Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.10.2021, Síða 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.10.2021, Síða 29
Hún hefur jú aldrei verið barin; bara þurft að tína glerbrot úr hári dóttur sinnar. Ekki auðvelt á að horfa Hún er ekki gæfuleg staðan sem blasir við Alex Russell í Maid, glæ- nýjum þáttum í tíu hlutum á efnis- veitunni Netflix. Þættirnir byggjast á endurminningum Stephanie Land, Maid: Hard Work, Low Pay, and a Mother’s Will to Survive, og hafa fengið glimrandi dóma. Konan á bak við þættina er Molly Smith Metzler en meðal framleiðenda er Holly- woodstjarnan Margot Robbie. Maid þykir fara einkar vel með viðkvæmt efni sem „ekki er alltaf auðvelt að horfa á en sannarlega áhrifamikið“, eins og stendur í umsögn vefsíð- unnar Rotten Tomatoes. Það er ekki síst stjörnuleikur aðal- leikonunnar Margaret Qualley sem vakið hefur óskipta athygli. Hún hef- ur fram að þessu verið þekktust fyr- ir að vera dóttir leikkonunnar Andie MacDowell, sem fólk kannast við úr vinsælum myndum á borð við Four Weddings and a Funeral og Ground- hog Day. Það er einmitt MacDowell sem leikur móður Qualley í Maid, sveimhugann Paulu Langley. Vildi sjálf fá móður sína Í samtali við vefmiðilinn Collider kveðst Qualley þakklát fyrir að hafa verið trúað fyrir hlutverki Alex Russell; það hafi verið mikil áskorun enda sé hún ekki móðir sjálf og hafi ekki í annan tíma leikið móður. Hún kveðst hafa tengst stúlkunni sem leikur Maddie dóttur hennar, Rylea Nevaeh Whittet, traustum böndum og þær hafi varið miklum frítíma saman. „Ég varð besta vin- kona hennar á settinu. Ekkert fjög- urra ára barn ætti að vera að vinna þannig að galdurinn fólst í því að láta eins og þetta væri ekki vinna. Hún er yndisleg.“ Spurð hvað hafi komið henni mest á óvart við hlutverkið svarar Qualley því til hversu erfitt það sé í reynd að vera staddur í neðsta þrepi þjóð- félagsstigans. „Það er allt eitthvað svo bókstaflega ómögulegt. Sen- urnar sem ég leik í og við erum að ræða um matarmiða eða húsnæðis- mál og allar hindranirnar á leiðinni til að eiga rétt á þessu eru til skammar. Síðan er það eins og að vinna í lottóinu að vera valinn í eitt- hvað sem er alls ekkert merkilegt. Það er galið hversu mikla vinnu hún þarf að leggja á sig.“ Í viðtalinu lýsir Qualley aðdáun sinni á Alex sem sé í senn harðdug- leg og heiðarleg. „Ég hef mikla trú á henni, hver myndi ekki hafa það? Hún er sterk, metnaðarfull og hlý en því miður búa ekki allir í hennar sporum við sömu heppni. Það er ekki nóg að vera duglegur og klár, heppn- in skiptir ekki minna máli í svona al- varlegum aðstæðum.“ Qualley átti sjálf hugmyndina að því að fá móður sína til liðs við verk- efnið. Fannst það blasa við eftir að hafa lesið handritið og sló í fram- haldinu á þráðinn til Margot Robbie sem var henni sammála. Þetta er í fyrsta skipti sem mæðgurnar leika saman og Qualley segir það hafa ver- ið dásamlega reynslu. „Það var algjör draumur að fá að vinna með henni,“ segir hún við Collider, „en um leið einhver súr- realískasta upplifun lífs míns. Það var gott að hafa mömmu mér við hlið í miðjum heimsfaraldri þegar maður er að heiman í níu mánuði en á móti kemur að hún hefur gert svo marga stórkostlega hluti sem ég dáist að og gæti ekki litið meira upp til hennar. Það breytir líka jöfnunni að ganga í salinn og móðir þín er að leika móður þína. Þá þurfti ég á öllu mínu að halda.“ Þekkir brotnar manneskjur Paula Langley er langt frá per- sónum MacDowell í Groundhog Day og Four Weddings and a Funeral og í samtali við blaðið USA Today kveðst MacDowell vera dóttur sinni þakklát fyrir að veðja á sig í hlut- verkið. Móðir hennar sjálfrar var drykkfelld og glímdi við geðsjúk- dóm, þannig að hún þekkir vel hvernig brotnar manneskjur haga sér. „En maður veit ekki hvort mað- ur getur leikið þær fyrr en á það reynir.“ Hún naut þess líka út í ystu æsar að leika á móti dóttur sinni. „Hvert augnablik var mér dýrmætt og ég var staðráðin í að standa mig vel enda með öllu óvíst að við fáum tæki- færi til að gera þetta aftur.“ Margaret Qualley er á hraðri uppleið í heimi sjónvarps og kvikmynda. AFP 10.10. