Morgunblaðið - 06.11.2021, Page 22

Morgunblaðið - 06.11.2021, Page 22
22 FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 2021 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum STUTT « Nýjar bráða- birgðatölur Hag- stofunnar yfir út- flutningsverðmæti sjávarafurða sýna að fluttar voru út afurðir fyrir 26,6 milljarða króna í októbermánuði. Er það svipað verð- mæti og fékkst fyr- ir afurðir í október í fyrra. Á föstu gengi er hins vegar um 6% aukningu að ræða. Útflutningsverðmæti á lýsi tvöfald- ast og nemur 2,5 milljörðum. Eins jókst verðmæti á útfluttu fiskimjöli milli ára um 45% og nam það 2 milljörðum á föstu verðlagi. Aukning varð einnig á út- flutningsverðmæti á frystum heilum fiski, eða sem nemur 35%. Þá aukningu má þó rekja helst til þess að óvenjulítið var flutt út af frystum heilum fiski í október í fyrra. Lýsið og mjölið að gera góða hluti í útflutningi Löndun Krónan hefur styrkst. Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Flugfélagið Play tapaði 10,8 milljón- um dollara, jafnvirði 1,4 milljarða króna, á þriðja ársfjórðungi. Þetta kemur fram í afkomutilkynningu fyrirtækisins sem birt var í gær. Þar kom fram að tekjur fyrirtækis- ins á fjórðungn- um hefðu numið 6,71 milljón doll- ara, jafnvirði 875 milljóna króna. Benti Birgir Jónsson, forstjóri félagsins, á það á kynningarfundi sem haldinn var í Kaupmannahöfn að uppgjörið væri litað af aukinni út- breiðslu kórónuveirunnar og að ef ekki hefði orðið bakslag í þeim efn- um væri félagið að skila betra upp- gjöri en raun varð á. Mun betri sætanýting Hann benti á að sætanýting fé- lagsins færi batnandi og að í októ- bermánuði hefði hún reynst 67,7%, samanborið við 52,1% í september. „Þurfum að vera með laser-fókus á kostnaðinum. Ein lykilmælieining- in sem við erum að horfa á þegar kemur að því er fjöldi starfsmanna á bak við hverja flugvél. Við erum með 46 starfsmenn á hverja flugvél. Þetta er breyta sem við viljum hafa sem lægsta og að fari aldrei yfir 50,“ benti Birgir á. Í dag er félagið með þrjár flugvélar í förum milli Íslands og áfangastaða vítt og breitt um Evrópu. Á komandi misserum mun félagið taka við nýjum Airbus-vélum beint frá framleiðanda og segir Birgir að þau kjör sem Play hafi boðist á þeim séu mun hagstæðari en gert hafði verið ráð fyrir í áætlunum fyrir- tækisins. „Með því læsum við inni sparnað til 10 til 12 ára.“ Staða Play er sterk að sögn stjórnenda fyrirtækisins. Lausafjárstaðan var 62,7 milljónir dollara í lok þriðja ársfjórðungs, jafnvirði 8,2 milljarða, og fyrirtækið er ekki með nein vaxtaberandi bankalán. Eiginfjárhlutfall fyrir- tækisins var 29,2% í lok ársfjórð- ungsins. 67.600 farþegar tekið sér far með Play það sem af er Birgir Jónsson - Tap félagsins nemur 1,4 milljörðum á þriðja fjórðungi Morgunblaðið/Eggert Af stað Play flaug jómfrúarflugið til Lundúna 24. júní síðastliðinn. „Þá blöndum við aðallega kísil út í álið til að styrkja og breyta eiginleik- um álsins. Þetta ál, eða melmi, er síð- an til dæmis notað til að framleiða ál- felgur og ýmsa íhluti í bíla. Þegar steypuskálinn er kominn í notkun verðum við með 80-100% af okkar framleiðslu í virðisaukandi fram- leiðslu, sem er mjög gott enda er allt- af verið að kalla eftir því hér heima að auka verðmæti framleiðslunnar hér heima,“ segir Gunnar og bendir á annars konar ávinning. „Uppbygging steypuskálans breytir miklu fyrir Norðurál á Grundartanga sem tekur næsta skref í framleiðslukeðjunni. Það gerir álverið samkeppnishæfara og dreifir áhættunni enda helst verð- myndun á álsívalningum ekki endi- lega í hendur við verðmyndun á áli.