Morgunblaðið - 06.11.2021, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 06.11.2021, Qupperneq 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 2021 ✝ Kristín Jó- steinsdóttir fæddist í Haust- húsum á Stokkseyri 21. desember 1932. Hún lést 9. október 2021. Foreldrar hennar voru Ingi- björg Einarsdóttir frá Borgarholti í Stokkseyrarhreppi og Jósteinn Krist- jánsson frá Bolla- stöðum í Hraungerðishreppi. Systkini Kristínar, sem öll eru látin, voru: Guðrún, f. 1918, Jón, f. 1919, Kristján Georg, f. 1921, Einar Kristinn, f. 1923, Björgvin, f. 1925, og Gunnar Kristinn, f. 1927. Eiginmaður Kristínar var Björgvin Guðmundsson, f. 15. nóvember 1932, d. 30. ágúst 1992. Foreldrar hans voru Þor- björg Ásgeirsdóttir og Guð- mundur Einarsson, í Merkigarði á Stokkseyri. Börn Kristínar og Björgvins eru: 1) Ingibjörg, f. 1955. Maður 1971. Maður hennar er Þórir Gunnarsson. Börn: a) Aron Ingi, f. 1998, maki Ester Sveinsdóttir, b) Sindri Steinn, f. 2001, c) Gunnar Dagur, f. 2009. Kristín ólst upp á Stokkseyri og lauk þar hefðbundinni skóla- göngu en sautján ára gömul fór hún síðan í Hússtjórnarskólann á Laugarvatni. Kristín og Björg- vin giftu sig 9. apríl 1955 og byggðu sér fáum árum síðar hús á Stokkseyri, sem þau nefndu Heiðargerði, og bjuggu þar allt þar til fjölskyldan flutti búferl- um til Reykjavíkur. Kristín var fyrst og fremst húsmóðir ásamt því að vinna í Hraðfrystihúsi Stokkseyrar en síðar stofnuðu þau hjónin harðfiskverkun, Fiskverkun BG, sem þau ráku og störfuðu bæði við til ársins 1981, þegar þau seldu reksturinn og fluttu til Reykjavíkur. Eftir að þangað var komið starfaði hún lengi í Þýsk-íslenska hf. og síðar Bíl- anausti. Eftir starfslok flutti hún í Kópavog, þar sem hún tók virkan þátt í starfi eldri borgara í Digraneskirkju, auk þess sem hún söng með kór eldri borgara í Kópavogi. Útför Kristínar fer fram frá Stokkseyrarkirkju í dag, 6. nóv- ember 2021, kl. 13. hennar er Hörður Ingi Jóhannsson. Börn: a) Alda, f. 1980, maki Robert Andersson, dóttir þeirra er Elma Viktoria, b) Björg- vin, f. 1982, maki Silja Hrönn Sigurð- ardóttir, börn þeirra eru Baltasar Tindur (móðir: Sandra Ýr Páls- dóttir Zarabi), Ninja Karen og Kristófer Draupnir, c) Hafþór, f. 1986, maki Ragnheiður Hera Gísladóttir, dóttir þeirra er Ísi- dóra Hildur. 2) Guðmundur, f. 1956, d. 2000. 3) Brynja, f. 1962. Maður hennar er Vilbergur Magni Óskarsson. Börn: a) Ósk- ar Örn, f. 1983, maki Elísabet Ómarsdóttir, börn þeirra eru Emilía Rún, Alexander Magni og Anna Kristín, b) Björgvin, f. 1990, maki Shelby Marie Morg- an, dóttir þeirra er Bríana, c) Kristín, f. 1991, d) Ásta Þórunn, f. 2000. 4) Svandís Björg, f. Elsku mamma. Þrátt fyrir að maður hafi vitað að kallið gæti komið hvenær sem er þá var enginn samt búinn undir að það gerðist svona snögglega og án nokkurs fyrir- vara. En þá er hægt að vera þakklátur fyrir að þú fékkst að halda ágætri heilsu fram til hins síðasta og þurftir ekki að þjást. Núna ertu sameinuð pabba og Gumma í Sumarlandinu og þar er nú væntanlega kátt á hjalla. Strákarnir mínir hafa misst mikið og sakna ömmu Dídí sem alltaf átti eitthvað gotterí handa þeim uppi í skáp til að lauma að þeim, þrátt fyrir mótmæli for- eldranna. Þú hafðir alltaf mikinn áhuga á