Morgunblaðið - 06.11.2021, Síða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Stórmenni og
frægðarfólk
hefur hópast
saman á loftslags-
ráðstefnu Samein-
uðu þjóðanna
(COP26) í Glasgow
og hafa sumir þeg-
ar heitið að draga
úr metanlosun og uppræta
skógeyðingu, auk þess sem
bankar og aðrir ámóta hafa
fallist á að taka mið af út-
blæstri kolefna við ákvarðanir
sínar, enda sjá ýmsir fé í slíku
eins og andrúmsloftið er um
þessar mundir. Sitt hvað fleira
er í bígerð, en tímasetningin
gæti að vísu verið betri þegar
haft er í huga að Evrópa er að
búa sig undir orkuskort í vetur,
Biden Bandaríkjaforseti grát-
biður OPEC-ríkin um að dæla
upp meiri olíu og Kínverjar
kynda kolaorkuverin sem aldrei
fyrr í miðri raforkukreppu
eystra.
Ef marka má kynningu á 6.
skýrslu sérfræðingahóps Milli-
ríkjanefndar Sameinuðu þjóð-
anna um loftslagsbreytingar
(IPCC), sem gefin var út í
ágúst síðastliðnum, má heita
óumdeilt, að hnattræn hlýnun
hafi veruleg áhrif og muni
valda margvíslegum vanda, þó
að engin óyggjandi spá liggi
fyrir um umfangið. En úr
skýrslunni verður þó ekki lesið
að mannkyn standi frammi
fyrir tilvistarkreppu, líkt og
ætla mætti af orðum margra
þeirra leiðtoga, sem keppt hafa
í bölspám í Glasgow.
Og það væri rangt að stilla
mögulegri hlýnun andrúms-
loftsins upp sem óumflýjan-
legum dómsdegi. Hafi menn
áhuga á heimsslitum væri nær
að velta fyrir sér hvort afstýra
megi yfirvofandi ísöld, sem að
líkindum brestur á einn vondan
veðurdag á næstu 1.500 árum.
Mannskepnan hefur raunar
lifað af ísaldir áður, einmitt
vegna þess hve hún hefur ríka
aðlögunarhæfileika og á hægar
með það en flestar aðrar líf-
verur að flytja sig um set og
breyta lifnaðarháttum sínum.
Velflestar þær hamfaraspár,
sem settar hafa verið fram um
afleiðingar loftslagshlýnunar,
miða hins vegar við að mað-
urinn geri ekkert, sitji áfram í
flæðarmálinu þegar yfirborð
sjávar hækkar.
Hvað sem líður tilraunum til
þess að draga úr hlýnun er
öruggt að þjóðir heims munu
ekki sitja aðgerðalausar gagn-
vart afleiðingum hlýnunar, ef af
verður og hvort sem hún reyn-
ist mikil eða lítil. Aukin þekk-
ing, tækni og verkfræðileg geta
auðveldar það til muna. Á það
kann að reyna næstu áratugi og
jafnvel aldir, en jafnframt verð-
ur að gæta þess að aðgerðir til
þess að draga úr hlýnun reynist
ekki verri en vandinn.
Jafnvel þótt allt komi fyrir
ekki og hitastigið hækki um
3,5°C fram til 2100, þá yrði
kostnaðurinn af því
innan við 3% af
heimsframleiðsl-
unni samkvæmt út-
reikningum lofts-
lagshagfræðingsins
og Nóbels-
verðlaunahafans
Williams Nor-
dhaus. Engir smáaurar, en vel
viðráðanlegt samt.
Færi svo er viðbúið að hinir
snauðustu yrðu helst fyrir
barðinu á neikvæðum afleið-
ingum hlýnunar, sakir sjúk-
dóma, hungursneyðar, flóða eða
ofsahita. En flest þeirra ráða,
sem loftslagsaðgerðasinnar
stinga upp á munu óhjákvæmi-
lega gera hlut þeirra enn verri,
draga úr vaxtarmöguleikum og
halda tugmilljónum manna í
þróunarheiminum í óþarfri fá-
tækt og vannæringu með þeirri
ömurlegu mannlegu sóun sem
því fylgir.
