Morgunblaðið - 29.11.2021, Side 10

Morgunblaðið - 29.11.2021, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. NÓVEMBER 2021 Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is Opið mán.-fim. kl. 8-17, fös. kl. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Áratuga reynsla Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið Ónægju gætir meðal sjálfstæðis- manna í Suðurkjördæmi vegna ráð- herraskipanar en í gær varð ljóst að oddviti Suðurkjördæmis, Guðrún Hafsteinsdóttir, fær ekki að gegna embætti innanríkisráðherra fyrr en eftir 18 mánuði hið mesta. Enginn annar úr kjördæminu fær ráðherra- stöðu. Stjórnir fulltrúaráða sjálfstæðis- félaganna í Reykjanesbæ, Vest- mannaeyjum, Árnessýslu, Austur- Skaftafellssýslu, Gullbringusýslu og Grindavík sendu í gær frá sér sam- eiginlega yfirlýsingu. „Vægi lands- byggðarinnar er vægast sagt fyrir borð borið með úthlutun ráðherra- stóla í komandi ríkisstjórn. Sjálf- stæðisflokkurinn gefur sig út fyrir að vera flokkur allra landsmanna og ætti að sýna það í gjörðum sínum.“ Segir þar einnig að það að veita Guðrúnu Hafsteinsdóttur ráðuneyti einungis hluta kjörtímabilsins hafi verið eins og blaut tuska í andlitið á þeim þúsundum kjósenda Sjálfstæð- isflokksins í Suðurkjördæmi og öll- um þeim hundruðum sjálfboðaliða sem tóku þátt í að tryggja glæst gengi flokksins. Þá sendu formenn félaga ungra sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi frá sér ályktun í gær þar sem tekið var í sama streng og minnst á að í síðastliðnum kosningum hafi listi Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjör- dæmi hlotið gífurlegan stuðnings og eignast þar fyrsta þingmann kjör- dæmisins en þess megi geta að odd- viti sjálfstæðisflokksins hafi fengið meiri stuðning en formaður Fram- sóknarflokksins. Óánægja í Suðurkjördæmi Veronika Steinunn Magnúsdóttir Ari Páll Karlsson Heiðrún Lind Marteinsdóttir, fram- kvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, ætlar að leyfa sér að vera bjartsýn fyrir hönd sjávarút- vegsins. Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar er kveðið á um nefnd sem mun fjalla um framtíð sjávarút- vegsins og m.a. fjalla um hvernig hægt sé að auka gagnsæi í rekstri fyrirtækja í sjávarútvegi og þá sér- staklega meðal stærstu fyrirtækja landsins. Svandís Svavarsdóttir tek- ur við stjórnartaumunum í sjávarút- veginum, sem og landbúnaðar- og matvælamálum. Spurð hvort hún sjái breytingar á fiskveiðistjórnun- arkerfinu í sjónmáli segir Heiðrún: „Í aðdraganda kosninga töluðu all- ir flokkarnir þrír um að íslenska fisk- veiðistjórnunarkerfið hafi borið góð- an ávöxt og í samanburði við aðrar þjóðir værum við með eitt besta fisk- veiðistjórnunarkerfi í heimi,“ segir hún en að því leytinu til finnist henni minna máli skipta hvaða ráðherra skipast í embættiið, sé ríkisstjórnin einhuga um þessa afstöðu, enda fel- ist í henni heilbrigð skynsemi. Hún óttast þá að beðið verði með að skapa heildstæða framtíðarsýn fyrir sjávarútveginn með skipun nefndar, sem fær það verkefni að kortleggja áskoranir og tækifæri í sjávarútvegi, og meta þjóðhagslegan ávinning fiskveiðistjórnunarkerfis- ins. „Áherslan virðist vera á að auka samkeppnishæfni og leita leiða til að ná frekari árangari með fiskveiði- stjórnunarkerfið,“ segir hún en að því leytinu til sé sleginn jákvæður og uppbyggilegur tónn í stjórnarsátt- málanum. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins, segir ánægjulegt að hafi ákvæði um að efla embætti ríkissátt- arsemjara, hafi loks verið sett í stjórnarsáttmálann. Kjaramálin verði í brennidepli á næstunni og því mikilvægt að huga að þessum þætti. „Síðan eru fleiri þættir í stjórn- arsáttmálanum sem vekja athygli og eftirtekt, til að mynda ákvæði um lögfestingu 15,5% iðgjalda í lífeyris- sjóði. Nokkur þing hafa ekki klárað það mál,“ segir hann. Komið verður á fót standandi gerðardómi, sem mun auka fyrirsjáanlega og bæta verklag embættisins. Margt loðið í sáttmálanum Drífa Snædal, formaður ASÍ, seg- ist fagna því að komið hafi á fót nýr ráðherra vinnumarkaðsmála. „Þó að ég geri mér ekki alveg grein fyrir hverju það breytir. Annars finnst mér mjög margt loðið í stjórnarsátt- málanum, sem þarfnast frekari skýr- inga,“ segir Drífa í samtali við Morg- unblaðið. Það sé aðallega það sem snýr að vinnumarkaðnum og hús- næðismálum. „Margt af þessu eru endurunnin loforð frá yfirlýsingum stjórnvalda í tengslum við kjarasamningana 2019, og í raun útvötnuð loforð frá þeim tíma,“ segir hún og bætir við að enn sé nokkuð óljóst hverjir fara með hvaða ráðuneyti og hvaða mála- flokka.