Morgunblaðið - 06.11.2021, Síða 18
18 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 2021
HURÐIR
Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is
• Stuttur afhendingartími
• Hágæða íslensk
framleiðsla
• Val um fjölda lita í
RAL-litakerfinu
• Vindstyrktar hurðir
Bílskúrs- og iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir með gönguhurð
Bílskúrshurðir
Hurðir í trékarma
Tvískiptar hurðir
Smíðað eftir máli
Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf
um leið sveigt kröfurnar aðeins með
leikarana í huga og hvað þeir gætu í
raun borið fram með góðu móti,“
segir Lykke frá. Hann hafi þegar
dembt sér í verkið ári áður en tökur
fyrstu þáttaraðarinnar hófust og
ekki veitt af þeim tíma þar sem mik-
ið samráð þurfti að hafa við hand-
ritshöfundana auk þess að þýða og
hreinlega búa til fjölda orða yfir
hluti, sem ekki voru til árið 1000.
„Þetta var auðvitað snúið,“ játar
Lykke, „enginn hefur neina skólun í
að skrifa frumnorrænu auðvitað og
ég lagðist bara yfir þau gögn og
orðabækur sem tiltæk voru og þurfti
svo auðvitað að nota ímyndunaraflið,
enginn gekk með snjallsíma árið
1000, hvernig átti þetta fólk úr for-
tíðinni þá að tjá sig um þá?“ spyr
Lykke sem útbjó hugtakið talafjöl
[ritað með lykkju-ö] um snjallsím-
ana, „þeir líta jú dálítið út eins og
fjöl sem maður talar í,“ segir hann
og hlær við, „og auðvitað er það bón-
us þarna að þetta er orð sem Norð-
menn geta vel skilið og þið Íslend-
ingar líka,“ heldur hann áfram.
Ágústa Eva aldrei ánægð
Varla er annað hægt en að forvitn-
ast um hvernig leikurunum gekk að
tileinka sér þessi „fornu nýyrði“ ef
svo mætti að orði komast, varð þeim
fornasti kafli norðurgermanskrar
málfjölskyldu tamur eins og hendi
væri veifað?
„Þetta voru auðvitað heilmiklar
áskoranir, þarna var komið tungu-
mál sem leikararnir kunnu hvorki né
skildu. Þeir áttuðu sig á því út frá
norska handritinu hvað hver setning
þýddi, en vissu ekkert hvaða orð var
hvað,“ rifjar Lykke upp af tökum
þáttanna. „Við útbjuggum upptökur
af samtölunum í hljóðveri og leik-
ararnir notuðu þær til að æfa sig,“
heldur hann áfram. „Ágústa Eva var
aldrei ánægð,“ segir hann og hlær,
„hún var svo nákvæm og mjög upp-
tekin af að ná framburðinum réttum
auk þess sem hún var spennt fyrir
samspili gamla málsins við sitt eigið
nútímamál, íslenskuna, og sökkti sér
alveg í þetta,“ segir Lykke, fullur
aðdáunar, og harmar augljóslega að
persóna Ágústu Evu dó í fyrri þátta-
röðinni svo hún var ekki með í þeirri
næstu.
Einmanalegt í faraldrinum
Sú er væntanleg í sýningu fyrir jól
og vann Lykke einnig við þá þætti,
sem hann kveður þó hafa verið tölu-
vert frábrugðið fyrri röðinni og ætti
lesendum ekki að koma á óvart að
þau frábrigði skrifast á vissan far-
aldur. „Þetta var mjög einmanalegt,
maður hitti nánast engan allan tím-
ann, þetta var allt unnið í fjarvinnu
en sem betur fer bjuggum við að
góðri reynslu frá fyrri þáttaröðinni
og leikararnir voru líka allir með
tölu rosalega metnaðarfullir og dug-
legir að tileinka sér þetta,“ segir
Lykke og ber samstarfsfólki sínu
öllu við gerð Beforeigners vel sög-
una.
Norski fræðimaðurinn verður þó
ekki einn um að leita svara um
endurgerð horfinna mála, honum til
fulltingis verður fulltrúi okkar Ís-
lendinga, dr. Ellert Þór Jóhannsson,
rannsóknarlektor á orðfræðisviði
Stofnunar Árna Magnússonar, sem
að loknu doktorsnámi í málvísindum
við Cornell-háskólann í Íþöku í New
York-ríki hélt til Danaveldis og
starfaði þar við fornmálsorðabókina
í Kaupmannahöfn, sem formlega
heitir reyndar Ordbog over det nor-
røne prosasprog, orðabók yfir mið-
aldamálið á Íslandi og í Noregi.