Það er kannski ekki í tísku
að tala fyrir hagvexti á heims-
vísu, en það er samt sem áður
hann sem eykur lífskjör alls
mannkyns, bætir heilsu, lengir
lífslíkur, eyðir fátækt og
hungri, gefur fleirum kost á
menntun og gerir næstu kyn-
slóð kleift að rísa undir áskor-
unum lífs á hverfanda hveli.
Að mörgu leyti liggur vand-
inn í þróunarheiminum. Í Afr-
íku er t.d. þörf á aukinni orku
til uppbyggingar þessarar fá-
tækustu álfu heims, en innviðir
með þeim hætti að henni er
nær einvörðungu unnt að svala
með jarðefnaeldsneyti, hvað
sem síðar verður. Þar er enn
um hálfur milljarður manna án
rafmagns. Ætla ríku þjóðirnar
að dæma Afríku til lakari lífs-
kjara til frambúðar og með
hvaða rétti?
Það er mikill þrýstingur á
ráðstefnugesti í Glasgow að
þeir valdi straumhvörfum með
ákvörðunum sínum og fyrir-
heitum. Miðað við mannvalið
þar og hefðina um alþjóðaráð-
stefnur má efast um að svo fari.
En miðað við róttækustu tillög-
urnar þar verður líka að vonast
til þess að þeim verði ekki of
mikið úr verki við ákvarðanir
um meinlæti annarra, hvort
sem þar er um að ræða orku-
skömmtun eða papparör í kókó-
mjólkina. Því sjálfir munu þeir
auðvitað áfram sækja ráð-
stefnur á fyrsta farrými, sötr-
andi kolefnislosandi kampavín.
Guðbrandur Ingi Guðbrands-
son umhverfisráðherra hefur
sagt að óljóst sé hvort alþjóða-
loftslagsráðstefnan í Glasgow
(COP26) muni skila nægum ár-
angri í loftslagsmálum þrátt
fyrir að einhver framfaraskref
væru þar stigin. Hann mætti
líta sér nær. Þrátt fyrir fögur
orð um alþjóðlega loftslagsvá
hefur stefna hans og flokks
hans öll miðast við kartöflu-
garðana heima, ekki hvað Ís-
land hafi þar fram að færa til
heimsins með endurnýtanlegri
og hreinni orku.
Þess þarf að gæta
að aðgerðir til þess
að draga úr hlýnun
reynist ekki verri
en vandinn}
Loftslagsváin í Glasgow
M
enningarsamstarf Norður-
landanna hefur mikil áhrif á
umheiminn og endurspeglar
þann grunn sameiginlegra
gilda sem norrænu ríkin
standa á. Samstarfið er mikilvægur drifkraftur
grænna umskipta á sviði samfélagsþróunar
með samræðum og áþreifanlegum lausnum og
til að tryggja góð lífskjör núlifandi og komandi
kynslóða.
Í vikunni sótti ég fund menningar-
málaráðherra Norðurlandanna á Norður-
landaráðsþingi í Danmörku. Við fundum öll fyr-
ir því hve mikilvægt, og gleðilegt, það var að
hittast og fara yfir mikilvægi norræns menn-
ingarsamstarfs. Á fundinum voru samþykktar
auknar fjárveitingar til norræns menningar-
samstarfs en fyrirhugaður niðurskurður á því
sviði hafði áður verið gagnrýndur.
Þetta er mikið fagnaðarefni enda höfðu íslensk stjórn-
völd þegar gert athugasemdir við þennan niðurskurð og
sérstaklega í ljósi áhrifa Covid-19-faraldursins á menn-
ingu um allan heim. Á fundinum var einnig ákveðið að ráð-
ast í löngu tímabærar viðgerðir á Norræna húsinu í
Reykjavík og taka höndum saman um aðgerðir vegna
áhrifa tækni- og netrisanna á samfélagið. Netrisar á borð
við Facebook og Google hafa gríðarlega mikil áhrif á sam-
félögin okkar, og var sérstaklega verið að horfa til sameig-
inlegrar skattlagningar á þessum miðlum. Á fundinum
voru allir sammála um að ráðast þyrfti í frekari aðgerðir
til að styðja við menningu þjóðanna, lýðræði,
tungumál, máltöku og málþroska barna.
