Morgunblaðið - 06.11.2021, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.11.2021, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 2021 www.kofaroghus.is - Sími 553 1545 TIL Á LAGER Ítarlegarupplýsingarog teikningarásamtýmsumöðrumfróðleik máfinnaávefokkar NAUST - 14,44 fm Tilboðsverð 449.400kr. 30% afsláttur VANTAR ÞIGPLÁSS? Afar einfalt er að reisa húsin okkar. Uppsetning tekur aðeins einn dag TILBOÐÁGARÐHÚSUM! Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. „Rangá er hverfisbúð með fjöl- breytt vöruúrval, langan af- greiðslutíma og hátt þjónustustig. Þessu er oft líkt við kaupfélag úti á landi, sem eru mikil meðmæli,“ segir Bjarni Þór Logason, kaup- maður í Rangá við Skipasund í Reykjavík. Verslunin varð 90 ára í gær og að sjálfsögðu var haldið upp á þau tímamót. Rangá er elsta starfandi mat- vöruverslunin í Reykjavík, stofnuð árið 1931 af Jóni Jónssyni frá Ekru á Rangárvöllum. Reksturinn var fyrstu 17 árin á Hverfisgötu 71 en var fluttur árið 1948 á núverandi stað, Skipasund 56 í Langholts- hverfi. Árið 1971 keyptu Agnar Árna- son og Sigrún Magnúsdóttir, seinna borgarfulltrúi og ráðherra, Rangá og gerðu að sjálfs- afgreiðslubúð með mjólkursölu. Þannig varð Rangá fyrsta almenna verslunin með mjólkurvörur en fram að því hafði Mjólkursamsalan rekið sínar eigin verslanir. Saman ráku Agnar og Sigrún Rangá í 20 ár, eða þar til Sigrún dró sig út úr starfseminni. Árið 2010 tók dóttir Agnars, Kristbjörg Agnarsdóttir, við keflinu og rak verslunina til 2019. Það ár keyptu reksturinn hjónin Bjarni Þór Loga- son og Rakel Ólafsdóttir, sem eru á myndinni hér til hliðar, og hafa staðið vaktina síðan. Sækja daglegar nauðsynjar „Ég hafði starfað lengi í mat- vöruverslunum og vissi að hverju var gengið. Okkur hjónin langaði líka alltaf út í eigin atvinnurekst- ur. Hér í Langholtshverfi er Rangá mjög mikilvæg stofnun. Við eigum marga fasta viðskiptavini sem sækja hingað daglega nauðsynjar. Margir koma hingað gangandi eða á hlaupahjólum sem kannski eru tímanna tákn,“ segir Bjarni Þór. Ýmsar vörur sem fást í Rangá segir hann bjóðast óvíða annars staðar og nefnir þar m.a. gas- brennda sviðahausa frá Fjallalambi á Kópaskeri. Fleira góðgæti mætti tiltaka. Stóru heildsölurnar kunni síðan afar vel að meta 90 ára við- skiptasögu. Þess njóti Rangá með ýmsu móti í góðum kjörum. „Mikilvægt er að mæta viðskiptavinunum og meta að- stæður þeirra. Nærsamfélagið kann að meta þetta og hve margir samfögnuðu okkur á afmælisdegi var ánægjulegt,“ segir kaupmað- urinn í Rangá. sbs@mbl.is Haldið upp á 90 ára afmæli verslunarinnar Rangár við Skipasund í Reykjavík í gær Morgunblaðið/Unnur Karen Hverfisbúðinni oft líkt við kaupfélag úti á landi Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Vel yfir hundrað manns eru með staðfest virk smit á Akranesi og tæp- lega 400 manns eru í sóttkví. Þetta sagði Þórir Bergmannsson, sótt- varnalæknir Vesturlands, í samtali við Morgunblaðið síðdegis í gær. „Staðan er býsna snúin því við er- um að sjá fleiri smit á Akranesi en við höfum séð nokkurn tímann í far- aldrinum,“ sagði hann. Samkvæmt síðustu tölum sem hann hafði fengið voru 92 smitaðir á Akranesi auk 10 Akurnesinga sem dvelja annars staðar. Í fyrradag hafði fjöldi smitaðra á Akranesi ver- ið 75 svo gera má ráð fyrir að um þrjátíu hafi greinst í gær. Auk þessa gríðarlega fjölda fólks í sóttkví minnti Þórir á að einnig væri stór hópur í smitgát. Hann hafði ekki upplýsingar um þann fjölda en gerði ráð fyrir að það væri stór hópur mið- að við sýnatökufjöldann. Sennilega hefðu verið tekin yfir fimm hundruð sýni í gær og þau