Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.10.2021, Síða 17
á Íslandi sýndu, sem vænsta fólk grét yfir í garranum
sem leysti hamfarahlýnunina af þá stundina.
En ekki varð þó betur séð en að jökullinn sá, sem
var nú engin frenja í fyrri tíð, væri sjálfum sér líkur
og nærri því nákvæmlega jafn sorgbitinn í framan og
þegar bréfritari og fleiri tóku af honum myndir fyrir
góðum 60 árum. Um þær mundir hafði bréfritari farið
í ferðir með Úlfari Jakobsen og ágætum fararstjórum
um miðöræfin og víðar, sem voru ekki nærri eins að-
gengileg og þau eru orðin nú.
Og um líkt leyti var Skjaldbreiður „klifinn“ í ágúst-
mánuði af tveimur skólafélögum og var þá snjór enn
efst á fjallinu og töluvert af honum í hinum breiða gíg.
Raunverulegir fjallamenn hlæja góðlátlega að þessu
orðalagi enda gerast mikil fjöll ekki aðgengilegri en
þetta sögufræga fjall, sem á um sig svo kraftmikið,
elskulegt og hrífandi kvæði. Minn gamli söngkennari,
Atli Heimir, samdi nýtt lag um hið mikla fjall Skjald-
breið og tileinkaði bréfritara á afmæli hans, þótt fátt
sé þó líkt með þeim tveimur. Ekki varð sú elskulega
vinsemd tónskáldsins þó til þess að afmælisbarnið
reyndi sig við alvörufjöll í framhaldinu. Frægustu
þrjú afrek þess urðu þau að sitja í rútu upp Himmel-
bjergið og ganga svo seinustu 15 metrana eða svo á
þetta Mt. Everest frænda okkar. Þá var Úlfarsfell
nágranni okkar lagt nestislaust undir fót og því næst
Öskjuhlíðin, innanbúðarhóllinn, oftar en einu sinni,
og geri aðrir betur og það gera þeir því miður óum-
beðnir og óþægilega oft og svo margfalt á hæðina.
Af hverju hefur ekkert miðað?
En ef marka mátti ræður í París, seinast þegar horft
var upp á þetta, voru heitstrengingarnar vænar og
undir þeim kynt með mælingum langt aftur í fortíð,
sem reyndar var búið að lagfæra rækilega til að eitt-
hvert gagn yrði af framtíðarspánum sem urðu að hafa
skárri stoð. Þær voru svo notaðar og eru notaðar enn,
til að hræða lítil börn, þótt komin séu við aldur, og
sanka með því út úr ekki ofhöldnum almenningi mikl-
um fjárhæðum yfir í rétta vasa, þótt lítið nýtt hafi út
úr því öllu komið síðustu árin.
Og enn er blásið í lofthræðsluráðstefnu og nú í ná-
grannaborg okkar Glasgow og búist við fjölmenni.
Eða öllu heldur verður að segja að búist hafði verið
við fjölmenni. Kína verður ekki þar, nema í þykjust-
unni, þó að þaðan verði einhverjir sendir. Það er
reyndar einmitt munurinn. Rússland verður ekki
heldur þar, þótt alls ekki sé útilokað að þaðan verði
einhverjir sendir. Síðast þegar fréttist virtist ljóst að
Indland verði ekki þar þó að ekki kæmi á óvart að
þaðan yrði einhver sendur að bjóða góðan dag.
Bretadrottning verður ekki þar og á það sínar skýr-
ingar, en einhver úr þeirri fjölskyldu mun örugglega
verða þar. Og ganga má út frá að þar verða margir
foringjar frá Afríku og munu færa til bókar þau fram-
lög sem einhver lönd munu kreista út úr sínu fólki
óspurðu, og reyna svo eftir mætti að fella sem mest
saman við þróunarhjálpina svo það standi allt bæri-
lega á blaðinu. Fulltrúi Sviss verður einnig þar, enda
mun drýgstur hluti fjárins, sem nefnt var hér á und-
an, sennilega verða geymdur þar, því margir eru
hættir að treysta Panama og öðrum þekktum stöð-
um, sem ekki stóð til að yrðu þekktir staðir.
Gera verður ráð fyrir því að Kúba verði þar, enda
er Havana systurborg Glasgow sem kemur auðvitað
hugsanlega einhverjum ekki á óvart.
Nú er loks að renna upp fyrir heiminum að lokun
heimsins vegna veiru fékkst ekki ókeypis. Og sumt
var gert mjög ógætilega og fætur slegnir undan at-
vinnugreinum sem mun taka langan tíma að bæta
fyrir. Þeir sem ákafastir eru í samsæriskenningum
um manngert veður, sem er ein mesta samsæris-
kenning sem á kúlunni hefur nokkru sinni komið
fram, telja veirulokanir fagurt fordæmi sem sjálfsagt
sé og skylt að endurtaka til að bjarga mannkyni!
Það má afsaka að sofa yfir sig, en
ekki allan sólarhringinn
Það eru svakalegar veðurbeytingar þekktar úr sögu
jarðar og þá ekki síst þeim hluta sem fór áður en
maðurinn gerði sig gildan þar.
Í því sambandi er óþarfi að velta fyrir sér hvort
Guð eða Darwin hafi farið nær um það hvernig allt
það gerðist. Hitt er, sem við vitum, að Darwin var
kirkjurækinn og því eftir atvikum guðrækinn. En það
er ekki heldur innlegg í málið á þesu stigi. Leiðsögn
biblíunnar gengur upp sem saga. Mörgum verður
auðvelt að benda á ógrynni sem þar séu ósönnuð.
Málflutningsmanni yrði ekki mikið ágengt ef hann
myndi þannig hlaða undir sinn málstað, eins og guðs-
orð hafa sem sína undirstöðu. En biblían lýtur sínu
lögmáli og fer hvergi leynt með það. Hver sem vill
getur efast um margt, flest eða allt sem þar segir og
hefur nægt drjúgum hluta mannkyns í árþúsund, til
að fá fótfestu og hald. Sá, sem krefst þess að hans trú
verði sönnuð endanlega, kemst samstundis á eindaga.
Og lendir svo á endastöð sinnar tilveru.
En mennirnir um sína skömmu hríð gera kröfu um
sönnun í mörgum tilvikum. Sífellt oftar virðast úrslit
dómsmáls þó velta á því, hvor málstaðurinn sem deilt
er um sé talinn trúverðugri. Og þá verður dómarinn
fljótt berskjaldaður. Eða hættan á því verður
að minnsta kosti mikil.
Kenningin um hið manngerða veður hefur ekki ver-
ið sönnuð og er enn langt í land og þess vegna svo
langt til seilst í þeim vandræðum.
En undraskjótt er þó sú krafa nú uppi, og með vax-
andi þunga, að niðustaðan sé játuð og trúarvissa komi
í sönnunarstað. Og iðulega af þeim sem einmitt ættu
að ætlast til ótvíræðrar sönnunar í svo miklu máli og
afdrifaríku. Sérhver sem stendur undir þeirri kröfu,
gagnvart sjálfum sér, að vera heilsteyptur maður, og
gagnvart þeim sem nærri honum standa, bonus pater
familias, má ekki guggna eða selja sig ódýrt.
Nú verður ekki betur séð en að bjálfalega krafan
um manngert veður sé komin á útsölu og það á verði
sem aðeins gildir um það dót sem er næst því að vera
einskisvert.
Í þeirri stöðu munu jafnvel svefngenglar hrökkva
upp.
Það má ekki seinna vera.
Morgunblaðið/Eggert
31.10. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17