Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.10.2021, Page 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.10.2021, Page 8
V ið nöfnurnar höfum hist áður í viðtölum vegna bók- anna Tvísögu og Hornauga, en fyrra viðtalið var tekið heima í stofu hjá Ásdísi Höllu en það síðar- nefnda í Harlem, New York. Þá gengum við stöllur saman um breiðgötur stórborgarinnar þar sem langamma hennar hafði búið fyrir margt löngu. Það er um að gera að hittast á nokkurra ára fresti enda fer vel á með okkur, en í þetta sinn sitjum við settlegar inni í Dagmálsmyndveri um- kringdar kvikmyndavélum. Við reynum að láta það ekki trufla okkur í spjallinu, en nú er komið að því að ræða um nýjustu bók Ásdísar Höllu, Lækninn í Englaverksmiðjunni, sem kom út á fimmtudaginn. Bók sú fjallar um lækninn Moritz Halldórsson, langalangafabróður Ásdísar Höllu, sem á sér merkilega sögu sem hefur legið í þagnargildi í meira en öld. Tárin máttu ekki skemma bréfin Við rifjum upp fyrri fundi okkar og síðustu viðtöl sem fjölluðu um bækurnar fyrrnefndu en í báðum þeim bókum er kafað djúpt í persónuleg mál Ásdísar Höllu og hennar fjölskyldu. Í báðum til- vikum var Ásdís Halla hreinlega efins um réttmæti þess að gefa út bækurnar en lét slag standa. Nú þegar þú horfir til baka, ertu sátt við að hafa gefið þessar bækur út? „Mjög sátt og mjög ánægð. Kannski því erfiðari og snúnari sem bækur eru, þeim mun meira fær maður til baka. Ég er enn að fá bréf, kveðjur og skila- boð frá fólki sem las þessar bækur og vill þakka mér fyrir eða deila ein- hverju með mér. Það eru margir sem hafa lent í sambærilegu, eða tengja við tilfinningar eða reynsluna, sem hafa haft samband og deilt því með mér að bækurnar hafi hjálpað þeim. Á næstu dögum er ég að fara í heimsókn í Kvennaathvarfið en þær höfðu samband og sögðu mér að Tvísaga hefði verið innblástur að nýju úrræði fyrir börn sem koma þangað. Að geta haft þessi áhrif með því að skrifa bækur og segja sögur finnst mér mikils virði.“ Engin eftirsjá? „Engin eftirsjá. Og ef ég get fengið að halda áfram að miðla þá held ég því áfram á meðan fólk gefur mér þau viðbrögð að sög- urnar séu einhvers virði.“ Í nýjustu bókinni fjallar Ásdís Halla um viðkvæm og persónu- leg mál en í þetta sinn mál sem ekki eru tengd henni eða hennar nánustu, heldur fjarskyldum ættingja. Því tók það ekki eins á að skrifa bókina nýju, eða að ræða hana í þessu viðtali, en í fyrri við- tölum var oft stutt í tárin. „Það er mun auðveldara að ræða um þessa bók. Ég man að þegar við ræddum hinar bækurnar var ég alveg með tárin í aug- unum nokkrum sinnum, og kannski meira að segja streymdu þau stundum. En þó hef ég nokkrum sinnum grátið yfir gögnum sem tengjast Moritz. Einu sinni var ég að lesa bréf frá systkinum hans, en það sem gerðist var mikill harmleikur fyrir alla fjöl- skylduna. Bréfin voru skrifuð með bleki á mjög þunnan pappír og ég þurfti að halla mér yfir þau til að lesa, en þurfti að passa mig að hreinlega skemma ekki bréfin með tárum mínum. Það hafa vaknað alls kyns tilfinningar, því þó þetta sé ekki mitt líf þá end- urspeglar harmleikur læknisins áföll sem eru sambærileg við eitthvað sem margir gætu lent í.“ Áhugavert leyndarmál á ferðinni Upphafið að kynnum, ef svo má að orði komast, Ásdísar Höllu og Moritz Halldórssonar má rekja til þess að Ásdís Halla eignaðist nýja fjölskyldu þegar rétt faðerni hennar uppgötvaðist. „Þegar ég kynnist blóðfjölskyldunni fyrir nokkrum árum fer ég að heyra alls konar sögur af forfeðrum og formæðrum,“ segir Ásdís Halla og segist hafa tekið eftir áhugaverðu nafni, Moritz Halldórsson. Hún ákvað að grennslast aðeins fyrir um þennan mann. „Þá fæ ég mjög óljós svör. Mér var sagt að hann hefði lært til læknis í Kaupmannahöfn, lent í vandræðum og endað í Ameríku. Ég hugsaði með mér að þarna gæti verið áhugavert leyndarmál á ferðinni þannig að ég fór að kynna mér sögu hans. Ég viðaði að mér gögnum sem vöktu æ meiri forvitni,“ segir Ásdís Halla og segist hafa varið mörgum stundum á Landsbókasafni og Þjóð- skjalasafni í leit að upplýsingum. Auk þess hafði hún samband við söfn í Kanada og