Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.10.2021, Qupperneq 32
SUNNUDAGUR 10. OKTÓBER 2021
Suðurlandsbraut 24
108 Reykjavík
Sími 554 6969
lur@lur.is • lur.is
Verið velkomin
í heimsókn
Mikið úrval
hvíldarstóla
fyrir alla
Hvíldin
byrjar í LÚR
LÁTTU ÞÉR
LÍÐA VEL
Bandaríska rokksveitin Kiss er sem kunnugt er á mikilli
þeysireið um byggð ból þessa heims á túr sem hún kallar
End Of The Road eða Leiðarlok. Hefur hann staðið all-
lengi. Flest þekkjum við menn sem spóluðu utan til
Kaupmannahafnar, Lundúna eða annarra stórborga fyr-
ir tíu til fimmtán árum til að sjá átrúnaðargoð sín í hinsta
sinn á sviði. Lokatúrinn stendur sumsé enn og er ábyggi-
lega orðinn sá lengsti í rokksögunni. Einhverjir voru
farnir að trúa því að honum myndi aldrei ljúka.
Nú gæti þó farið að styttast í annan endann. Áform
voru um að ljúka túrnum á þessu ári en það tafðist vegna
heimsfaraldursins. Nú er komin ný tímasetning að miða
við en Paul Stanley, söngvari og gítarleikari, trúði miðl-
inum Ultimate Classic Rock fyrir því að hann hefði trú á
því að bandið myndi rifa seglin í byrjun árs 2023. Vel fer
á því en þá verða fimmtíu ár liðin frá stofnun bandsins.
Lokatónleikarnir verða í New York en þar kom Kiss
fyrst fram. „Við byrjuðum í samkvæmum og klúbbum,
þar sem kannski tíu manns voru að horfa og hlusta,“ seg-
ir Stanley. „Þannig lokum við hringnum.“
Kiss-liðar hress-
ir sem aldrei
fyrr á Tribeca-
kvikmyndahá-
tíðinni í sumar.
AFP
Kiss, kiss, bless, bless
Kveðjutúr glyströllanna í Kiss tekur væntanlega enda á árinu 2023.
Greint var frá því í Morgun-
blaðinu fyrir níutíu árum, 10.
október 1931, að sýslumað-
urinn í Granada í Minnesota,
Gustav Jörgensen að nafni,
hefði verið skotinn til bana við
skyldustörf sín. Mögulega hefur
það greitt leið fréttarinnar inn í
blaðið að Jörgensen sýslumaður
var norskur, ættaður frá Aust-
fold.
Forsaga málsins var sú að
sýslumaður ætlaði að taka fast-
an mexíkóskan verkamann, sem
Rodriques hét, og hafði verið
dæmdur í fangelsi fyrir óspektir.
„En þegar hann kom til
bóndabæjar þess, þar sem
Rodriques vann og hitti hann,
gerði Mexíkaninn sjer lítið fyrir
og skaut sýslumann,“ stóð í
frétt blaðsins. „Síðan leitaði
hann vígis í kofa nokkrum
skamt frá bænum og varðist
þaðan með skotum, þótt 200
menn sækti að. En að lokum
var skotið táragaskúlum inn í
kofann, og þá kom morðinginn
æðandi út, blindur á báðum
augum. Hermennirnir skutu
hann, eins og hann hefði verið
grimmur hundur, og voru 30
kúlur í líkinu, er það var skoð-
að,“ stóð þar enn fremur.
GAMLA FRÉTTIN
Sýslumað-
ur myrtur
Um 400 manns bjuggu í Granada, Minnesota, árið 1931. Jafnt og þétt hefur
fækkað í þorpinu seinustu áratugi og 2019 bjuggu þar aðeins 285 manns.
ÞRÍFARAR VIKUNNAR
Adam Driver
leikari
Pavel Ermolinskij
körfuboltaleikmaður
Herbert Nordrum
leikari