Morgunblaðið - 27.11.2021, Page 29

Morgunblaðið - 27.11.2021, Page 29
UMRÆÐAN 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 2021 ÁR 1921-2021 Í Y KKA R ÞJÓNUSTU 10% afsláttur fyrir 67 ára og eldri J afntefli varð í fyrstu ein- vígisskák áskorandans Jans Nepomniachtchi og Magnúsar Carlsen í heimsmeistaraeinvígi þeirra sem hófst í Duabi í Sameinuðu arab- ísku furstadæmunum í gær. Eftir byrjunina fékk Nepo, eins og hann er jafnan kallaður, sem hafði hvítt heldur lakari stöðu ef eitthvað var gegn vel undirbúnum andstæðingi sínum. Þetta er fjórða titilvörn norska heims- meistarans en hann vann titilinn fyrir átta árum og er talinn sig- urstranglegri þó að Nepo sé yfir í innbyrðis viðureignum þeirra. Leikreglur hafa tekið nokkrum breytingum frá síðustu HM- einvígjum; skákum hefur fjölgað úr 12 í 14 og tímamörk eru önnur en keppendur fá 2 klst. hvor til að ljúka 40 leikjum, síðan 1 klst. á næstu 20 leiki og eftir það 15 mín- útur til loka skákarinnar en við 61. leik bætast við 30 sekúndur á hvern leik. Ljóst er að baráttan mun reyna mjög á úthald kepp- enda því hver skák getur staðið í 7 klukkustundir eða meira og undirbúningur þeirra hefur mið- ast við að vera í sem bestu lík- amlegu formi. Að sumu leyti teflir Nepo, fulltrúi mesta stórveldis skáksög- unnar, við niðurlægjandi að- stæður. Rússneska skáksam- bandið heyrir undir íþróttamála- ráðuneyti Rússlands en fulltrúar þjóðarinnar geta ekki keppt undir fána Rússlands á stórviðburðum á borð við Ólympíuleika vegna nið- urstöðu WADA, Alþjóða-lyfja- eftirlitsstofnunarinnar, frá árinu 2019 sem úrskurðaði um skipu- lagt lyfjamisferli rússneskra íþróttamanna. Nepomniactchi verður því að tefla undir skamm- stöfun rússneska skáksambands- ins, CFR. Ef marka má skákina í gær þá ætlar Magnús ekki að mæta kóngspeðsbyrjunum með sikileyj- arvörn eins og hann gerði síðast þegar hann tefldi um titilinn. Hann fórnaði peði í byrjuninni, jafnaði taflið án mikilla vand- kvæða og virtist eiga heldur betri möguleika í miðtaflinu. HM – einvígi í Dubai 2021; 1. skák: Jan Nepomniactchi – Magnús Carlsen Spænskur leikur 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. O-O Be7 6. He1 b5 7. Bb3 O-O 8. h3 Ra5!? Peðsfórn sem þarf ekki að koma svo mjög á óvart. Þó svo að leikurinn sé ekki alveg nýr af nál- inni hefur hann ekki gefist vel. 9. Rxe5 Rxb3 10. axb3 Bb7 11. d3 d5 12. exd5 Dxd5 13. Df3 Bd6 Svartur hefur biskupaparið og lipurt spil fyrir peðið. 14. Kf1 Hfb8 15. Dxd5 Rxd5 16. Bd2 c5 17. Rf3 Hd8 18. Rc3 Rb4 19. Hec1 Hac8 20. Re2 Rc6 21. Be3 Re7 22. Bf4 Leitar eftir uppskiptum en skarpara var 22. Rg3 sem hindrar – Rf5. 22. … Bxf3 23. gxf3 Bxf4 24. Rxf4 Hc6 25. He1 Rf5 26. c3 Rh4 27. He3 Kf8 28. Rg2 Rf5 29. He5 g6 30. Re1 Judit Polgar gagnrýndi þennan leik á Chess24.com og taldi greini- lega betra að valda d3-peðið með 30. Ke2. En sennilega hefði það ekki breytt miklu. 30. … Rg7 31. He4 f5 32. He3 Re6 33. Rg2 b4! 34. Ke2 Hb8 35. Kd2 bxc3 36. bxc3 Hxb3 37. Kc2 Hb7 38. h4 38. … Kf7 Svartur er búinn að ná peðinu til baka en hvíti riddarinn er á leið- inni til c4. Hér mátti reyna 38. ... a5! með hugmyndinni 39. Hxa5?? Rd4+! og vinnur, t.d. 40. Kd1 Hb1+ 41. Kd2 Hcb6 42. cxd4 cxd4! sem hótar hróknum og máti á b2. En hvítur þarf ekki að taka peðið og getur varist með 39. He2. 