Morgunblaðið - 06.11.2021, Síða 47

Morgunblaðið - 06.11.2021, Síða 47
DÆGRADVÖL 47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 2021 Útsölustaðir: Apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna. DLUX 300 Handhægt og bragðgott 3000 AE í hverjum úða • Sykurlaus munnúði • Piparmyntubragð • 3ja mánaða skammtur • Óhætt að nota ámeðgöngu og meðan á brjóstagjöf stendur Vítamín í munnúðaformi skila hámarksupptöku í gegnum slímhúð í munni sem gerir þau afar hentug í notkun. „FISKUR DAGSINS ER SAMLOKA MEÐ RÆKJUSALATI OG EGGJUM. HÚN KOSTAR ÞÚSUNDKALL.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ... að njóta náttúrunnar saman. VERÖLDIN ER HÆTTULEGUR STAÐUR. ÉG VIL HELDUR VERA ÖRUGGUR HÉR HEIMA ÁÁÁI! SMELL! ÞEGAR ÉG RÆÐST INN, RÆNI OG RUPLA Í KASTÖLUM ER MÉROFT BLÓTAÐ Í SANDOG ÖSKU AFÓVINUM MÍNUM… ÞÁ ÞARF ÉG AÐ BRYNJA MIG SVO ÞEIR SÆRI EKKI TILFINNINGAR MÍNAR! ÞAÐ ER NAUÐSYNLEGT AÐ SETJA MÖRK, SONUR SÆLL! „Í NEYÐ MÁ LÍKA NOTA ÞETTA SEM HANDSPRITT.“ ILMVATN bókmenntir, leikhús, bridge og tón- list, og fjölskylda og vinir skipa mjög stóran sess í lífi mínu. Eftir að maðurinn minn varð bráðkvaddur er auðvitað mikið tómarúm en ég kýs að horfa fram á við og halda í lífsgleðina.“ Fjölskylda Eiginmaður Katrínar var Val- garður Egilsson, f. 20.3. 1940, d. 17.12. 2018, læknir og rithöfundur. Þau voru búsett í 101 Reykjavík þar sem Katrín býr enn. Foreldrar Val- garðs voru hjónin Egill Áskelsson bóndi, kennari og hreppstjóri, f. 28.2. 1907, d. 25.1. 1975, og Sigur- björg Guðmundsdóttir húsmóðir, f. 22.8. 1905, d. 10.12. 1973. Þau bjuggu lengst af í Hléskógum, Grýtubakkahreppi, S-Þing., síðar í Reykjavík. Börn Katrínar og Valgarðs eru 1) Jórunn Viðar læknir, f. 16.6. 1969, gift Arnari Þór Guðmundssyni lækni, þau eru heimilislæknar á Sel- fossi. Börn þeirra eru Valgarður Uni, Katrín Ásta og Ásgrímur Hrafn; 2) Einar Vésteinn, f. 26.6. 1973, d. 3.3. 1979; 3) Vésteinn, ráð- gjafi, stuðningsfulltrúi og sagnfræð- ingur í Reykjavík, f. 12.11. 1980, heitkona hans er Ingibjörg Dögg Kristinsdóttir. Börn hans og Gunn- varar Rósu Eyvindardóttur eru Eldey Gígja og Bragi Bergþór Við- ar; 4) Einar Steinn, B.A. í ensku og þýðandi í Reykjavík, f. 22.8. 1984, kvæntur Katerynu Izotovu. Stjúp- dóttir Katrínar er Arnhildur Val- garðsdóttir, píanóleikari og organ- isti, f. 17.8. 1966, dóttir hennar er Ágústa Dómhildur. Systkini Katrínar eru Lárus Fjeldsted, f. 14.1. 1942, fyrrv. for- stjóri Optima í Reykjavík, og Lovísa Fjeldsted, f. 20.8. 1951, sellóleikari í Reykjavík. Foreldrar Katrínar voru hjónin Lárus Fjeldsted, forstjóri Optima í Reykjavík, f. 30.8. 1918, d. 9.3. 1985, og Jórunn Viðar, tónskáld og píanó- leikari í Reykjavík, f. 7.12. 1918, d. 27.2. 2017. Katrín Fjeldsted Andrés Fjeldsted bóndi á Hvítárvöllum Sesselja Kristjánsdóttir húsfreyja á Hvítárvöllum í Borgarfirði Lárus Fjeldsted hæstaréttarlögmaður í Reykjavík Lovísa Fjeldsted húsfreyja í Reykjavík Lárus Fjeldsted forstjóri Optima í Reykjavík Ágúst Þorsteinsson kaupmaður í Reykjavík Katrín Þorsteinsdóttir húsfreyja í Reykjavík Indriði Einarsson endurskoðandi og rithöfundur í Reykjavík Marta María Pétursdóttir Guðjohnsen húsfreyja í Reykjavík Einar Viðar bankaritari og söngvari í Reykjavík Katrín Viðar píanókennari í Reykjavík, rak áður hljóðfæraverslun Katrínar Viðar í Lækjargötu Jón Steindór Norðmann kaupmaður á Akureyri Jórunn Einarsdóttir frá Hraunum í Fljótum, húsfreyja á Akureyri og síðar í Reykjavík Ætt Katrínar Fjeldsted Jórunn Viðar tónskáld og píanóleikari í Reykjavík Gátan er sem endranær eftir Guðmund Arnfinnsson: Ég hygg þar sé heyrandi nær. Á héraði er þessi bær. Í flaustri ég verkið vann. Ég vafra um melhrygg þann. „Þá er það lausnin,“ segir Harpa á Hjarðarfelli: Oft er í holti heyrandi nær. Holt mun vera þessi bær. Holt og bolt ég verkið vinn. Víða holt á landi finn. Eysteinn Pétursson svarar: Oft er í holti heyrandi nær. Holt var kallaður Þóris bær. Holt og bolt mun ég hamra nóg. Á holtinu sé ég nú engan skóg. Þessi er lausn Guðrúnar B.: Í holti heyrandi finnst. Holt er bær í sveit. Holt og bolt verkið vinnst. Vafrað um holt í leit. Þessi er lausn Helga R. Ein- arssonar: Í holti er heyrandi nær. Holt nefna bæi má. Holt og bolt verkið ’ann vann. Ég vafra um holtinu á. Sjálfur skýrir Guðmundur gát- una þannig: Í holti er heyrandi nær. Holt í Fellum er bær. Verkið ég vann holt og bolt. Ég vafra um þetta holt. Þá er limra: Hallvarður gamli í Holti var heilmikill drykkjubolti, sá kóni á bar oft kengfullur var og kyngdi þá sínu stolti. Og síðan er ný gáta eftir Guð- mund: Iðunn kæra, lið mér ljá, ljósið skært svo megi sjá, lopann teygja lengi má, lausn á gátu vil nú fá: Kann að vera unnin ull. Erkiflón, sem þylur bull. Grastoppur, sem klæðir klett. Kannski torf í veggi sett. Þessi limra „flaut með“ lausn Helga á gátunni: Pétur lét sér það lynda er Lauga vildi hann binda við baslið í búskap, barneignir, hjúskap, með kindur og kýr t.a.m. Theódóra Thoroddsen orti: Það á svo margur maður bágt, mig hefur furðað tíðum hvað þeir gátu grátið lágt í gaddi og krapahríðum. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Það er margt holtið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.