“ Varð framkvæmdastjóri 2009 Gunnar hóf störf hjá Grundar- tanga árið 2008 og varð fram- kvæmdastjóri álversins 2009. Árið 2019 varð hann forstjóri Norðuráls og snemma á þessu ári varð hann yfirmaður allra álvera Century Aluminum fyrirtækisins um heim allan. Þeim umskiptum hafa fylgt tíð ferðalög og hefur Gunnar verið er- lendis stærstan hluta tímabilsins síð- an hann tók við stöðunni í febrúar, þar af lengstum í Kentucky, en Cent- ury Aluminum rekur þar tvö álver. Hefur stækkað í áföngum Norðurál framleiddi til að byrja með 60 þúsund tonn af áli í einum kerskála en síðan hefur framleiðslan verið aukin í áföngum. Fyrsti ker- skálinn var lengdur og jókst fram- leiðslan þá í 90 þúsund tonn. Síðan var önnur kerlína reist árin 2005 til 2007 og jókst framleiðslan þá í 180 þúsund tonn og síðar í 260 þúsund tonn. Hún var síðar aukin í 320 þús- und tonn með því að auka skilvirkni og orkunýtni álversins. Verða alls 640 starfsmenn Samhliða þessum vexti hefur starfsmönnum fjölgað úr 480, þegar framleiðslan var 260 þúsund tonn, í um 600 nú. Til viðbótar verða fjörutíu starfsmenn ráðnir í steypuskálann og verða starfsmennirnir þá samtals 640 talsins. Að sögn Gunnars verða hlutfallslega færri starfsmenn í fyr- irhuguðum steypuskála en gengur og gerist í eldri steypuskálum í Evrópu. Eins og sjá má á grafinu hér fyrir ofan verður steypuskálinn í miðhluta álversins á Grundartanga sem var gangsett í júnímánuði árið 1998. Eykur hagkvæmni álversins Nýr steypuskáli á Grundartanga Orkunýting: 40% betri orku- nýting Störf: 80-90 störf á fram- kvæmdatíma í tvö ár og síðan 40 varanleg störf Nýr steypuskáli Kostnaður: 15 milljarðar króna Kr. Útflutningstekjur: Eykur útflutningstekjur Íslands um 3-4 milljarða króna á ári Raforkunotkun: 10MW aukin raf- orkunotkun Heimild/þrívíddarteikning: Norðurál- Steypuskáli byggður á Grundartanga - Nýjar afurðir dreifa áhættunni betur Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Í forystu Gunnar Guðlaugsson stýrir álverum Century um heim allan. BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Gunnar Guðlaugsson, yfirmaður ál- vera Century Aluminum um heim allan, segir fyrirhugaðan steypu- skála auka hagkvæmni álvers Norð- uráls á Grundartanga og hafa jákvæð umhverfisáhrif í för með sér. Uppbygging skálans hefst síðar í þessum mánuði og er áformað að taka hann í notkun í byrjun árs 2024. „Við teljum þetta áhugaverða og góða framkvæmd og kannski sér- staklega í ljósi umræðunnar um loftslagsmál. Því þarna erum við að taka viðbótarskref í framleiðslunni heima. Við vinnum álið fljótandi og með því þarf ekki að bræða álið aftur í Evrópu og það sparar orku. Sú orka í Evrópu yrði að stærstum hluta framleidd með jarðefnaeldsneyti en reiknað hefur verið út að þessu fylgi 40% orkusparnaður. Þannig að þetta er grænt verkefni sem uppfyllir skil- yrði Arion banka um græna fjár- mögnun,“ segir Gunnar. Eins og kom fram í Morgun- blaðinu í fyrradag hafa Norðurál og Arion banki undirritað samning um fjármögnun framkvæmdarinnar. Fara meðal annars í íhluti í bíla Að sögn Gunnars verða álstangir steyptar í steypuskálanum en þær séu notaðar við framleiðslu á ýmsum vörum. Meðal annars verði stangirn- ar seldar til framleiðenda á íhlutum fyrir bílaiðnaðinn í Evrópu. Stang- irnar séu í raun sívalningar úr áli sem mótaðir eru með þrýstimótun. Þá muni steypuskálinn gera ál- verinu kleift að framleiða meira af melmi, álblöndum sem eru sniðnar að óskum viðskiptavina, en sú fram- leiðsla hófst hjá Norðuráli árið 2014. 6. nóvember 2021 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 129.81 Sterlingspund 176.04 Kanadadalur 104.55 Dönsk króna 20.195 Norsk króna 15.236 Sænsk króna 15.162 Svissn. franki 142.32 Japanskt jen 1.1396 SDR 183.04 Evra 150.2 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 183.3954

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.