Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.10.2021, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.10. 2021
V
ið erum sjálfsagt mörg sek um að
leggja meira upp úr skoðanakönn-
unum en þær eiga endilega skilið.
Þó vitum við innst inni vel að þær
eru ekki gallalausar. Enda leyna
vönduð fyrirtæki því hvergi að
taka verði niðurstöðunum með fyrirvara og það jafn-
vel út fyrir birt frávik.
Ekki með réttu stjórnlagaráði
En svo koma farandriddararnir á borð við þá sem
veifa „þjóðaratkvæði“ um það, hversu margir hafi
stutt „nýju stjórnarskrána“, sem er reyndar orðin
þreytt og gömul og var haldin myglu frá fyrsta degi.
Sú er sögð frá „stjórnlagaráði“ sem gerði sig ómerkt
á byrjunarreit með því að hundsa afgerandi nið-
urstöðu Hæstaréttar landsins. Engin stjórnarskrá í
heiminum leyfir slíkt.
En þar á undan var sjálft tilefnið sem gefið var
falskt. Það var látið eins og stjórnarskráin sem þjóð-
in samþykkti nær samhljóða og staðfesti ásamt þing-
heimi á Þingvöllum 1944 hefði haft eitthvað með það
að gera að alþjóðlegt bankahrun og framganga
glannalegra stórfyrirtækja, sem Samfylkingin ákvað
að leggjast í fóstbræðralag við árið 2003, hefðu eitt-
hvað haft með íslensku stjórnarskrána að gera.
Þeir sem gleyptu þessa snautlegu og fölsku kenn-
ingu sýndu einnig á skömmum ferli varðandi smærri
atriði, að þarna fór úrvalshópur óhæfra hvar sem á
var litið, að minnsta kosti þegar horft var til þeirra
og stjórnarskrárinnar.
Hann staðhæfði þannig hvað eftir annað að
óburðugt uppkast hópsins, sem reyndist sjaldnast
standast lágmarksskoðun, hefði verið samþykkt í
þjóðaratkvæði. Í því gáleysistali gleymdist viljandi
að sú kosning var ekki bindandi og borin höfðu verið
fram eins konar sýnishorn af hugsanlegum ákvæðum
enda fór ekki fram nein skiljanleg eða heildstæð
kynning, sem hægt var að taka alvarlega.
Varla hefur nokkur aðili, sem telst hafa lágmarks-
getu, lagt á sig að setja sig inn í þetta furðuverk og
lesa úr því samhengi og í framhaldinu treyst sér til
þess að tala máli þess. Einhverjir af smáflokkunum
sem tóku þátt í kosningum nú síðast, með takmörk-
uðum árangri, virtust gera „stjórnarskrá stjórnlag-
aráðs“ að sínu máli, en það reyndist þeim hvorki til
fylgis né vegsauka þar.
Ekki var því hægt að lesa það úr seinustu kosn-
ingum að marktækan stuðning væri að finna við hinn
ólögmæta samtíning. Er því sennilega óhætt að segja
nú að þær kosningar hafi orðið lokapunktur tilveru
hans.
Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur sýndi með
vandaðri nálgun sinni og efnistökum að málatilbún-
aður um „nýja stjórnarskrá“ stóðst illa málefnalega
og fræðilega skoðun og til þeirrar niðurstöðu verður
horft í framtíðinni.
Næsta fár á dagskrá?
Kosningarnar í síðasta mánuði fóru óneitanlega að
nokkru fram í andrúmslofti veirufárs, þótt almenn-
ingur hljóti að trúa því að vígstaða hans hafi breyst
verulega í krafti bólusetningarátaks, þótt enn sé mis-
jafnt hvar einstakar þjóðir eru staddar þar, sem
deyfir heildarmyndina óneitanlega mjög.
Og því er ekki að neita að óþægilega margir fróð-
leiksmenn í þessum efnum hafa glutrað niður nokkru
af fræðilegu trausti sínu og er þá ekki síst verið að
horfa á mannskap í fjölmennum löndum sem notið
hafa virðingar, sem í upphafi nálgaðist helst heilag-
leika óskeikulan.
