Morgunblaðið - 06.11.2021, Page 50

Morgunblaðið - 06.11.2021, Page 50
50 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 2021 Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Söngfugla kallar Katrín Elvars- dóttir sýningu sína með nýjum verk- um sem verður opnuð í Sverrissal Hafnarborgar á morgun, sunnudag, klukkan 14. Að vanda vinnur Katrín með ljósmyndamiðilinn á huglægan hátt og hér með myndum sem hún tók á sínum tíma á Kúbu. Þar skrá- setti hún umhverfið á eyjunni, til að mynda byggingar í niðurníðslu en einnig söngfugla í búrum sem urðu svo víða á vegi hennar. Rík hefð er fyrir því að halda söngfugla á eynni og er það hluti af menningararfleifð eyjarbúa; litlir gleðigjafar í skraut- legum búrum á fáskrúðugum, tóm- legum heimilum. Ef til vill er ætl- unin að gefa í skyn ákveðin lúxus með fuglahaldinu og breiða með því yfir bágindi og skort. Sýningarstjóri Söngfugla Katr- ínar er Daría Sól Andrews og segir hún í texta sem fylgir verkunum úr hlaði að í þeim fangi Katrín „djúp- stæða einsemd og armæðu. Og þó er þráin í ríkidæmi, jafnt andlegt og efnislegt, áberandi í myndunum. Ljósmyndirnar eru kornóttar og ófullkomnar, litunum hefur verið snúið við og þessar negatífu myndir láta í ljós annarlega litatóna sem glæða hið dulúðuga land lífi.“ Samhliða opnun sýningarinnar kemur út bókverk Katrínar með sama heiti. Bók og sýning ólík „Þetta er gamalt efni sem ég hef átt í nokkur ár en hef mikið hugsað um undanfarið, eða frá því Trump var forseti Bandaríkjanna og um- ræðan um hugmyndir hans um að reisa múr á landamærunum stóð hvað hæst,“ segir Katrín um verkin. „Þá fór ég að hugsa um fólk sem býr við einræði og er lokað inni í landi sínu. Það leiddi hugann að öllu því efni sem ég átti frá Kúbu, þar á meðal fjölda mynda af fuglum í búr- um, en hafði aldrei sýnt. Þegar Covid-faraldurinn skall síðan á fannst mér það verða enn meira að- kallandi að vinna úr þessu efni, þeg- ar við vorum líka orðin innilokuð á eyju – þótt við höfum ekki haft það jafn slæmt og fólk á Kúbu.“ Þegar Katrín byrjaði að vinna úr myndefninu fór hún fyrst að móta með Ármanni Agnarssyni hönnuði bókina sem kemur nú út. „Í henni eru mestmegnis fuglarnir en hér á sýninguni er líka annað efni, mest frá Havana, af byggingum og um- hverfi þar. Það er allt önnur upplifun að skoða bók eða fara á sýningu. Ég hugsaði um sýninguna sem heim sem gengið er inn í. Guli liturinn á veggjunum er til að mynda mjög al- gengur á Kúbu. Þá eru á einum vegg myndir sem ég tók stafrænt en á öðrum eru filmumyndir teknar af fuglum á Holgu-myndavél, á þeim er annað yfirbragð.“ Þótt Katrín sé að vinna úr mynd- efni frá Kúbu þá er hún ekki heim- ildaljósmyndari heldur vinnur úr myndunum á huglægari hátt. Hún segir hefðbundnar ljósmyndir af eyj- unni mikið fást við það sama, pastel- litina og gamla bílskrjóða, og fyrst eftir að hún tók þar sínar myndir hafi henni fundist hún vera með sömu myndir og aðrir. „En svo fór ég að átta mig á því að ég átti til að mynda tugi mynda af fuglum í búr- um, teknar víða á Kúbu, og ég fann mína leið með myndefnið.