Bandaríkjunum, en síðast en ekki síst fann hún merkar upplýsingar í Danmörku. „Smám saman var komin mynd af manni sem mér fannst svo ótrúlega spennandi að ég varð að skrifa þessa sögu,“ segir hún og segist hafa leitað töluvert að afkomendum hans í Bandaríkjunum sem gætu ef til vill varpað skýrara ljósi á hans líf. „Ég byrjaði á því að fara í Costco og kaupa DNA-próf og senda það í gagnabanka í Norður-Ameríku og þá kom í ljós að ég átti þarna ættingja. Ég sendi einhverja pósta og spurði hvort einhver vissi eitthvað um Moritz Halldórsson lækni í Norður-Dakóta. Ein frábær kona svaraði mér og hélt það nú, en benti mér á móður- systur sína sem vissi meira. Frá henni fékk ég bæði upplýsingar og myndir og ég deildi því með þeim að mig langaði að skrifa þessa sögu. Það skipti sköpum að fá þarna gögn og myndir beint frá fjölskyldunni,“ segir Ásdís Halla og segist hafa eytt löngum tíma í gagnaöflun áður en hún í raun settist niður við skriftir. Fann fjársjóð í Kaupmannahöfn „Ég hef gaman af því að grúska,“ segir Ásdís Halla og viður- kennir einnig að forvitni sé henni í blóð borin og að leyndarmál hafi ætíð heillað. „Ég á minningu frá því ég var fimm eða sex ára. Ég sat á gólf- inu heima að dunda mér og sé bræður mína í eldhúsinu eitthvað að pískra, mjög dularfullir. Ég hugsaði strax að það væri eitthvað í gangi sem ég mætti ekki vita og fikra mig því nær þeim og spyr hvað sé í fréttum. Þeir segja að það sé leyndarmál og bið ég þá að segja mér það. Það endar með því að við semjum; þeir segi mér leyndarmálið gegn því að fá innhald sparibauksins míns,“ segir Ásdís Halla. „Þegar þeir hins vegar sögðu mér hið svokallaða leyndarmál þá áttaði ég mig á því að þetta voru heldur ómerkileg tíðindi og að allt væri þetta einn leikþáttur hjá bræðrum mínum. Þeir vissu að ég væri rosalega forvitin, sáu sér leik á borði og töldu að besta leiðin til að komast yfir sparifé mitt væri að selja mér leynd- armál,“ segir hún og segist hafa verið meira spæld yfir því að missa af góðri sögu heldur en að tapa aurunum. „Mér fannst alltaf svo gaman að heyra sögur og leyndarmál. Það keyrði mig áfram í þessari leit að heimildum um Mortiz; ég skynjaði að á bak við ævintýralegt lífshlaup þessa manns væri spennandi saga,“ segir Ásdís Halla. „Ég var svo heppin að ég fékk úthlutaða fræðimannsíbúð í Jónshúsi í Kaupmannahöfn og var þar í mánuð, í miðjum Covid. Ég var búin að fá ýmis gögn en önnur fær maður ekki nema að mæta á staðinn og ég fór því í Svörtu perluna í Kaupamannahöfn og fékk þar nokkra fulla vagna af skjölum. Ég var meðal annars að leita að bréfum til Kristjáns níunda Danakonungs, Nellemans Íslandsráðherra og persónulegum bréfum innan fjölskyldu Mo- ritz. Mér hafði verið sagt að vera ekki mjög vongóð. En ég leitaði og leitaði. Gaf mér góðan tíma og svo kom að því að ég fann fjár- sjóð. Ég fann bunka af bréfum og skjölum sem tengdust Moritz, en þarna voru bréf sem Íslendingar höfðu sent meðal annars kon- ungi og ráðherra um málefni Moritz eftir mikil vandræði sem Aftur til fortíðar Leyndarmálin brenna enn á Ásdísi Höllu Bragadóttur sem sendir nú frá sér sína fimmtu bók. Læknirinn í Englaverksmiðj- unni er dramatísk saga íslensks læknis sem var gerður útlægur og flutti til Vesturheims eftir að hafa verið bendlaður við barnamorðmál í Kaupmannahöfn. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is ’ Bréfin voru skrifuð með bleki á mjög þunnan pappír og ég þurfti að halla mér yfir þau til að lesa, en þurfti að passa mig að hreinlega skemma ekki bréfin með tárum mín- um. Það hafa vaknað alls kyns til- finningar, því þó þetta sé ekki mitt líf þá endurspeglar harmleikur lækn- isins áföll sem eru sambærileg við eitthvað sem margir gætu lent í.“ „Mér fannst alltaf svo gaman að heyra sögur og leyndarmál. Það keyrði mig áfram í þessari leit að heimildum um Mortiz; ég skynjaði að á bak við ævintýralegt lífshlaup þessa manns væri spennandi saga,“ segir rithöfundurinn Ásdís Halla. Morgunblaðið/Ásdís VIÐTAL 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31.10. 2021

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.