Morgunblaðið - 06.11.2021, Side 4

Morgunblaðið - 06.11.2021, Side 4
ÁHRIF KÓRÓNUVEIRUNNAR Á ÍSLANDI4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 2021 Ari Páll Karlsson Ragnheiður Birgisdóttir Sólrún Lilja Ragnarsdóttir Boðað hefur verið til hertra aðgerða innanlands vegna mikillar fjölgunar smita undanfarna daga og vikur. Fjöldi á viðburðum verður takmark- aður við 500 manns og veitingastöð- um er skylt að loka tveimur tímum fyrr, þ.e. kl. 23. Reglur þessar gilda frá og með næsta miðvikudegi, 10. nóvember. Grímurnar snúa aftur Grímuskylda tók gildi á miðnætti. Takmarkanirnar munu gilda í fjórar vikur, til þriðjudagsins 8. desember. Grímuskylda gildir þegar ekki er unnt að virða eins metra nálægðar- reglu, s.s. í fjölmennum verslunum, almenningssamgöngum og viðlíka. Einnig verður skylt að bera grímu á sitjandi viðburðum. Starfsfólki sem veitir einstaklingsbundna þjónustu sem krefst nándar, t.d. hárgreiðslu, nudd og viðlíka, er ekki skylt að bera grímu en grímuskylda gildir um við- skiptavini þeirra. Börn 15 ára og yngri eru undan- þegin grímunotkun og um fram- haldsskólanema gildir að þeim er heimilt að taka niður grímu eftir að sest er í kennslu þótt ekki sé hægt að viðhafa eins metra nálægðar- reglu. Almennar fjöldatakmarkanir verða 500 manns. Á sitjandi viðburð- um er heimilt að víkja frá eins metra nálægðarreglu meðan setið er, að því gefnu að allir beri grímu. 1.500 með hraðprófi Hins vegar verður heimilt að skipuleggja viðburði fyrir allt að 1.500 manns sé gestum gert skylt að framvísa neikvæðri niðurstöðu úr hraðprófi. Þrátt fyrir hraðpróf skulu gestir bera grímu ef ekki er unnt að virða eins metra nálægðarreglu. Sérstök heimild gildir áfram fyrir skólaskemmtunum í grunn- og fram- haldsskólum með notkun hraðprófa. Afgreiðslutími verður styttur um tvær klukkustundir á veitingastöð- um þar sem heimilaðar eru vínveit- ingar. Þar ber að loka kl. 23 og rýma staðina fyrir miðnætti. Skráningar- skylda gesta verður tekin upp að nýju og skulu vínveitingar bornar til sitjandi gesta. Í minnisblaði sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra kemur fram að hann telur að daglegum fjölda smita þurfi að ná niður í 40-50 og viðhalda þeirri stöðu með takmörkunum þar til betra ónæmi næst í samfélaginu með örvunarbólusetningum og nátt- úrulegri sýkingu. Í minnisblaðinu fór sóttvarna- læknir yfir ýmsar leiðir til takmark- ana sem prófaðar hafa verið og reynsla er af en lagði til að valin yrði ein af þremur leiðum eða þeim blandað saman á einhvern hátt. Leiðirnar þrjár byggjast á minn- isblöðum til heilbrigðisráðherra frá 22. júlí, 24. ágúst 2021 eða 12. sept- ember og 18. október 2021. Þórólfur varar þó við þriðju og síðustu tillög- unni, þar sem fjöldatakmarkanir miðuðust við 500 eða 2.000 manns, og sagðist telja að smitum myndi fjölga væri sú leið valin. Þó var valin sú gerð fjöldatakmarkana sem byggist á minnisblaðinu frá 12. sept- ember þrátt fyrir þessi tilmæli sótt- varnalæknis. Vilji til að halda gangi Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra sagði að loknum ríkisstjórn- arfundi að gert væri ráð fyrir að fundað yrði með viðburðahöldurum og haft yrði samráð við þá vegna hertra samkomutakmarkana, enda mikill fjöldi viðburða framundan og uppselt á marga þeirra. Ríkur vilji væri til þess að láta samfélagið ganga og mikilvægt að nýta jákvæða reynslu af hraðprófum. „Það verður auðvitað líka hægt að nýta einhvers konar hólf og fleira og að sjálfsögðu verður reynt að gera það sem við getum.“ Undir þjóðinni komið Þórólfur sagðist hafa „ágætar vonir“ um að takmarkanirnar myndu gera gagn þegar Morgun- blaðið náði tali af honum. Það væri aftur á móti undir þjóðinni komið. „Allt fer þetta auðvitað eftir því hvernig er farið eftir þessum leið- beiningum og þessum tillögum sem koma þar fram,“ sagði hann. „Það í rauninni skiptir engu máli hvaða reglur eru í gangi ef menn fara ekki eftir þeim og hugsa ekki vel um sínar eigin sóttvarnir. En auðvitað vitum við að því harð- ari sem aðgerðirnar eru, því meiri árangur.