Morgunblaðið - 06.11.2021, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 06.11.2021, Qupperneq 29
UMRÆÐAN 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 2021 Framnesvegur 21, 230 Reykjanesbæ Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is Mjög gott og vel staðsett iðnaðarhúsnæði við miðbæ Keflavíkur til sölu. Jóhannes Ellertsson Löggiltur fasteignasali – s. 864 9677 Júlíus M Steinþórsson Löggiltur fasteignasali – s. 899 0555 Verð 155.000.000 1.605 m2 S taðan á FIDE Grand swiss- mótinu í Riga bendir ótví- rætt til þess að nú sé komin fram á skáksviðinu stjarna sem hefur burði til þess að hampa heimsmeistaratitlinum einhvern tím- ann í náinni framtíð. Hinn 18 ára gamli Írani, Alireza Firouzja, sem teflir nú undir fána Frakka virðist ekki hafa neinn áhuga á því að ganga í það hræðslubandalag sem myndast hefur meðal annarra keppenda í ná- munda við toppinn sem raða inn jafnteflunum. Hefur vinningsforskot þegar þrjár umferðir eru eftir af mótinu: 1. Firouzja 6 ½ v. (af) 2.- 11. Vachier-Lagrave, Caruana, Predke, Shirov, Korobov, Vitiugov, Sevian, Howell, Oparin og Anton 5 ½ v. Allt getur allt gerst á lokasprett- inum og í gær beið Firouzja sú próf- raun að tefla við Caruana og var með svart. Íranar hafa sótt hratt fram á skáksviðinu undanfarin ár en klerkaveldið þar í landi bannaði tafl- mennsku árið 1979. Banninu var af- létt stuttu síðar. Firouzja gat ekki sætt sig við harðlínu sem m.a. birtist í því að Írönum hefur verið meinað að mæta til leiks gegn Ísraelsmönn- um á skákmótum. Hann flutti til Frakklands með fjölskyldu sinni. Lítum á einn sigur hans í Riga: FIDE Grand Swiss; 8. umferð: Alireza Firouzja – Krishnan Sasikiran Ítalskur leikur 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bc4 Bc5 4. c3 Rf6 5. d3 O-O 6. O-O d5 7. exd5 Rxd5 8. He1 Bg4 9. Rbd2 Rb6 10. h3 Bh5 11. Bb3!? Nýjasti snúningurinn. Algengara er 11. Bb5. 11. … Kh8 12. Re4 Rd7 13. Bd5 f5? Býður riddaranum inn til e6. Sasikiran var ákveðinn í því að láta skiptamun af hendi. 14. Reg5 h6 15. Re6 Df6 16. Rxf8 Hxf8 17. d4! e4 Ekki 17. … exd4 18. He6! og vinn- ur. 18. dxc5 Rde5 Þetta var hugmyndin en Firouzja finnur einfalda lausn. 19. Rxe5! Bxd1 20. Rd7 Dd8 21. Bxc6 He8 22. Hxd1 bxc6 23. Bf4 Hvítur hefur tvo hróka og tvo létta fyrir drottninguna sem er kappnóg. En kúnstin er að halda niðri öllu mótspili. 23. … Dh4 24. Bxc7 e3 25. fxe3 Hxe3 26. Hd4 De7 27. Bf4 He2 28. b4 De8 29. Hf1 De6 30. Hf2 Hxf2 31. Kxf2 Dxa2 32. Bd2 De6 33. c4 a6 34. Bf4 De7 35. b5 axb5 36. cxb5 De6 37. b6 Db3 38. Kg1 g5 39. Bd2 g4 40. Hb4! Ryður b-peðinu braut. 40. … Dd1+ 41. Kh2 g3+ 42. Kxg3 f4+ 43. Kh2 – og svartur gafst upp. Hjörvar Steinn Grétarsson hefur náð góðri viðspyrnu eftir slaka byrj- un. Var nálægt því að vinna sína þriðju skák í röð á fimmtudaginn og var með 3 vinninga í 86.-96. sæti. Hann tefldi við Indverjann Gukhesh í gær og hafði svart. Vignir Vatnar efstur í Uppsala Vignir Vatnar Stefánsson vann glæsilegan sigur á Uppsala young champions, öflugu ungmennaskák- móti sem lauk á miðvikudaginn. Vignir hlaut 7 vinninga af 9 mögu- legum, taplaus. Jafn honum að vinn- ingum en lægri á stigum var íranski stórmeistarinn Aryan Gholami. Vignir varð efstur ásamt Degi Ragnarssyni á Uppsala-mótinu 2016, þá aðeins 13 ára, og árið 2018 varð Hilmir Freyr Heimisson einn efstur. Mótið var það best skipaða sem fram hefur farið í Uppsala en kepp- endur voru 38 talsins. Frammistaða Vignis skýtur honum í 7. sæti á ís- lenska stigalistanum. Hilmir Freyr Heimisson náði einnig góðum árangri í Uppsala og varð í 4. – 7. sæti og hækkaði um 37 elo-stig. Hann sigraði nýlega á skák- móti í Danmörku og hefur greinilega öðlast styrk alþjóðlegs meistara. Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Morgunblaðið/Søren Bech Hansen Tveir góðir Vignir Vatnar þungt hugsi. Mynd á vegg er af Bent Larsen, teiknuð af Svölu Sóleyg. Skákstjarna Írana sem flúði land með forystu í Riga Í lúthersku kirkj- unni má greina þrjár meginstefnur, að því er varðar kenninguna. Í fyrsta lagi ber að nefna þá, sem byggir á Biblíunni sem mæli- stiku, og kennd hefur verið við píetisma, og var sú ekki óalgeng á Norðurlöndum og er jafnvel enn. Í öðru lagi eru þeir, sem helst vilja taka mið af siðbótarfrömuðinum sjálfum, per- sónu hans og ummælum, og mun óhætt að segja, að í engri kirkju- deild kristninnar fari manneskja með svo stórt hlutverk sem Lúther í þessu falli. Sem dæmi má nefna, að til skamms tíma heyrðist varla svo stólræða af þýskum prédik- unarstóli, að nafn Lúthers væri þar ekki nefnt. Í þriðja lagi er svo hin játningabundna lútherska, sem byggist einkum á lúthersku játn- ingarritunum fimm: Postullegu trú- arjátningunni, Níkeujátningunni, Aþanasíusar-játningunni, Ágs- borgarjátningunni og Fræðum Lúthers hinum minni. Hér eru dregin skýr mörk á milli persónu- bundinna skoðana Lúthers á kenn- ingunni og hinnar opinberu kenn- ingar lútherskrar kirkju. Þessa stefnu rekumst við á í stranglúth- ersku kirkjulífi. „Það, sem boðar Krist“ Ekki álíta lútherskir allt í Biblí- unni jafngott og gilt. Lúthersmenn vilja því einbeita sér að því og gefa nánar gætur, hvert sé hryggjar- stykkið eða höfuðinnihaldið í hinni helgu bók. Sjálfur lagði Lúther ofuráherslu á að skilja það frá, sem beinlínis snertir boðskapinn um endurlausnina í Kristi, eða eins og hann orðaði það: „Was Christum treibt“ eða það sem boðar Krist og það, sem hann var í lífi og dauða. Ýmislegt annað á blaðsíðum Bibl- íunnar taldi hann lítilvægara og skipta minna máli. Af þessari reglu leiðir, að samkvæmt lútherskum skilningi er ekki hægt að slá föstu einhverju atriði í kenningu ellegar kirkjusiðum með því einu að vísa í ákveðið vers í Biblíunni. Það er ein- ungis unnt að renna stoðum undir kenni- setningar eða kirkju- siði með því að sýna fram á, að þetta standi í rökréttu sambandi við kenninguna um hjálpræðið í Kristi. Þetta er það, sem játn- ingaritin kalla „að vera í samræmi við fagn- aðarerindi Krists“. Þessi afstaða til Ritn- ingarinnar er öll önnur en sú, sem við verðum áskynja til að mynda hjá bókstafstrúar- mönnum. Í hinni þýsku útgáfu Ágsborgarjátningarinnar, 7. grein, segir efnislega, að þá sé sakrament- unum veitt rétt þjónusta, þegar menn séu sammála um kenningu fagnaðarerindisins. Merking þeirra orða er öll önnur en sú sem vart verður hjá bókstafstrúarmönnum, sem telja, að við þjónustu sakra- mentanna beri að líkja sem mest eftir því, hvernig menn fóru að í öndverðu, þannig að altarissakra- mentisins skuli menn neyta sitjandi eða jafnvel liggjandi, ellegar að ein- ungis beri að skíra fullorðna, af því að svo hafi verið gert á tímum Nýja testamentisins. Nokkrar síðustu kynslóðir lútherskra guðfræðinga hafa raunar tekið undir söguskýr- ingu sértrúarhópa á kirkjusiðum frumkirkjunnar, án þess þó að hafa af þeirri ástæðu viljað breyta kvöldmáltíðar-rítúalinu ellegar af- nema barnaskírn. Þeir hafa þar með haft kórrétta afstöðu til lúth- ersks biblíuskilnings. Lúthersk nálgun á Biblíunni útheimtir ekki, að farið sé nákvæmlega og í einu og öllu eftir tilteknu ritningarversi, heldur hitt, að menn séu sammála meginhugsun Ritningarinnar um hjálpræðið. Lúther og Biblían Eftir Gunnar Björnsson » Sjálfur lagði Lúther ofuráherslu á að skilja það frá, sem bein- línis snertir boðskapinn um endurlausnina í Kristi. Gunnar Björnsson Höfundur er pastor emeritus. Ari Kristinsson fæddist 6. nóvember 1921 á Húsavík. For- eldrar hans voru hjónin Krist- inn Jónsson, f. 1895, d. 1950, kaupmaður þar, og Guðbjörg Óladóttir, f. 1896, d. 1960, hús- móðir. Ari varð stúdent frá Mennta- skólanum á Akureyri 1941 með háa 1. einkunn og cand.juris frá Háskóla Íslands 1947 einnig með háa 1. einkunn. Ari var skipaður fulltrúi hjá sýslumanninum á Húsavík 1947 og gegndi þeirri stöðu til 1956 og var iðulega sýslumaður á þessu tímabili. Árið 1956 var hann skipaður sýslumaður Barðstrendinga með aðsetur á Patreksfirði og gegndi því embætti til dauðadags. Ari sat í efsta sæti Sjálfstæðisflokksins í S-Þingeyjarsýslu fyrir alþingiskosningarnar 1956 og var síðar varaþingmaður í Vestfjarðakjördæmi. Hann sat í hreppsnefnd Patrekshrepps 1958-62, fyrst sem varamaður og síðan sem aðalmaður. Hann átti sæti á fjórðungsþingi Vest- fjarða og í stjórn Fjórðungs- sambands Vestfirðinga. Eiginkona Ara var Þorbjörg Þórhallsdóttir, f. 1919, d. 1992, íþróttakennari og húsfreyja á Patreksfirði, síðar í Reykjavík. Þau eignuðust átta börn. Ari lést 5.2. 1964. Merkir Íslendingar Ari Kristinsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.