Mjög hefur óneitanlega fallið á marga þeirra, en
þarf ekki að koma að sömu sök, nú þegar veiran virð-
ist loks á varanlegu undahaldi. Ekki er þó dregin
fjöður yfir það, að hér sé sennilega talað í nafni þess
meirihluta sem minnst veit allra og sem engum vís-
indum geti slett um það, hvernig eða hvenær loka-
punkturinn stóri verði settur.
Sláandi ábending
Það er þó eitt ótvírætt merki, sem segir sína sögu, og
styrkist nú með hverri viku. Það sýnir að þeir sem
hafa kosið sér það hlutverk að hræða líftóruna úr
ungum sem öldnum og helst heimsbyggðinni allri og
alltaf, þora ekki að draga það lengur í trausti veir-
unnar sem var, og setja nú allt á fulla ferð um að veð-
ur veraldar sé nú manngert í fyrsta sinn í milljarða
tíð ára.
Karlálftin sem fann upp hjólið og fólið, hálfbróðir
hans, sem kveikti eld fyrstur manna, náði ekki að
gera það tjón sem sjálfsagt hefur legið í undirvitund
hans og þeirra beggja. En bjálfi sem hann var hefur
hann ekki gert sér ljóst að hjólunum myndi fjölga og
yrðu illa viðráðanleg eftir að þau yrðu fjögur og þeir
bræður sífiktandi hefðu komið sér upp vélarrúmi og
veitt eldinum sem lakari bróðirnn fann upp þar inn-
undir.
En í þessari gömlu sögu felst auðvitað viðurkenn-
ing á upphafi hins manngerða veðurs, þótt efasemd-
armenn hafi lengi talið að sólin sem skein ofan í
skallann á þessum stórskaðlegu uppfinningarbræðr-
um, hafi hugsanlega haft sitt að segja, sem gæti auð-
vitað verið ein af þessum samsæriskenningum sem
rétt er að varast.
En eins og áður sagði þá biðu menn ekki boðanna
eftir að þeir töldu sig vera um það bil að missa veir-
una, að hefja á ný tryllinginn um veðrið af manna
völdum, svo fólk fari ekki að halda að það geti andað
léttara. Engri þjóð er gott að anda léttara eins og
það lítur út með manngerða veðrið, sögðu þeir í kór.
Könnun segir sögu
Auðvitað má viðurkenna að það er aðeins ógnarsmár
léttir að vera laus við stjórnlagaóráðið og sull-
umbullið sem var upphaf og endir þess. En það er
betra en ekkert. Og algjörlega er óumdeilt að sú
skelfing var örugglega manngerð frá fyrstu stundu
til þeirrar síðustu.
En svo litið sé á ný til mælinga könnunarfyr-
irtækja á viðhorfum í landinu, þá sagði „RÚV“ frá
könnun Maskínu um mælt traust eða vantraust kjós-
enda á öryggi kosninga. Mælingin er sjálfsagt gerð í
tilefni af fréttum um talningu í einu kjördæmi og
endurtalningu þar, sem kjörstjórnin ákvað eins og
algengt er.
Það var augljóslega ekkert að ákvörðuninni um
endurtalninguna. Slík ákvörðun gat aldrei verið fallin
til annars en að eyða efasemdum á þeim bæ. En nú
hafa nokkrir frambjóðendur klagað þá ákvörðun.
Þeir telja að hefði ekki verið endurtalið og talningin
fengið að standa áfram röng, þá gætu kærendur enn
átt von um að verða þingmenn. Sumir þeirra virðast
halda að þeir hafi verið orðnir þingmenn með til-
kynningu Knoll og Tott í sjónvarpssalnum. Það er
fyrst með útgefnu kjörbréfi sem sá veruleiki rennur
upp.
Við, úti í bæ, vitum það núna, að hefði ekki verið
Traustið mest í
Norður-Vest
’
Við, úti í bæ, vitum það núna, að
hefði ekki verið endurtalið þá væru
kærendur á leiðinni að verða þingmenn,
án þess að eiga það skilið samkvæmt
þeim reglum sem um kosninguna gilda.
Eru þeir virkilega að krefjast þess?
Reykjavíkurbréf08.10.21