39. Hee1 Kf6 40. Re3 Hd7 41. Rc4 He7 42. Re5 Hd6 43. Rc4 Hc6 44. Re5 Hd6 45. Rc4 – og hér sömdu keppendur um jafntefli. Nepo fær ekki að tefla undir fána Rússlands Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is AFP Fyrsta skákin. Jan Nepomniachtchi og Magnús Carlsen við taflið í Dubai í gær. Ásgeir Þórarinn Magnússon fæddist 26. nóvember 1921 í Vík í Mýrdal. Foreldrar hans voru hjónin Magnús Jónsson húsa- smíðameistari frá Litlu-Heiði og frú Halldóra Ásmundsdóttir frá Hnappavöllum. Hann var næst- elstur fjögurra systkina, en þrjú þeirra komust til manns. Fjölskyldan fluttist til Reykja- víkur 1924 og bjó fyrstu árin á Njarðargötu 7. Ásgeir lauk stúd- entsprófi úr stærðfræðideild MR 1941, nam um hríð læknisfræði við HÍ en sneri sér alfarið að laga- námi og lauk embættisprófi frá lagadeild HÍ 1951. Að námi loknu var Ásgeir bók- ari Olíufélagsins til 1954 þegar hann var ráðinn forstöðum. Sam- vinnusparisjóðsins. Einnig var hann fjárm.fulltr. forstjóra Sam- bandsins og síðar framkv.stj. skrifstofu Sambandsins í Kaup- mannahöfn og ávann sér gott orð fyrir störf sín. Árið 1958 var hann ráðinn framkv.stj. Samvinnu- trygginga og Líftryggingafélags- ins Andvöku. samningamaður. Frá unga aldri var hann eftirsóttur til ýmissa trúnaðar- og stjórnunarstarfa, var meðal annars í Stúdentaráði og formaður Orators. Hann var for- maður sóknarnefndar Garðakirkju þegar gagnger endurbygging fór fram á kirkjunni og sat þá jafn- framt á kirkjuþingi. Hann var mikill náttúruunnandi, laxveiði- og hestamaður. Ásgeir var Stórmeistari Frí- múrarareglunnar á Íslandi og um- dæmisstjóri Rotary-hreyfing- arinnar. Hann var skipaður ræðismaður Írska lýðveldisins og hlaut Riddarakross hinnar ís- lensku fálkaorðu 1976. Árið 1951 kvæntist Ásgeir eft- irlifandi eiginkonu sinni Guðfinnu Ingvarsdóttur, f. 1927, hár- greiðslumeistara frá Reykjavík, dóttur Ingvars Einarssonar, yfir- vélstj. hjá Eimskip, og frú Pálínu Jónsdóttur. Þau bjuggu sér glæsi- legt heimili að Hrauntúni í Garða- hreppi. Þau eignuðust þrjú börn. Ásgeir andaðist 10. september 1976, aðeins 54 ára gamall. Sextán árum síðar breytti Ás- geir til og tók við stöðu fram- kv.stj. Bæjarútgerðar Reykjavík- ur og ári síðar, 1975, var hann ráðinn fyrsti framkv.stj. Íslenska járnblendifélagsins. Ásgeir var einstaklega vel lið- inn og virtur í samfélaginu og þótti bæði glæsilegur á velli og hreinskiptinn til orðs og æðis, hjálpsamur og einstaklega góður Merkir Íslendingar Ásgeir Þ. Magnússon Á sjónvarpsskjánum á mínu heimili eru iðulega þættir ætlaðir börnum. Þessir þættir eru margir bráð- skemmtilegir og þeir vinsælustu spilaðir aftur og aftur. Tillý, Frosk- ur og vinir hans, Stella og Steinn, Sebbi sebrahestur og Ólivía eru til dæmis þættir sem mikil gleði hefur verið af. Í talsverðan tíma hefur hins vegar enginn þessara þátta verið í boði, en sjónvarpsstöðvarnar breyta úrvalinu af og til, þættir hverfa úr sýningu, en birtast svo kannski aftur einhverjum vikum eða mánuðum saman. Undrar það mig svo sem ekki, því ekki hafa allir sama smekk og gera verður flestum til hæfis, en þó velti ég fyrir mér hvort ekki megi gera meira af því að taka aftur til sýninga skemmtilegar þáttaraðir síðustu ára. Þakklátur áhorfandi. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Skemmtilegt barnaefni Skemmtilegur Sebbi sebrahestur var ein þeirra þáttaraða sem yngri kynslóðin kunni að meta.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.