Morgunblaðið - 06.11.2021, Page 53

Morgunblaðið - 06.11.2021, Page 53
AFP Verðlaunaður Damon Galgut. Suðurafríski rithöfundurinn Dam- on Galgut hlaut hin virtu ensku bókmenntaverðlaun Booker í vik- unni fyrir bók sína The Promise sem segir af hvítri fjölskyldu í Suð- ur-Afríku við enda aðskilnaðar- stefnunnar, apartheid. Dómnefnd segir í umsögn sinni að skáldsagan sé stórkostlegt dæmi um hvernig hægt sé að fá fólk til að endurhugsa hlutina og sjá í nýju ljósi og líkir henni við verk Williams Faulkner og Virginiu Woolf. Galgut hlýtur að launum 50 þús- und sterlingspund, jafnvirði um níu milljóna króna. The Promise er ní- unda skáldaga hans og er hann þriðji suðurafríski rithöfundurinn sem hlýtur verðlaunin, skv. frétt á vef dagblaðsins The Guardian. Galgut hlaut Booker-verðlaunin MENNING 53 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 2021 „Sýningin átti upphaflega að vera eitt langt skemmtiprógramm, en hef- ur smám saman breyst yfir í það að vera mun persónulegri og ljúfsárari sýning. Mig langaði til að sækja á djúpið og hleypa fólki aðeins nær mér. Það má því lýsa þessu sem nokkurs konar lífsskoðun leikara þar sem ég horfist í augu við sjálfan mig, ferilinn og ýmsa góðkunningja sem hafa fylgt mér og íslensku þjóðinni í gegnum árin, rifja upp gömul og góð kynni og horfir fram á veginn,“ segir Örn Árnason um sýninguna Sjitt ég er 60+ sem hann frumsýnir í Leik- húskjallara Þjóðleikhússins í kvöld kl. 19. Sýningin átti upphaflega að fara á svið snemma árs 2020, en frestaðist vegna heimsfaraldursins. „Í millitíð- inni er ég því orðinn 62 ára,“ segir Örn og tekur fram að auðvitað sé hann og hafi alltaf verið á besta aldri. „Mér finnst samt svolítið skrýtin til- hugsun að ég eigi aðeins fimm ár í að verða löggilt gamalmenni. Tíminn fer að styttast í annan endann til að gera eitthvað skemmtilegt, en þessi sýn- ing er fyrst og fremst hugsuð til að skemmta sjálfum mér og gera ýmis- legt sem ég hef ekki fengið að gera upp á hinu stóra sviði. Ég hef til dæmis aldrei leikið Hamlet,“ segir Örn og tekur fram að sér hafi fundist áhugavert að máta einræður Ham- lets við sinn aldur. „Svo syng ég líka töluvert í sýningunni, meðal annars nýtt Eurovisionlag,“ segir Örn og tekur fram að honum til halds og trausts sé Jónas Þórir Þórisson pí- anóleikari, en þeir hafa unnið tölu- vert saman í gegnum árin. Leikhúsið veitir næringu „Mér finnst George Bernard Shaw hafa hitt naglann á höfuðið þegar hann sagði: „Við hættum ekki að leika okkur af því að við verðum gömul. Við verðum gömul ef við hættum að leika okkur.“ Þessi setn- ing hefur verið leiðarljósið í þessu uppistandi mínu,“ segir Örn og tekur fram að sýningin sé bæði lausbeisluð og organísk. „Aldur á ekki að skipta máli nema maður sé ostur eða fiskur. Ef líf og heilsa leyfir þá er maður alltaf á besta aldri,“ segir Örn. Ekki er hægt að sleppa Erni án þess að spyrja hvernig Leikhúskjallararinn henti sem sýningarrými fyrir uppistandið. „Þetta er frábært rými og gott að vera hérna. Það er líka notalegt að hafa áhorfendur svona nálægt sér,“ segir Örn en áhorfendur sitja við borð sem dreift er kringum sviðið. „Leikhúsið, það að koma fram og tala við fólk og skemmta hefur alltaf gefið mér mikla næringu. Sumum leik- urum finnst erfitt að koma fram, en það hef ég aldrei upplifað. Ég kem alltaf endurnærður heim eftir leik- sýningar.“ silja@mbl.is „Langaði að sækja á djúpið“ - Sjitt ég er 60+ nefnist kvöldstund með Erni Árnasyni - „Ljúfsár sýning“ Ljósmynd/Atli Þór Alfreðsson Líf „Aldur á ekki að skipta máli nema maður sé ostur eða fiskur. Ef líf og heilsa leyfir þá er maður alltaf á besta aldri,“ segir Örn Árnason. Pottþétt fimm í fötum er yfirskrift opnunarsýningar hins gamalgróna Gallerys Ports í nýju húsnæði að Laugavegi 32 í dag, laugardag, klukkan 16. Um er að ræða stóra samsýningu með verkum fimm listamanna, þeirra Auðar Ómars- dóttur, Árna Más Erlingssonar, Baldurs Helgasonar, Hönnu Dísar Whitehead og Helga Þórssonar. Öll sýna þau ný verk úr fjölbreyti- legum efnivið. Gallery Port var rekið í rúmlega fimm ár í bakhúsi að Laugavegi 23b en nýja húsnæðið er stærra og að sögn aðstandenda glæsilegt. Nýjum sal