Við getum verið stolt af árangri Íslands á
sviði lista og menningar. Í hvívetna vekur lista-
fólkið okkar athygli, safnar til sín verðlaunum
og er landi og þjóð til sóma. Það var sérlega
ánægjulegt að vera viðstödd afhendingu
menningarverðlauna Norðurlandaráðs. Alls
voru 54 verk, verkefni og listamenn frá öllum
Norðurlandaríkjunum tilnefnd til verð-
launanna fyrir umhverfismál, tónlist, kvik-
myndir, bókmenntir og barna- og unglinga-
bókmenntir. Það er mikill heiður að hljóta
tilnefningu og óska ég öllum þeim frábæru
listamönnum innilega til hamingju með árang-
urinn. Þau eru viðurkenning á því að öfluga
menningarstarfi sem blómstrar svo fallega hér
heima og hjá hinum Norðurlandaþjóðunum.
Ég trúi því innilega að fjölbreytt menningarlíf sé lykill-
inn að almennri velsæld og stuðli að jöfnuði og lífsfyllingu í
samfélaginu. Aðgengi að menningu og listum er grund-
vallarþáttur þess að lifa í frjálsu samfélagi. Talið er að
menning og listir muni leika enn stærra hlutverk í fram-
tíðinni þar sem samfélög sem drifin eru áfram af hugviti
og nýsköpun verði leiðandi á meðal þjóða á komandi árum.
Listafólk, sjónarmið skapandi fólks og þekking þess sem
leynist í menningararfinum skapa tækifæri og leiðir til að
öðlast skilning á stórum viðfangsefnum nútímans.
Lilja Dögg
Alfreðsdóttir
Pistill
Norrænt samstarf er málið!
Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
því notkun á tölvum og vinnsla á upp-
lýsingum í þeim sé kjarninn í nútíma-
skrifstofuhaldi. 34 prestaköll sögðust
ekki prenta rafræn gögn út til varð-
veislu á pappír. Þá veki það sérstaka
athygli að ekkert prestakall hafi til-
kynnt rafrænt gagnasafn til Þjóð-
skjalasafns.
Í þriðja lagi leiddi könnunin í ljós
að um 85 hillumetrar af pappírs-
skjölum eldri en 30 ára eru varðveittir
í skjalasöfnum prestakalla. Þau skjöl
ættu þegar að vera komin á Þjóð-
skjalasafnið. Þurfi prestaköll að huga
að frágangi þeirra í samræmi við opin-
berar reglur og afhenda síðan.
Í fjórða lagi reyndist varðveislu
tölvupósts verulega ábótavant. Rúm-
lega 80% sögðust aðeins varðveita póst
í tölvum. Um 2% varðveittu hann á
pappír. Ekkert prestakall tilgreindi
rafrænt gagnasafn sem varðveislustað
tölvupósts. Telur safnið að gera þurfi
átak í þessu efni með aukinni fræðslu
og leiðbeiningum.
Loks nefnir skýrslan þá
viðbáru presta að þá skorti
fræðslu um skjalavörslu og
skjalastjórn. Voru svarendur í
35 prestaköllum (74%) þess-
arar skoðunar. Aðeins 9 presta-
köll (19%) sögðust hafa stuðst
við leiðbeiningar og reglur Þjóð-
skjalasafns um skjalavörslu og
skjalastjórn og aðeins 10
höfðu leitað ráðgjafar
eða verið í sam-
skiptum við safnið.
