Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.10.2021, Page 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.10.2021, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.10. 2021 LESBÓK BARÁTTA EFNISVEITAN Netflix frumsýnir í lok mán- aðarins nýja leikna þætti um æsku ruðningskappans og aktivistans Colins Kaepernicks sem frægastur er fyrir að hafa fyrstur manna „tekið hnéð“ á ruðningsleik í Bandaríkjunum til að mótmæla fordómum og mismunun í garð þeldökkra þar í landi. Hann missti í framhaldinu vinnuna en þúsundir íþróttamanna hafa síðan leikið þetta eftir. Það er Jaden Michael sem leikur hinn unga Colin. „Þegar við erum ung er okkur sagt að heimurinn sé okkar,“ segir Kaepernick í stiklunni en hann er sjálf- ur sögumaður og þulur í þáttunum. „Að við eigum að finna okkar farveg og reyna okkar besta. Dag einn áttar maður sig hins vegar á því að leikurinn sem maður er að leika er leikur einhvers annars.“ Leikur einhvers annars Colin Kaepernick er öðrum innblástur. AFP HÆTTUR David Lee Roth, sem þekktastur er sem söngv- ari rokkbandsins Van Halen, hefur tilkynnt að hann hafi í hyggju að setjast í helgan stein eftir röð fimm tónleika í Las Vegas í janúar næstkomandi. Í samtali við Las Vegas Review-Journal kvaðst hann ekki vilja útskýra hvers vegna hann væri að hætta en gaf í skyn að heilsan væri ekki sem best. Félagi hans, Eddie Van Halen, lést í fyrra og Roth er undrandi á því að hafa ekki farið á undan. „Ég hélt að ég færi fyrstur [þeirra Van Halen-liða]; að Marlboro- maðurinn myndi ná í skottið á mér. Við höf- um ekki ótakmarkaðan tíma og ég á minni tíma eftir en margur,“ sagði Roth sem ein- mitt á afmæli í dag, 67 ára. David Lee Roth hefur gefið allt sem hann á. AFP Chloe Trujillo er með nýja plötu. Út úr þæginda- rammanum NÝTT EFNI Tónlistarkonan Chloe Trujillo hefur sent frá sér sína aðra breiðskífu, Mothers Of A New Nat- ion, og hefur hún þegar mælst vel fyrir í tímaritum eins og Rolling Stone og Metal Hammer. Upptöku- stjóri var hinn gamalreyndi Tommy Daughtery. Trujillo er í grunninn myndlistarmaður og hönnuður en hefur látið til sín taka á tónlistar- sviðinu undanfarin ár. Á málmsíð- unni Blabbermouth.com er haft eft- ir henni að hún hafi samið lög árum saman en verið smeyk að deila þeim með öðrum. Meðal þeirra sem koma fram á plötunni eru sonur Chloe og eiginmanns hennar, Robs Trujillos bassaleikara Metallica, Tye, sem leikur á gítar í tveimur lögum. H ún laumast út í skjóli nætur með tæplega þriggja ára gamla dóttur sína hálfsof- andi í fanginu meðan drykkfelldur og ofbeldishneigður barnsfaðir hennar sefur úr sér vímuna. Hann rumskar og fer á eftir henni en hún sleppur út í myrkrið. En hvert á hún að fara? Vinir hennar eru líka vinir hans. Hún er í litlu sambandi við föð- ur sinn, sem er kominn með nýja fjölskyldu og vill sem minnst af henni vita, og móðir hennar er í slitr- óttu sambandi við veruleikann. Svíf- ur um eins og fiðrildi og málar myndir á striga. Þá er ungur sam- býlismaður móðurinnar með falska ástralska hreiminn búinn að leigja út heimili þeirra gegnum Airbnb. Ein- hver húðflúraður gaur búinn að koma sér þar makindalega fyrir og þau hjónaleysin sest að í hjólhýsi í þar til gerðum garði. Það er enginn staður til að ala upp barn. Fyrir vikið endar hún hjá félags- þjónustunni sem hefur takmarkaðan áhuga á að hlaupa undir bagga með henni. Útvegar henni þó með sem- ingi vinnu í tilraunaskyni við þrif á heimilum. Það fer eins og það fer. Til þess að eiga möguleika á þaki yfir höfuðið þarf hún að hafa vinnu. Þá er ekkert nema neyðarúrræðið eftir – kvennaathvarfið. Okkar kona er treg að fara þangað enda finnst henni að aðrar konur eigi að hafa forgang. Mæðgur eru mæðgur Nýstirnið Margaret Qualley fær glimrandi dóma fyrir frammistöðu sína í þáttunum Maid á efnis- veitunni Netflix, þar sem hún leikur meðal annars á móti móður sinni, Andie MacDowell. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Margaret Qualley ásamt móður sinni, Andie MacDowell, og systur, Rainey. AFP Margaret Qualley fæddist árið 1994. Hún ólst upp fyrstu árin á bú- garði foreldra sinna í Montana en eftir að þau skildu þegar hún var fimm ára var hún hjá þeim til skiptis. Í æsku átti ballett hug hennar allan en hún lagði tátiljurnar á hilluna sextán ára gömul. Var búin að fá nóg. Genin þykja góð á þessum bænum en foreldrar Qualley og eldri systir, Rainey, hafa öll unnið fyrir sér sem fyrirsætur. Quall- ey reyndi líka fyrir sér á því sviði en sneri sér fljótt að leiklistinni. Hún birtist fyrst á hvíta tjaldinu í litlu hlutverki í kvikmyndinni Palo Alto eftir Giu Coppola árið 2013 og fékk eftir það burðar- hlutverk í sjónvarpsþáttunum The Leftovers frá 2014 til 2017. Hún vakti líka athygli fyrir framgöngu sína í smáseríunni Fosse/Verdon árið 2019. Af kvikmyndahlutverkum má nefna Novitiate frá 2017, sem ein- mitt var á dagskrá RÚV um liðna helgi. Þar leikur Qualley unga stúlku sem afræður að gerast nunna. Þá fékk hún stórt tækifæri í litlu en eftirminnilegu hlutverki sem tápmikla hippastelpan sem reynir að táldraga Cliff gamla Booth í Tarantino-myndinni Once Upon a Time in Hollywood. Loks var Qualley í stóru hlutverki í mynd Philippes Falardeaus, My Salinger Year, á síðasta ári. Reyndi að táldraga Cliff Booth Marlboro-maðurinn ætti að hafa náð mér Innri & ytri fegurð! NÝTT FRÁ NEW NORDIC Hárlínan hentar öllum gerðum hárs, hún er sérstaklega hönnað til auka viðgerðarhæfni hársins ásamt því að styrkja og þétta hárið. Án allra auka efna Útsölustaðir: Apótek, Heimkaup.is og Hagkaup

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.