Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.10.2021, Qupperneq 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.10.2021, Qupperneq 2
Eru Skoppa og Skrítla að hætta? Já, það er skrítin tilhugsun. Skoppa og Skrítla eru búnar að skemmta börnum frá sumrinu 2004. Hvernig hefur þessi tími verið? Svo ótrúlega dásamlegur. Það er svo rosalega margs að minnast. Skoppa og Skrítla urðu til fyrst fyrir strákinn minn sem var þá tveggja ára. Mér fannst svo lítið íslenskt efni í boði. Þá fórum við Linda af stað, en við vorum þá báðar búnar með leiklistina. Katrín Þorvaldsdóttir, mikil vinkona okkar, hjálpaði okk- ur að skapa þessar persónur. En þá vissum við ekki að þær myndu lifa í tæpa tvo áratugi. Það hvarflaði ekki að okkur. Hefur þetta verið fullt starf? Að mestu já, þótt við höfum stundum stokkið í annað. Þetta vatt svo fljótt upp á sig. Allt í einu varð þetta að smá- barnaleikhúsi og svo þáttum í sjónvarpi, sem lifa um ókomna tíð. Af hverju að hætta núna, er- uð þið búnar að fá nóg? Nei, við erum alls ekki búnar að fá nóg! Þetta er ofboðslega gefandi starf og við erum mjög þakklátar að hafa fengið að upplifa þetta. En nú vildum við grípa tækifærið og hætta því það verða ekki fleiri leiksýningar. En við vild- um geta kvatt litlu vinina okkar og það gerum við núna þegar „sing-along“- sýningar byrja aftur nú um helgina og verða vonandi nokkrar helgar. Hvað tekur við hjá ykkur? Góð spurning! Við þurfum að fara að hugsa okkar gang og ákveða hvað við viljum vera þegar við verðum stórar. HREFNA HALLGRÍMSDÓTTIR SITUR FYRIR SVÖRUM Skoppa og Skrítla kveðja Sverrir Páll Sverrisson Já, það verður partí og allir í bún- ingum. Ég verð hjartakóngur. Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31.10. 2021 Eins og áður hefur komið fram er undirrituð miðaldra og því fylgir ákveðin tæknihefting. Maður þarf að hafa sig allan við að fylgjast með nýjungum og læra á hin ýmsu öpp. Það þýðir auðvitað ekkert að syrgja hið liðna en sumt var bara betra í „gamla daga“. Það eru nú ekki nema um fimm, sex ár síð- an að ég átti minn eigin þjónustufulltrúa hjá Íslandsbanka. Það var alveg frá- bær kona sem ég gat alltaf leitað til, sest niður og rætt fjármálin við eða sent henni beint tölvupóst sem hún svaraði um hæl. Fyrir hver jól skrapp ég í bank- ann með lítinn konfektkassa sem ég gaf henni fyrir öll liðlegheitin á árinu. Nú eru allir starfsmenn nánast horfnir úr bönkum, alla vega þessir sem sinna okkur kúnnum augliti til auglitis. Þessi fáu útibú sem eftir eru, og þau eru ekki mörg, eru búin að setja upp röð af hraðbönkum í anddyrinu. Um leið og maður birtist kemur starfs- maður og býðst til að hjálpa manni í hraðbanka. Ef ég vildi fara í hrað- banka myndi ég ekki mæta á vinnu- tíma í stútfullan banka. Ég tek það fram að það er alls ekkert upp á starfsfólkið að klaga; allir eru afar hjálpsamir, en svona miðað við hvað bankar græða mikið og við græðum ekkert á að geyma aurinn í banka; væri ekki hægt að veita betri þjónustu? Segi svona. Aftur að tækninni. Ég þoli ekki að tala við vélar. Núorðið er varla hægt að tala við alvörumanneskju í netspjalli fyrirtækja. Sjaldnast fæ ég svarið sem ég leita eftir, en upp poppa ýmsir möguleikar, allt nema spurningin eða svarið sem ég hafði í huga! Þannig hef ég til dæmis reynt í heilt ár að fá endurgreidda flug- miða til Afríku en aldrei næ ég í neina manneskju. Símanúmerið sem gefið er upp hringir út og netspjallið fer í hringi. Netföng eru öll „noreply“. Alveg óþol- andi hreint. Öll höfum við lent í því að vera á netinu og þurft að staðfesta að við séum ekki vélmenni. „I am not a robot“ stendur þar og þarf maður að endurskrifa oft al- gjörlega óskiljanlega runu af stöfum og tölustöfum. Sonur minn, háskólanem- inn í hugbúnaðarverkfræði, reyndi að útskýra fyrir mér tilganginn, eitthvað um netöryggi, og orð eins og „algóritmi“ fóru inn um annað og út um hitt. Ég nota frekar ímyndunaraflið og sé fyrir mér röð af vélmennum við skrifborð að pikka á tölvur. Svona eins og C-3PO í Star Wars, þið munið, vini R2-D2. Vél- menni sem eru örugglega nógu klár til að skilja stafarununa góðu. Þetta eru líklega sömu vélmennin og svara mér alltaf í netspjallinu. Og gefa mér í raun engin svör. Slá svo létt á stállærin og hlæja dátt. Ég er ekki vélmenni Pistill Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is ’ Ég nota frekar ímynd- unaraflið og sé fyrir mér röð af vélmennum við skrifborð að pikka á tölvur. Svona eins og C-3PO í Star Wars, þið munið, vini R2-D2. Ingibjörg Svansdóttir Nei, ekki neitt. SPURNING DAGSINS Heldur þú upp á hrekkja- vöku? Máney Eva Einarsdóttir Já, við höfum yfirleitt kósíkvöld og horfum á hryllingsmyndir. Davies Sinangan Nei, ekki núna, það eru allir svo uppteknir. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri og umsjón Karl Blöndal kbl@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Eggert Jóhannesson Linda Ásgeirsdóttir og Hrefna Hall- grímsdóttir leika Skoppu og Skrítlu. Skoppa og Skrítla verða með „sing-along“ í Sambíóunum um helgina og næstu helgar. Hægt er að kaupa miða á Sambio.is. PON er umboðsaðili PON Pétur O. Nikulásson ehf. Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður Sími 580 0110 | pon.is Við bjóðum alla Jungheinrich eigendur velkomna! GÆÐI OG ÞJÓNUSTA Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.