„Þannig mér finnst þetta vekja upp fleiri spurningar heldur en svör,“ segir Drífa að lokum. Skiptar skoðanir á stjórnar- sáttmála ríkisstjórnarinnar - Heiðrún Lind leyfir sér að vera bjartsýn- Drífa Snædal segir margt loðið Morgunblaðið/Árni Sæberg Ríkisstjórnin Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar eru ýmsar breytingar boðaðar og sitt sýnist hverjum um þær. Fyrsti ríkisráðsfundur fór fram í gær. Þóra Birna Ingvarsdóttir thorab@mbl.is Stjórnarsáttmálinn rímar vel við áherslur flokkanna í kosningabarátt- unni að mati Stefaníu Óskarsdóttur stjórnmálafræðings. Heilt yfir þykir henni sáttmálinn einkennast af bjart- sýni og sóknarhug. Samhljómur sé um mikilvægi orkuskipta, þess að draga úr losun og styrkja nýsköpun til þess að auka fjölbreytni atvinnu- lífsins. Þá sé áhersla á samráð ein- kennandi fyrir stjórnarsáttmálann. Sérfræðinganefnd í stjórnarskrármálið Það vakti athygli Stefaníu að í þeim hluta sem fjallar um vinnu við breyt- ingar á stjórnarskrá, sé talað um að skipa þurfi nefnd sérfræðinga, sem ekki var kveðið á um í fyrri stjórn- arsáttmála þess- ara flokka. Í fyrri stjórn- arsamstörfum hafi verið talað um nefndir með fulltrúum þing- flokkanna eða þá vísað til almanna- samráðs en nú sé fyrst talað um sérfræðinga. Þá tók hún einnig eftir því að út- lendingamál flytjast úr dóms- málaráðuneytinu yfir í félagsmála- ráðuneytið og að áhersla sé lögð á mikilvægi þess að taka vel á móti út- lendingum og efla íslenskukennslu. Talsverð uppstokkun varð á ráðu- neytum og málefnum milli þeirra. Stefanía telur þessa endurskipulagn- ingu sýna sóknarhug. Það kunni þó að verða hausverkur að færa verk- efnin milli ráðuneyta. „Þetta eru ekki bara verkefni heldur líka fólkið sem vinnur þau.“ VG ekki raddlaus Stefanía tekur ekki undir með for- mönnum stjórnarandstöðunnar, að Vinstri græn séu raddlaus í hinni nýju ríkisstjórn. Hlutverk þeirra sé ekki síður stórt en áður þó að heil- brigðisráðuneytið færist yfir til Framsóknarflokksins. Sjávarútvegs- og landbún- aðarráðuneytin séu burðarráðuneyti, sérstaklega ef ráðast á í endurskoðun á lögum um stjórn fiskveiða. Þá sé einnig búið að efla félagsmálaráðu- neytið með því að færa útlendinga- málin og vinnumarkaðsmálin þangað. „Svo er auðvitað Katrín forsætisráð- herra,“ segir Stefanía að lokum. Morgunblaðið/Eggert Uppstokkun Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson eru þau einu sem halda sama titli og á fyrra kjörtímabili. Bjartsýni og sóknarhugur - Samráðsáhersla - Flutningur útlendingamála til félags- málaráðuneytisins - VG beri ekki skarðan hlut frá borði Dr. Stefanía Óskarsdóttir Ný ríkisstjórn tekur við Þingmennirnir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokks í Suð- vesturkjördæmi, og Ingibjörg Ólöf Isaksen, þingmaður Framsókn- arflokks í Norðausturkjördæmi, voru í gær valin af þingflokkum sín- um til þess að gegna stöðu þing- flokksformanna á kjörtímabilinu sem nú er að hefjast. Óli Björn tekur við formennsk- unni í þingflokki Sjálfstæðismanna af Birgi Ármannssyni, sem verður næsti forseti Alþingis.Ekki var kjör- ið í stöðu varaformanns eða ritara þingflokksins á fundi hans í gær- morgun, en gengið verður frá þeim stöðum á næstunni samkvæmt heim- ildum blaðsins. Óli Björn hefur setið á þingi frá árinu 2016, en hann sett- ist fyrst á þing sem varaþingmaður árið 2010. Ingibjörg Ólöf er oddviti Fram- sóknarflokksins í Norðaust- urkjördæmi en hún er ný á þingi. Þórunn Egilsdóttir heitin var for- maður þingflokks framsóknarmanna á síðasta kjörtímabili. Óli Björn Kárason Ingibjörg Ólöf Isaksen Óli Björn og Ingibjörg ný- ir formenn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.