Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.10.2021, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.10.2021, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31.10. 2021 Þ ví verður ekki neitað að heims- andspyrnan gegn „hamfarahlýnun“ tekur myndarlegan kipp nú í októ- ber, þegar að fjöldi manna söðlar sína gæðinga, í mörgum tilvikum einkaþotur sínar, og tekur þátt í fjöl- mennri baráttu, með yfirskrift ráðstefnu, gegn læðu- púkalegu loftslagi, sem hefur verið manngert í fyrsta sinn síðan skemmdarverkamaður loftslags dró and- ann á jörðinni. Áður var sá sem áttaði sig fyrst á eðli eldsins til góðs og ills góðvinur allrar ókominnar tíð- ar. Leikendur fara í gervið Nú er blásið til enn einnar varnarráðstefnu mann- kyns og þar skal árétta og bæta í yfirlýsingar og heit frá því sem gerðist í París og eins þar á undan á ráð- stefnum á borð við þá í Kyoto í Japan. Nú þegar ald- arfjórðungur er liðinn frá ráðstefnunni miklu í Kyoto, sem lauk með miklum fögnuði og langvarandi lófa- taki. Enda eru slíkar ráðstefnur eingöngu opnar fyrir al- gjörlega sannfærða um einn óskeikulan sannleik í hvert skipti. Það eitt ætti að skjóta öllum skelk í bringu eða a.m.k. gera þá hugsandi, þótt meira gerist ekki. Menn geta vissulega á þessum ráðstefnum óttans skipt um og skipst á bindum og skóm og skálað með hljóm, en það er algjörlega óþekkt á þeim að ein ein- asta minúta sé tekin frá til að skiptast á skoðunum. Þúsundir manna þar sem enginn efast er ekki ráð- stefna, það er eitthvað annað og ógeðfelldara. Margar þekktar forsögur Það er reyndar ekki heldur gert mikið með efann í kvöldmessunni á aðfangadag, né á baráttufundum landverndar um hennar sannleik og á öðrum sam- kundum sem eiga sitt erindi og ekki annað. Svo segja má að þar og víðar sé fordæmið komið og hafi jafnvel verið komið löngu fyrr, svo sem þegar að- alritari Sovétríkjanna lagði málin upp og fékk sam- þykkt vandræðalaust, aleinn á skrifstofu sinni í Kreml. Þar átti trú og heimatilbúinn sannleikur að- eins einn farveg og breytti engu þótt annar hagfelld- ari fólkinu í landinu væri jafnvel innan seilingar. Við lok allra loftslagsráðstefna fram til þessa er síð- an sungið fjölraddað, að gríðarlegum árangri hafi verið náð að þessu sinni. Jafnvel enn meiri en síðast og framar vonum. Það er minnisstæðast frá glæsi- legri ráðstefnu í Kyoto, en þar bar öllum þátttak- endum saman um að einstakur árangur hefði náðst og reyndar einmitt framar öllum vonum. Þessum fögnuði og hæstu einkunn má auðveldlega fletta upp. Það var oft nefnt sem hvað mesta og tákn- rænasta sigurmerkið þá, að Bandaríkin hefðu í fyrsta sinn ákveðið „að vera með“, sem gjörbreytti al- gjörlega stöðu málsins. Íslandsvininum Bill Clinton var af verðleikum þakkað verkið og sú staðfesta sem hann hafði sýnt. Hann var svo um hríð mikið spurður hvenær hann myndi senda þinginu tímamótasamninginn til stað- festingar. Og þingið bað reyndar einnig um að fá samninginn til meðferðar. En fékk ekki, því forsetinn vissi að kraftaverkið mikla átti engan stuðning í þinginu. Þingið lét ekki niðurlægja sig og samþykkti álykt- un þar sem samningnum var hafnað með þeim rökum helst, að ekki gengi upp að í slíku alheimsátaki væri rúmlega 80% heimsins haldið utan við allar aðgerðir og alla ábyrgð. Það gerði að mati þingheims slíkan samning þegar í stað algjörlega ónýtan. Kanada hafði samþykkt þennan samning en sagði sig síðar frá honum! Miklu minna var um þetta sagt. Svo leið tíminn og þá var loks stutt að fara fyrir Ís- lendinga, en þeir höfðu svo sem ekki látið það tefja fyrir sér varðandi ráðstefnuna í Kyoto. Borgarstjórn Reykjavíkur fjölmennti svo til Par- ísar, þótt mjög væri óljóst hvaða erindi hún ætti þangað. Fulltrúar borgarinnar dvöldu fjölmennir við framúrskarandi risnu í borg gleðinnar, París, í vel á aðra viku og afhentu svo einhverjum sem þeir rákust á á ráðstefnunni upprúllaðan renning sem párað hafði verið á og var erindi þeirra og uppihaldi þar með loksins lokið. Fjölmenni í loftslagsfjörið aftur Seinustu fréttir herma að 50 manns stefni nú á ráð- stefnuna í Glasgow og er ekki vitað hvort óboðnir fulltrúar frá Reykjavík séu þá innifaldir eins og síð- ast. Ef svo væri og tilbúna tilefnið yrði það sama og síðast mættu borgarbúar fara að kalla þá umrenn- ingana sína. Auðvitað má segja að oft sé þörf en nú nauðsyn að fjölmenna á ráðstefnuna í Glasgow, þótt Reykjavík- urborg undir Degi hafi aldrei þurft neina ástæðu eða afsökun fyrir því að flengja sér á ráðstefnu á annarra kostnað. En þar sem fyrir liggur að Kína mætir ekki núna, nema þá eingöngu að formi til, og sama megi segja um Indland, Rússland og Sádi-Arabíu og fleiri, má segja að nú sé óneitnalega óvæntur styrkur af fjöl- mennu sendingunni frá Íslandi. Ef fulltrúar hefðu komið af fullum þunga frá fyrr- greindum löndum í sama hlutfalli og ætlar að koma frá Íslandi núna, þá hefðu mætt frá þeim svona um það bil 200.000 ráðstefnugestir. En munurinn er að auki sá, á Íslandi og þeim sem ekki mæta, og skulum við þá sleppa að nefna þá tugi þjóða sem munu fá sínar byrðar vegna „manngerða“ veðursins bættar, að þessi vandamál koma okkur í rauninni ekkert við. Ekki gott að gera við Og við eigum ekki endilega að vera að gera grín að þessum barnalegu vísindamönnum sem hurfu um stund inn á sænskan leikskóla og komu sér ekki út, en ánetjuðust manngerða veðrinu og festust þar. Og óneitanlega bendir margt til þess að þeir hafi furðu fljótt fundið sér nægjanlega marga óvita til að kaupa af sér þá töfra. Um það var enginn ágreiningur og verður ekki á öllum ráðstefnunum, á meðal þúsundanna sem skiptast þar allir á sömu skoðuninni frá morgni til kvölds. Eins og talað var á sínum tíma í hástemningunni sem ríkti í Kyoto mætti ætla, að nú 25 árum síðar, værum við öll komin langleiðina fyrir vind. En það er svo sannarlega ekki, eins og myndir frá jöklinum Oki Góðkunningjar umræðunnar ganga lausir ’ Kenningin um hið manngerða veður hefur ekki verið sönnuð og er enn langt í land og þess vegna svo langt til seilst í þeim vandræðum. Reykjavíkurbréf29.10.21

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.