Morgunblaðið - 06.11.2021, Page 28

Morgunblaðið - 06.11.2021, Page 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 2021 –– Meira fyrir lesendur NÁNARI UPPLÝSINGAR um auglýsingapláss: Berglind Bergmann Sími: 569 1246 berglindb@mbl.is fylgir Morgunblaðinu þriðjudaginn 16. nóvember 2021 SÉRBLAÐ BLAÐ Þ ýsku skáldmær- ingarnir Goethe og Schiller eru víðkunnir fyrir snilld og andagift. Hver þekkir ekki leikritið Fást eftir Goethe eða „Óðinn til gleðinnar“ eftir Schiller sem er sunginn við tón- list Beethovens í 9. sin- fóníunni? En færri þekkja skáldið Friedrich Hölderlin (1770-1843), „huldumann“ þýskrar ljóðlistar. Þeir sem hafa heyrt um Hölderlin á annað borð vita líklega að síðari hluta ævinnar – heil 34 ár – dvaldi hann í turni í háskólabænum Tübingen í Suður- Þýskalandi, sveipaður „andlegu náttmyrkri“, sem er skáldlegt orðalag um geðraskanir. Þessi átakanlega saga rifjaðist upp fyrir mér á dögunum þegar ég átti, einu sinni sem oftar, leið um þessar slóðir og skoðaði Hölderlin-turninn sem hýsir safn um skáldið. Vart var ég stiginn niður úr turninum þegar þau ánægjulegu tíð- indi bárust að eina skáldsagan sem Hölderlin samdi um dagana væri komin út í íslenskri þýðingu Arthúrs Björgvins Bollasonar. Þetta rit heitir Hýperíon eða einfarinn á Grikklandi og er talið eitt merkasta skáldverk rómantíska tímabilins í Þýskalandi í óbundnu máli. Sagan gerist á Grikklandi en er í raun lýsing á viðleitni höfundar- ins til að greina tilgang í köldum og harðneskjuleg- um heimi þar sem list, ást og fegurð eru ekki metin að verðleikum. Ljóðræn frásögnin – þroskasaga höfundar í bréfaformi – er fyrst og fremst rómantískur óður til náttúrunnar, áskorun um að vernda gersemar hennar sem best. Að þessu leyti á bókin sérstakt erindi við okkar tíma. Hölderlin var heimspekilega sinnaður og texti hans er afar upp- hafinn. Þýðingin hefur ekki verið neitt áhlaupaverk; engu að síður er hún meistaralega unnin, augljóslega ljúf skuld sem Arthúr Björgvin telur sig hafa átt skáldinu að gjalda. Eins og þýðandinn útskýrir í greinargóðum inngangi leitaði hann m.a. fanga hjá ís- lenskum skáldum rómantíska tímans til að ná fram réttum blæ- brigðum, ekki síst hjá sjálfum Jónasi Hallgrímssyni. Þar sem fjallað er um forngríska menningu er að sjálfsögðu leitað í smiðju Sveinbjarnar Egilssonar og sígildra þýðinga hans á Hómers- kviðum. Ljóst er að mikil undirbúningsvinna liggur að baki verk- inu. Ýmis kveðskapur Hölderlins hefur áður verið færður í íslenskan búning, eins og rakið er í innganginum. Steingrímur Thorsteins- son og Helgi Hálfdanarson þýddu nokkur ljóð hans með miklum ágætum, hvor með sínum hætti. Enn fremur er vitnað í Helga um að Jónas Hallgrímsson kunni að hafa orðið fyrir áhrifum af Hölderlin. En einkum hefur Hannes Pétursson lagt sig eftir að þýða þennan þýska skáldbróður sinn og að auki sótt til hans inn- blástur í eigin ljóðlist. Stundum er sagt að Hölderlin sé „skáld fyrir skáld“ og ekki við alþýðuskap. Það er þó ekki alls kostar rétt heldur var hann í rauninni langt á undan sínum samtíma eins og marka má af því að orðstír hans hefur mjög farið vaxandi í seinni tíð. Lengi er von á einum. Skáldið í turninum Tungutak Þórhallur Eyþórsson Turn Hölderlins við ána Neckar. G uðmundur Baldursson, stjórnarmaður í Efl- ingu – stéttarfélagi, gekk á eftir upplýsingum um efni kvartana starfsmanna félagsins til for- manns, varaformanns og skrifstofustjóra þess. