Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.10.2021, Page 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.10.2021, Page 18
Þ að er vel tekið á móti blaðamanni í ljós- myndastúdíói Arnaldar Halldórssonar ljós- myndara niðri við sund- in blá. Hann drífur fram rjúkandi heitt kaffi og snúða og við komum okkur vel fyrir. Arnaldur hefur ver- ið með myndavélina um hálsinn síð- an hann man eftir sér. Hann hefur komið víða við á sínum ferli; í aug- lýsingum, tísku, kvikmyndum og á Morgunblaðinu, svo eitthvað sé nefnt. Í dag skiptist vinna hans á milli þess að vinna hefðbundin ljós- myndastörf fyrir fyrirtæki og stofn- anir og að þeysast um landið með stórstjörnum. Á Mogganum á sumrin Klassísk spurning; ætlaðir þú alltaf að verða ljósmyndari? „Já, þegar ég var lítill átti pabbi myndavélatösku með Canon-vél og nokkrum linsum og þetta fannst mér spennandi. Þegar ég var aðeins eldri fékk ég vélina lánaða og þegar ég var í Hagaskóla var ég að taka svarthvítt og stækka myndir. Þann- ig byrjaði þetta allt saman,“ segir Arnaldur en faðir hans, Halldór Guðmundsson, rak auglýsingastof- una Hvíta húsið í hálfa öld. „Þess vegna átti hann svona fínar græjur sem ég fékk að leika mér með,“ segir Arnaldur sem byrjaði ungur að vinna við ljósmyndum í fé- lagi við Brynjólf Jónsson, Lárus Karl Ingason og Sigurgeir Sigur- jónsson. „Ég sá fljótt að áhuginn lá þarna og fór þá til Englands í nám í tvö ár og þaðan til Parísar í tvö ár í ljós- myndanám. Ég hafði þá áður verið í starfskynningu í tvígang á Mogg- anum, þegar hann var í Aðalstræti, og hafði kynnst ljósmyndurunum þar, Árna Sæberg, Raxa, Júlla, Kela og Emilíu. Þegar ég kom heim frá París byrjaði ég að harka og hélt meðal annars sýningu. Einar Falur, sem var yfir ljósmyndadeild Mogg- ans, sá sýninguna og bauð mér vinnu við sumarafleysingar á Mogg- anum. Ég var eitthvað að reyna að vera svalur og tók boðinu ekki strax; sagðist hugsa málið. Ég hringdi svo strax daginn eftir og þáði starfið,“ segir Arnaldur sposkur á svip. „Ég vann svo sjö, átta sumur eftir þetta á Mogganum; kom snemma á vorin og fór út á haustin. Á veturna var ég svo í harkinu; í auglýsinga- tökum, að mynda fundi og ráð- stefnur. Þetta gekk ágætlega upp,“ segir hann og segir að fyrir vikið hafi verið lítið um sumarfrí þessi árin. „Þetta starf er lífsstílll.“ Man ekki nöfn stórstjarna Mikið vatn er runnið til sjávar frá þessum árum á tíunda áratug síð- ustu aldar þegar Arnaldur var að stíga sín fyrstu skref í faginu. Nú hefur Arnaldur stimplað sig heldur betur inn sem ljósmyndari sem sér- hæfir sig í vinnu í kringum stórar leiknar auglýsingar, kvikmyndir og sjónvarpsefni, auk þess sem hann er enn að mynda viðburði og fleira fyr- ir fyrirtæki. Ísland hefur verið vinsælt land fyrir kvikmyndatökur nú í um tutt- ugu ár, vegna landslagsins og ým- issa þæginda hér á landi í fámenn- inu og víðáttunni. „Í kringum árið 2007 fór ég að vinna fyrir íslensku framleiðslu- fyrirtækin eins og Frost Film, Pegasus og True North. Það vantaði oft það sem kallast „location scout“, eða manneskju sem finnur tökustaði fyrir verkefni, bíómyndir, seríur og ljósmyndatökur. Þau vildu gjarnan ráða einhvern sem hefði bakgrunn í ljósmyndun í þessa vinnu. Ég fer þá á stjá og finn flotta staði sem henta hverju verkefni. Ég tek myndir sem sendar eru á viðskiptavini og út frá því velja þeir staðina sem þeir vilja nota þegar þeir koma til landsins. Þannig kynntist ég bransanum og fólkinu í kvikmyndaheiminum hér. Svo þarf oft ljósmyndara á setti og ég hef oft verið í því líka,“ segir Arnaldur og segist hafa verið á mörgum settum frægra þátta og