Morgunblaðið - 29.11.2021, Page 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. NÓVEMBER 2021
✝
Bergþóra
Jónsdóttir
fæddist á Akureyri
þann 28. júní 1929.
Hún lést á Hjúkr-
unarheimilinu Lög-
mannshlíð 18. nóv-
ember 2021.
Foreldrar Berg-
þóru voru Jón
Pálsson trésmiður
frá Hallgilsstöðum
Arnarneshreppi, f.
29. mars 1885, d. 20. desember
1972, og Kristín Eiríksína
Ólafsdóttir, fædd í Nef-
staðakoti í Fljótum 6. júlí 1901,
d. 3. ágúst 2002. Bróðir Berg-
þóru var síra Arngrímur Jóns-
son, f. 3. mars 1923, d. 25.
febrúar 2014.
Bergþóra fæddist og ólst
upp í Aðalstræti 32 í Fjörunni
á Akureyri. Hún gekk í Barna-
skóla Akureyrar og Gagn-
fræðaskólann, þaðan sem hún
lauk gagnfræðaprófi og síðar
Húsmæðraskólanámi. Hún
stundaði ýmis störf meðfram
Ólöfu Sæmundsdóttur mynd-
listarkonu, þau skildu. Þeirra
synir: a) Ólafur f. 12. febrúar
1981, d. 29. október 2001. b)
Eyjólfur f. 16. janúar 1991. 2)
Kristinn rafiðnfræðingur á Ak-
ureyri f. 28. maí 1959, kvæntur
Eddu Sigrúnu Friðgeirsdóttur
verslunarmanni, f. 2. apríl
1958. Þeirra synir eru: a)
Björn, f. 16. september 1979,
kvæntur Elisu Paloni, f. 8. júní
1976, þeirra börn: a1) Aurora
f. 6. apríl 2011. a2) Arturo f.
14. nóvember 2012. b) Einar, f.
6. febrúar 1982, kvæntur Matt-
hildi Birnu Benediktsdóttur, f.
19. nóvember 1984. Þau eiga
einn son, Matthias Nóa, f. 26.
janúar 2015. Fyrri eiginkona
Einars er Rannveig Eliasdóttir,
f. 9. ágúst 1982, þau skildu.
Þeirra synir eru: b1) Víkingur,
f. 30. desember 2002. b2) Ró-
bert, f. 27. nóvember 2005. c)
Andri, f. 31. maí 1989.
Útförin fer fram frá Ak-
ureyrarkirkju í dag, 29. nóv-
ember 2021,kl. 13 með nánustu
aðstandendum og vinum.
Streymt verður frá atöfninni á
Facebook-síðunni Jarðarfarir í
Akureyrarkirkju - beinar út-
sendingar.
Hlekk á streymi má finna á:
https://www.mbl.is/andlat
því aðallega
verslunarstörf.
Hún starfaði á
Skattstofu Norður-
landsumdæmis
eystra frá 1969 til
starfsloka 1999.
Bergþóra giftist
1953 Birni Sig-
urðssyni trésmið
frá Seyðisfirði f.
24. júlí 1926, d. 6.
apríl 1967. Þau
byggðu sér hús við Fjólugötu
20 á Akureyri og Bergþóra bjó
þar allt til hún fluttist að Lög-
mannshlíð í júlí 2020. For-
eldrar Björns voru Sigurður
Björnsson trésmiður frá Sels-
stöðum í Seyðisfirði f. 11. mars
1880, d. 27. ágúst 1966, og
kona hans Þorbjörg Björns-
dóttir fædd að Dallandi í Húsa-
vík í N-Múlasýslu, f. 7. nóv-
ember 1887, d. 23. ágúst 1975.
Synir Bergþóru og Björns
eru: 1) Sigurður Jón húsasmið-
ur í Reykjavík f. 7. apríl 1957.
Sigurður Jón var kvæntur
Elsku mamma, þá er komið að
kveðjustund sem ég hef alltaf
kviðið fyrir. Að geta ekki komið til
þín er svo óraunverulegt og hug-
urinn fullur af öllum góðum minn-
ingunum um þig. Sorgin er þung,
en ég veit að það er vegna liðinna
gleðistunda.
