Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.10.2021, Síða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.10.2021, Síða 20
M yndlistarsýning Guðnýjar Ragnarsdóttur er unnin upp úr dagbók sem hún hélt í máli og myndum þegar hún var í krabbameinslyfjameðferð. „Ég er læknuð af krabbameini í dag,“ segir Guðný en hún barðist við Hodgkins-eitlakrabba á árunum 2016-2017, þá um 35 ára gömul. Guðný hefur alla tíð teiknað, mál- að, ljósmyndað og búið til keramík en valdi að mennta sig í hjúkrunarfræði þótt myndlistin sé aldrei langt undan. „Ég var í ár í lyfjagjöfum og fór í stofnfrumuskipti og háskammta- meðferð. Ég upplifði nánast að ég hefði dáið í tvo sólarhringa í þessari meðferð líkamlega, en ég var mjög hætt komin. Manni er gefinn ban- vænn skammtur af krabbameins- lyfjum þannig að að allar stofnfrumur í beinmergnum eru drepnar. Svo eru manni gefnar manns eigin stofn- frumur til baka. Þetta var hörku- meðferð,“ segir hún en þeirri meðferð lauk í janúar 2017. Fann þessa köllun „Í meðferðinni fór ég fyrst í ellefu lyfjagjafir og svo var meðferðin hert og þá var mér allri lokið og fer þá að átta mig á að ég færi ekkert auðveld- lega út úr þessu. Það var þá sem ég fór að teikna. Þá stóð ég fyrir framan spegilinn með blýantinn og teiknaði sjálfa mig, og úr varð eins konar dag- bók eftir því sem myndunum fjölgaði. Ég var einn og hálfan tíma að teikna fyrstu myndina en tíu mínútur að teikna síðustu en það var miklu meiri orka sem fór í að teikna hana,“ segir Guðný en hún varð veikari og veikari eftir því sem leið á meðferðina. „Ég þekkti ekki neitt af þessu sem ég var að teikna; nef og útlínur and- lits sem ég sá í speglinum. Ég þurfti að fara nær speglinum til að sjá að bláu augun voru enn til staðar,“ segir Guðný. „En það var nánast það eina sem var orðið eftir því þarna var ég í ein- angrun og hafði ekki borðað í marga daga og var hálfrænulaus. Ég upplifði að ég væri óþekkjanleg. Ég skalf öll að innan og rétt náði að pára á blað. Ég fann þessa köllun og ég teiknaði líka til að átta mig á stöðunni. Þetta var mín tenging við þetta ferli.“ Fólk grét á opnuninni „Ég hélt sýningu á þessum myndum í A4-stærð í Ljósinu á sínum tíma og strax þá dreymdi mig um að fá stærra rými fyrir myndirnar,“ segir Guðný og segist hafa stokkið á tæki- færið þegar henni bauðst að sýna í Gallerí 16 á Vitastíg 16, en sýningin stendur til þriðja nóvember. „Ég tók þá ákvörðun um að stækka myndirnar upp eins og ég gæti. Myndirnar eru það stórar og salurinn lítill að fólk kemst ekkert undan og það verður fyrir hughrifum,“ segir Guðný en hún sýnir fimm stórar myndir auk átta minni og eins mál- verks. Guðný bjóst ekki við þeim við- brögðum sem gestir sýndu á opn- uninni. „Það var ótrúlegt að upplifa þetta. Fólk fór bara hreinlega að gráta um leið og það kom upp tröppurnar. Ég var með fólk í faðmlögum, hvort sem ég þekkti það eða ekki, og margir fengu tár í augun,“ segir Guðný og segist sjálf hafa náð að loka á þennan erfiða kafla í lífi sínu með þessari sýn- ingu. „Nú get ég svolítið sleppt þessu. Nú finnst mér þetta vera búið,“ segir hún og segir um teikningarnar: „Þetta er ekki ég; ég er ekki krabba- meinið. Þetta eru andlit sem ég hef átt en er ekki ég í dag.“ Andlit sem ég hef átt Andlitsmyndir teikn- aðar í miðri krabba- meinsmeðferð eru nú sýndar í Gallerí 16 á Vitastíg. Guðný Ragn- arsdóttir skrásetti veik- indin sín með því að teikna sjálfa sig. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is „Þetta er ekki ég; ég er ekki krabba- meinið. Þetta eru andlit sem ég hef átt en er ekki ég í dag,“ segir Guðný um teikningar sínar í Gallerí 16. Ljósmynd/Þórdís Reynis Guðný teiknaði andlit sitt þegar hún var í krabbameinsmeðferð. Guðný var hrærð yfir viðbrögðum gesta sem komu á sýninguna. Guðný var heilt ár að berjast við eitla- krabba og hafði betur. 20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31.10. 2021 MYNDLIST

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.