„Ég er bara nýkominn heim frá
Danmörku, við fluttum heim í sum-
ar,“ segir Ellert, en kona hans er
bandarísk, frá háskólabænum vina-
lega Íþöku, þar sem fjöldi Íslend-
inga hefur setið á skólabekk. Hann
starfar meðal annars að nýrri ís-
lensk-enskri orðabók auk þess sem
hann vinnur að þróun beygingarlýs-
ingar íslensks máls að fornu og rit-
stýrir í félagi við Helgu Hilmis-
dóttur tímaritinu Orðum og tungu.
Umfangsmiklar málbreytingar
„Ég hef fyrst og fremst hugsað
mér að tala um hvaða heimildir við
höfum um forna málið,“ segir Ellert
þegar talið berst að fyrirlestrahaldi,
„hvernig orðin dreifast milli mis-
munandi bókmenntategunda og
hvaðan við höfum heimildirnar um
orðaforða fornmálsins. Elstu varð-
veittu handrit íslensk eru frá miðri
12. öld og svo höfum við aðra tíma-
bilsmörkun við upphaf prentaldar
hér á Íslandi, árið 1540 þegar Nýja
testamenti Odds Gottskálkssonar
kemur út á prenti.“
Forna málið á Íslandi sé við lýði
um það bil þetta tímabil, frá 1150 til
1540, en í Noregi urðu að sögn Ell-
erts svo umfangsmiklar málbreyt-
ingar upp úr miðri 14. öld, að fræði-
menn settu sér ártalið 1370 sem efri
mörk fornmálstímans og 14. öldin sé
sá tími sem hann muni einkum horfa
til í erindi sínu.
Hann segir ýmislegt mega styðj-
ast við í tilraun til að endurgera
löngu horfin mál fyrir glænýja
streymisveituþætti. „Ef við erum að
tala um framburð má til dæmis líta
til kveðskapar og rímreglna að
fornu, þetta gefur ýmsar hugmyndir
um hvernig einstök orð voru borin
fram auk þess sem aðferðir saman-
burðarmálfræðinnar og fjöldi mál-
sögulegra atriða nýtist tvímælalaust
við slíka vinnu.“
Nefnir hann þar meðal annars
fornmálsorðabókina dönsku, sem
hann sjálfur starfaði við. „Fyrir ut-
an einstök orð sýnir orðaforðinn,
sem skráður er í orðabókina, einnig
orðmyndunarviðskeyti og hvernig
samsetningar voru myndaðar, sem
er örugglega eitthvað sem Lykke
hefur þurft að velta fyrir sér.“
Ellert nefnir auk þess Fyrstu
málfræðiritgerðina, sem svo hefur
verið kölluð, sem sterka heimild, til-
raun óþekkts höfundar til að smíða
stafróf handa Íslendingum. „Þar er
framburði hljóða lýst, til dæmis
kemur þar fram að sérhljóð hafi ver-
ið nefjuð [borin fram með nefhljóði
eins og m og n], nokkuð sem hvergi
annars staðar finnast beinar heim-
ildir um og þetta verk gefur mjög
góða hugmynd um framburð tungu-
málsins. Fyrsta málfræðiritgerðin
er líklega skrifuð snemma á 12. öld,“
útskýrir Ellert.
Enginn hörgull efniviðar
Hann dregur þá ályktun að það
tungumál sem Lykke endurgerði að
hluta fyrir Beforeigners sé að
minnsta kosti ekki minna fornlegt
en það sem höfundur Fyrstu mál-
fræðiritgerðarinnar lýsti á sínum
tíma. „Þegar kemur svo að sam-
settum orðum, samtölum og for-
mælingum og öðru sem Lykke stóð
frammi fyrir má auðvitað finna heil-
miklar heimildir um það í sögutext-
um svo það er ýmis efniviður sem
hægt er að nota til að gera sér hug-
myndir um talað mál á þessum
tíma,“ segir dr. Ellert Þór Jóhanns-
son rannsóknarlektor að lokum.
