Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.10.2021, Qupperneq 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.10.2021, Qupperneq 6
VETTVANGUR 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31.10. 2021 Ég er einn af þeim sem hafa aldrei haft miklar áhyggjur af covid. Ég hélt að þetta yrði bara eins og þessar svína- og fluglaflensur og við myndum gleyma þessu eft- ir nokkra mánuði. Ég get líka viðurkennt að núna, hálfu öðru ári seinna, er ég orðinn pínu leiður á þessu. Þegar aðgerðirnar byrjuðu var ég dálítið spenntur fyrir þessu hugtaki; sóttkví. Loka sig af í viku eða jafnvel lengur og fá að vera í friði að dunda sér. Lesa nokkrar bækur, horfa á þætti sem ég átti eftir að klára og skrifa kannski eitthvað gáfulegt. Svo myndi ég örugglega mála nokkur herbergi, halda mér í formi og læra eitthvað nýtt. Það gerðist ekki. Núna hef ég sem sagt lokið þessari viku og get staðfest að þetta er fullkomlega ofmetið fyrirbæri. Eftir þessa reynslu finnst mér ég ekki vera neitt sérstakur félagsskapur, sem eru vissulega vonbrigði fyrir mann sem heldur að hann sé hvers manns hugljúfi. Ætli ég sé ekki meiri hópsál en mig hefur grunað. Ég hef líka komist að því að sennilega er ég með frestunaráráttu. Þegar heil vika er fram undan – nokkur vissa um að vera ekki smit- aður – þá er nógur tími. Ég þarf ekkert að byrja á þessu strax, ég hef alla hina dagana. En jæja. Þeir eru búnir og ég hef eiginlega ekki gert neitt. Eða jú, það er kannski aðeins of langt geng- ið að segja að ég hafi ekki gert neitt. Ég komst nefnilega ekki að því að ég er með flokkunar- áráttu. Þannig hef ég skipulagt öll þau svæði á heimili sem safna drasli. Alls kyns skúffur og skápa sem verða fyrir valinu þegar maður heldur á einhverju sem maður vill eiga en veit ekki hvað maður á að gera við. Í þessari tiltekt hef ég fundið um 20 fatarúll- ur, sem við notum til að losna við kattahár, annað eins af skóreimum, rafhlöður, kattaólar, símahulstur og jólaskraut. Ef ég myndi leggja saman usb-snúrurnar sem ég hef fundið myndu þær ná í kringum húsið. Og ég hef fundið svo marga penna, að þótt ég skrifaði hverja einustu mínútu í hundrað ár, þá næði ég ekki að klára í þeim blekið. Ég er búinn að raða nespresso-hylkjunum. Tvisvar. Ég lagaði til í bílskúrnum og flokkaði golffötin mín eftir veðri. Ég er líka búinn að þrífa kylfurnar mínar og skoða á netinu allar golfferðir sem farnar verða frá Íslandi næstu mánuðina. Þetta snýst vissulega um að drepa tímann og ég hef drepið. Ég er búinn með tvo Call of Duty-leiki þar sem ég hef vissulega þurft að drepa allt frá nasistum til hryðjuverkamanna í fjarlægum Sov- étlýðveldum. Ég get ekki neitað því að drjúgur tími í þessari viku fór í að verja vestrænt lýðræði. Ekkert að þakka. Ég sorteraði staka sokka heimilisins og komst að þeirri niðurstöðu að líklega hafa sumir þeirra verið stakir svo lengi að þeim verður vart hugað líf. Svo hef ég talað við vin minn, þann sem ber ábyrgð á þessari sóttkví, í tvo til þrjá tíma á dag. Um miðjan dag á sunnudaginn fyrirgaf ég honum að hafa haft af mér ferð til Manchester. Því er svo við þetta að bæta að þessa sóttkví kláraði ég í heimafötunum. Reyndar sömu föt- unum næstum alla vikuna. Það mun líklega ekki gerast næst því ástkær eiginkona mín hefur lýst því yfir að hún muni kveikja í heima- peysunni minni. Í næstu sóttkví ætla ég að klæða mig á hverjum degi og vera duglegur. Ég lofa. ’ Eftir þessa reynslu finnst mér ég ekki vera neitt sérstakur félagsskapur, sem eru vissulega vonbrigði fyrir mann sem heldur að hann sé hvers manns hugljúfi. Ætli ég sé ekki meiri hópsál en mig hefur grunað. Á meðan ég man Logi Bergmann logi@mbl.is Líf með sjálfum mér Fyrir um hálfum mánuði áttum við umhverfisráðherra áhuga- vert samtal við danska við- skiptasendinefnd sem hingað kom ásamt Friðriki krónprins til að kynna sér áherslur Íslands í orku- og lofts- lagsmálum. Danir standa sem kunn- ugt er framarlega í stefnumótun og aðgerðum í þágu orkuskipta og grænnar framtíðar. Full ástæða er til að auka samstarf þjóðanna um þessi málefni og víst er að við getum lært ýmislegt af nálgun Dana. Forskot okkar Íslendinga á flestar aðrar þjóðir þegar kemur að hlutfalli vistvænna orkugjafa, í krafti grænna auðlinda okkar og skynsamlegrar hagnýtingar á þeim, er slíkt að það væri meiriháttar slys að glata því nið- ur. Við þurfum þess í stað að viðhalda