Morgunblaðið - 06.11.2021, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.11.2021, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 2021 Sindrastóll Hönnuður: Ásgeir Einarsson (1927-2001) Sindrastóllinn er bólstraður með íslenskri lambagæru. Verð frá: 229.000 kr. Sólóhúsgögn ehf. Gylfaf löt 16-18 112 Reykjavík 553-5200 solohusgogn. is Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is R júpan er fugl sem á sterk ítök í þjóðarsálinni,“ segir Dúi Landmark. Fyrir nokkrum dögum kom út bók hans, Gengið til rjúpna, sem best verður lýst sem biblíu þeirra sem fara á rjúpnaveiðar eða vilja kynna sér mál að öðru leyti. Rjúpnaveiði- tímabilið stendur nú sem hæst, heim- ilt er fram til 30. nóvember að veiða fimm daga í viku, það er frá föstudegi til þriðjudags. Takmarkanir sem gilda, svo sem að ekki má hefja veið- ar fyrr en um hádegi né heldur selja afurðir, eru í verndarskyni en ástand rjúpnastofnsins er bágt um þessar mundir. Viðmiðið er að ekki verði fleiri en 20.000 fuglar veiddir í ár. „Umræðan um stöðu rjúpunnar litast fljótt af tilfinningum þeirra sem tjá sig. Gildir þá einu hvort viðkom- andi eru friðunarsinnar eða veiði- menn. Þetta gildir um alla umræðu sem snýr að nýtingu, vernd náttúru eða hvoru tveggja. Vísindaleg rök og staðreyndir ná bara visst langt til fólks og tilfinningar taka fljótt yf- irhöndina. Hvað rjúpuna varðar spil- ar inn í að hún höfðar sterkt til feg- urðarskyns okkar og rómantískra hugmynda,“ segir bókarhöfundur. Galdrar og sterk upplifun Dúi Landmark hefur unnið við sjónvarpsþáttagerð og fleira slíkt um langt árabil. Hefur meðal annars gert fjölda þátta um veiðar í náttúru landsins, sem hann þekkir vel eftir ferðalög upp um fjöll og firnindi frá barnsaldri. „Ég byrjaði eins og svo mörg okkar að ganga til rjúpna með föður mínum sem unglingur,“ segir Dúi. „Fyrir ungt fólk er sterk upplifun að vera úti í vetrinum upp til fjalla og kynnast þeim galdri sem fylgir rjúpnaveiðinni. Þögnin, marrið í snjónum, sjá nýmörkuð spor eftir fugl, kannski flýgur hún upp! Þegar ég fór til náms utan duttu út nokkur ár og einnig þegar alfriðun gilti frá 2003-2004. Þess utan hef ég farið mismikið og gengið misvel. En fyrir okkar, þennan 5.000 – 6.000 manna hóp sem veiðum rjúpu, er þetta mik- ilvægur tími, töfrastund sem við eig- um með sjálfum okkur, íslenskum vetri og rjúpunni.“ Reynslan svarar spurningum best Á fyrsta degi rjúpnaveiða á síð- asta ári segist Dúi hafa farið að velta fyrir sér hvort enginn hefði skrifað bók um þetta sport sem svo margir stunda. Við eftirgrennslan kom í ljós að svo var ekki, enda þótt rjúpunnar og veiða á henni væri vissulega getið í ýmsum ritum. Sjónarhorn hans á málin hefði hins vegar verið annað og þrengra. „Ég lagði upp með að skrifa bók sem hæft hefði mér sjálfum þegar ég byrjaði að stunda þessar veiðar. Í upphafi vakna alltaf spurningar um hvernig standa skal að verki og þeim svarar reynslan best. Ég lagði upp með það að þau sem reyndari eru fyndu eitthvað forvitnilegt og sem kæmi þeim á óvart. Þar er ég helst að hugsa til dæmis til þess kafla í bók- inni um sögu rjúpnaveiða sem er sá kafli sem óx hvað hraðast og varð á endanum lengstur. Kaflar um við- horf, hefðir og siðferði við veiðar eru líka forvitnilegir fyrir reyndara veiði- fólk,“ segir Dúi um bókina sem Ver- öld gefur út. Þegar reglur um rjúpnaveiðar voru gefnar út af umhverfisráðherra í síðustu viku skorti ekki að margir – leikir sem lærðir – viðruðu skoðanir sínar um hver staða rjúpnastofnsins væri. Sjónarmiðin voru margvísleg, enda þótt vísindamenn legðu lín- urnar að ákvörðun umhverfis- ráðherra um fyrirkomulag veiðanna í ár.