Morgunblaðið - 27.11.2021, Síða 18

Morgunblaðið - 27.11.2021, Síða 18
Morgunblaðið/Eggert Starfsaldursforseti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hefur stýrt fundum Alþingis síðustu daga og gerir einnig á næsta fundi sem verður 1. desember. „Framtíðin er til þess að móta hana,“ sagði Guðni Th. Jó- hannesson, forseti Íslands, í ræðu sinni við 152. löggjaf- arþings Alþingis, sem var sett síðastliðinn þriðjudag. Að leiða til lykta álitamál við talningu atkvæða í Norðvest- urkjördæmi var verkefni þingfunda vikunnar, sem nú hefur verið frestað til 1. desember. Gera má ráð fyrir að þá verði ný ríkisstjórn tekin við völdum, en hlutverka- skipan á þingi tekur mið af því. Sem starfsaldursforseti hefur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir stýrt fundum Alþingis síðustu daga og mun gera það einnig 1. desember. Fara þarf aftur til árs- ins 1956 til þess að finna dæmi um að starfsaldursforseti stýri fundi á svo löngum tíma, sem aftur ræðst af þeim óvenjulegu aðstæðum sem hafa verið uppi. Stóra málið sem bíður þingheims nú er afgreiðsla fjár- laga fyrir næsta ár. Með því eru lagðar lagðar í ríkis- rekstri og því hvernig samfélagið skuli vera, þá sam- kvæmt niðurstöðum kosninga. sbs@mbl.is Stemning Á fimmtudagskvöld kaus Alþingi um tillögur undirbúningskjörbréfanefndar. Katrín Jakobsdóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fögnuðu innilega þegar niðurstöður lágu fyrir. Alþingi sett og sam- félagsgerðin mótuð Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Brosmild Guðrún Hafsteinsdóttir er ein fjölmargra nýrra fulltrúa sem nú taka sæti á Alþingi. 18 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 2021 „Ég er mjög hamingjusamur í þessu nýja hlutverki og hef verk að vinna. Móttökurnar sem ég hef fengið eru góðar, bæði af hálfu þingmanna og starfsmanna þings- ins,“ segir Tómas Tómasson al- þingismaður. „Helsta stefnumál okkar í Flokki fólksins er að bæta kjör þeirra sem minnst hafa. Að allir hafi úr að spila 350 þúsund krónum á mánuði er okkar helsta stefnumál og ætli jómfrúarræða mín verði ekki einmitt eitthvað á þeim nótum.“ Eftirtekt vakti þegar höfgi sótti á Tómas á þingfundi, eins og ljós- mynd náðist af. „Ég hlustaði á ræður þingmanna um kjörbréfa- málið sem voru hver annarri lík- ari. Einbeiting mín var svo mikil að ég sofnaði í andartak og viður- kenni slíkt fúslega.“ Morgunblaðið/Eggert Alþingi Tómas Tómasson dottaði eitt andartak undir ræðuhöldunum. Tómas sofnaði af ein- beitingu í þingsalnum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Heit Nýir þingmenn skrifuðu undir drengskaparheit, Sigmar Guðmundsson í Viðreisn þeirra á meðal. Kristrún Frostadóttir, Samfylkingu, fylgist með. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Samstíga Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæð- isflokks, og Þórunn Sveinbjarnardóttir, Samfylkingu. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Áhugasöm Jakob Frímann Magnússon og Þórdís Kol- brún Reykfjörð Gylfadóttir. Kjartan Magnússon fremst. Morgunblaðið/Eggert Garðbæingarnir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Ís- lands, og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Morgunblaðið/Eggert Fylking Þingsetning hefst jafnan með messu í Dómkirkjunni. Hér sést gengið til kirkju og á myndinni eru, frá vinstri talið, Sigmar Guðmundsson, María Rut Kristinsdóttir, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, Stefán Vagn Stef- ánsson, Bjarni Jónsson, Guðbrandur Einarsson, að baki honum eru Bergþór Ólason og Anna Kolbrún Árnadóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.