Í Fjólugötunni voru tvær íbúðir
og bjuggu pabbi og mamma í ann-
arri með okkur bræðurna, en föð-
urafi og amma í hinni og var inn-
angengt á milli. Þetta var
afskaplega gott fyrirkomulag að
alast upp við. Mamma var heima-
vinnandi fyrstu ár okkar en fór að
vinna hlutavinnu utan heimilis
þegar pabbi veiktist og fulla vinnu
eftir að hann féll frá langt fyrir
aldur fram. Þá var gott að hafa
ömmu í húsinu að leita til ef maður
hafði barið á fingur með hamri eða
stigið á nagla, nú eða bara að fá
mjólk og köku.
Mamma var heilsteypt og
traust manneskja sem bar hag
annarra fyrir brjósti umfram sinn
eigin og var alltaf reiðubúin að
leggja á sig það sem þurfti, til að
létta undir með öðrum. Þannig sá
hún um að amma gat búið í Fjólu-
götunni til dauðadags og síðar um
móður sína sem hún heimsótti og
leit til með á hverjum degi eftir
vinnu. Hún var límið í fjölskyld-
unni sem hélt öllu saman. Mamma
var gestrisin og tók vel á móti fólki
og Fjólugatan var sjálfsagður án-
ingastaður fyrir ættingja og góða
vini til lengri eða skemmri heim-
sókna. Svo var hún með eindæm-
um ættfróð og gat tengt fólk sam-
an. Ævisögur og frásagnir af lífi
fólks voru hennar uppáhalds bók-
menntir.
Ég man ekki eftir að mamma
skammaði mig nokkurn tíma en
hún talaði þannig að maður skildi
hvað var rétt og fann ef maður
hafði gert eitthvað rangt og varð
leiður að hafa brugðist trausti.
Eina skiptið sem ég man eftir að
hún hafi hækkað röddina var þeg-
ar ég á gelgjunni uppástóð að fá
mér hring í eyra, það fannst henni
ekki alveg í karakter. Hún lagði
ríka áherslu á að bera virðingu
fyrir öðrum og allir væru jafnir og
við skyldum ekki stríða eða níðast
á minni máttar. Mamma var list-
feng og málaði bæði með olíu og
vatnslitum fór á námskeið bæði í
því og einnig postulínsmálningu.
Hún hafði gott auga fyrir fegurð
og formum og tók góðar ljós-
myndir sem gjarna tengdust
ferðalögum sem hún fór í innan-
lands. Hún kveikti áhuga á okkar
fagra landi og að njóta og þekkja
bæði það stórbrotna í fjarska en
ekki síður gróðurinn sem var við
tærnar á manni. Þegar við fjöl-
skyldan ferðuðumst saman var
hún betri en nokkur ferðahandbók
og þekkti bæði til staða og sagna
af svæðinu. Hún naut þess að
ferðast, ekki síst um hálendið. Ég
man eftir ferð sem hún fór með
vinnufélögunum á Skattstofunni
1970 um suðurland, að hún færði
okkur hraunmola úr Skjólkvíagos-
inu í Heklu. Einnig ferðaðist hún
með Ferðafélagi Akureyrar og
síðar með Félagi aldraðra á Ak-
ureyri.
Þá er komið að kveðjustund,
þakka þér fyrir að hafa alltaf verið
hvetjandi og stutt mig og verið sá
klettur sem þú varst.
Hvíl í friði elsku mamma þín
verður sárt saknað.
Kristinn.
Nú er komið að kveðjustund,
löngu og farsælu lífshlaupi yndis-
legrar og ástríkrar móður er lokið.
Óhætt er að segja að mamma hafi
hafi sjaldan sett sjálfa sig í fyrsta
sæti í lífinu, en hlúði þeim mun
betur að okkur bræðrunum og
fjölskyldunni allri, alla tíð. Hún
var mikil og góð húsmóðir sem gat
komið miklu í verk á skömmum
tíma, laghent og skipulögð, skaust
heim í hádeginu og græjaði há-
degismatinn fyrir okkur og síðan
var skotist í vinnuna aftur.
Mamma hjálpaði ömmu Krist-
ínu í Aðalstrætinu með húsverk og
innkaup og fleira árum saman
þannig hún gæti búið á sínu eigin
heimili til 101 árs aldurs. Mörg
voru sporin hennar móður okkar á
lífsleiðinni. Það var góður andi í
Fjólugötunni, mikið grínast, við
bjuggum til okkar einka heimilis-
húmor sem óspart var notaður og
sem móðir okkar tók virkan þátt í
allt fram undir þennan dag.
