Morgunblaðið - 03.11.2021, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.11.2021, Blaðsíða 24
VIÐTAL Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Birta, nýjasta kvikmynd leikstjórans Braga Þórs Hinrikssonar, verður frumsýnd hér á landi á morgun og verður hún jafnframt lokamynd Barnakvikmyndahátíðar Bíós Para- dísar í ár. Fer myndin í framhaldi í almennar sýningar í kvikmynda- húsum um allt land og verður að- gengileg í Sjónvarpi Símans Premi- um frá og með 25. nóvember. Í Birtu segir af samnefndri stúlku sem er 11 ára og leikin af Kristínu Erlu Péturs- dóttur. Birta á yngri systur, Kötu, sem Mar- grét Júlía Reyn- isdóttir leikur. Segir í myndinni af því er Birta tekur málin í sín- ar hendur eftir að hafa heyrt móður sína, sem leikin er af Sölku Sól Ey- feld, segja í hálfkæringi að hún muni ekki geta haldið jól vegna pen- ingaleysis. Hefst þá mikið ævintýri. Handrit myndarinnar skrifaði Helga Arnardóttir, unnusta Braga, og byggði á eigin æskuminningum að hluta. Birta var heimsfrumsýnd á Ítalíu í júlí á hátíðinni Gifoni sem er barna- myndahátíð og ein af þeim stærri sinnar tegundar í heiminum. Bragi segir viðtökur þar hafa verið góðar og tengsl myndast á henni við aðrar hátíðir. Og hinar ungu leikkonur hafa báðar hlotið verðlaun fyrir frammi- stöðu sína í myndinni. Margrét Júlía, sem er sjö ára að verða átta, var valin besta unga leikkonan á KIKI-Fe, þýskri barnakvikmyndahátíð, og Kristín Erla, 12 ára, var valin besta leikkonan á barnamyndahátíðinni Schlingen í síðasta mánuði. Bragi segir frábært að leikkon- urnar ungu hafi hlotið verðlaun enda hafi þær staðið sig afar vel. Hann hélt prufur fyrir kvikmyndina og segist hafa fengið ábendingar um hæfileikarík börn sem kæmu til greina. Stúlkurnar hafi rúllað pruf- unum upp. Frá sjónarhorni barnanna Af söguþræðinum að dæma er Birta jólamynd og segir Bragi að Birta trúi þeim orðum móður sinnar, sem henni var ekki ætlað að heyra, að hana vanti hundrað þúsund krón- ur til að geta haldið jólin. Hún lætur mömmu sína ekki vita af því að hún ætli að bjarga jólunum og útvega henni peninga. Bragi segir myndina fyrst og fremst fallega kvikmynd með jóla- boðskap. „Ég held að okkur hafi tek- ist mjög vel til að gera mynd frá sjónarhorni barnanna og gera það trúverðugt því þau eigna sér hlut- verkin á svolítið óvenjulegan máta,“ segir Bragi. Hann telur að vel hafi tekist til að segja söguna með augum barnanna. Bragi segir erfitt að láta börn bera uppi heila kvikmynd líkt og margir þekki í kvikmyndabransanum. „Það heyrir til undantekninga að það tak- ist svona vel til,“ segir Bragi og að leikkonurnar ungu skilji hlutverk sín í þaula og fari með áhorfendur í mik- ið ferðalag. Salka Sól var þeim til halds og trausts í hlutverki móð- urinnar og segir Bragi að allir stat- istar hafi auk þess verið vanir leik- arar, þeirra á meðal Helga Braga og Margrét Ákadóttir en sú síð- arnefnda er amma Margrétar Júlíu. Bragi býr að mikilli reynslu af því að leikstýra börnum, leikstýrði fjölda barna í Víti í Vestmannaeyjum og sjónvarpsmyndinni Klukkur um jól. Hann telur einn af styrkleikum sínum að leikstýra börnum og segir að svo virðist sem hann nái vel til þeirra. Börn hafa frá mörgu að segja Bragi telur of fáar íslenskar kvik- myndir og sjónvarpssyrpur gerðar fyrir börn og fjölskyldur. „Víti í Vest- mannaeyjum er í raun síðasta barna- kvikmyndin sem var gerð, árið 2018,“ bendir hann á. Hvað veldur sé erfitt að segja, mögulega telji kvikmynda- gerðarmenn að erfiðara sé að gera myndir með börnum en það sé þó