Morgunblaðið - 06.11.2021, Síða 35

Morgunblaðið - 06.11.2021, Síða 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 2021 ✝ Páll fæddist á Siglufirði 23. júní 1941. Hann lést á heimili sínu á Akureyri 28. október 2021. For- eldrar Páls voru Helgi Ásgrímsson, f. 12. febrúar 1910, d. 10. desember 1991, og Alfa Ágústa Pálsdóttir, f. 8. október 1911, d. 19. apríl 1987. Páll kvæntist 12. september 1964 Jóhönnu Sigríði Eiríks- dóttur, f. 9. september 1946, foreldrar hennar voru Eiríkur Guðmundsson, f. 28. júní 1907, d. 9. maí 1980, og Herdís Ólöf Jónsdóttir, f. 11. ágúst 1912, d. 1. september 1996. Páll og Jóhanna eiga fimm börn: 1) Alfa Ágústa, f. 1965, maki Hervar Gunnarsson, f. 1950, dóttir hennar er Alma Rut Albertsdóttir, f. 1989, og börn Hervars eru Theódór, f. 1970, Gunnar, f. 1974, og Daði, f. 1984. 2) Helgi, f. 1966, maki Ingunn Kristín, f. 1962, dóttir hans er Silja, f. 1995, sambýlis- maður Ólafur Ásgeir Jónsson, Páll ólst upp á Siglufirði og vann á unglingsárunum í Síld- arverksmiðjunni Rauðku sem kyndari. Hann kostaði sig sjálf- ur í menntaskólanám á árunum 1957 – 1961 og lauk stúdents- prófi frá MA árið 1961. Hann var organisti og kórstjóri í Siglufjarðarkirkju frá 1965 til 1979. Íslenskukennari við Gagnfræðaskóla, síðar Grunn- skóla Siglufjarðar 1964 – 2007. Hann stundaði yrkingar nokk- uð hin seinni ár en hampaði lítt þeirri iðju. Páll var mikill úti- vistar- og náttúruunnandi. Hann hafði gaman af því að ganga á fjöll, var virkur félagi í Skógræktarfélagi Siglufjarðar og tók að sér ásamt fleirum að skrá niður örnefni í Hvanneyr- arhreppi sem eru nú öllum að- gengileg á veraldarvefnum. Hann hafði mikinn áhuga á uppbyggingu Síldarminjasafns- ins og vandi ferðir sínar oft þangað. Páll og Jóhanna bjuggu lengst af á Hólaveginum á Siglufirði en fluttu til Akureyr- ar haustið 2020 og voru búin að koma sér vel fyrir í Skarðshlíð- inni þar sem hann lést. Útför Páls fer fram frá Siglufjarðarkirkju í dag, 6. nóvember 2021, og hefst at- höfnin kl. 11. f. 1993, og börn Ingunnar eru þrjú: 1) Jóhanna, f. 1983, maki Björn Helga- son, f. 1978, og börn þeirra eru Ingvar Helgi, f. 2006, og Hákon Árni, f. 2010, 2) Baldur, f. 1991, maki Dísa Rún Jó- hannsdóttir, f. 1994, og barn þeirra er Indíana Lísbet, f. 2017. 3) Kristjana, f. 1996, og synir hennar eru Tristan Bragi og Óliver Baldur, f. 2017. 3) Hólmfríður Sólveig, f. 1971, maki Benedikt Gunnarsson, f. 1970, börn þeirra eru Rúnar Páll, f. 1993, sambýliskona Birna Ösp Traustadóttir, f. 1998, og Berglind, f. 1998, sam- býlismaður Aðalsteinn Örn Að- alsteinsson, f. 1998. 4) Inga Jóna, f. 1980, börn hennar eru Friðrik Gauti, f. 2001, og Helgi Þór, f. 2009. 5) Herdís Ólöf, f. 1983, maki Pétur Karlsson, börn hennar eru Róbert Alex- ander Geirsson, f. 2004, og Þor- mar Alexander Pétursson, f. 2012. Með örfáum orðum og sökn- uði kveð ég Pál Helgason, tengdaföður minn. Það er ekki auðvelt að setja á blað það sem fer gegn um hug- ann þegar þín er minnst. Ég þurfti stundum, í upphafi kynna okkar, að gera grein fyrir teng- ingu minni við Siglufjörð og fjölskyldu þína. Ég byrjaði oftar en ekki á því að kenna mig við konu mína, dóttur þína, þegar ég var spurður um þessi tengsl. Þegar það gekk ekki reyndi ég gjarnan fullt nafn þitt en gengi það ekki brá ég á það ráð að segja: Palli kennari. Það virkaði og oftar en ekki kom svar frá miðmælanda mínum; Já, Palli kennari – hann kenndi mér. Og stundum þegar við, ég og þú, ræddum menn og málefni sem tengdust Siglufirði sagðirðu oft: Já, ég kenndi henni eða ég kenndi honum. Þær eru mér ógleymanlegar stundirnar þegar við saman dyttuðum að hinu og þessu. Stöku