Morgunblaðið - 03.11.2021, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.11.2021, Blaðsíða 11
KAUPMANNAHÖFN Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Þing Norðurlandaráðs var sett í gær í Kristjánsborgarhöll í Kaup- mannahöfn, en þetta er í 73. sinn sem þingið er haldið. Þingið er nú haldið með hefðbundnum hætti í fyrsta sinn í eitt og hálft ár, þar sem heimsfarald- urinn kom í veg fyrir að þingið í fyrra gæti farið fram heima á Ís- landi, en þess í stað voru haldnir fjarfundir. „Maður upp- lifir það eins og í öðrum fé- lagsskap að það eru allir voða glaðir að hittast á ný,“ segir Sig- urður Ingi Jóhannsson, samstarfs- ráðherra Norðurlanda, og bætir við að fjarfundir geti aldrei komið í stað funda í eigin persónu. Varnar- og öryggismál eru fyrir- ferðarmikil í dagskrá þingsins að þessu sinni, en meðal annars munu þingmenn ráðsins og forsætisráð- herrar ríkjanna ræða hvaða lær- dóm Norðurlöndin geti dregið af kórónuveirukreppunni og hvernig samstarfið verði eflt upp frá þessu. Sigurður Ingi segir að varnar- og öryggismál séu nú rædd á vett- vangi Norðurlandaráðs meira en verið hefur, og segir hann það til bóta. Hann nefnir að norræna ráð- herranefndin hafi fengið Jan-Erik Enestam til að gera úttekt á sam- eiginlegum öryggishagsmunum ríkjanna, og verður skýrsla hans tilbúin síðar í nóvember. „En þar verður meðal annars fjallað um sameiginlegt viðbragð til þess að auka öryggi og nokkra þætti þess, eins og til dæmis sameiginleg inn- kaup á bóluefni eða búnaði, vegna þess að öll löndin eru frekar smá í alþjóðlegum skilningi, líka þau sem okkur þykja stór.“ Veikleikar komu í ljós Hann bætir við að það sé mikill vilji til að auka samstarf ríkjanna í þessum efnum. „Í alheimsfaraldr- inum komu fram veikleikar í sam- skiptum ríkjanna, menn lokuðu landamærum. Það eru ákveðin sær- indi eftir það, og löngun til þess að gera betur, án þess að skerða full- veldisrétt einstakra ríkja til að verja sig,“ segir Sigurður Ingi. „Á þeirri vegferð okkar að svæðið verði bæði sjálfbærasta og sam- þættasta svæði heimi árið 2030 má það ekki gerast að fólk sem búi í einu landi og vinni í öðru komist ekki yfir landamærin.“ Meðal þess sem rætt var á þinginu í gær voru fjárlög Norður- landaráðs fyrir næsta ár, sem og rammi fyrir fjárlög til næstu fjög- urra ára. Það er nýjung sem Sig- urður Ingi segir vera mjög til bóta. „Það hefur verið talsvert samtal á milli þingmannanna í Norður- landaráði og svo norrænu ráðherra- nefndarinnar á undanförnum árum og færst vaxandi þungi í það, þar sem Norðurlandaráð, þ.e. þing- mennirnir vilja hafa meiri áhrif á fjárlögin.“ Sigurður Ingi segir að verið sé að koma þessum fjárlaga- ramma á, þar sem verið sé að deila sömu fjárhæðum á fleiri hluti en áður. „Kannski verður áskorunin sú að það þurfi meiri fjárhæðir í þetta, þær hafa verið föst tala, en hlut- fallslega farið minnkandi.“ Meiri áhersla á varnar- og öryggismál - Þing Norðurlandaráðs sett í 73. sinn - Heimsfaraldurinn ýtti ýmsum veikleikum í samstarfinu á yfirborðið - Löngun til þess að bæta sameiginleg viðbrögð ríkjanna við hvers kyns ógnum við öryggi Ljósmynd/Norðurlandaráð Kristjánsborgarhöll Þing Norðurlandaráðs var sett í gær. Áherslan nú er meiri á öryggis- og varnarmál en áður. Sigurður Ingi Jóhannsson FRÉTTIR 11Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 2021 „Við þurfum að láta orkuskiptin ná til skipa og flugvéla,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þeg- ar