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður krafðist þess á fundi með starfsfólkinu föstudaginn 29. október að það styddi hana eða hún hætti sem formaður. Það gerði hún að kvöldi sunnudags 31. október og mánudaginn 1. nóvem- ber hætti Viðar Þorsteinsson skrifstofustjóri. Starfs- menn félagsins hefðu svipt formanninn ærunni opin- berlega, sér væri ekki lengur sætt. Spurning er hvort þetta séu fjörbrot Sósíalistaflokks Íslands í verkalýðshreyfingunni. Ofríki og þörf fyrir að hafa aðeins jámenn í kringum sig einkennir valdakerfi kommúnista. Leynimakk, sellufundir og hreinsanir eru hluti stjórnarhátta þeirra. Efling – stéttarfélag var stofnað í desember 1998. Efnt var til fyrstu listakosningar í sögu þess í mars 2018. Þar vann nýtt framboð undir forystu Sólveigar Önnu af- gerandi sigur. Hlaut listinn 2.099 atkvæði eða um 80% greiddra atkvæða. Listi studdur fráfarandi stjórn hlaut aðeins 519 atkvæði. Af 16.578 fé- lagsmönnum á kjörskrá nýttu ein- ungis 2.618 atkvæðisrétt sinn. Á vefsíðu félagsins voru félagsmenn sagðir um 27.000 árið 2018. Í raun naut Sólveig Anna stuðnings um 8% félagsmanna. Hún var síðan sjálfkjörin vorið 2020. Áður en Sólveig Anna bauð sig fram í Eflingu átti hún hlut að því með Gunnari Smára Egilssyni og Viðari Þorsteinssyni að stofna Sósíalistaflokk Íslands. Samdi Viðar lög flokksins. Eftir valdatökuna í Eflingu hófu þau strax brott- rekstur starfsmanna, klassískar hreinsanir. Þráinn Hall- grímsson, skrifstofustjóri og starfsmaður félagsins frá upphafi, mætti „svívirðilegri framkomu“ Sólveigar Önnu á starfsmannafundi og var rekinn í maí 2018. Annað starfsfólk þurfti að leita læknis- og sálfræðiaðstoðar vegna niðurlægjandi brottvísana og uppsagna. Hagfræðingur félagsins vék fyrir Stefáni Ólafssyni, prófessor við Háskóla Íslands. Til að standa fyrir nýju félagssviði Eflingar var í október 2018 kallað á Maxim Baru, verkalýðs-aðgerðasinna í Kanada. Hann var svo rekinn í lok mars 2019. Segir hann útlendingahatur hafa ráðið hjá Sólveigu Önnu gegn sér og öðrum starfs- mönnum af erlendum uppruna. Mótlæti og karlremba hafi ýtt undir sjálfseyðandi vænisýki (e. self-destructive paranoia) og hún sjái óvini í hverju horni. Haustið 2018 beindist fjölmiðlaathygli töluvert að Sól- veigu Önnu, meðal annars vegna þessara orða hennar: „… kallið mig byltingarkonu, í guðanna bænum! Megi þá helvítis byltingin lifa.“ Það verður rannsóknarefni höfunda sögu Eflingar og Alþýðusambandsins að greina raunveruleg áhrif félag- anna í Sósíalistaflokki Íslands innan verkalýðshreyfing- arinnar. Þeir ætluðu sér stóra hluti. Þar má sérstaklega líta til kjaramála í febrúar 2019 þegar forystumenn Eflingar, Verslunarmannafélags Reykjavíkur, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðs- félags Grindavíkur tóku höndum saman. Baráttan sjálf var sett í fyrirrúm. Skemmdarverkföllum var beitt gegn hótelum og fólksflutningafyrirtækjum. Þeir sem hreyfðu andmælum voru sakaðir um óvild í garð láglaunafólks. „Þetta eru mjög umfangsmiklar aðgerðir, hannaðar með það fyrir augum að valda hámarkstjóni með sem minnstum tilkostnaði þeirra sem að þeim standa,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Aðgerðirnar runnu út í sandinn, hefðbundnir og ábata- miklir kjarasamningar, lífskjarasamningarnir, voru undirritaðir 3. apríl 2019. Sólveig Anna reiddist og rak Maxim Baku verkfallsstjóra með bréfi dags. 29. mars 2019 og síðan fleiri útlendinga úr starfsliði Eflingar. Sólveig Anna sætti sig ekki við lífskjarasamningana, kallaði þá vopnahlé. Í ársbyrjun 2020 rauf Efling friðinn með því að taka leikskóla Reykjavíkurborgar í gíslingu. Þegar þungi farsóttar- innar jókst í byrjun mars 2020 náðust samningar. Skærur gegn lískjarasamningunum þóttu ekki við hæfi. Það var þó gripið til þeirra að nýju þegar sóttvarnir milduðust vorið 2020. Flugfreyjudeilan við Icelandair vorið og sumarið 