Móðir okkar fór ekki varhluta
af áföllum í lífinu. Pabbi lést að-
eins fertugur að aldri, eftir ára-
löng veikindi auk þess að missa
sonarson og unnustu hans af slys-
förum.
Afi Sigurður og amma Þor-
björg bjuggu í sinni eigin íbúð í
Fjólugötunni. Þau voru falleg hjón
sem voru ástfanginn upp fyrir
haus alla sína tíð. Áhugamál móð-
ur okkar voru af ýmsum toga, hún
saumaði út, málaði postulín og
fleira og þegar henni fannst vanta
málverk á veggina, nýlega innflutt
í húsið, fékk hún sér tilsögn í
myndlist og málaði þessi fínu olí-
málverk eins og ekkert væri. Hún
gerði hins vegar lítið úr þessum
málverkum sínum. Mamma hafði
gaman af ferðalögum bæði um
sveitir og hálendið. Ekki síst í hóp-
ferðum með Ferðafélaginu og Fé-
lagi eldri borgara, Kristni og
Eddu o.fl. Hún tók mikið af ljós-
myndum og var prýðisljósmynd-
ari.
Ég kveð þig með þakklæti og
söknuði elsku mamma.
Sigurður Jón.
Elsku Bebba mín, mikið er það
skrýtið að hugsa til þess að ég geti
ekki litið til þín í heimsókn eða að
þú komir til okkar í sunnudags-
kaffi á gamla heimilið þitt í Að-
alstræti 32.
Mikið ég á eftir að sakna þín.
Það sem einkenndi þig var dugn-
aður og trygglyndi. Þú gerðir allt
til að drengirnir þínir ælust upp
við öryggi og fallegt heimili og þér
tókst það svo vel.
Þú svona lítil og nett en hafðir
fulla stjórn á öllu. Ég kom í fjöl-
skylduna 1977, ég man að þú sagð-
ir að það væri gott að fá mig inn á
heimilið, þá jafnaðist kynjamun-
urinn. Þú þyrftir þá ekki ein að
eiga við þessa stráka. Þetta gekk
allt vel hjá okkur. Svo stækkaði
fjölskyldan, Olla kom og þú varðst
amma fimm stráka svo það fór að
halla á okkur stelpurnar en það
var allt í lagi því við réðum alveg
við þá. Og þú varst kölluð amma
Bebba, ekki bara af ömmustrák-
unum þínum fimm, líka af systk-
inabörnum mínum og börnum
vina okkar. Það er til góð saga
þegar Óli sendi ömmu Bebbu sinni
bréf frá Reykjavík og skrifaði á
umslagið „Amma Bebba Akureyri
Íslandi“, þá komst það til skila, all-
ir þekkja ömmu Bebbu. Svo komu
langömmubörnin og þau eru fimm
og þá kom loksins ein stúlka og á
milli ykkar stelpnanna eru 82 ár.
Það er ekki hægt að minnast þín
án þess að minnast mömmu þinn-
ar. Samband ykkar var svo ein-
stakt, svo fallegt og þið báruð
mikla virðingu fyrir hvor annarri.
Það eru forréttindi að hafa átt
ykkur að og ég er svo þakklát fyrir
það.
Jesús er mér í minni,
mig á hans vald ég gef,
hvort ég er úti’ eða inni,
eins þá ég vaki’ og sef.
Hann er mín hjálp og hreysti,
hann er mitt rétta líf,
honum af hjarta’ eg treysti,
hann mýkir dauðans kíf.
(Hallgr. Pétursson)
Elsku Bebba mín, takk fyrir
allt og sofðu rótt.
Þín
Edda.
Nú þegar amma Bebba er farin
er mér ómögulegt annað en að
muna allar góðu stundirnar þessi
32 ár sem ég þekkti hana. Öll
skiptin í æsku sem ég kom til
hennar í pössun og hún gaf mér
kjötbollur og bláberjagraut sem
hún vissi að væri í miklu uppáhaldi
hjá mér. Hún fór með mig í strætó
á sumrin, bara til að rúnta, en
fannst svo tilvalið að fara í göngu-
túra í desember gegn stormi og
hríð til að skoða jólaskreytingarn-
ar í búðargluggunum í miðbæn-
um. En það var ekki bara í æsku
minni sem við áttum góðar stundir
saman, það var alla tíð. Ég man
þegar ég var rúmlega tvítugur og
kom til hennar nær alla föstudaga
eftir vinnu og fékk kaffi og bakk-
elsi. Það voru ánægjulegir tímar
þar sem við töluðum um allt og
ekkert. Þá var ekki nóg með að
hún væri amma mín, við vorum
einnig góðir vinir. Vertu sæl
amma.