því sem þeir voru að gera, barst velferð þeirra fyrir brjósti og varst stolt af þeirra af- rekum á öllum sviðum. Haustferðir okkar mæðgna undanfarin ár eru dýrmætar minningar sem og allar humar- súpurnar sem snæddar voru á Fjöruborðinu í Stokkseyrarferð- unum okkar. Ég veit að þessar stundir gáfu þér mikið, sem og allar aðrar samverustundir okk- ar fjögurra. Þú vissir ekkert betra en að eyða tíma með okkur dætrum þínum og þreyttist ekki á að tala um það hvað þú værir nú heppin að eiga okkur allar þrjár. Mamma, elsku mamma, man ég augun þín. Í þeim las ég alla, elskuna til mín. Mamma, elsku mamma, man ég þína hönd. Bar hún mig og benti, björt á dýrðarlönd. Mamma, elsku mamma, man ég brosið þitt. Gengu hlýir geislar, gegnum hjarta mitt. Mamma, elsku mamma, mér í huga skín. Bjarmi þinna bæna, blessuð versin þín. Mamma, elsku mamma, man ég lengst og best. Hjartað blíða, heita, hjarta er ég sakna mest. (Sumarliði Halldórsson) Takk fyrir allt mamma mín. Bið að heilsa í Sumarlandið. Ég elska þig ávallt. Svandís. Elsku mamma mín er fallin frá. Það er sárt og erfitt að kveðja. Margs er að minnast og margt ber að þakka. En hug- urinn sækir í eftirsjá vegna þeirra stunda sem ég hélt að við ættum enn eftir að njóta saman. Mamma var enn vel hress og kallið kom án fyrirvara, þótt heilsunni hafi auðvitað verið far- ið að hraka. En hún var svo stór hluti af lífi okkar að hún skilur eftir sig óendanlegt tóm, sem ekki verður fyllt. Hægt er að ylja sér við minn- ingar um yndislegt æskuheimili á Stokkseyri, í nágrenni fjörunnar og umlukin fjallahringnum. Fjög- ur systkini og amma bjó hjá okk- ur líka. Frændfólk og vinir tíðir gestir og alltaf eitthvað heima- bakað á borðum. Þá var oft glatt á hjalla. Við nutum þess að hafa mömmu að mestu heimavinnandi, þangað til þau pabbi stofnuðu harðfiskverkunina. Þá var oft langur vinnudagur utan heimilis- ins líka. Sumarbústaðurinn sem þau byggðu rétt við Laugarvatn var griðastaður fyrir okkur og síðar okkar börn og barnabörn. Þar eru minningarnar margar, mamma að mála, slá og raka auk þess að sjá um að allir fengju nóg að borða. Og síðar að hafa ofan af fyrir barnabörnunum, spila eða jafnvel úti í fótbolta. Hlýja, þrautseigja, dugnaður, samviskusemi eru eiginleikar sem ég tengi við hana. Langvinn veikindi pabba og Gumma, auk ótímabærs andláts þeirra beggja, voru henni þungbær. En umhyggja hennar fyrir okkur var endalaus og faðmur hennar alltaf opinn. Alltaf tilbúin að styðja okkur og aðstoða á alla lund. Óteljandi eru skiptin sem hún gætti barnabarnanna og þótti þeim alltaf gott að koma til ömmu eða fá hana til sín. Hlýja, gáski og gleði einkenndi þeirra samskipti. Amma tók alltaf vel á móti þeim. Mamma var trúuð og kenndi okkur systkinum að fara með bænirnar. Kenndi okkur í raun Guðs orð og góða siði. Hún lagði líka að okkur að kenna okkar börnum hið sama. Þótt ekki væri hún langskólagengin hafði hún ótrúlega gott vald á íslenskri tungu og lagði mikla áherslu á að við afkomendurnir töluðum rétt og gott mál. Tónlist var alltaf stór þáttur í lífi mömmu. Hún hafði alist upp við tónlist á sínu æskuheimili í Hausthúsum og spilaði sjálf bæði á gítar og orgel. Frá því ég man eftir mér söng hún í kirkju- kórnum á Stokkseyri og oftast fór