Morgunblaðið - 27.11.2021, Side 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 2021
SVARTUR
FÖSTUDAGUR
30%
AFSLÁTTUR AF ÖLLUM
VÖRUM ALLA HELGINA
KÓÐI Í VEFVERSLUN:
SVARTUR
LINDESIGN.IS
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Útlit er fyrir að vínbúð ÁTVR í
miðbæ Reykjavíkur verði flutt úr
Austurstræti og út á Granda. Sig-
rún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðar-
forstjóri ÁTVR, sagði í svari við
fyrirspurn Morgunblaðsins í gær að
húsnæðið á Fiskislóð 10, þar sem
Íslandsbanki var áður til húsa, hafi
uppfyllt skilyrði um staðsetningu og
þær kröfur sem gerðar voru í aug-
lýsingu ÁTVR á dögunum.
„Næsta skref er að fara í við-
ræður við eigendur húsnæðisins á
Fiskislóð 10 og sjá hvort samningar
nást. Það verður ekki fyrr en niður-
staða liggur fyrir úr þeim viðræðum
að ákvörðun verður tekin um opnun
nýrrar vínbúðar og þá hugsanlega
lokun á vínbúðinni í Austurstræti,“
segir Sigrún.
Eins og komið hefur fram voru
fjórar staðsetningar boðnar fram
þegar ÁTVR auglýsti nýverið eftir
að taka á leigu húsnæði fyrir vín-
búð. Voru þær á Kirkjusandi, Fiski-
slóð, Hallveigarstíg 1 og í JL-
húsinu við Hringbraut.
Talsverður kurr hefur verið yfir
þessum tíðindum á samfélags-
miðlum og netmiðlum. Margir hafa
gert athugasemdir við að vínbúð
verði flutt úr miðbænum og út á
Granda en það komi sér illa fyrir þá
sem ekki ferðast með bíl. Sigrún
segir við Morgunblaðið að ólíklegt
sé að búðin í Austurstræti verði
áfram opin ef samningar nást um
nýtt húsnæði á Fiskislóð.
hdm@mbl.is
Útlit fyrir að vínbúðin fari úr
miðbænum og út á Granda
- Viðræður um húsnæði á Fiskislóð - Margir óánægðir
Morgunblaðið/sisi
Breytingar Vínbúðin í Austurstræti
þykir óhentug fyrir áfengissölu.
Lögreglan á Suðurlandi varaði í gær
fólk við þeim hættum sem eru af ferð-
um um vatnasvið Grímsvatna, annars
vegar vegna sigs íshellunnar og
jökulsprungna sem myndast við slíkt
sig, og hins vegar vegna afleiðinga
eldgoss sem ekki er hægt að útiloka
að fylgi í kjölfar hlaups.
„Sig íshellunnar í Grímsvötnum
getur náð 100 metrum sem veldur því
að hættulegar jökulsprungur geta
myndast á ferðaleiðum. Auk þess
geta myndast sprungur yfir hlaupfar-
veginum sem liggur austan við
Grímsfjall og niður Skeiðarárjökul.
Þegar hlaupið kemur undan Skeiðar-
árjökli getur gas losnað úr hlaupvatn-
inu sem fer yfir heilsuverndarmörk,“
segir í tilkynningunni.
Þá sýni dæmin einnig að í lok
jökulhlaupa í Grímsvötnum geti haf-
ist eldgos með tilheyrandi öskufalli.
Mjög hættulegt getur verið að vera
á jöklinum ef eldgos hefst og í sam-
ráði við Jöklarannsóknarfélagið verð-
ur skálum á Grímsfjalli lokað á með-
an ástandið varir.
Varað við
ferðum um
Grímsvötn
- Ekki hægt að úti-
loka að eldgos hefjist
Jólaljós voru tendruð á jólatrénu á Húsavík í
gærmorgun, en vegna samkomutakmarkana
voru ljósin kveikt í tvígang fyrir yngstu íbúa
Húsavíkur. Komu Skyrgámur, Stekkjastaur og
Giljagaur færandi hendi ofan af fjöllum og
gengu með börnunum í kringum jólatréð.