“ Þetta er alls ekki neitt póstkort af Kúbu? „Nei, hér má sjá mínar tilfinn- ingar og hugsanir um þennan heim,“ segir Katrín. „Bæði á heimilum og á veitingastöðum eru búr með skraut- fuglum og mér fannst það svo sér- stakt því íbúarnir eru sjálfir innilok- aðir, á þessari eyju.“ Innilokaðir fuglar og einsemd á Kúbu - Sýning Katrínar Elvarsdóttur, Söngfuglar, í Hafnarborg og samnefnd bók kemur út - „Íbúarnir eru sjálfir innilokaðir, á þessari eyju,“ segir Katrín um verkin sem sýna skrautfugla í búrum Morgunblaðið/Einar Falur Söngfuglar „Hér má sjá mínar tilfinningar og hugsanir um þennan heim,“ segir Katrín Elvarsdóttir. Í aðalsal Hafnarborgar á efri hæð- inni verður á morgun, sunnudag, kl. 14 opnuð sýningin Lengi skal mann- inn reyna, yfirlitssýning á verkum eftir Þorvald Þorsteinsson (1960- 2013) í sýningarstjórn Ágústu Krist- ófersdóttur og Guðrúnar Pálínu Guðmundsdóttur. Sýningin er unnin í samstarfi við Listasafnið á Akur- eyri og eignasafn Þorvaldar Þor- steinssonar. Á sýningunni getur að líta fjölbreytt úrval verka; skúlptúra, inn- setningar, mál- verk og mynd- bandsverk og fleira sem varpa ljósi á þennan fjölhæfa lista- mann og það hvernig hann vann verk sín í tengslum við sam- félagið. Þorvaldur hefði orðið sex- tugur þann 7. nóvember 2020. Helena Jónsdóttir verður með for- leiðsögn um sýninguna klukkan 13. Afkastamikill og fjölhæfur Þorvaldur Þorsteinsson var af- kastamikill listamaður og kennari sem nýtti sér flesta miðla í list- sköpun. Auk þess að fást við mynd- list samdi hann skáldsögur, leikrit, ljóð og tónlist og varð landsþekktur fyrir Vasaleikhúsið sem flutt var í Ríkisútvarpinu 1991 og síðar sýnt í sjónvarpi. Skáldsaga hans, Skila- boðaskjóðan, sló einnig rækilega í gegn þegar hún kom út árið 1986 og var síðar færð í leikbúning og sýnd í Þjóðleikhúsinu sem söngleikur árið 1993. Fjórar bækur Þorvaldar um Blíðfinn hafa verið þýddar á fjölda tungumála og Borgarleikhúsið setti upp leikrit hans And Björk, Of Co- urse… árið 2002. Hann hélt fjöl- margar einkasýningar, jafnt á Ís- landi sem erlendis, og tók þátt í alþjóðlegum samsýningum víða um heim. Áhersla á húmor og næmi Í samtali í Morgunblaðinu þegar fyrri útgáfa sýningarinnar var sett upp í Listasafninu á Akureyri í fyrra sagði annar sýningarstjórinn, Guð- rún Pálína Guðmundsdóttir, að í vali verkanna væri lögð áhersla á „húm- orinn og næmi Þorvaldar á sam- félagið og einstaklinginn“. Þess má geta að í Hafnarborg verða að hluta sýnd verk sem voru ekki fyrir norð- an, til að mynda úrval alls kyns skissa og teikninga Þorvaldar. Guðrún Pálína sagði aðdragand- ann að sýningunni hafa verið langan en skipulagning hennar hófst árið 2017 þegar setja átti upp smærri sýningu með verkum Þorvaldar. Mikill hluti verkanna er úr eigu Helenu, ekkju Þorvaldar. „Hún kom með mikið af nýjum verkum sem ekki hafa verið sýnd hér og flest þeirra hefur enginn séð nema þau tvö,“ sagði Guðrún Pálína. „Sýningin spannar feril Þorvaldar og sýnir fjölbreytileika hans og hugsanir. Hann hafði einstakt skop- skyn og næmi fyrir staðsetningu og hlutverki einstaklingsins í samfélag- inu.