Morgunblaðið - 03.11.2021, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.11.2021, Blaðsíða 23
ÍÞRÓTTIR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 2021 _ Antonio Conte hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri enska úrvalsdeild- arfélagsins Tottenham. Ítalski stjórinn skrifaði undir átján mánaða samning við félagið sem gildir út tímabilið 2023 með möguleika á framlengingu. Conte tekur við liðinu af Nuno Espírito Santo sem var rekinn á mánudaginn eftir nokkra mánuði í starfi en Santo tók við liðinu í sumar. Ítalski stjórinn ræddi við forráðamenn Tottenham um að taka við liðinu í sumar en viðræður sigldu í strand og Santo var að end- ingu ráðinn. Conte þekkir vel til á Eng- landi eftir að hafa stýrt Chelsea frá 2016 til ársins 2018 en hann gerði Chelsea að Englandsmeisturum árið 2017 og bikarmeisturum 2018. _ Edda Garðarsdóttir hefur fram- lengt samning sinn við knatt- spyrnudeild Þróttar í Reykjavík. Samn- ingurinn er til næstu tveggja ára en Edda hefur verið aðstoðarþjálfari liðs- ins frá árinu 2019. Hún á að baki 172 leiki í efstu deild með KR og Breiða- bliki en hún stýrði KR í efstu deild kvenna tímabilin 2016 og 2017. _ Knattspyrnumaðurinn Tómas Leó Ásgeirsson er genginn til liðs við Grindavík frá Haukum. Tómas, sem er 23 ára gamall, skrifar undir þriggja ára samning við Grindvíkinga en hann skoraði 13 mörk í 20 leikjum með Haukum í 2. deildinni í sumar. Grindavík hafnaði í sjöunda sæti 1. deildarinnar á síðustu leiktíð. _ Alex Þór Hauksson gerði sér lítið fyrir og skoraði tvívegis fyrir Öster þegar liðið vann 4:1-útisigur gegn Landskrona í sænsku B-deildinni í knattspyrnu í gær. Alex Þór hefur byrj- að átta leiki fyrir Öster í sænsku B- deildinni á tímabilinu og skorað í þeim fjögur mörk. Alls hefur hann komið við sögu í 14 leikjum með liðinu á tíma- bilinu. _ Sepp Blatter, fyrrverandi forseti Al- þjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, og Michel Platini, fyrrverandi forseti Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, hafa báðir verið ákærðir fyrir fjársvik og fleiri brot í Sviss. Saksóknarar í Sviss segja að Blatter hafi með ólög- mætum hætti skipulagt millifærslu á tveimur milljónum svissneskra franka til Platini árið 2011. Blatter og Platini, sem hafa báðir hafnað því að hafa gert nokkuð rangt, munu þurfa að mæta fyrir rétt í Bellinzona í Sviss þar sem málaferlin fara fram. _ Knattspyrnumaðurinn Sergio Agüero, leikmaður Barcelona á Spáni, verður frá næstu mánuðina eftir að hafa greinst með óreglulegan hjart- slátt. Agüero, sem er 33 ára gamall, fór af velli vegna öndunarerfiðleika í leik Barcelona og Alavés í spænsku 1. deildinni um síðustu helgi. Argentínski framherjinn hefur lítið spilað með Barcelona á tíma- bilinu en hann var að glíma við meiðsli þegar hann kom til félags- ins á frjálsri sölu frá Manchester City í sumar. Spænska félagið reiknar með því að Agüero verði frá keppni í þrjá mánuði hið minnsta. Eitt ogannað Knattspyrnumaðurinn Pétur Theó- dór Árnason er að öllum líkindum með slitið krossband. Þetta stað- festi hann í samtali við fótbolta.net í gær. Pétur gekk til liðs við Breiða- blik frá Gróttu eftir síðasta tímabil en hann meiddist á æfingu Kópa- vogsliðsins í fyrradag. „Ég hef slit- ið krossband tvisvar áður, síðast fyrir sjö árum. Þetta hljómaði mjög kunnuglega,“ sagði Pétur í samtali við fótbolta.net. Pétur var marka- hæsti leikmaður 1. deildarinnar í sumar með 19 mörk en hann á að baki 18 leiki í efstu deild. Líklega með slitið krossband Morgunblaðið/Eggert Einvígi Pétur Theódór í baráttunni við Ásgeir Eyþórsson síðasta sumar. Handknattleiksmaðurinn Haukur Þrastarson, leikmaður pólska liðs- ins Kielce og íslenska landsliðsins, er meiddur á ökkla og getur því ekki æft með landsliðinu sem er við æfingar hér á landi um þessar mundir. Haukur sneri sig á ökkla og tognaði í leik Kielce gegn Porto í Meistaradeild Evrópu fyrir rúm- um tveimur vikum. Í samtali við Handbolta.is í gær sagðist hann hafa reynt að taka þátt á æfingu landsliðsins í fyrradag en að þá hafi fljótlega komið í ljós að hann þurfi lengri tíma til þess að jafna sig. Ljósmynd/Einar Ragnar Har. Meiddur Haukur var nýkominn af stað eftir krossbandsslit í fyrra. Þarf tíma til að jafna sig MEISTARADEILDIN Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is Enska knattspyrnufélagið Manchest- er United þurfti enn á ný að treysta á snilli portúgölsku stórstjörnunnar Cristiano Ronaldo þegar liðið heim- sótti ítalska liðið Atalanta í 4. umferð