Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.10.2021, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.10. 2021
SKÁK
Á
næsta ári eru liðin 50
ár frá því að skákein-
vígi aldarinnar var
haldið í Laugardals-
höll. Einvígið marg-
fræga kom Íslandi á heimskortið og
þær tæpu 200 milljónir á núvirði, sem
keppendurnir fengu í verðlaunafé,
slógu öll met. Þrátt fyrir að skrifaðar
hafi verið yfir 150 bækur um skák-
einvígið hefur fjárhagshlið þess aldr-
ei verið brotin til mergjar svo ég viti.
Undirritaður bjó á Akureyri á
þessum tíma og flaug suður til að
vera viðstaddur eina skák. Það var
upplifun sem aldrei gleymist, and-
rúmsloftið í höllinni var rafmagnað
og einstakt. Ég hef horft á marga
spennandi handboltaleiki í höllinni en
aldrei upplifað neitt þessu líkt. Í ferð
minni hafði ég tækifæri til að kynn-
ast ýmsu því sem í gangi var því
bróðir minn, Hilmar Viggósson, var í
stjórn Skáksambands Íslands og
gjaldkeri þess 1970 til 1973 eða þar
til að hann fór um tíma til náms og
starfa erlendis.
Nú á tímum kórónuveirunnar höf-
um við bræður rifjað upp þennan
skemmtilega atburð með syni Hilm-
ars, Viggó Einari, skákáhugamanni
og starfandi stjórnarformanni bygg-
ingafyrirtækisins MótX ehf. Við
fengum ársskýrslur Skáksambands-
ins lánaðar hjá Fishersetrinu á Sel-
fossi og núverandi forseti Skák-
sambandsins, Gunnar Björnsson, var
svo vinsamlegur að lána okkur fund-
argerðabækur stjórnarinnar frá
þessum tíma.
Rafmagnað andrúmsloft
Viðureign Bobby Fischers og Boris
Spasskís hófst formlega í Laug-
ardalshöll 1. júlí 1972 í baráttu sem
dagblaðið New York Times kallaði
„einvígi aldarinnar“. Á skákborði
stórveldanna var um heiður að tefla
og þessir tveir skákmenn háðu ein-
staka orrustu á Íslandi sem um leið
varð einn af hápunktum kalda stríðs-
ins en það er hugtak sem notað er um
tímabilið á milli áranna 1947-1991
sem einkenndist af efnahagslegri,
vísindalegri, listrænni og hern-
aðarlegri samkeppni á milli Banda-
ríkjanna og Sovétríkjanna og banda-
manna þeirra. Víetnamstríðið stóð
sem hæst, Watergate-málið skók
bandarísk stjórnmál og á íþróttasvið-
inu stóð heimsbyggðin á öndinni þeg-
ar hryðjuverkasamtökin Svarti sept-
ember réðust inn í Ólympíuþorpið í
München þar sem 11 ísraelskir
íþróttamenn létu lífið.
Rússar höfðu haldið heimsmeist-
aratitlinum í skák samfleytt í 24 ár og
töldu það sanna vitsmuna- og hug-
myndafræðilega yfirburði sína. Þetta
var í fyrsta skipti síðan 1948 sem
skákmaður utan Sovétríkjanna hafði
unnið sér rétt til að tefla um heims-
meistaratitilinn. Það var því allt í húfi
fyrir Bandaríkjamenn og gríðarleg
pressa var lögð á herðar hins unga
sérvitrings.
Bobby Fischer varð fyrsti Banda-
ríkjamaðurinn til að vinna heims-
meistaratitilinn í skák frá upphafi
keppninnar 1866, aðeins 29 ára gam-
all. Hann var undrabarn í skák, byrj-
aði að tefla sem atvinnumaður átta
ára, sigraði á Opna bandaríska meist-
aramótinu 14 ára og varð yngsti al-
þjóðlegi stórmeistari heims 15 ára að
aldri. Snilli Fischers, aldur og hroka-
full framkoma gerði hann að fyr-
irbæri poppmenningar. Hann varð
viðfangsefni í bókum, kvikmyndum
og meira að segja innblástur fyrir
lagið „The Ballad of Bobby Fischer“.
Fischer sakaði Sovétmenn um að
hafa breytt mótakerfinu þeim í hag
og sagði að viðureignin væri „í raun
barátta frjálsa heimsins gegn lygum,
svindli og hræsnisfullum Rússum“.
Fischer missti af opnunarhátíð
keppninnar 1. júlí eftir að hafa krafist
meiri peninga, 30% af öllum aðgangs-
eyri auk niðurskurðar á sjónvarps-
og kvikmyndarétti. Eftir tveggja
daga töf og tvöföldun breska millj-
ónamæringsins Jim Slater á verð-
launafénu mætti Fischer loksins.
„Fischer er þekktur fyrir að vera
klunnalegur, dónalegur og hugsan-
lega geðveikur,“ sagði Slater eitt
sinn. „Mér er sama um það því mín
von er að hann ögri yfirráðum Rússa
sem er gott fyrir skákina.“
Símtal frá Henry Kissinger, að-
stoðarmanni þjóðaröryggisráðs Nix-
ons forseta, gæti hafa hjálpað til við
að sannfæra hann um að keppa.
„Ameríka vill að þú farir þangað til
að berja á Rússum,“ sagði hann að
sögn Fischers.
Tæpar 200 milljónir í
verðlaunafé
Eftir ævintýralegt einvígi stóð
Fischer uppi sem sigurvegari með
12,5 vinninga gegn 8,5.
Fischer fékk 156.250 dollara í
verðlaunafé en sovéski stórmeist-
arinn Spasskı́, sem var 35 ára og
ríkjandi heimsmeistari, fékk 93.750
dollara. Áður hafði Spasskí mest
unnið 5.000 dollara á alþjóðlegum
mótum. Skákin hafði notið alþjóð-
legrar virðingar og var verðlaunafé
eftir því. Samkvæmt www.chess.com
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Boris Spasskí veitir eig-
inhandaráritanir fyrir
utan Hótel Sögu.
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Einvígi aldarinnar 1972
Ísland komst á heimskortið þegar Bobby Fischer og Boris Spasskí mættust við skákborðið í Laugardalshöll til að tefla um
heimsmeistaratitilinn. Skáksamband Íslands hafði ekki mikið bolmagn en með sölu minjagripa tókst að lyfta Grettistaki.
Björn Viggósson
Bobby Fischer arkar fram og til
baka á sviði Laugardalshallar-
innar á meðan Boris Spasskí
situr hugsi yfir næsta leik.
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Fjölmiðlamenn með myndavélar
á lofti sækja að Bobby Fischer á
leið inn í Laugardalshöllina.