó“ ekki af íslenskum stofni – og
spunnust um það heitar umræður í fjölmiðlum.
Morgunblaðið lýsti til að mynda vonbrigðum
sínum í forystugrein. „Á það hefur verið bent
hér í blaðinu, að auðvelt hefði verið að finna ís-
lenzkt heiti á þessa stofnun. Hefur í því sam-
bandi verið bent á ýmis nöfn af rammíslenzkum
og norrænum uppruna. Vill ekki háskólaráð
taka þetta til nánari athugunar?“
Vísir bar þetta undir Friðfinn Ólafsson,
fyrsta forstjóra hússins. „Já, það verður látið
heita það enn um sinn,“ svaraði hann, „þangað
til annað verður ákveðið, og það hefir ekki ann-
að komið til tals, hvað svo sem verða kann, hvort
tekið verður tillit til óánægjuradda í blöðum, að
seinni parturinn, „bíó“, sé ekki nógu sæmandi
fyrir þess konar hús, sem rekið er af hinni
virðulegu stofnun.“
Menn stóðu hins vegar í ístaðið og nafnið lifir
enn, sex áratugum síðar.
Mikill viðburður í músíklífinu
Salurinn var tekinn í notkun við hátíðlegt tilefni
á 50 ára afmæli Háskóla Íslands 6. október 1961
og stjórnaði dr. Páll Ísólfsson þá flutningi á eig-
in tónverki við háskólaljóð Davíðs Stefánssonar
frá Fagraskógi. Páll var hátt uppi að flutningi
loknum. „Salurinn í Háskólabíóinu nýja er tví-
mælalaust langbezti hljómleikasalur, sem við
höfum átt,“ sagði hann við Morgunblaðið, „og
ég tel það mikinn viðburð í íslenzku músíklífi, að
slíkur glæsisalur með svo fullkomnum hljóm-
burði skuli nú loks vera fyrir hendi. Okkur er
óhætt að óska hvert öðru til hamingju með þann
merka áfanga.“
Blaðamaður sveif því næst á Árna Krist-
jánsson píanóleikara sem var meðal áheyrenda.
„Jú, heyrðin í salnum er framúrskarandi
góð,“ sagði Árni.
– Hvað, heyrðin? hváði blaðamaðurinn.
„Já, heyrð er nýyrði, sem verkfræðingarnir
eru farnir að nota um „akústík“ eða hljómburð,
sem er fyrri tilraun til íslenzkunar á hugtakinu.
Mér finnst þetta ágætt orð, og vel viðeigandi að
koma því á framfæri í sambandi við fyrsta tón-
flutninginn í Háskólabíóinu, sem hefir hina
beztu eiginleika í þessu efni. – Hér höfum við í
fyrsta skipti fengið hús, sem fullnægir ýtrustu
kröfum um flutning tónlistar.“
Gott orð, heyrð, en hefur því miður ekki náð
að festa sig í sessi. Kannski við reynum að afla
því fylgis aftur nú, sextíu árum síðar?
Árni sagði húsið hvalreka fyrir Sinfóníu-
hljómsveit Íslands, auk þess sem framvegis yrði
mun skemmtilegra að bjóða hingað til lands er-
lendum tónlistarmönnum.
Almenn ánægja ríkti í salnum við vígsluna og
mál manna að Háskólabíó hlyti að teljast glæsi-
legt hús og til menningarauka í hvaða stórborg
sem væri.
Einleikarinn enn í loftinu
Fyrstu tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands í
Háskólabíói fóru fram fimmtudagskvöldið 12.
október 1961. Stjórnandi var Tékkinn Jindrik
Rohan en einleikari bandaríski fiðlusnilling-
urinn Michael Rabin. Það gekk þó ekki þrauta-
laust fyrir sig en flugvél Rabins bilaði ytra og
tafðist hann úr hömlu fyrir vikið. Ákveðið var að
fresta tónleikunum um tvær klukkustundir, til
kl. 23, en þegar tónsprotinn fór á loft var Rabin
enn á sveimi yfir borginni; lenti ekki fyrr en
23.05. Brunað var með kappann á Hótel Borg,
þar sem hann dustaði af sér ferðarykið, áður en
rokið var með hann í Háskólabíó, þar sem hann
náði að stíga á svið og leika einleik í lokaverkinu
á efnisskránni, fiðlukonsert Mendelssohns,
frammi fyrir fullum sal, 1.000 manns.