2020 sameinaði Sólveigu Önnu, Drífu Snædal, forseta ASÍ, og Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR, í hatrammri atlögu að flugfélaginu. Öllum ráðum skyldi beitt til að knésetja það. Þegar stjórnendur Icelandair sögðu flugfreyjum upp störfum um miðjan júlí 2020 og Lára V. Júlíusdóttir vinnuréttarsérfræðingur sagði ákvarðanir Icelandair í samræmi við lög lét Sólveig Anna þessi orð falla á Face- book: „Einn truflaðasti meðlimur reykvískrar borgarastétt- ar talar úr hliðarveruleika hinna auðugu. Ömurlegt þvaður í ruglaðri manneskju.“ Stjórnarandstaðan spilaði með og Drífa Snædal krafð- ist þess að lífeyrissjóðir starfsfólks á Íslandi yrðu ekki notaðir til að fjármagna Icelandair. Ragnar Þór Ingólfs- son, formaður VR, vildi ekki una því að lífeyrissjóðir veittu stjórnendum skjól til að „starfa óáreittir“. Hlutafjárútboð Icelandair fór fram um miðjan sept- ember 2020. Umframspurn eftir hlutum í félaginu nam um það bil 85% og að útboðinu loknu voru um ellefu þús- und manns hluthafar í Icelandair og áttu almennir hlut- hafar um helming hluta. Tilraunin til að spilla áhuga á að fjárfesta í félaginu misheppnaðist gjörsamlega. Ferill félaganna í Sósíalistaflokknum í Eflingu og við hlið Drífu Snædal innan ASÍ er óglæsilegur. Eina sem heppnaðist var valdatakan í upphafi. Þau héldu illa á henni og voru að lokum úthrópuð vegna mannvonsku. Eina sem sósíalistunum heppnaðist var valdatakan í upphafi. Þau héldu illa á henni og voru að lokum út- hrópuð vegna mannvonsku. Björn Bjarnason bjorn@bjorn.is Sósíalistar hrópaðir út úr Eflingu Franski hagfræðingurinn Tómas Piketty, sem er nú orðinn einn helsti hugmyndafræðingur vinstri manna, vitnar óspart í ritum sínum í skáldverk landa síns, Honorés de Balzacs, enda telur hann, að tekju- dreifing sé að verða eins ójöfn og á dögum Balzacs. Auðurinn sé nánast fastur við fjölskyldur, enda sé arður af stóreignum meiri en hagvöxtur. Hinir ríku séu sífellt að verða ríkari, þótt hinir fátæku séu ekki að verða fátækari. Ég tók mig til og las þá bók Balz- acs, sem Piketty vitnar mest í, Père Goriot, Föður Goriot, sem kom ný- lega út í þýðingu Sigurjóns Björns- sonar. Ég uppgötvaði, að boðskapur Balzacs er þveröfugur við það, sem Piketty segir. Balzac lýsir vel í þess- ari skáldsögu, hversu fallvaltur auð- urinn er, hversu erfitt er að halda í hann. Ég skipulagði síðan málstofu um bókina í París 28.-31. október 2021, og tókst hún hið besta. Saga Balzacs gerist á gistiheimili í París á nokkrum mánuðum árin 1819-1820. Einn vistmaðurinn er gamli Goriot, sem var vellauðugur kaupmaður, en hann hefur eytt nær öllum sínum eigum í vanþakklátar og heimtufrekar dætur sínar. Önnur þeirra, Anastasie de Restaud greif- ynja, á elskhuga, sem er spilafíkill, og hún selur ættargripi manns síns til að greiða skuldir hans. Hin dótt- irin, Delphine de Nucingen baró- nessa, verður líka uppiskroppa með fé, en eiginmaður hennar hefur hætt fjármunum hennar í fjárfestingar, sem hugsanlega skila arði síðar, en gætu líka misheppnast. Hinn dular- fulli Vautrin, sem býr ásamt Goriot á gistiheimilinu, hafði ungur tekið á sig sök fyrir ástmann sinn, sem hafði falsað skjöl, og verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir. Þessar helstu söguhetjur hafa kostað öllu til fyrir ástríður sínar. Þær sátu ekki á eigum sínum eins og ormar á gulli. Þær eyddu ekki ævinni í að klippa arðmiða. Þær lifðu við óvissu. Auðvitað eru þær ýktar. En Piketty hefur rangt fyrir sér um þær og ekki síður um veruleika 21. aldar. .Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Balzac og kapítalisminn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.