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 ÓLATILBOÐ Malika125 með setu verð . vsk. 20 óll erð vsk. 05 aðri setu verð m. vsk. Malika1 Staflast Tilboðsv 14.648 m. Malika1 Með bólstr Tilboðs 18.907 Staflastóll bólstraðri Tilboðs 20.269 m ST Malika100 Tilboðsverð 13.664 m. vsk. ÁHÆTTA Breska ríkissjónvarpið, BBC, hóf á dögunum sýningar á nýju períóðudrama í fjórum hlut- um, Ridley Road. Sagan gerist á sjöunda áratugnum í Englandi þeg- ar fasismi þrífst á ný og andúð á gyðingum fer stigvaxandi. Ung hárgreiðslukona flytur frá Man- chester til Lundúna og smyglar sér inn í hóp nýnasista til að afla upp- lýsinga og freista þess að brjóta hann niður innan frá eftir að unn- usti hennar særist illa. Hennar bíða að vonum hættur í hverju horni. Hættir lífi sínu og limum Vivien Epstein leikur aðalhlutverkið. BBC BÓKSALA 29. SEPT.-5. OKT. Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Heimskautsbaugur Liza Marklund 2 Hringavitleysa Sigurrós Jóna Oddsdóttir 3 Ætli Adólf hafi grátið Evu sína Friðvin Berndsen 4 Bréfið Kathryn Hughes 5 Hjálp! Fritz Már Jörgensson 6 Út að drepa túrista Þórarinn Leifsson 7 Sagas Of The Icelanders 8 Tunglið, tunglið taktu mig Þorgrímur Þráinsson 9 Þögla ekkjan Sara Blædel 10 Verstu foreldrar í heimi David Walliams 1 Ætli Adólf hafi grátið Evu sína Friðvin Berndsen 2 Glerflísakliður Ragnheiður Lárusdóttir 3 Klettur – ljóð úr sprungum Ólafur Sveinn Jóhannesson 4 PTSD Ragnheiður Guðmundsdóttir 5 Hjartað mitt Jo Witek/Christine Roussey 6 Réttindabréf í byggingu skýja Eyþór Árnason 7 Passíusálmar Hallgrímur Pétursson 8 Tanntaka Þórdís Helgadóttir 9 Ég brotna 100% niður Eydís Blöndal 10 Ekki var það illa meint Hjálmar Freysteinsson Allar bækur Ljóðabækur Ég lauk á dögunum bókinni Stol eftir Björn Halldórsson sem kom út fyrr á þessu ári. Látlaus en hjartnæm saga sem lýsir sambandi feðga á síðustu vikum föðurins sem er með illkynja æxli í höfði. Mér finnst Birni tak- ast vel að tefla saman hversdagslegum gjörðum og hugsunum í yfirþyrmandi ná- vist dauðans. Bókin nær vel utan um þær flóknu tilfinningar sem fylgja þessum óhjákvæmilegu áföllum sem veikindi ástvina eru. Önnur nýleg bók sem er á náttborðinu er ljóðabókin Menn sem elska menn eftir Hauk Ingv- arsson. Ljóð Hauks eru sam- tímis afar hnyttin og tilfinningarík þannig að í einni línu skelli ég upp úr en í næstu línu hellist angurværðin yfir. Bók- menntalegar vísanir eru á hverju horni þannig að heimur þessara hnitmiðuðu ljóða er víðfeðmari en virðist við fyrstu sýn. Ég les almennt margar sögu- legar skáldsögur og kláraði fyrir skemmstu tvær slíkar. Önnur heitir The Van- ishing Half eftir Brit Bennett og segir sögu tví- burasystra sem fæddust í suður- ríkjum Bandaríkj- anna á sjötta áratugnum. Þær alast upp í samfélagi svartra en eru hins vegar mjög ljósar á hör- und og á fullorðinsárum segir önnur þeirra skilið við fyrra líf sitt, lifir sem hvít kona og segir engum af fortíð sinni. Saga þeirra varpar góðu ljósi á afleið- ingar aðskilnaðarstefnunnar. Hin bókin heitir The Rose Code eftir Kate Quinn. Hún hefur skrifað nokkrar mjög grípandi sögur sem segja frá ör- lögum kvenna í heimsstyrjöldinni síðari og í þess- ari segir frá vin- konum sem ráða dulmál á hinu fræga Bletchley Park í Englandi og flækjast í vef tortryggni og efasemda vegna mögulegra njósna innan veggja Bletchley. Að lokum langar mig að nefna allt annars konar bók sem rak nýverið á fjörur mínar, Bad Blood eftir blaðamann- inn John Carr- eyrou. John lýsir ótrúlegu flugi og falli Theranos, sprotafyrirtækis sem ung kona, Elizabeth Holmes, stofnaði í Kís- ildalnum 2003. Elizabeth var af- ar klók í fjármögnun og fyrir- tækið óx á ógnarhraða en allt var það byggt á sandi. Bókina skrifar John líkt og spennusögu þannig að erfitt er að leggja hana frá sér. Hann lýsir ekki að- eins sögu þessa fyrirtækis heldur um leið óskiljanlegum og firrt- um heimi peninga og valds. ÞÓRDÍS EDDA ER AÐ LESA Í návist dauðans Þórdís Edda Jóhannesdóttir er íslensku- fræðingur.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.