Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.10.2021, Síða 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.10.2021, Síða 19
„Á tímabili átti ég margar fjar- stýringar en engan dróna,“ segir hann og hlær. Leibovitz algjör nagli Arnaldur hefur oft farið út á land og aðstoðað fræga ljósmyndara á borð við Annie Leibovitz sem hefur kom- ið hingað að mynda fjórum sinnum á síðustu árum. „Þá er ég ráðinn sem aðstoðar- maður ljósmyndara, en þessar stjörnur koma með kannski tvo að- stoðarmenn með sér og ég er þá þriðji aðstoðarmaðurinn og stund- um er einnig sá fjórði,“ segir hann og segist kunna ágætlega við Annie. „Hún er ákveðin og veit hvað hún vill. Hún er mikil fagmanneskja og vinnur mikið. Áður en hún kemur er hún búin að undirbúa sig vel; skoða allt um land, þjóð og staði, allt er út- hugsað. Hún er algjör nagli; fer eld- snemma af stað og kemur síðust heim. Það er myndað allan daginn.“ Af hverju þarf svona marga að- stoðarmenn með einum ljósmynd- ara? „Oft er umfangið í kringum eina tískuljósmyndatöku svipað og fyrir íslenska bíómynd, þetta er svo stórt. Það getur verið áttatíu manna teymi í einni svona myndatöku. Kannski fimmtán til tuttugu manns í leik- munadeild, sem sjá um „effekta“, reyk, snjó, eld og vind. Það eru oft notuð dýr sem þarf að sjá um eins og hundar, hestar eða krummar. Það þarf að sjá um veitingar, það eru bílstjórar, módel og aðstoðar- fólk. Það eru lagðir miklir fjármunir í svona verkefni,“ segir hann. „Fyrst þegar Annie kom hingað var hún að mynda Leonardo DiCaprio fyrir forsíðugrein í Vanity Fair árið 2007. Svo kom hún aftur árið 2015 og myndaði herferð fyrir Moncler sem er ítalskt tískumerki. Svo kom hún 2017, aftur fyrir Moncler, og núna nýlega kom hún að mynda fyrir Vogue. Ég er þá að sækja tæki og dót og hjálpa til að allt gangi upp.“ Arnaldur segir afar misjafnt hvernig þessi stóru nöfn í heimi tískuljósmyndara vinna. Sumir, eins og Leibovitz, koma með fjölda að- stoðarmanna og mikið af græjum, en aðrir, eins og Juergen Teller, mætir bara með eina litla vél. „Ég er oft spenntur fyrir tækja- búnaðinum en Juergen mætti bara með eina vél og 35 mm linsu. Ekkert annað og notar enga „reflektara“ eða ljós eða neitt. Hann nær líka flottum myndum,“ segir hann og brosir. Á gígantískum skala Hvað er þetta stór hluti af þínu starfi, að fara á tökustaði úti á landi? „Þótt ég sé hér með stúdíó er ég minnst að mynda í stúdíói. Flest verkefnin sem ég er að vinna að eru úti í bæ eða úti á landi. Ég mynda mikið fundi, ráðstefnur og ýmsar uppákomur fyrir fyrirtæki og stofn- anir. Á þessum litla markaði þarf maður að vera í öllu. Grenjandi börn og bílar og allt þar á milli,“ segir hann. Arnaldur segist hafa haft alveg nóg að gera á meðan kórónuveiran geisaði því á meðan allt var lokað er- lendis í kvikmyndaframleiðslu var oft hægt að mynda hér á landi. „Ég var til dæmis í hundrað daga í tökum úti á landi fyrir raunveru- leikaþætti sem heita The Challenge, en þeir eru eins konar bland af Survivor og Love Island. Þetta var risaverkefni. Það voru smíðaðar leikmyndir og þrautir á gígantískum skala út um allt land. Það unnu um tvö hundruð manns við þetta, um helmingur þeirra Íslendingar. Við höfðum ekkert heyrt talað um þessa seríu áður, en það hafa verið gerðar 37 seríur síðan 1998,“ segir Arn- aldur, en hann hefur séð mikið af Ís- landi í ferðum sínum og oft komið á staði sem eru utan alfaraleiða, enda gjarnan farið með þyrlum og lent á afskekktum stöðum. Hvað stendur upp úr af þessum kvikmyndaverkefnum? „Game of Thrones var mjög skemmtilegt og eins verkefni með Jackie Chan. Þá vorum við í tvær vikur úti á landi í janúar og fengum sól og blíðu alla daga. Þá var verið að taka mynd sem heitir Kung Fu Yoga sem er stór bíómynd. Jackie er mjög fínn og hress, gekk á milli manna og bauð upp á mjög sérstakt kínverskt sælgæti,“ segir Arnaldur og segist einnig muna vel eftir skemmtilegu dönsku verkefni þar sem verið var að mynda fyrir heim- ildamynd um sögu Danmerkur, með Lars Mikkelsen. Á einkaþotu um Ameríku Hvað er á döfinni? „Íslenski markaðurinn er að taka við sér í myndatökum. Ég er svo að fara í október með erlendum ljós- myndurum í túr um landið, en ég hef tekið að mér að vera fararstjóri fyrir ljósmyndara sem hingað vilja koma að mynda landslag. Oft eru þetta áhugamenn sem hafa brenn- andi áhuga á ljósmyndun. Ég fór fyrir nokkrum árum með svona hóp um landið og þeir vildu svo endilega fá mig út. Það er eins og oft er þeg- ar fólk er að kveðjast að menn segja að maður ætti endilega að koma í heimsókn. Maður segir alltaf bara „já auðvitað“ og svo verður aldrei neitt úr neinu. En þessir gæjar gáf- ust ekkert upp og enduðu á að segja mér að koma, þeir ætluðu með mig í tíu daga túr um Ameríku. Ég ákvað að drífa mig og hitti þá. Þeir reynd- ust eiga einkaþotu sem við ferð- uðumst á um Ameríku,“ segir hann og hlær. Hvað finnst þér skemmtilegast að mynda? „Mér finnst gaman að mynda sög- ur; heimildaljósmyndun. Fólk í ein- hverjum aðstæðum. Mannlífið.“ Það fór vel á með Arnaldi og Jackie Chan sem var hér við tökur á kvikmyndinni Kung Fu Yoga. Heilt víkingaskip var notað við tökurnar á Vikings, sem sýnt er á Netflix. 10.10. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.