því, sækja fram og nýta það sem stökkpall til að ná enn betri árangri í lofts- lagsmálum og skapa í leiðinni aukin verðmæti. En forskotið fer óðum minnkandi eftir því sem við- leitni annarra þjóða til að ná árangri verður kröftugri. Sem dæmi um þá viðleitni má nefna „orkueyjarnar“ tvær sem Dan- ir hafa ákveðið að byggja úti á hafi og munu safna um fimm gígavöttum af raforku frá vindorkugörðum á sjó og beina henni áfram til Danmerkur og mögulega einnig til annarra landa. Til að setja þetta í samhengi er hér um að ræða tvöfalda raforkufram- leiðslu Íslands. Bretar framleiða nú þegar um 10 gígavött með vindorku á sjó og ætla að fjórfalda það magn á næstu tíu árum. Yfirlýst markmið Breta er að öll raforka þar í landi verði framleidd án losunar gróður- húsalofttegunda 2035 – og þar með stæðu Bretar jafnfætis okkur Íslend- ingum hvað þetta varðar. Áform sem þessi varpa ljósi á hve naumt forskot Íslands er. Og umfang þessara risaverkefna minnir okkur á hve við erum smá í samanburði. En smæðin getur unnið með okkur og hún kemur ekki í veg fyrir að við get- um sótt fram og orðið fyrsta land heims til að verða óháð jarðefna- eldsneyti. Við þurfum orku í stað olíu Áætlað hefur verið að við þurfum um 600 megavött af raforku til að klára orkuskipti í samgöngum á landi og um 600 til viðbótar til að setja fiski- skipaflotann og innanlandsflug á vist- vænt eldsneyti. Þetta er ekki óheyri- legt magn af raforku en þó umtals- vert, því það jafngildir um einum þriðja af raforkunotkun okkar í dag. Til viðbótar þurfum við orku fyrir ný græn atvinnutækifæri. Auðvitað ger- ist þetta ekki allt á einu bretti en við þurfum að byrja strax. Nýir orku- kostir þurfa að vera fyrir hendi, en sjálfheldan sem rammaáætlun er komin í ógnar því markmiði. Við eig- um álitlega orkukosti í bæði vatnsafli og jarðvarma en þriðji orkukost- urinn, vindorkan, er orðinn mjög hagkvæmur og gæti séð okkur fyrir umtalsverðu magni af raforku með litlum óafturkræfum umhverfisáhrif- um. Það er tómt mál að tala um metn- aðarfull loftslagsmarkmið fyrir Ís- land án þess að horfa til þess hvað eigi að koma í staðinn fyrir jarðefna- eldsneytið – bensínið og olíuna – sem við nýtum í dag. Aðrar þjóðir eru á fleygiferð við að þróa og innleiða nýj- ar lausnir; vetni, metan og ýmsar út- gáfur af rafeldsneyti. Við þurfum að setja aukinn kraft í slík verk- efni og bjóða þau velkomin. Við höfum bæði auð- lindir og þekk- ingu til að vera vagga nýrra lausna þegar orkuskipti eru annars vegar. Fjár- festar eiga að sjá í Íslandi kjörinn vettvang fyrir þróun slíkra lausna og við eigum að greiða götu þeirra. Tímamótasamstarf um förgun Á sama tíma og við þurfum að fram- leiða nýjar tegundir eldsneytis í stað olíu og bensíns, og nýta til þess græna innlenda orku, fögnum við líka áformum um að ná árangri með öðr- um leiðum. Til dæmis með bættri orkunýtingu í anda hringrásar- hagkerfisins, eins og nýting glat- varma frá járnblendiverksmiðju El- kem er gott dæmi um. Þá bárust góðar fréttir frá CarbFix í vikunni þegar tilkynnt var samstarf fyrir- tækisins við álver Rio Tinto í Straumsvík um föngun kolefnis frá álverinu. Samstarfið felur í sér að á lóð álversins verði komið upp fyrstu móttöku- og förgunarstöð heims fyrir koltvísýring, en þar verður honum dælt niður og hann bundinn varan- lega sem steindir í berglögum. Yfir- lýsing Rio Tinto um að tæknin verði nýtt víðar í starfsemi þessa stóra al- þjóðlega fyrirtækis lofar góðu fyrir þessa byltingarkenndu íslensku tækni, sem hefur þannig alla burði til að festa sig enn betur í sessi. Og sam- starf fyrirtækjanna minnir okkur á að alþjóðleg tengsl og samstarf fela oft í sér mikil tækifæri. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Leið okkar til forystu í loftslagsmálum Úr ólíkum áttum Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir thordiskolbrun@anr.is ’ Það er tómt mál að tala um metnaðarfull lofts- lagsmarkmið fyrir Ísland án þess að horfa til þess hvað eigi að koma í stað- inn fyrir olíu og bensín. Þriðji orkukosturinn, vindorkan, er orðinn mjög hagkvæmur og gæti séð okkur fyrir umtals- verðu magni af raforku. Sindrastóll Hönnuður: Ásgeir Einarsson (1927-2001) Sindrastóllinn er bólstraður með íslenskri lambagæru. Verð frá: 229.000 kr. Sólóhúsgögn ehf. Gylfaf löt 16-18 112 Reykjavík 553-5200 solohusgogn. is ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.