“ Komin sé upp sú staða að ekki dugi lengur að höfða bara til fólks um einstaklingsbundnar sóttvarnir. „Það hefur ekki dugað, heldur þvert á móti erum við að sjá þennan veldisvöxt núna,“ sagði Þórólfur og bætti við að því hefði þurft að grípa til takmarkana, sem eru síðasta úr- ræðið. „Við þurfum bara að sjá hverju þetta skilar okkur núna.“ Gripið í handbremsuna og hert - Hertar sóttvarnaaðgerðir taka gildi á miðvikudaginn - Fimm hundruð manns mega koma saman - Grímuskyldan snýr aftur - Aðgerðirnar gilda í fjórar vikur - Markmiðið um 40 til 50 smit á dag Hertar takmarkanir innanlands Grímuskylda tekur strax gildi Skylt verður að bera grímu þegar ekki er unnt að virða 1 metra nálægðarreglu, s.s. í fjölmennum verslunum, almenningssamgöngum og viðlíka Einnig verður skylt að bera grímu á sitjandi viðburðum frá og með 6. nóvember Börn 15 ára og yngri eru undanþegin grímunotkun. Starfsfólki sem veitir einstaklingsbundna þjónustu sem krefst nándar er ekki skylt að bera grímu. Framhaldsskólanemarmega taka niður grímu eftir að sest er í kennslu Almennar fjöldatakmarkanir 500 manns Á sitjandi viðburðum er heimilt að víkja frá eins metra ná- lægðarreglu meðan setið er, að því gefnu að allir beri grímu Veitingastaðir þar sem heimilaðar eru vínveitingar 23:00 Afgreiðslutími styttist um 2 klst. og ber að loka kl. 23:00 Hraðpróf og skipulagðir viðburðir Með hraðprófum verður heimilt að skipuleggja viðburði fyrir allt að 1.500 manns en gestum er skylt, þrátt fyrir hraðpróf, að bera grímu ef ekki er unnt að virða 1 metra nálægðar- reglu (tekur gildi 10. nóv.) Rýma skal staðina fyrir miðnætti LOKAÐkl. 23 JÆJA kl. 00 Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Þríeyki Fyrsti upplýsingafundur almannavarna með þríeykinu frækna í langan tíma var haldinn í gær. Víðir, Þórólfur og Alma fóru yfir stöðuna. Ari Páll Karlsson ari@mbl.is Grímuskyldu hefur verið komið á í tveimur af stærri matvöruversl- unum landsins, Bónus og Krónunni. „Við óskuðum eftir því í gær að okkar viðskiptavinir myndu bera grímur,“ sagði Guðmundur Mar- teinsson, framkvæmdastjóri Bón- uss, í samtali við Morgunblaðið í gær, aðspurður hvort grímuskylda væri í versluninni. Öllum birgjum og öllu starfsfólki Bónuss er nú skylt að bera grímur en um er að ræða „vin- samleg tilmæli“ til viðskiptavina. „Það tóku allir mjög vel í þetta í dag og það heyrði til undantekninga ef fólk var ekki með grímu. Það eru all- ir meðvitaðir um stöðuna.“ Krónan brást einnig við nýjum takmörkunum og tók upp grímu- skyldu að nýju. „Viðskiptavinir okk- ar og starfsfólk er orðið þaulvant að bera grímur í verslunum og treyst- um við því að auknar sóttvarnaað- gerðir geri sitt gagn,“ sagði Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krón- unnar. Á valdi verslunareigenda „Við höfum lagt áherslu á grímu- notkun þar sem ekki er hægt að við- halda þessari eins metra nándar- reglu. Það er í sjálfu sér engin þörf á að vera með grímu í aðstæðum þar sem fáir eru og enginn er nálægt manni og góð loftræsting,“ sagði Þórólfur í samtali við Morgunblaðið að loknum upplýsingafundi almannavarna. -Þannig að það er alfarið í höndum búðareigenda að ákveða hvort það sé grímuskylda? „Jú jú, þeir geta ákveðið það. Ég hef engar athugasemdir við það þó að búðareigendur ákveði það sjálfir að það sé grímuskylda í búðinni. Það er bara gott mál.“ Grímuskyldan tekin upp að nýju - Bónus og Krónan munda grímurnar Morgunblaðið/Eggert Spritt Krónan tók upp grímuskyldu að nýju sem tók gildi á miðnætti. Spring Hotel Bitacora **** Ameríska ströndin TENERIFE 04. - 11. janúar Flug og gisting á góðu fjölskyldu hóteli við suðurenda Playa de las Americas. verð frá 129.900kr. á mann miðað við 2 fullorðna og 1 barn Hálft fæði innifalið í verði Hálft fæðiinnifalið íverði www.sumarferdir.is info@sumarferdir.is | 514 1400 Spring Arona Gran Hotel **** Los Cristianos TENERIFE 04. - 11. janúar Flug og gisting á glæsilegu hóteli staðsettu við ströndina á Los Cristianos. Fyrir 18 ára og eldri. verð frá 189.500kr. á mann miðað við 2 fullorðna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.