sinnum á Hólaveginum en oftar á Grund í Haganesvík. Þér þótti afar vænt um Haga- nesvíkina og það sem undir- strikaði það, í mínum huga, var að þegar þú varst þar heyrði það til undantekninga ef þú tókst þér ekki gönguferð, annað hvort eftir vatnsbakkanum suð- ur af Grund eða niður að sjó. Mig minnir bara daglega, nema hvort tveggja yrði þann daginn. Það var og er mér sannur heið- ur að þú skyldir treysta mér fyrir Grund í Haganesvík. Kynni okkar vörðu rétt um 20 ár en þau voru mér mikils virði og ég mun sakna þín. Þú ert farinn í ferðina sem bíður okkar allra og á áfanga- stað bætist í samfélagið kynd- ari, kennari, orgelleikari og skáld svo eitthvað sé nefnt, en síðast en ekki síst vinur. Elsku Hanna, Alfa, Helgi, Fríða, Inga, Óla og fjölskyldur. Þið eigið samúð mína og hlut- tekningu alla. Hervar Gunnarsson. Páll er Siglufjörður. Í hugum okkar sem kynntumst Páli Helgasyni eru Siglufjörður og hann eitt. Hann verður alltaf eins og einn af hæstu hnjúk- unum í fjallahringnum – með hvítan koll og gráa vanga á vetrardögum lífs síns – þar sem heiðríkjan jafnan ríkti þótt ský væru í miðjum hlíðum okkar hinna. Jafnan léku léttir og gáska- fullir vindar um hann – með sögum og ekkisögum og frum- legum athugasemdum um menn og málefni – aldrei neitt nei- kvætt eða meiðandi. Enginn jafn hnyttinn og húmorískur án lærðra brandara eða nokkurrar lágkúru – með óvenjulegri orða- gnótt af ríkri tungu. Á bestu stundum, sem hrókur alls fagn- aðar, varð hið minnsta smáorð fyndið og fólk gat velst um af hlátri – af nánast engu nema andríki hans og sterkri nær- veru. Einn þáttur í ríku skopskyni Páls voru hrekkjabrögð og kostuleg uppátæki – sem eins og orðaglettnin lyftu andanum í hversdagslegu amstri okkar, samferðafólksins, og urðu síðan að endalausum sögum sem rifja má upp um langa tíð. Þegar við hugsum um Pál, vin okkar, er það þetta sem margir minnast – efalaust. Þekking og reynsla hans var mikil og fjölbreytileg. Íslensku- fræðingur og kennari þúsunda ungmenna. Organisti, kórstjóri og dyggur þjónn kirkjunnar. Bókasafnari og bókbindari. Jarðfræðingur af náttúrunnar hendi sem safnaði sjaldgæfum steinum. Kleif fjöllin okkar, þekkti sögurnar í landslaginu og örnefnin. Hagyrðingurinn, skáldið, sem þrotlaust miðlaði okkur vísdómi og speki – jafnt og forkostulegri sjálfskoðun – í vísum og ljóðum. Ég var þeirrar miklu gæfu aðnjótandi að eiga Pál að nán- um vini og verða eins og hús- karl um skeið á heimili og í skjólshúsi þeirra Hönnu, hans góðu konu. Og þegar ég lít til baka þá sé ég það að þó ekki væri mikill aldursmunur á okk- ur þá var hann sem faðir þegar ráð og styrk þurfti. Og líkt og bræður vorum við í starfi og leik – fóstbræður sagði Páll oft. Eða hin síðari ár, eins og ein- hver sagði, gömul hjón sem eft- ir langa samveru eiga sífellt í alls kyns orðahnippingum og góðlátlegum erjum. Við Guðný og Hrafn og Hild- ur, söknum Páls okkar – en samtímis erum við innilega þakklát fyrir að hafa átt að gjöf- ula vináttu hans og Hönnu. Meiri gæfu er vart hægt að hugsa sér. Hönnu og börnunum þeirra Páls sendum við hjartans sam- úðarkveðjur. Örlygur Kristfinnsson. Páli kynntist ég fyrst á grunnskólaaldri þegar hann kenndi mér, líkt og fjölmörgum öðrum, íslensku. Eftir því sem árin liðu kynntumst við betur og á milli okkar tókst mikill vin- skapur og væntumþykja. Páll var í raun kennari minn fram til hinsta dags. Að grunnskóla- göngunni lokinni hélt hann áfram að leiðbeina mér sem dyggur yfirlesari á ritgerðum og lokaverkefnum, bókarhand- riti og þannig mætti áfram telja. Í áratug höfum við drukkið saman morgunkaffi flesta daga ársins, en Páll var daglegur