kvikmynda. „Ég var á settinu á Game of Thrones og mörgum stórum Holly- wood-myndum sem hafa verið myndaðar hér á landi, eins og Prometheus og Oblivion með Tom Cruise. Eins hef ég verið með í tök- um á seríum fyrir Netflix, til dæmis Black Mirror og Vikings. Það er rosa gaman að vera hluti af þessum hópi og fara saman út á land í ein- hverjar vikur. Við vöknum snemma á morgnana og það er oft farið út í alls konar veðrum með fullt af tækj- um og græjum og drónum,“ segir Arnaldur og segist hafa hitt marga stórstjörnuna en man sjaldnast nöfn þeirra eða þekkir þær ekki. „Ég er kannski ekki í beinum samskiptum við stórstjörnur; maður er meira til hliðar að vinna vinnuna sína. Íslendingar verða ekkert mjög „starstruck“. Auðvitað var stundum setið á kvöldin á barnum og spjallað saman. En á daginn er fólk í karakt- er að vinna vinnuna sína.“ Leikstjórinn niður um vök Vinna Arnaldar í þessum kvik- myndabransa er fjölbreytt; hann sér um tökusvæðið, að mynda stillur úr kvikmyndum, taka myndir bak við tjöldin og aðstoða kvikmyndagerð- arfólk eða heimsfræga ljósmyndara. „Mér finnst mjög gaman að taka myndir á bak við tjöldin, það er eig- inlega skemmtilegast,“ segir hann. „Þetta hefur þróast þannig að stundum er ég ekkert að mynda heldur ráðinn sem „location man- ager“ og hef þá yfirumsjón með tökustöðunum; tala við landeig- endur, fæ leyfi og vinn með teymi sem sér um praktíska hluti eins og að smíða brýr, setja upp vinnuljós eða farga rusli. Þá er maður fyrstur út á morgnana og síðastur heim á kvöldin. Þetta er tarnavinna.“ Hefur eitthvað farið úrskeiðis á setti, eða hefurðu klúðrað ein- hverju? „Nei, ekki beint. Ég myndi segja að veðrið væri það helsta sem getur gert okkur lífið leitt. Það kemur kannski brjálað veður og tjöld og vagnar fjúka á hliðina. Það getur verið vesen,“ segir hann. „Það hefur enginn dáið, minnir mig,“ segir Arnaldur og hlær. Blaðamaður spyr í bríaríi: Hefur enginn dottið niður um vök? „Jú! Einu sinni,“ segir Arnaldur og skellihlær. „Það er vinsælt að koma hingað og mynda bílaauglýsingar. Við vor- um að mynda auglýsingu fyrir Land Rover Defender og vorum á lóni við Höfn. Ísinn hafði eitthvað þiðnað en leikstjórinn gekk út á og segir: „Sjá- ið, þetta er alveg traust!“ Svo fór hann niður um ísinn, með símann sinn, passann og allt. Við drógum hann svo upp og færðum hann inn í bíl. Hann var alveg frosinn.“ Annað sem rifjast upp hjá Arnaldi eru atvik þegar drónar hafa skemmst eða týnst. „Það var við tökur á Game of Thrones að einn dróninn, sem kost- aði ábyggilega tugi milljóna, stakk af og flaug beint inn í klettavegg. Ég horfði á þetta gerast. Hann fór í döðlur,“ segir Arnaldur og segist sjálfur hafa tapað nokkrum drónum. Margar bílaauglýsingar eru teknar upp hér á landi. Leikstjórinn á þessari Land Rover-auglýsingu fór niður um vök en varð ekki meint af. Oft þarf að nota þyrlur sem ferðamáta í tökunum. Leikarar Vikings eru hér myndaðir undir klettaskör. Annie Leibovitz sést hér með módeli sem var klætt í stíl við umhverfið. Margar stórmyndir og auglýsingar hafa verið teknar upp hér á landi. „Það hefur enginn dáið“ Ljósmyndarinn Arnaldur Halldórsson vinnur oft úti á landi við gerð auglýsinga, sjónvarps- þátta, kvikmynda og erlendra tískugreina. Hann segir ljósmyndun vera lífsstíl. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Ljósmyndir: Arnaldur Halldórsson og úr einkasafni hans. Ljósmyndarinn Arnaldur Hall- dórsson veit fátt skemmti- legra en að ferðast um landið með kvikmyndateymi. 18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.10. 2021 LJÓSMYNDIR

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.