Þinn
Andri.
Hið algerlega ómögulega en á
sama tíma óumflýjanlega og eðli-
lega hefur gerst, amma Bebba er
dáin. Amma sem fyrir mér hefur
alltaf verið til og verið órjúfanleg-
ur hluti af lífi mínu þau tæpu 40 ár
sem ég hef lifað.
Í fyrstu settist ég niður og
reyndi að grípa í allt sem ég gat
svo hún hyrfi mér ekki. Ég kallaði
fram minningar um allt það sem
gerði ömmu að þeirri manneskju
sem hún var fyrir mér, samtölin
okkar, samverustundirnar, ráð-
leggingarnar, hjálpina, matinn,
húmorinn og hlýjuna en ég náði
ekki að henda reiður á minning-
unum og þær hrukku undan um
leið og ég reyndi að nálgast þær,
hurfu þegar ég reyndi að teygja
mig í áttina að þeim og sjá þær
skýrar, fylla þær af litum, hljóðum
og lykt. Það hræddi mig.
Eftir því sem frá líður hafa þó
minningarnar tekið að skýrast og
ég geri mér grein fyrir að á ein-
hvern hátt er amma hér enn – og
ég fyllist ró. Hún stendur mér
ljóslifandi fyrir hugskotssjónum
þar sem hún gengur rösklega til
verks í eldhúsinu, svuntuklædd og
með sunnudagsmessuna á hæsta
styrk í útvarpinu eða þá klædd
lopapeysu og gulum hönskum úti
á lóð í stöðugri baráttu við fallandi
lauf stóru asparinnar á lóðinni.
Vanafestan, kaldhæðnin og
stríðnisglampinn í augunum eru
dýrmæt smáatriði sem ég mun
ekki gleyma, en fyrst og fremst er
það vináttan og óbilandi áhuginn
og væntumþykjan til barna-
barnanna sem ég mun minnast
með bæði þakklæti og söknuði.
„Sá sem deyr kemur aldrei aft-
ur, við höfum misst af honum, eng-
inn máttur alheimsins megnar að
færa okkur hitann af horfnu lífi,
málróminn, handarhreyfinguna,
smáfyndnina. Öll þau smáatriði
sem lífið er sett saman úr og gefa
því gildi eru horfin að eilífu, horfin
en skilja eftir sig opið sár í hjart-
anu sem tíminn breytir smám
saman í þrútið ör. Sá sem deyr fer
þó aldrei alveg frá okkur, og það
er mótsögnin sem huggar og kvel-
ur í senn, sá sem deyr er bæði ná-
lægur og fjarlægur.“ (Jón Kalman
Stefánsson, 2011)
Elsku amma, takk fyrir alla
hjálpina og stuðninginn, takk fyrir
áhugann sem þú sýndir öllu því
sem ég tók mér fyrir hendur, takk
fyrir lambalærin, bakkelsið, húsa-
skjólið og instant-kaffið.
Þín verður saknað, takk fyrir
mig.
Einar.
Amma Bebba er farin. Mér
verður hugsað til þess hversu
stóran þátt hún átti í heimsóknum
okkar fjölskyldunnar til Akureyr-
ar. Að koma í Fjólugötuna og
finna ilminn af sunnudagssteik-
inni, að fara úr skónum og finna
mjúkt teppið undir sokkaleistun-
um og fá síðan faðmlagið og koss-
ana frá ömmu Bebbu var ómet-
anleg festi við heimahagana.
Börnin mín fundu sig líka heima
hjá langömmu sinni, vissu vel hvar
dótaskúffuna góðu var að finna, og
léku sér á eldhúsgólfinu með sömu
leikföngin og við bræður þegar við
vorum börn. Gestrisni hennar og
hlýju verður sárt saknað.
Hvíl í friði, elsku amma.
Björn, Elisa og börn.
Bebba frænka, eins og við köll-
uðum hana alltaf, var lífsglöð
kona, létt í lund, hugmikil og naut
lífsins eins og amma, Kristín
Ólafsdóttir, sem bjó í Aðalstræti
32 á Akureyri. Þær mæðgur voru
býsna líkar. Báðum þótti þeim
mikilsvert að laga sig að því sem
forsjónin færði fólki í hendur.