kaffigestur á Síldarminjasafninu allt frá því hann hætti að kenna. Hann drakk kaffið sitt úr sama bollanum og hélt tryggð við sitt sæti við borðið. Við sátum yf- irleitt hvort við hlið annars, og fékk ég reglulega að kenna á því hve hrekkjóttur hann gat verið. Stundum hvarf kaffiboll- inn og stundum birtist í honum aðskotahlutur – eða að ég sett- ist á músa- eða rottugildru. Nærvera Páls við kaffiborðið var starfsfólki safnsins og öðr- um fastagestum svo mikilvæg og kær, að oftar en einu sinni og oftar en tvisvar drakk hann með okkur kaffi úr fjarlægð, tengdur fjarfundarbúnaði, ef hann brá sér af bæ. Páll var iðulega miðdepill at- hyglinnar, enda sérlega skemmtilegur og góður sögu- maður. En bestar þóttu mér stundirnar þegar hann dró dag- bókina úr brjóstvasanum og las ljóð sín, sléttubandavísur og annan kveðskap af mikilli inn- lifun og vaggaði svo bollanum þögull þegar hann vildi áfyll- ingu á kaffið. Eða þegar hann stillti okkur upp, mér og honum – bak í bak – og við lásum sléttubandavísur hans til skipt- is. Enn styrktist vinátta okkar þegar við urðum nágrannar á Hólaveginum, og fórum að drekka saman te og fjallagrasa- seyði við kaffiborðið heima hjá þeim Hönnu – en þar stóðu dyrnar alltaf opnar og börnin mín nutu góðs af dýrmætri vin- áttunni, þá sérstaklega Óskar Berg sem fann ígildi ömmu og afa í þarnæsta húsi. Páll var mikill bókasafnari og vegna sameiginlegs bókaáhuga okkar tók hann að bera í mig bókakassa – þannig fluttust margir hillumetrar af bókum af heimili þeirra Hönnu yfir á mitt og sérstaklega vænt þykir mér um þær bækur sem hann batt inn sjálfur og treysti mér fyrir. Ég mun sakna Páls sárlega, en geymi í hjarta mér og huga góðar og fallegar minningar af vináttu okkar og samverustund- um. Við fjölskyldan vottum Hönnu, börnum þeirra Páls og barnabörnum hjartans samúð- arkveðjur. Anita Elefsen. Meðan ég átti heima á Siglu- firði sem lítill drengur sótti ég mjög til foreldra Páls sem bjuggu í Lindarbrekku, litlu húsi neðan við kirkjuna. Þau voru með fjárhús í garðinum og fáeinar kindur sem ég hafði gaman af að sjá. Alfa, mamma Palla, tók alltaf vel á móti mér, gaf mér mjólk og brauð og lán- aði mér dönsku blöðin til að ég gæti skoðað myndasögur um Rasmus Klump og Knoll og Tott. Kobbi mall bjó einn í litlum kofa skammt innan og neðan við Lindarbrekku. Hann hafði verið öskukarl og einu sinni fengið vítissóda framan í sig og misst sjón á öðru auga. Hann var því hroðalegur ásýnd- um, horaður og skítugur í fram- an af brasi við kolaofn sem hann notaði til að elda og hita upp kofann. Ég, sem var skít- hræddur við karlinn, var hissa á að Alfa skyldi þvo af honum föt- in og færa honum mat. Palla, sem var ellefu árum eldri en ég, kynntist ég ekki á þessum árum nema af afspurn, en hann var í bekk með eldri bróður mínum, fyrst í gagn- fræðaskóla og síðar MA. Allir töluðu vel um Palla og sögðu að hann væri ljúfur í skapi, glett- inn og afburðanámsmaður. Fyr- ir um tíu árum hringdi ég í Palla til að ræða við hann um fólkið sem þar hafði búið og sumarið 2019 gistum við hjónin nokkrar nætur í gamla gagn- fræðaskólanum á Siglufirði sem búið var að breyta í íbúðarhús. Þá gafst tækifæri til að hitta Palla í eigin persónu. Hann tók mér einstaklega vel, fór með mig um bæinn og sagði mér sögur, m.a. þær sem á eftir fara. Eitt sinn þegar Jóhann risi, bróðursonur Kobba, kom í heimsókn elti strákahópur þá hvert sem þeir fóru. Jóhann lagði löngutöng sína við hand- legg á einum stráknum og hún reyndist vera jafnlöng og fram- handleggurinn. Villingar í Norð- urbænum vildu gera Kobba grikk og fóru með alvæpni heim til hans, klifruðu upp á þak og tróðu