Fyrirlestrar þeirra Lykke og Ell-
erts, sem eru samstarfsverkefni
Norræna hússins og norska sendi-
ráðsins á Íslandi, hefjast klukkan 16
í dag í Norræna húsinu og eru öllum
opnir meðan húsrúm leyfir. Tungu-
málið er enska þótt vissulega bregði
íslensku, norsku og frumnorrænu
fyrir og gestir eru áminntir um að
vera grímuklæddir.
Er þetta þá kannski málið eða hvað?
- Alexander Lykke endurskapaði fornmálið fyrir Beforeigners - Heldur fyrirlestur í Norræna hús-
inu í dag - Hreifst af áhuga Ágústu Evu - Ellert Þór Jóhannsson ræðir heimildir um forna málið
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Beforeigners-ráðgjafinn Dr. Alexander Kristoffersen Lykke tókst á hendur það vandasama verkefni að skapa
fólki aftan úr grárri forneskju tungumál fyrir HBO-þættina Beforeigners og segir af þessu ævintýri í dag.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Rannsóknarlektorinn Dr. Ellert Þór Jóhannsson segir víða mega leita
fanga þegar rannsóknir á löngu horfinni tungu eru annars vegar.
Ljósmynd/HBO Nordic
Framandi gestir Þættirnir Beforeigners fjalla um fólk aftan úr forneskju
sem birtist í Ósló nútímans. Hvernig hefði fólk lýst snjallsíma árið 1000?
VIÐTAL
Atli Steinn Guðmundsson
atlisteinn@mbl.is
Eru okkur nútímafólkinu á 21. öld-
inni, með okkar snjallsíma og smá-
forrit, grænkeralífsstíl og gróður-
húsaáhrif, nokkrar leiðir færar til að
skyggnast inn um glugga að löngu
horfinni fortíð og gera okkur í hug-
arlund hvernig tungumálið okkar
hljómaði fyrir þúsund árum? Hvern-
ig fólk bölvaði og ragnaði áður en
kristni var lögtekin og hægt var að
styðjast við þægileg köguryrði
byggð á karlinum í neðra og hirð-
sveinum hans?
Er mögulegt að endurskapa
tungumál með rúnaristur að vopni
eða elstu handrit sem völ er á? Þess-
um spurningum, og hugsanlega
fleiri, hyggst norski fræðimaðurinn
Alexander Kristoffersen Lykke,
doktor í norrænum málum frá Há-
skólanum í Ósló og kennari í þeim
fræðum við Háskólann í Østfold,
gera tilraun til að svara í erindi sem
hann flytur í Norræna húsinu í dag
undir yfirskriftinni Old Norse,
pronounciation and a certain HBO
series en Lykke hlotnaðist það verð-
uga verkefni að smíða tungumál fyr-
ir þætti HBO-streymisveitunnar,
Beforeigners, sem slógu rækilega í
gegn og skörtuðu í fyrstu þáttaröð
meðal annarra íslensku leikurunum
Ágústu Evu Erlendsdóttur, Jóhann-
esi Hauki Jóhannessyni og Ívari
Erni Sverrissyni.
Snjallsímar ársins 1000
Leituðu handritshöfundarnir
Anna Bjørnstad og Eilif Skodvin til
Lykke sem í framhaldinu settist nið-
ur við að skapa persónum frá ár-
unum 8000 fyrir Krists burð og 1000
eftir sama burð tungumál, en í Be-
foreigners birtist fólk frá þessum
tímum og árinu 1800 eftir Krist
skyndilega í Ósló nútímans og renn-
ur eðlilega ekki eins og bráðið smjör
inn í borgarbraginn.
„Við vitum heilmikið um frum-
norrænu, miðaldamálið, málfræði
hennar og orðaforða, en það er líka
margt sem við vitum ekki,“ segir
Lykke gegnum Messenger frá hótel-
herbergi sínu í Reykjavík við blaða-
mann sem hins vegar er staddur í
Tønsberg í heimalandi doktorsins,
en hann rekur uppruna sinn til
Þrándheims og má vel greina
þrænskuna í mæli hans þrátt fyrir
langa búsetu í Ósló.
„Þegar ég tók þetta verkefni að
mér fyrir Beforeigners-þættina
reyndi auðvitað á fræðilega kunn-
áttu, en það þýðir ekki að maður hafi
ekki mátt vera dálítið skapandi og