„Eftir því eigum við að lifa. Það er
mikilvægt að sætta sig við hlutina
og hafa létta lund,“ sögðu þær.
Bebba var mikil húsmóðir og gest-
risin fram í fingurgóma. Það var
alltaf fallegt á heimili hennar við
Fjólugötu. Hún gaf aldrei afslátt
af kröfum til sjálfrar sín, var ósér-
hlífin og rausnarleg, – glaðvær,
hláturmild og uppörvandi en jafn-
framt röggsöm og með ákveðnar
skoðanir sem einkenndust af
sterkri meðfæddri réttlætis-
kennd. Frænka tók alltaf einstak-
lega vel á móti okkur og faðmur
hennar var hlýr og stór af svo
smávaxinni konu að vera.
Þreyttir foreldrar á ferð norður
í land, með börnin mislúin í aft-
ursætinu, þekkja tilfinninguna
þegar styttist í stopp. Ekkert
venjulegt stopp beið okkar hjá
Bebbu frænku á Akureyri og til-
hlökkun í huga allra að hitta hana
enn og aftur og dást að því hvernig
hún hljóp upp og niður teppalagð-
an stigann á heimilinu sínu, eins
og ung stúlka.
Frænka tók við hlutverki móð-
ur sinnar, ömmu minnar, og opn-
aði heimili og hjarta fyrir okkur
fjölskyldunni. Akureyri varð um
leið að heimabæ og kynslóðir
runnu saman yfir kaffi og fjöl-
breyttu heimabakkelsi af bestu
gerð. Gisting fyrir alla, börnin
okkar og stjúpbörn, á fótboltamót-
um og öðrum merkisviðburðum.
Aldrei nein vandamál. Aldrei ann-
að í fari hennar en vandvirkni og
hlýja og allt gert af óútskýranlegri
sístreymandi orku. Hún gleymdi
engum afmælum, var alltaf með á
nótunum þótt fjölskyldumeðlim-
um fjölgaði hratt. Hún fylgdist
með framförum og skólagöngu.
Spurði um alla sem bjuggu í út-
löndum eða ferðuðust vegna
vinnu.
Bebba frænka var merkiskona
fyrir það sem hún var. Við minn-
umst hennar sem tignarlegrar
konu, einstaklega fínlegrar og
brosmildrar, sem nýtti hvert tæki-
færi til að forvitnast um hagi okk-
ar og hvatti okkur óspart áfram
með ómótstæðilegri hlýju. Henn-
ar er sárt saknað.
Við vottum sonum hennar
tveimur, öllum afkomendum og
öðrum nákomnum innilega samúð
og erum ævarandi þakklát fyrir að
hafa átt hana að samferðamanni.
Hafliði Arngrímsson
og fjölskylda.
Mig langar að minnast Berg-
þóru, eða ömmu Bebbu, í örfáum
orðum. Bebbu kynntist ég þegar
ég og Einar, barnabarn hennar,
hófum sambúð þá 17 ára krakkar.
Hún var húsmóðir af bestu gerð
og vildi helst allaf hafa gesti og
bjóða upp á veitingar. Aldrei hafði
ég bragðað eins góðar lambasteik-
ur og hjá Bebbu með öllu tilheyr-
andi á gamla mátann. Hún átti
alltaf eitthvað gott með kaffinu og
gerði ótrúlega góða kindakæfu.
Hún var ekki bara listakokkur,
hún var dugleg í öllu sem hún tók
sér fyrir hendur og vildi ávallt
veita hjálparhönd. Hún prjónaði
og málaði og hafði gaman af ýmis
konar handverki og gerði það
mjög vel.
Við Einar hófum okkar sambúð
í lítilli íbúð hjá henni og þegar við
eignuðum eldri son okkar fannst
henni ekki leiðinlegt að hafa lítinn
langömmukút sem hún gat hitt
daglega. Hún var snör í snúning-
um og var nánast hlaupandi um
allan bæ fram eftir öllum aldri,
enda hafði hún ekki bílpróf. Við
Einar slitum síðar samvistum en
þrátt fyrir það hef ég alltaf litið á
fjölskylduna hans og þar á meðal
Bebbu sem mína, enda langamma
tveggja sona minna. Ég minnist
hennar með mikilli hlýju og þakk-
læti.
Hvíl í friði elsku Bebba,
Rannveig.
Bergþóra
Jónsdóttir
uðust hana sem væri hún ein af
stórfjölskyldunni hennar Ellenar
ömmu.