Skjalavarsla presta-
kalla landsins í ólestri
„Kirkjan hefur verið samofin
lífinu í landinu um aldir og hjá
kirkjunni hafa mikilvægir
gagnaflokkar orðið til, sem eru
heimildir um lífið á Íslandi,“
segir Hrefna Róbertsdóttir
þjóðskjalavörður. „Auk þess að
vera beinar heimildir um trúar-
líf þjóðarinnar, eru í skjala-
söfnum kirkjunnar upplýsingar
um mannfjölda, jarðir, menn-
ingu og menntun.“ Hrefna seg-
ir að þau gögn sem verða til í
samtímanum í starfi þjóðkirkj-
unnar séu á sama hátt
mikilvægar heimildir
um sögu kirkjunnar,
starfsemi hennar og
þeirra landsmanna
sem njóta þjónustu
hennar. Mikilvægt sé
að styrkja skjala-
vörslu og skjalastjórn
prestakalla til að
tryggja að mikilvægar
upplýsingar
varðveitist.
Ómetanlegar
heimildir
SKJALASÖFN PRESTA
Hrefna
Róbertsdóttir
Ljósmynd/Þjóðskjalasafn Ísl
Þjóðskjalasafn Fjöldi fólks kemur í lestrarsalinn til að leita upplýsinga í
kirkjubókum. Margt af þessu efni er nú einnig aðgengilegt á vef safnsins.
SVIÐSLJÓS
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
N
ý skýrsla Þjóðskjalasafns-
ins um skjalavörslu
prestakalla landsins leiðir
í ljós að hún er í ýmsum
mikilvægum greinum ófullnægjandi.
Meðal þess sem fram kemur er að 70%
prestakalla skrá ekki niður erindi sem
þeim berast, ekkert prestakall hefur
tilkynnt notkun á rafrænu gagnasafni,
um 85 hillumetrar af pappírsskjölum,
sem komin eru á afhendingartíma, eru
enn í vörslu prestakalla og varðveislu
tölvupósts er ábótavant. Prestar af-
saka sig með því að benda á skort á
leiðbeiningum og telja sig þurfa frek-
ari ráðgjöf um skjalavörslu og skjala-
stjórn.
Heitið prestakall er notað um
landfræðilegt þjónustusvæði presta
þjóðkirkjunnar og nær til breytilegs
fjölda sókna. Í gamla daga var gjarnan
talað um brauð í þessu samhengi.
Skýrsla Þjóðskjalasafnsins bygg-
ist á spurningakönnun sem gerð var í
janúar og febrúar á þessu ári. Könn-
unin var send til 71 prestakalls og bár-
ust svör frá 47 þeirra (67%). Ein-
hverjir prestar hafa því talið sig hafa
öðrum hnöppum að hneppa en að
bregðast við erindi safnsins, sem unnið
var í samstarfi við Biskupsstofu. Safn-
ið bendir á að hér hafi ekki verið um
viðhorfskönnun að ræða heldur upp-
lýsingaöflun sem byggist á lögboðnu
eftirlitshlutverki Þjóðskjalasafnsins og
því hafi verið ætlast til að allir sem
póstinn fengju svöruðu. Er greinilegt
að stjórnendur safnsins eru ekki sáttir
við skussaháttinn í viðbrögðum frá
meira en 30% prestakalla landsins.
Meginniðurstöður könnunarinnar
eru settar fram í fimm liðum. Í fyrsta
lagi að efla þurfi skráningu og utan-
umhald erinda. Bent er á að prestaköll
séu afhendingarskyldir aðilar og beri
skylda til að skrá mál sem koma til
meðferðar hjá þeim á kerfisbundinn
hátt og varðveita málsgögn þannig að
þau séu aðgengileg í samræmi við
reglur. Í ljós kom að 33 prestaköll,
70% svarenda, skráðu ekki erindi sem
þeim berast.
Í öðru lagi telur Þjóðskjalasafnið
að gera þurfi átak í varðveislu raf-
rænna gagna prestakalla. Um 28
prestaköll (60% svarenda) reyndust
mynda, viðhalda og taka á móti raf-
rænum gögnum. Safnið telur að hlut-
fallið hljóti þó að vera töluvert hærra