maður með í messurnar. Þegar þau fluttu í bæinn varð hlé á söngnum, en eftir að hún hætti að vinna fór hún að syngja með kór eldri borgara í Kópa- vogi. Nutum við systur jólatón- leika með kórnum í þau ár sem hún söng þar. Mamma fylgdist vel með fót- bolta og sérstaklega handbolta og mátti alls ekki missa af ef leikur var sýndur í sjónvarpinu. „Ég er aðeins upptekin, það er leikur,“ og svo varð bara að hringja seinna. En alltaf var gott að koma við og eiga stund með henni. Margar góðar stundir átt- um við mæðgurnar svo líka allar saman hin síðari ár. Ómetanleg- ar allar ferðirnar að heimsækja pabba og Gumma í garðinum á Stokkseyri og svo humarsúpa til að ylja sér á eftir. Elsku besta mamma mín, þakka þér allt sem þú varst mér og mínum. Síðasta faðmlagið mun ég ætíð geyma með mér. Guð geymi þig og blessi minn- ingu þína. Þín Brynja. Í dag kveðjum við Kristínu Jósteinsdóttur, mína kæru tengdamóður, sem lést á heimili sínu að kvöldi 9. október sl. Kristínu kynntist ég fyrst er ég kom í Heiðargerði, þar sem hún og Björgvin höfðu búið sér heimili, til að gera hosur mínar grænar fyrir Brynju dóttur þeirra. Móttökurnar þar voru hlýjar og áttu heimsóknirnar eft- ir að verða margar bæði í Heið- argerði og eins eftir að þau fluttu til Reykjavíkur. Ég kom inn í fjölskylduna fyrir um 42 ár- um, svo samferðartíminn er langur og margs að minnast. Andlát Björgvins og síðan Guðmundar voru henni mikið áfall, en þessum áföllum tók hún af æðruleysi og sýndi mikinn styrk, sem jók á samheldni fjöl- skyldunnar. Kristín, eða Dídí eins og hún var oftast kölluð, hafði mikið dá- læti á barnabörnunum, enda nutu þau þess að fara í heimsókn til ömmu og að fá ömmu í heim- sókn. Einnig var sérstaklega gaman að koma með börnin í sumarbústaðinn, sem þau hjón höfðu reist og eigum við margar góðar minningar frá þeim heim- sóknum. Dídí hafði gaman af að ferðast, þótt utanlandsferðir væru ekki margar seinni árin, en hún fór m.a. eina ferð með dætr- um okkar Brynju í kórferðalag til Ítalíu. Hún hafði gaman af söng og sótti tónleika hjá kór dótturdótturinnar eins og hún átti kost á og hafði heilsu til. Ein af síðustu utanlandsferðum hennar var með okkur í sólina á Flórída, þar sem hún naut þess að vera með fjölskyldunni, börn- um, barnabörnum og langömmu- börnum. Hún stundaði félagsstarf eldri borgara í Digraneskirkju í Kópa- vogi með góðum vinkonum, sem hún talaði oft um. Best leið Dídí þó í návist dætra sinna og naut þess að fara með þeim í ferðir, t.d. helgar- ferðir til Akureyrar eða á Snæ- fellsnesið og svo dagsferðir um Suðurland, sem yfirleitt enduðu með viðkomu í kirkjugarðinum á Stokkseyri þar sem hugað var að leiðum þeirra sem á undan eru gengnir. Enda lagði hún ávallt mikla áherslu á að um þau leiði væri vel hugsað. Það voru fastir liðir að hún kæmi heim til okkar þar sem þær mæðgur bökuðu saman lag- kökur og annað góðgæti fyrir jólin. Einnig kom hún til okkar að gera slátur meðan hún hafði heilsu til. Alltaf gaman, enda stutt í glensið og hún sá oft spaugilegu hliðarnar á lífinu og tilverunni. Þegar sorgin ber að dyrum er gott að eiga fallegar og hlýjar minningar að ylja sér við á erf- iðum stundum. Dídí kveð ég nú með þakklæti fyrir samfylgdina og megi guð blessa minningu