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Ljós tendruð
á jólatré
Húsvíkinga
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins
báru fram fyrirspurn í átta liðum um
Malbikunarstöðina Höfða á fundi
borgarráðs nýverið. Þar var m.a.
spurt um áætlaðan kostnað af flutn-
ingi stöðvarinnar á nýja lóð í Hafnar-
firði. Einnig hvernig flutningarnir
verða fjármagnaðir og hvort borgin
ætli að ganga í ábyrgðir fyrir félagið
í því samhengi.
Þá var spurt hvernig á því stæði að
Höfði skilaði neikvæðri rekstrarnið-
urstöðu á síðasta rekstrarári og
hvort von væri á betri niðurstöðu
fyrir þetta ár. Einnig hvaða áhrif
flutningurinn á nýja lóð myndi hafa á
starfsemina og hvort nýja staðsetn-
ingin væri hugsuð til lengri tíma.
Auk þess var spurt um ástæður þess
að Malbikunarstöðin Höfði var valin
í meirihluta útboða hjá Reykjavík-
urborg en gekk ekki eins vel í útboð-
um hjá Vegagerðinni. Loks hvort
komið hefði til álita að selja stöðina í
stað þess að leggja í kostnaðarsama
flutninga.
„Malbikunarstöðin Höfði er í eigu
Reykjavíkurborgar og borgin kaupir
síðan malbik af þessari stöð sem hún
á sjálf. Í staðinn fyrir að selja þessa
stöð og fara út af þessum markaði,
eins og væri skynsamlegt, þá stefnir
borgin á að flytja hana í Hafnarfjörð.
Það er algjör tímaskekkja að
Reykjavíkurborg sé að reisa og reka
malbikunarstöð. Svo er táknrænt að
ekki tókst að finna heppilega lóð fyr-
ir þessa starfsemi í landi Reykjavík-
ur. Það er mjög sérstakt,“ segir Ey-
þór Arnalds, borgarráðsmaður og
oddviti Sjálfstæðisflokksins í
borgarstjórn, við Morgunblaðið.
Hlutdeild í útboðum úr 73 í 91%
Hann segir það stinga í augun
hvernig Malbikunarstöðinni Höfða
hafi farnast í útboðum Vegagerðar-
innar og Reykjavíkurborgar. Það
eru stærstu aðilarnir í útboðum á
malbikunarmarkaði. Viðskiptaráð
gerði úttekt 2017 þar sem kom fram
að Malbikunarstöðin Höfði, sem er í
eigu borgarinnar, var valin í 73% út-
boða Reykjavíkurborgar vegna mal-
biksyfirlagningar á árunum 2008 til
2016. Athugun á útboðum á árunum
2017-2020 sýndi að hlutdeild Höfða í
útboðum borgarinnar hafði aukist í
91%. Hins vegar fékk Malbikunar-
stöðin Höfði ekki nema eitt verk í út-
boðum Vegagerðarinnar 2017-2020.
„Ég held að það opni fyrir hags-
munaárekstra að vera að bjóða út
malbikun og reka um leið eigin mal-
bikunarstöð sem býður í verk á móti
öðrum,“ segir Eyþór. Hann bendir á
að borgin hafi bundið fé í malbik-
unarstöðinni, ljósleiðaraneti og fleiri
fyrirtækjum.
„Á sama tíma er borgin að taka að
láni tvo milljarða króna í hverjum
mánuði,“ bætir hann við.
Vilja svör um malbikunarstöðina
- Margt varðandi Malbikunarstöðina Höfða vekur spurningar borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
- Furðu vekur að stöðinni gekk vel í útboðum eiganda síns en ekki eins vel í útboðum Vegagerðarinnar
Mogunblaðið/sisi
Malbik Reykjavíkurborg á og rekur malbikunarstöðina Höfða.