tusku í strompinn til að svæla hann út. Þá hóf Palli lið- safnað í Suðurbænum og náði lið hans að hrekja burt Vill- ingana og opna strompinn. Ekki löngu seinna var Palli einn í bílaleik uppi í hlíð ofan við bæ- inn þegar margir Villingar komu að honum, bundu hann á höndum og fótum og komu hon- um fyrir á lækjarbakka þannig að ef hann reyndi að losa sig mundi hann steypast í lækinn og drukkna. Þarna varð hann að dúsa í langan tíma þar til annar drengur kom og gat losað hann. Palli fór með mig inn í kirkj- una til að sýna mér altaristöfl- una, sem ég mundi svo vel eftir, en þar eru sjö menn í gulum sjóklæðum á smábát úti á ólgu- sjó. Einn þeirra breiðir út faðm- inn á móti Jesús sem gengur á vatninu. Við fórum síðan upp á kirkjuloftið þar sem kennslan í gagnfræðaskólanum hafði farið fram í tveimur skólastofum. Við fórum svo niður í kyndiklefann, aftast á kirkjuloftinu, þar sem húsvörðurinn sá um að kveikja upp í ofninum á morgnana áður en kennslan hófst. Fékk karlinn hraustustu strákana í skólanum til að bera fyrir sig kolin í strigapokum upp snarbrattan stiga. Eitt sinn kyngdi svo mikl- um snjó niður á kirkjuþakið að kennarinn bað huguðustu strák- ana að fara í kaðli út á þakið til að ýta niður snjóhengjunum. Ég minnist Páls með hlýju og þökk. Björn Björnsson. Páll Helgason - Fleiri minningargreinar um Pál Helgason bíða birt- ingar og munu birtast í blað- inu næstu daga. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, FRIÐGEIR EIRÍKSSON verkstjóri, lést á Hrafnistu Reykjavík mánudaginn 1. nóvember. Útför hans fer fram frá Kópavogskirkju mánudaginn 8. nóvember klukkan 13. Streymt verður frá athöfninni, https://youtu.be/iyfLafWL9Nk Theodór S. Friðgeirsson María Garðarsdóttir Eiríkur I. Friðgeirsson Guðrún Sigurðardóttir Ísabella Friðgeirsdóttir Bryndís G. Friðgeirsdóttir Már Óskarsson Guðmann Friðgeirsson Ingigerður Friðgeirsdóttir Egill Þorláksson barnabörn og langafabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN RAGNA VALDIMARSDÓTTIR, Stella, lést á hjúkrunarheimilinu Sléttunni þriðjudaginn 2. nóvember. Útför fer fram í Háteigskirkju fimmtudaginn 11. nóvember klukkan 13. Björn Kr. Gunnarsson Arndís Ármann Ásta Gunnarsdóttir Margrét Ármann Halldór Jensson Gunnar Óðinn Einarsson Valdimar Ármann Gunnar Friðrik Eðvarðsson Stella María Ármann Sigurður Stefánsson og barnabarnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍN JÓHANNA ÁGÚSTSDÓTTIR, Ellý frá Aðalbóli, Vestmannaeyjum, áður til heimilis á Kleppsvegi 62, andaðist á Hrafnistu miðvikudaginn 13. október. Jarðarförin fer fram frá Langholtskirkju þriðjudaginn 9. nóvember klukkan 13. Bjarni Sighvatsson Auróra Friðriksdóttir Viktor Sighvatsson Jóna Margrét Jónsdóttir Ásgeir Sighvatsson Hilda Torres Elín Sighvatsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Okkar ástkæri SKÚLI H. FLOSASON lést 1. nóvember. Útförin fer fram í kyrrþey. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Akureyri. Þóra Björk Sveinsdóttir Kristín Heiða, Eyrún og Nanna Hlín makar, barnabörn og langafabarn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÓSKAR HALLGRÍMSSON, lést á hjartadeild Landspítalans laugardaginn 23. október. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Hallgrímur Óskarsson Isabella Kasper Heimir Þór Óskarsson Hugrún Ósk Óskarsdóttir Guðlaugur Eyjólfsson Edda, Brynja og Saga Móðir mín og tengdamóðir, INGIBJÖRG JÓHANNESDÓTTIR, Inga á Grund, Miðgrund, lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki 3. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar. Ása Gísladóttir Þórarinn Illugason

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.