Hún Ellen, þessi fallega og
bjartleita kona, bar með sér
manngæskuna og gleðina við
fyrstu kynni og fór vel á með okk-
ur strax í upphafi og æ síðan.
Samskiptin voru alltaf ánægju-
leg, og ætíð jafn indælt að koma í
Blöndubakkann og eiga spjall við
Ellen í lok vinnudags. Oftar en
ekki var rætt um barnanna upp-
eldi og gefin góð ráð og hvað væri
börnum fyrir bestu í lífinu. Um-
hyggjusemi hennar, alúð og elska
umvafði Auði ekki síður en eigin
börn og barnabörn og aðra fjöl-
skyldumeðlimi og voru engin tak-
mörk fyrir því sem Ellen gerði
fyrir fólkið sitt. Allir samferða-
menn hennar nutu góðs af hjálp-
semi hennar og höfðingsskap,
sem lýsti sér ekki síst í því hve vel
hún tók á móti fólki á heimili sínu;
hana var sannarlega gott heim að
sækja. Hvenær sem var sólar-
hrings og árstíma var heimili
hennar opið fyrir ættingja og vini.
Alltaf var gestunum tekið opnum
örmum með gleðibragði og þeir
látnir finna að þeir væru sannar-
lega aufúsugestir. Kynslóðabil
eða manngreinarálit var ekki til í
huga Ellenar og öllum tekið sem
jafningjum. Hún var alin upp af
þeirri kynslóð sem mat mikilvægi
þess að hafa atvinnu og taldi því
iðni og vinnusemi æðstar dyggða.
Þessi gildi tók Ellen í arf og var
sjálf verðugur fulltrúi þeirrar
stéttar sem nú er að hverfa, þ.e.
hinnar heimavinnandi húsmóður,
sem þó náði líka „að vinna úti“ á
tímabili. Ekkert verk var talið
ómerkilegt og öll unnin af alúð og
vandvirkni. Og ekki tilheyrði að
gera mikið úr verkunum, eða eins
og segir í ljóðinu:
„Hún fer að engu óð,
er öllum mönnum góð,
og vinnur verk sín hljóð…“
Þrátt fyrir að dregið hafi úr
þrekinu á síðustu árum, héldust
allt til enda hennar góðu eigin-
leikar; húmor, kraftur og seigla,
sem svo margir höfðu notið góðs
af fyrr og síðar á hennar lífsleið.
Henni verður seint fullþökkuð
umönnun allra þeirra barna sem
hún gætti gegnum tíðina, sem nú
sitja eftir með söknuðinn, en
einnig góðar minningar.
Að liðnum ævidögum Ellenar
ömmu er efst í huga gleði og
þakklæti yfir því að hafa kynnst
slíkri öðlingskonu, sem átti engan
sinn líka. Innilegar þakkir fyrir
umhyggjuna, samfylgdina, vin-
áttuna og gleðistundirnar.
Auður og Hrafnhildur.
Í dag kveðjum við Ellen æsku-
vinkonu okkar af Ránargötunni í
Vesturbænum. Við kynntumst
þegar við ólumst þar upp á fjórða
og fimmta áratug síðustu aldar og
hélst vináttan til hinstu stundar.
Vinkonuhópurinn voru frænk-
urnar og uppeldissysturnar Ellen
og Guðný, systurnar Hulda og
Únna, sem lést árið 2013, og
Katrín.
Ellen var trygg vinkona og var
margt brallað á Ránargötunni á
uppvaxtarárunum. Ellen bjó á
Ránargötunni þar til hún hóf
sambúð með eiginmanni sínum
honum Jóa. Þau bjuggu sér og
dætrum sínum fallegt heimili í
Blesugróf. Heimili Ellenar var
ávallt fullt af börnum enda starf-
aði hún sem dagmamma lengst
af.
Í seinni tíð höfum við átt
ógleymanlegar samverustundir í
afmælisveislum hvert ár. Síðustu
ár hafði heilsan verið að gefa sig
hjá Ellen en hún gerði sitt besta
til að koma og hitta vinkonuhóp-
inn þegar tilefni gafst. Skemmst
er að minnast afmælisboðs Huldu
hinn 13. september síðastliðinn
þar sem við vinkonurnar áttum
góða samverustund.
Á kveðjustund sendum við ást-
vinum hennar hjartanlegar sam-
úðarkveðjur. Blessuð sé minning
hennar.
Hulda og Katrín.