Háskólabíó var heimili Sinfóníuhljómsveitar
Íslands í hálfa öld, eða þar til tónlistarhúsið
Harpa var tekið í notkun 2011. „Melabandið“,
eins og gárungarnir kölluðu það gjarnan, vann
þar hvern sigurinn af öðrum undir stjórn manna
á borð við Vladimir Ashkenazy, Petri Sakari og
Osmo Vänskä og skipaði sér á bekk með
fremstu sinfóníuhljómsveitum á Norðurlöndum.
Það væri að æra óstöðugan að telja upp alla
þá tónlistarmenn sem troðið hafa upp í Háskóla-
bíói gegnum tíðina; Þorri og Margrét eru sam-
mála um að allir íslenskir tónlistarmenn, sem
eitthvað hefur kveðið að, hafi komið þar fram
síðustu sextíu árin. Nægir þar að nefna Ragga
Bjarna, Bubba Morthens, Björgvin Halldórs-
son, Björk, Sigur Rós og Emilíönu Torrini. Bítl-
ið hreiðraði þar snemma um sig og Hljómar
stigu fyrst á svið 1964. Af erlendum tónlistar-
mönnum má nefna Ellu Fitzgerald (1966),
Dizzie Gillespie (1979), Yoko Ono, Sean Ono
Lennon, Ringo Starr og The Plastic Ono Band
(2010), David Byrne (1994 og 2013) og Jeff Beck
(2013). Nú síðast sat á sviðinu Debbie Harry úr
Blondie um liðna helgi en brast að vísu ekki í
söng.
Brjóstsykur sparaði milljónir
Fyrsta kvikmyndasýningin fór fram í hinu nýja
Háskólabíói 9. október 1961. Sýnd var biblíu-
kvikmyndin „Fiskimaðurinn frá Galileu“, sem
Morgunblaðið sagði ameríska stórmynd, tekna í
litum. „Fiskimaðurinn frá Galileu var frumsýnd
í Bandaríkjunum 1. október árið 1958 og var þá
langstærsta kvikmynd sinnar tegundar,“ stóð í
fréttinni. „Kvikmyndatakan fór fram í sér-
stökum dal, San Fernandodalnum, sem er
skammt frá Hollywood, og voru þar reistar 42
stórbyggingar, þar með taldar hallir og hof.
Kostnaður við kvikmyndatökuna nam mörgum
milljónum dollara.“
Skemmtileg saga fékk að fljóta með en einn
tökudaginn mun krónubrjóstsykur hafa
bjargað vinnu hundraða manna heilan morg-
un. „15 mánaða gamall telpuhnokki, Betty
Alonzo, sem leikur Föru prinsessu þegar hún
var barn, fór að háskæla, þegar allt var tilbúið
undir kvikmyndatökuna. Hópur manna reyndi
að hugga barnið, en árangurslaust, og leik-
stjórinn sá fram á að allt morgunverk þeirra
hefði verið árangurslaust. Að lokum greip að-
stoðarleikstjórinn til þess ráðs að gefa
barninu brjóstsykur og það hreif; barnið hætti
að gráta og hægt var að ljúka kvikmynda-
Mikhaíl Gorbatsjov, fyrr-
verandi leiðtogi Sovétríkj-
anna, með fyrirlestur í
Háskólabíói árið 2006.
Morgunblaðið/ÞÖK
’
Það er enginn orðrómur; hér er
reimt. Það hef ég vitað lengi. Bæði
hef ég séð hér skugga sem ég get ekki út-
skýrt og orðið var við hljóð og umgang.
Morgunblaðið/Golli
Jeff Beck í essinu
sínu á tónleikum í
Háskólabíói 2013.
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Háskólabíó var heimili Sin-
fóníuhljómsveitar Íslands í
hálfa öld. Hér er sveitin á
æfingu í húsinu árið 1976.
Morgunblaðið/Eggert
Skálmöld hefur nokkrum sinnum troðið
upp í Háskólabíói. Hér er Snæbjörn Ragn-
arsson bassaleikari á útgáfutónleikum
vegna Vögguvísna Yggdrasils árið 2017.
AFMÆLI
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.10. 2021