ekki hans reynsla. „Mér finnst per- sónulega vera rosalega margar flott- ar sögur þarna sem hægt er að sækja, úr hugarheimi og tilfinninga- lífi barna. Þau hafa fullt að segja og þetta eru áhorfendur sem flykkjast að skjánum þegar þar eru kvikmynd- ir sem fjalla um þeirra samtíma og þau sjálf í þeirra umhverfi. Það erum við vissulega að gera í Birtu,“ segir Bragi. Markmiðið hafi verið að gera trúverðuga sögu um 11 ára stelpu sem lifi lífi sem flestir geti samsvarað sig við. „Við vitum að myndin er rosalega vel heppnuð og getum ekki beðið eftir að frumsýna hér á Ís- landi,“ segir Bragi sem leikstýrði þremur myndum um Sveppa og fé- laga hans á sínum tíma sem allar hlutu mikla aðsókn líkt og Víti í Vest- mannaeyjum. Hann telur húmor, gleði og síðast en ekki síst birtu lyk- ilinn að þeim vinsældum. Hvað næsta verkefni varðar segist Bragi ætla að taka algjöra U-beygju og leikstýra sálfræðitrylli. Meira má ekki segja um þá kvikmynd að svo stöddu, að sögn Braga, en spennandi er það verkefni vissulega. Falleg kvikmynd með jólaboðskap - Lokamynd Barnakvikmyndahátíðar í Bíói Paradís fjallar um Birtu sem ákveður að koma móður sinni til aðstoðar og bjarga jólunum - Barnungar aðalleikkonur hafa hlotið verðlaun á hátíðum Systur Margrét Júlía Reynisdóttir og Kristín Erla Pétursdóttir leika systurnar Kötu og Birtu í kvikmyndinni Birta sem sýningar hefjast á í vikunni. Bragi Þór Hinriksson 24 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 2021 –– Meira fyrir lesendur NÁNARI UPPLÝSINGAR um auglýsingapláss: Berglind Bergmann Sími: 569 1246 berglindb@mbl.is fylgir Morgunblaðinu þriðjudaginn 16. nóvember 2021 SÉRBLAÐ BLAÐ Wo! Tríó treður upp í Jazzklúbbn- um Múlanum á Björtuloftum Hörpu í kvöld, miðvikudag, og hefjast leik- ar klukkan 20. Tríóið er ný hljóm- sveit sem spilar eingöngu tónlist eftir Stevie Wonder og er skipað þeim Tómasi Jónssyni orgelleikara, Róberti Þórhallssyni sem leikur á rafbassa og trommuleikaranum Ólafi Hólm. Í tilkynningu segir að sveitin leiki „frjálsar, spunakenndar og grúví útsetningar á lögum Wonder sem eru allt frá að vera angurvær og falleg yfir í flókin og krefjandi.“ Múlinn er nú á sínu 24. starfsári en hann er samstarfsverkefni Félags íslenskra hljómlistarmanna (FÍH) og Jazzvakningar. Klúbb- urinn heitir í höfuðið á Jóni Múla Árnasyni sem jafnframt var heið- ursfélagi og verndari Múlans. Múl- inn er styrktur af Reykjavíkurborg, Tónlistarsjóðnum og SUT-sjóðnum og er í samstarfi við Heimstón- listarklúbbinn og Hörpu. Wo! Tríó leikur tónlist Stevies Wonder Grúví Wo! Tríó er ný hljómsveit skipuð margreyndum tónlistarmönnum. Sópransöng- konan kunna Hallveig Rúnars- dóttir kemur fram á hádegis- tónleikum í sal Tónlistarskóla Garðabæjar í dag, miðvikudag, og hefjast þeir kl. 12.15. Með Hallveigu leikur Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari. Í tilkynningu segir að þær stöllur muni flytja flytja fyrir gesti nokkr- ar aríur, meðal annars eftir Wolf- gang Amadeus Mozart og Giacomo Puccini. Auk þess munu þær flytja nokkur vel valin íslensk lög. Tónleikarnir eru liður í tónleika- röðinni Tónlistarnæring sem boðið er upp á einn miðvikudag í hverjum mánuði yfir vetrartímann í sal Tón- listarskólans að Kirkjulundi 11. Að- gangur að tónleikunum er alltaf ókeypis og þó að grímuskylda hafi verið afnumin og enn ríkari ástæða til að njóta, eru gestir í tilkynning- unni hvattir til að huga að persónu- bundnum sóttvörnum. Hallveig syngur á hádegistónleikum Hallveig Rúnarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.