“ Stofninn sveiflast alltaf „Ég hef fylgst með umræðunni um stöðu rjúpnastofnsins í áratugi og kynntist þeim málum í návígi þegar ég sat í stjórn Skotvís, meðal annars sem formaður félagsins. Ég hef líka framleitt og unnið mikið af veiði- tengdu sjónvarpsefni tengdu nátt- úrulífi og skotveiðum, þar á meðal rjúpunni og því fengið að kynnast málum frá mörgum sjónarhornum,“ segir Dúi. Hann bætir við að fræð- unum beri saman um að rjúpnastofn- inn hafi alltaf gengið í gegnum sveifl- ur og slíkt sé honum í raun eðlislægt. Engar altæktar skýringar á málum séu þó til. Stofninn er í lágmarki eins og er, en innan þekktrar sveiflu, segir Dúi sem minnir á að veiðin nú sé að- eins brot af því sem var fyrr á árum. Mikið af rjúpu var flutt út frá Íslandi og selt sem hátíðamatur á Norð- urlöndunum og í Bretlandi. Alls um 250 þúsund fuglar frá 1924-1927. Slíkt gerir milljón fugla á fjórum ár- um. Friðunarsinnum þóknast „Rjúpnastofninn er mest rann- sakaða fuglategund landsins, um 200 milljónir króna hafa farið til rann- sókna á rjúpunni frá upphafi veiði- kortakerfisins sem er að fullu fjár- magnað af veiðikortahöfum. Þær upplýsingar sem við höfum þaðan eru einstaklega dýrmætar þegar kemur að því að meta stöðu stofnsins og haga veiðistjórnun svo veiðar á rjúpu geti verið sjálfbærar,“ segir Dúi og að síðustu: „Sá færi vísindamaður Ólafur K. Níelsen hefur borið hitann og þung- ann af þessum rannsóknum í gegnum tíðina á vegum Náttúrufræðistofn- unar. Mér þykir hann oft hafa fengið á sig ómaklega gagnrýni af hálfu veiðimanna sem telja sig vita allt um stöðu rjúpnastofnsins út frá persónu- legri reynslu. En tölur eru eins og nótur á blaði, þær má túlka á ýmsan hátt og þar hafa sumir umhverfis- ráðherrar verð ég að segja teygt sig ansi langt á stundum til að þóknast hörðum friðunarsinnum.“ Rómantískar hugmyndir um rjúpuna Veiðimaður! Dúi gengur til rjúpna og skrifar fróð- lega bók. Viðhorf og siðir við veiðar. Sögur og upp- skriftir. Stofn í lágmarki. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Höfundur Stofninn í lágmarki en innan þekktrar sveiflu, segir Dúi Land- mark sem minnir á að veiði nú sé aðeins brot af því sem var fyrr á tíð. Ljósmyndir/Steingrímur Birkir Björnsson Veiðiferð Dúi Landmark á rjúpnaslóð um síðastliðna helgi. Allt gekk vel enda þótt snjófukt væri og kuldaboli biti aðeins í kinnar veiðmanna svo eplarjóðar urðu. Nokkrar rjúpur náðust fyrir jólamáltíðina og allur er varinn góður. Rjúpan á sér ýmsar tengingar í bókmenntum, og þar er nærtæk- ast að nefna kvæðið Óhræsið eftir Jónas Hallgrímsson. „Ein er upp til fjalla,/ yli húsa fjær,/ út um hamra hjalla, / hvít með loðnar tær.“ Svo orti skáldið. Ljóð þetta hef- ur af mörgum verið talið fela í sér andstöðu við rjúpnaveiðar sem Dúi telur ekki hafa verið. Jónas hafi kunnað vel að meta þetta lostæti rétt eins og komi fram í ýmsum heimildum. Úr öðrum listgreinum má nefna að leirbrenndar rjúpustyttur Guð- mundar frá Miðdal prýddu mörg íslensk heimili áður fyrr og seljast dýrum dómum í dag. Þá voru rjúpumálverk algeng víða á stofu- veggjum á íslenskum heimilum áð- ur fyrr á árunum. Á sömu staðina ár eftir ár Siðina og hefðirnar viðvíkjandi rjúpnaveiðum megi helst finna í kringum meðferð og matreiðslu. Hvort á að láta fuglinn hanga og þá hversu lengi, á haus eða löpp- um? Hvernig á að útbúa sósuna? Nóg af sérfræðingum og allir hafa rétt fyrir sér. „Menning og hefðir varðandi veið- arnar sjálfar snúast gjarnan um að fara á sömu staðina ár eftir ár. Ég og minn veiðifélagi erum búnir að fara á sömu slóðir í 15 ár og erum orðnir nokkuð vanafastir. Skemmtilegra er samt að veiðin verður aldrei eins og gert er ráð fyrir. Alltaf er eitthvað sem kemur á óvart. Slíkt er að hluta galdurinn í rjúpnaveiðinni. Tvær hefðir á þó alltaf að hafa í heiðri; fara varlega og veiða af hófsemi fyrir komandi kynslóðir,“ segir Dúi að síðustu. Upp til fjalla og yli er fjær RJÚPAN ER VÍÐA Í BÓKMENNTUM OG LISTUM LANDANS Morgunblaðið/Sigurður Bogi Þjóðarfugl Leirbrenndar rjúpur Guð- mundar frá Miðdal voru lengi vinsælir stássgripir á íslenskum heimilum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.