hún ávarpaði samkomuna á lofts- lagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow í gær, „við þurfum að gera betur í náttúrulegum lausnum. Síð- astliðin þrjú ár höfum við hert róð- urinn sem nemur tvöföldun. En við þurfum meira – miklu meira,“ hélt ráðherra áfram. Hún sagði niðurstöður vísindanna óyggjandi að sönnunargildi, lofts- lagsmarkmiðin samkvæmt Parísar- sáttmálanum hrykkju ekki til við að halda hnattrænni hlýnun innan ör- yggismarka. Ísland hefði í fyrra hækkað markmið sitt um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda úr 40 í 55 prósent fyrir árið 2030. Fékk hugljómun í geimnum Ráðherra sagðist hafa góðar sög- ur í farteskinu ofan af Íslandi og nefndi 100 prósent endurnýtanlega upphitunar- og raforku auk þess sem Ísland vermdi annað sætið í heim- inum í sölu umhverfisvænna bif- reiða. Betur mætti þó ef duga skyldi. Jeff Bezos, stofnandi vefsöluris- ans Amazon, ávarpaði einnig ráð- stefnugesti í gær og kynnti áætlun sína um að verja tveimur milljörðum dala, jafnvirði 260 milljarða ís- lenskra króna, úr Bezos Earth-sjóði sínum til að færa aflagað landslag í fyrra horf og breyta fæðukerfum til hins betra. Kvaðst Bezos hafa fengið hug- ljómun í nýlegri geimferð sinni og áttað sig á hve viðkvæm náttúra jarðar væri, en hann sætti einmitt harðri gagnrýni fyrir að sóa fé í að þvælast um geiminn í stað þess að reyna að leysa vandamál jarðarinn- ar. Ferðin í júlí á geimflauginni Nýja hirðinum virðist þó hafa haft sín áhrif. „Mér var sagt að maður fengi nýja sýn á veröldina við að sjá jörð- ina utan úr geimnum, en ég var eng- an veginn búinn undir hið raunveru- lega sannleiksgildi þeirra orða,“ sagði Amazon-jöfurinn. atlisteinn@mbl.is „Þurfum meira – miklu meira“ - Forsætisráðherra fór yfir stöðu mála AFP Ekki nóg Ráðherra sagði að róðurinn hefði verið hertur, en meira þyrfti til. Tuttugu létu lífið og minnst 50 eru í sárum eftir skot- og sprengjuárás á Sardar Daud Khan-hersjúkrahúsið í afgönsku höfuðborginni Kabúl í gær. Árásarmennirnir sprengdu fyrst tvær öflugar sprengjur fyrir utan bygginguna en réðust því næst til inngöngu gráir fyrir járnum og skutu á allt sem fyrir varð. Vitni sagði EVN-sjónvarpsstöð- inni að önnur sprengingin hefði verið sjálfsmorðssprengjuárás. „Sem afganskur borgari er ég hundleiður á þessu stríði, sjálfs- morðum og sprengingum. Hve lengi þurfum við að þreyja þorr- ann?“ spurði vitnið. Enginn hefur enn sem komið er lýst ábyrgð á árásinni á hendur sér. AFGANISTAN AFP Talibanar á verði eftir árásina í gær. 20 létust í árás á hersjúkrahús Ekki eru allir viðskiptavinir norska fjar- skiptafyrirtæk- isins Telia á eitt sáttir eftir að þeim barst bréf í vikunni þar sem tilkynnt var um 30 króna (462 ISK) hækkun allra netáskrift- arleiða án þess að þar kæmi aukinn nethraði eða önnur gæði á móti. Fyrirtækið væri einfaldlega að uppfæra breiðbandsnet sitt, en slíkt væri nauðsynlegt til að mæta stór- aukinni netnotkun vegna Covid- heimavinnu og sóttkvíarafþrey- ingar. Glöggir benda á að sama skýring fylgdi hækkun fyrir ári. NOREGUR Strýkur viðskipta- vinum andhæris Úr 5G-auglýsingu fyrirtækisins. Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 CHANEL kynning í Snyrtivöruversluninni Glæsibæ 3.-5. nóvember Gréta Boða verður á staðnum og veitir faglega ráðgjöf Jólalitirnir eru komnir ásamt glæsilegum nýjungum 20% afsláttur af CHANEL vörum kynningardagana Verið velkomin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.