“ Og hún nefndi sem dæmi myndaseríuna „A-vaktina“, sem er í eigu Slökkviliðs Reykjavíkur og sýn- ir alla vega búninga tengda slökkvi- liðinu. „Hann sýnir hvað viðhorf okkar gagnvart einhverjum breytast eftir því hvort hann er í einkennis- búningi eða ekki. Hann vinnur með þetta með einstöku næmi.“ Margir kannast við titil sýning- arinnar, Lengi skal manninn reyna . Þorvaldur notaði þetta orðatiltæki í Ósómaljóðum sínum sem eru þekkt í flutningi Megasar. „Þegar við þurft- um að finna titil á sýninguna þá vild- um við hafa eitthvað sem væri tengt einhverju sem hann hafði gert og þetta varð fyrir valinu eftir miklar vangaveltur,“ sagði Guðrún Pálína um tilurð titilsins. Viðamikil sýning á verkum Þorvaldar Þorsteinssonar - Fjölbreytileg verkin varpa ljósi á sköpun listamannsins Ljósmynd/Áslaug Íris Fjölbreytileg Hér má sjá nokkur verka Þorvaldar á sýningunni, „Kvöld- ferð“ (1987), „Fyrirbænastól“ (2004) og svo „Maríumyndir“ (1996). Þorvaldur Þorsteinsson Óbóið og tónskáldin okkar er yfir- skrift tónleika í 15:15 tónleikasyrp- unni í Breiðholtskirkju í dag laug- ardag, kl. 15.15. Þar leikur Eydís Franzdóttir óbóleikari efnisskrá sem saman stendur af fjölbreyttum verkum íslenskra tónskálda fyrir einleiksóbó, ýmist með eða án hljóð- upptaka. Verkin eru eftir John Speight, Svein Lúðvík Björnsson, El- ínu Gunnlaugsdóttur, Hafdísi Bjarnadóttur, Þuríði Jónsdóttur og Hauk Tómasson og hafa öll verið samin fyrir Eydísi eða frumflutt af henni. „Á tónleikunum verður frumflutt verk Hauks Tómassonar Flux 2 fyrir óbó og hljóðupptöku. Verkið er sam- ið fyrir 1-8 hljóðfæri; flautu, óbó, klarínett, slagverk, hörpu, píanó, fiðlu, selló og samsetta hljóðupptöku leikna á hljóðfærin. Mögulegt er að flytja verkið sem einleiksverk hvers þessara hljóðfæra eða í öllum mögu- legum samsetningum þeirra,“ segir í tilkynningu. Eydís lauk burtfarar- prófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og stundaði framhalds- nám í London. „Hún hefur verið virk í íslensku tónlistarlífi m.a. sem óbó- leikari Caput-hópsins og blásara- oktettsins Hnúkaþeys, auk þess að leika með fjölmörgum öðrum hóp- um. Hún hefur verið frumkvöðull í flutningi nútímatónlistar fyrir óbó og hefur fjöldi innlendra og er- lendra tónskálda skrifað verk fyrir hana.“ Tónleikarnir eru um klukku- stund að lengd. Miðasala er á tix.is og við innganginn. Óbóið og tónskáldin okkar Óbóleikari Eydís Franzdóttir. Fyrstu WindWorks-tónlistarhátíð- inni, sem hóf göngu sína 23. októ- ber sl., lýkur um helgina. Boðið verður upp á tvenna tónleika í dag, laugardag, í Listasafni Íslands. Á fyrri tónleikum dagsins, sem hefjast kl. 13 leika Pamela De Sensi og Karen Karólínudóttir tónsmíðar eftir Nino Rota sem hann samdi innblásinn af myndinni Guðföðurn- um. Á seinni tónleikum dagsins, sem hefjast kl. 14, kemur Aulos Flute Ensemble fram og leikur tón- list eftir Ingibjörg Azima, færeyska tónskáldið Unni Paturson og frum- flytja verkið Draumar í lit eftir Ásbjörgu Jónsdóttur. Hvor við- burður er um 30 mínútur að lengd. Tónlistarhátíðinni WindWorks að ljúka Flautur Aulos Flute Ensemble kemur fram á tónleikum í Listasafni Íslands í dag kl. 14.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.