höfðu verið yfir þrjú hundruð daginn þar áður. Skólastarf hefur legið niðri Þetta hefur haft mikil áhrif á starfsemi í bænum. Skólastarf hafði legið niðri í gær og stóran hluta fimmtudags. Um helgina munu stór- ir hópar fólks gangast undir skimun, bæði starfsmenn skóla og leikskóla og starfsmenn stjórnsýslunnar. „Það verða fleiri hundrað manns skimaðir núna um helgina og þess er auðvitað vænst að skólastarf geti hafist sem fyrst í næstu viku og þessi skimun er gerð til þess að það verði engir starfsmenn sem komi til vinnu með virkt smit eftir helgi,“ segir hann. „Það er enn sem komið er lítið vit- að um teljandi veikindi en það er frekar stutt liðið á þennan faraldur núna svo það er allt of snemmt að segja til um það. Hingað til hafa þeir sem eru smitaðir og þurfa á sjúkra- húsvist að halda verið fluttir á Land- spítala og við vinnum samkvæmt því,“ segir Þórir. Ef leggja á sjúklinga inn á sjúkra- húsið á Akranesi eru þeir skimaðir með hraðprófi á heimilum sínum eða í sjúkrabíl og sendir til Reykjavíkur ef smit kemur í ljós. „Býsna snúin“ staða komin upp á Akranesi - Yfir hundrað Covid-smit og tæplega 400 manns í sóttkví Undirbúningsnefnd fyrir rann- sókn kjörbréfa hefur í þessari viku lagt áherslu á að fara yfir þau gögn sem nefndin hefur safnað og átta sig á því hvort frekari upplýs- inga er þörf. Birgir Ár- mannsson, for- maður nefndar- innar, telur að uppýsingarnar liggi að mestu leyti fyrir þannig að hægt sé að meta gögnin og komast að nið- urstöðu. Samhliða því hefur nefndin ver- ið að skrifa texta til að vinna með. Birgir tekur fram að það séu skjöl á vinnslustigi og nefndin eigi þó nokkra fundi eftir til að geta skilað af sér áliti. Eftir sé að ræða betur ákveðin matskennd atriði og kom- ast að niðurstöðu um þau. Skýrist í komandi viku Birgir treystir sér ekki til að áætla hvenær nefndin lýkur vinnu sinni en telur að málið muni skýr- ast í komandi viku. Nefndin fundaði síðast í gær og Birgir segir að nefndarmenn vinni að málinu heima um helgina. helgi@mbl.is Eftir að komast að niður- stöðu um matskennd atriði - Hillir undir lok starfs hjá undirbúningsnefnd kjörbréfa Morgunblaðið/Hari Alþingi Ekki hefur verið ákveðið hvenær þing verður kallað saman. Birgir Ármannsson Landsréttur þyngdi í gær refsingu yfir Jóhannesi Tryggva Svein- björnssyni. Jóhannes, sem var jafn- an kenndur við meðhöndlunarstöð- ina Postura, hafði áður verið dæmdur í héraðsdómi í fimm ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað fjór- um konum á meðferðarstofu sinni. Landsréttur þyngdi dóminn í sex ár. Eins og áður segir var Jóhannes þá dæmdur til fimm ára fangels- isvistar auk þess sem honum var gert að greiða konunum miskabæt- ur. Einni konunni var honum gert að greiða 1,8 milljónir króna, ann- arri 1,5 milljónir króna og hinum tveimur eina milljón króna. Lands- réttur lét miskabæturnar standa óbreyttar í dómi sínum í dag. Jóhannes var dæmdur snemma í janúar í Héraðsdómi Reykjaness en Jóhannes var sagður hafa haft sam- ræði við konurnar án þeirra sam- þykkis og þá var hann talinn hafa beitt konurnar ólögmætri nauðung. Málin nokkuð gömul Málin eru tiltölulega gömul, en brotin eru talin hafa átt sér stað á árunum 2009-2015. Á þeim árum rak Jóhannes Postura en þar með- höndlaði hann fólk sem glímdi við stoðkerfisvanda. Var Jóhannes þá nokkuð þekktur fyrir störf sín sem nuddari og meðhöndlari. Um fimmtán konur kærðu Jó- hannes upprunalega en rannsókn lögreglu leiddi til ákæru í fjórum tilvikum. Þyngdu refs- ingu nuddara - Sex ára dómur fyrir fjögur brot
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.