fylgja nýjar áskoranir en að sögn eins stofnendanna, Árna Más sem líka er einn sýnenda nú, þá mun áfram vera unnið með fjöl- breyttum hópi listafólks að því að koma nýrri og spennandi list til al- mennings og vera miðstöð grasrót- arinnar í miðborg Reykjavíkur. Árni Már segir að bæði hafi eldra plásið verið sprungið utan af starf- seminni og svo á að fara að gera húsið upp svo þau hafi þurft að flytja. „Við erum miklu sýnilegri á nýja staðnum. Við erum með tvo innganga, frá Laugarvegi og úr portinu, en planið er að vera með tvö sýningarými,“ segir hann en annað verður lagt undir þá nýjung í starfseminni að þar verður upp- lagsgallerí sem verður sérhæft í prentverkum og með reglulegar sýningar. „Það verða kannski sýningar settar upp á tveggja mánaða fresti en í aðalgalleríinu verður svo sama keyrsla og áður, fullt af sýningum,“ segir Árni. Listamennirnir sem sýna nú með Árna hafa allir sýnt áður í Porti. „Og við stefnum á að vinna meira með þeim. Hægt og rólega ætlum við að fara að vinna með kjarna af listamönnum,“ segir hann. „Þetta verður mikið stuð!“ „Þetta verður mikið stuð!“ - Fyrsta sýningin í Gallery Porti á nýjum stað Morgunblaðið/Unnur Karen Listamennirnir Helgi Þórsson, Árni Már Erlingsson, Baldur Helgason, Hanna Dísa Whitehead og Auður Ómarsdóttir í nýja sýningarsalnum. Strengjasveitin ZHdK Strings kem- ur ásamt þremur íslenskum einleik- urum fram á tónleikum í Norður- ljósum Hörpu á morgun kl. 16 undir merkjum Sígildra sunnudaga. Ein- leikararnir eru fiðluleikararnir Ísak Ríkharðsson og Sólveig Steinþórsdóttir og píanóleik- arinn Þóra Kristína Gunnarsdóttir, en þau eru öll fyrrverandi nem- endur við Tónlistarháskólann í Zürich. Á efnisskránni eru Souven- ir d’un lieu cher op. 42 eftir Tsjaj- kovskíj, Poème op. 25 eftir Ernest Chausson, Konzert-Allegro mit Introduktion op. 134 eftir Robert Schumann og Oktett op. 20 eftir Felix Mendelssohn. „Strengjasveitin ZHdK Strings er fjölþjóða hljómsveit skipuð nokkrum af bestu nemendum Tón- listarháskólans í Zürich í Sviss. Stofnandi hennar og listrænn stjórnandi er Rudolf Koelman, fyrr- verandi konsertmeistari Concert- gebouw-hljómsveitarinnar í Amst- erdam,“ segir í tilkynningu. ZHdK Strings kemur fram á tónleikum í Hörpu á morgun Fjölþjóða hljómsveit Stofnandi ZHdK Strings og listrænn stjórnandi er Rudolf Koelman, fyrrverandi konsertmeistari Concertgebouw og einn af síðustu nemendum Jascha Heifetz. „Afmælisveisla er 42. sýningin sem haldin verður í Mid- punkt, en hún markar líka þau tímamót að Mid- punkt verður þriggja ára gamalt menningarrými. Af þessu tilefni munu aðstandendur og sýningar- stjórar Midpunkt nýta tækifærið og sýna sín eigin verk,“ segir í tilkynningu. Sýnendur eru Jo- anna Pawlowska, Ragnheiður Sigurðardóttir Bjarnarson, Sveinn Snær Kristjánsson og Snæbjörn Brynjarsson. Sýningin er opnuð í dag kl. 16 og stendur til 14. nóvember. Afmælisveisla í Midpunkt í dag Snæbjörn Brynjarsson Rithöfundurinn Mohamed Mbougar Sarr frá Senegal hreppti Concourt- verðlaunin í ár, elstu og virtustu verðlaun sem höfundar sem skrifa á frönsku geta hlotið. Sarr er 31 árs gamall og yngstur til að hljóta verðlaunin í 45 ár, og er hann fyrstu höfunda frá sunnanverðri Afríku til að hreppa þau. Verð- launasagan nefnist La plus secrète mémoire des hommes (Mesta leynd- armál manna). Hún fjallar um ung- an senegalskan rithöfund í París sem finnur skáldsögu frá 1938 og hefur hún mikil áhrif á líf hans. Verðlaunaféð er aðeins 10 evrur en bækur sem hreppa þau seljast venjulega afar vel í kjölfarið, í allt að 400.000 eintökum. Mohamed Mbougar Sarr fékk Goncourt AFP Verðlaun Sarr er frá Senegal og aðeins 31 árs gamall, yngstur verðlaunahafa í 45 ár. Hallveig Rúnarsdóttir og Árni Heimir Ingólfsson munu syngja og spila á síðustu stofutónleikum Gljúfrasteins að sinni á morgun, sunnudag, kl. 16. Á efnisskránni verða verk eftir Gabriel Fauré, Atla Heimi Sveins- son, Jón Ásgeirsson og Francis Poulenc. Miðar verða seldir í safn- búðinni á Gljúfrasteini samdægurs. Miðaverð er 3.500 krónur. Árni Heimir Ingólfsson Hallveig Rúnarsdóttir Stofutónleikar á Gljúfrasteini

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.