F-riðils Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu karla í gærkvöldi. Ronaldo skoraði bæði mörk Unit- ed í leiknum þar sem hann jafnaði í tvígang í 2:2 jafntefli. Josip Ilicic kom heimamönnum í Atalanta yfir á 12. mínútu eftir góðan undirbúning Duv- án Zapata og hræðileg mistök David de Gea í marki United áður en Ro- naldo jafnaði í uppbótartíma fyrri hálfleiks eftir frábært samspil milli hans, Mason Greenwood og Bruno Fernandes. Snemma í síðari hálfleik skoraði Zapata svo sjálfur eftir afleitan varn- arleik Harry Maguire. Markið var fyrst dæmt af vegna rangstöðu en eftir gaumgæfilega athugun VAR- dómara var það réttilega dæmt gott og gilt þar sem Maguire spilaði Za- pata réttstæðan. Þegar öll von virtist úti fyrir United fékk Ronaldo bolt- ann á lofti frá Greenwood við víta- teigslínuna og skoraði með mögnuðu skoti niður í bláhornið í uppbótartíma venjulegs leiktíma. Með því að bjarga jafntefli sá Ro- naldo til þess að United heldur topp- sæti F-riðilsins, þar sem liðið er með 7 stig eftir fjóra leiki líkt og Vill- arreal, sem vann Young Boys 2:0 í gærkvöldi og er í 2. sæti. Atalanta er þó skammt undan með fimm stig og því getur enn brugðið til beggja vona hjá United, Villarreal og Atalanta er þau freista þess í síðustu tveimur umferðum riðilsins að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeild- arinnar. Naumt hjá Chelsea Chelsea vann Malmö með minnsta mun, 1:0, í Svíþjóð í H-riðlinum í gær þar sem Hakim Ziyech skoraði sig- urmarkið á 56. mínútu. Chelsea er með 9 stig í 2. sæti, sex stigum á undan Zenit frá Sankti Pét- ursborg í 3. sæti, og er því svo gott sem komið áfram í 16-liða úrslitin. Barcelona á lífi Barcelona vann lífsnauðsynlegan sigur á Dynamo Kyiv þegar liðin mættust í Kænugarði í Úkraínu í E- riðlinum í gærkvöldi. Spænska ung- stirnið Ansu Fati reyndist hetja Bör- sunga þegar hann skoraði sig- urmarkið á 70. mínútu. Með sigrinum fór Barcelona upp fyrir Benfica og í 2. sæti riðilsins, þar sem liðið er með sex stig að loknum fjórum leikjum. Bayern og Juventus áfram Í E-riðlinum mættust einnig Bay- ern München og Benfica í München þar sem heimamenn unnu að lokum öruggan 5:2 sigur. Pólski markahrókurinn Robert Lewandowski var samur við sig og skoraði þrennu, auk þess sem hann klúðraði vítaspyrnu í fyrri hálfleik. Serge Gnabry og Leroy Sané kom- ust einnig á blað hjá Bæjurum. Mo- rato og Darwin Núnez skoruðu mörk Benfica, sem er nú í 3. sæti riðilsins með 4 stig. Bayern er þar með búið að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum keppninnar enda með fullt hús stiga, 12 talsins, eftir fjóra leiki. Í H-riðlinum er Juventus sömu- leiðis með fullt hús stiga og er því einnig búið að tryggja sér sæti í 16- liða úrslitunum eftir 4:2 sigur gegn Zenit í Tórínó í gærkvöldi. Paulo Dybala skoraði tvö mörk fyrir Juventus og Federico Chiesa og Álvaro Morata skoruðu einnig. Leonardo Bonucci skoraði sjálfs- mark fyrir Zenit og Sardar Azmoun skoraði sárabótarmark í blálokin. Ronaldo bjargvættur Man. United enn á ný AFP Bjargvættur Cristiano Ronaldo í þann mund að skora síðara jöfnunarmark sitt og Manchester United í gærkvöldi. - Skoraði í uppbótartíma beggja hálfleikja - Bayern og Juventus í 16-liða úrslit Bikarmeistarar Njarðvíkur í karla- flokki fá Val í heimsókn í átta liða úrslitum bikarkeppni karla í körfu- knattleik, VÍS-bikarnum, en dregið var í fjórðungsúrslitin á Grand Hót- el í hádeginu í gær. Fyrstudeildarlið Hauka heimsæk- ir Keflavík sem sló KR úr leik í Blue-höllinni í Keflavík á mánudag- inn í sextán liða úrslitum keppn- innar. Þá tekur Stjarnan á móti Grindavík og ÍR fær Íslandsmeist- ara Þórs frá Þorlákshöfn í heim- sókn. Í kvennaflokki heimsækja bikar- meistarar Hauka fyrstudeildarlið ÍR og þá mætast Njarðvík og Fjöln- ir í Ljónagryfjunni í Njarðvík í úr- valsdeildarslag fjórðungsúrslitanna. Fjögur fyrstudeildarlið komust áfram í átta liða úrslitin kvenna- megin en Hamar/Þór heimsækir Breiðablik og Stjarnan tekur á móti Snæfelli í Garðabæ. Leikirnir fara dram dagana 11. - 13. desember. KR hefur oftast orðið bikarmeist- ari í karlaflokki eða tólf sinnum og Njarðvík kemur þar á eftir með níu sigra. Kvennamegin hefur Keflavík fimmtán sinnum orðið meistari og KR kemur þar á eftir með tíu sigra. Risarnir mætast í fjórðungsúrslitum Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Garðabær Gunnar Ólafsson og liðsfélagar hans í Stjörnunni fá Grindavík í heimsókn í Mathús Garðabæjar-höllina í fjórðungsúrslitum bikarsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.