hennar. Magni. Elsku amma. Þegar ég frétti að þú værir farin varð ég mjög hissa. Þú hafðir alltaf verið til staðar í lífi mínu og áttir að vera það áfram um ókomna tíð. Eða þannig hag- aði ég mér að minnsta kosti, það er eins og þú myndir alltaf vera hér. Nú þegar staðreyndin er önn- ur hellist yfir mig eftirsjáin. Ég lít á SMS-samskiptin okkar og ætíð eru það afmælishamingju- óskir okkar á milli, tvisvar á ári. Ég kíki á Snapp-ið og sé að dag- inn sem þú deyrð eru liðnar tvær vikur síðan ég sendi þér síðast snapp af Bríönu. Ég átti að gera betur. Ég vildi að ég hefði gert betur. Það að skiptast á örskila- boðum við þig í kjölfar mynda/ myndbanda af Bríönu þótti mér ánægjulegt þótt ég hefði sjaldan nýtt tækifærið og haldið uppi samræðunum við þig í kjölfarið, sem ég hefði átt að gera. En ég er að minnsta kosti ánægður með að hafa tekið upp á því að senda þér snöppin þótt þeim hafi svo farið fækkandi. Ég er ólýsanlega þakklátur fyrir að hafa fengið að vera með þér og njóta síðustu jólanna þinna sem jafnframt voru fyrstu jól Bríönu. Það læddist aftan að mér sú hugsun þessi jól, að þetta væru þín síðustu. Það væri eitt- hvað svo skáldsögulegt að fyrstu jól dóttur minnar væru jafn- framt þín síðustu. Ég reyndi að vera duglegur að senda þér snöpp reglulega til að byrja með eftir jól, á meðan ég var í fæð- ingarorlofinu. En svo fjaraði undan þeirri hugsun að þú værir ekki ódauðleg og amstur hvers- dagsins tók yfir. Elsku amma. Fyrirgefðu. Ég á ekki margar minningar með þér í seinni tíð og er mér þar um að kenna. En þær minningar sem ég á eru góðar, einar af mínum bestu og mun ég ávallt geyma þær nærri hjarta mínu. Ég sakna þín sárt. Björgvin Vilbergsson. Kristín Jósteinsdóttir - Fleiri minningargreinar um Kristínu Jósteins- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Stapahrauni 5, Hafnarfirði Sími: 565 9775 www.uth.is - uth@uth.is Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Kristín 699 0512 Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HRAFNHILDUR PEDERSEN, Norðurbrún 1, Reykjavík, lést á Hrafnistu mánudaginn 25. október. Útförin fór fram í kyrrþey. Jóhannes Agnarsson Hildur Kolbrún Andrésdóttir Guðrún Gestsdóttir Hafrún Ebba Gestsdóttir Kristinn Þór Kristinsson barnabörn og barnabarnabarn Ástkær systir mín og frænka okkar, ÁSA SÆMUNDSDÓTTIR, lést miðvikudaginn 3. nóvember á hjúkrunarheimilinu Mörk. Útförin verður auglýst síðar. Haraldur Sæmundsson og systkinabörn hinnar látnu Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, MÁR BJARNASON, Bjarkarheiði 37, Hveragerði, lést á dvalarheimilinu Ási 26. október. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Lára Kolbrún Þorsteinsdóttir Brynhildur Pálína Másdóttir Richard Moltzau Guðrún Másdóttir Forsberg Pål Forsberg Anna Jónína Másdóttir Sveinn Sigmundsson Holberg Másson Guðlaug Björnsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, KARL BJARNASON múrari, Klettabergi 34, Hafnarfirði, lést á heimili sínu 3. nóvember. Hildur Þorsteinsdóttir Auður Baldursdóttir Erling Pétur Erlingsson Þorsteinn Sveinn Karlsson Úlfhildur Jónasdóttir Svanhildur Karlsdóttir Anton Magnússon Lilja Guðríður Karlsdóttir Jónas Þór Oddsson barnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.