Morgunblaðið - 29.11.2021, Side 24

Morgunblaðið - 29.11.2021, Side 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. NÓVEMBER 2021 30 ÁRA Guðrún Helga fæddist í Hafnarfirði. Hún gekk í MH og fór þaðan í japönskunám í Há- skóla Íslands. „Amma mín var í Íslensk-japanska félaginu, þar sem ég er formaður núna og hún fór mikið með mig á japanskar uppákomur, bæði kvikmyndir og fleira.“ Guðrún útskrifaðist með BA-gráðu í japönsku máli og menningu árið 2015, en tók síðasta árið úti í Japan. „Þar kynntist ég manninum mínum, Bang An, f. 18.11. 1989, en hann var nemi frá Kína. Það var mjög strangt tungumálanám í skólanum svo lærdómurinn gekk vonum framar. Svo eignaðist ég svo marga vini sem ég gat talað við.“ Guðrún og Bang An voru í Japan alveg til 2018, en Guðrún fór í meist- aranám í alþjóðasamskiptum og menningar- fræðum og svo fór hún að vinna í Japan. „Það var mjög skrautlegt og mikill lærdómur, sérstaklega hvað varðar alls konar siði sem þarf að þekkja í viðskiptaháttum. Við vorum að koma Søstrene Grene á markað í Japan og ég var að vinna með Dönum og Japönum og þetta var skemmtilegt að vinna með þessum tveimur menningarheimum.“ Þau komu til Íslands árið 2018 og giftu sig hér, en Guðrún fór að vinna fyr- ir Søstrene Grene og svo reka þau litla búð á netinu, www.nakano.is, sem sel- ur vörur frá Japan. Þau eiga soninn Ágúst Yi An Guðrúnarson , f. 2020. Guðrún Helga Halldórsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Umburðarlyndi er undirstaða sam- bands fólks í millum. Reyndu að halda ró þinni, hvað sem á dynur. 20. apríl - 20. maí + Naut Þú ert að vinna að stóru og tímafreku verkefni. Mundu að hlutirnir gerast ekki sjálfkrafa og þú þarft að hafa fyrir þeim. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Sættu þig við að aðrir eigi sín leyndarmál og virtu það þótt þú fáir ekki að eiga hlutdeild í þeim. Taktu tillit til þess sem vinir þínir segja. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Nú skaltu taka þér tak og fylgja öll- um reglum út í æsar. Sýndu skoðunum ann- arra þá virðingu sem þú vilt að menn sýni þér. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Þótt þú viljir rétta einhverjum hjálp- arhönd er ekki þar með sagt að hann geti gleypt þig með húð og hári. Forðastu mik- ilvægar ákvarðanir í dag og á morgun. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Meiri háttar breytingar liggja í loftinu svo þú þarft að undirbúa þig vel. Farðu eftir sannfæringu þinni því svo mikið veistu um málin að þú þarft ekki að elta fjöldann. 23. sept. - 22. okt. k Vog Varastu að lenda í árekstrum við aðra því þeir gera ekkert annað en að taka frá þér tíma og orku. Gaumgæfðu alla málavexti og hugsaðu þig svo vel um áður en þú kveður upp þinn dóm. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Þú ert í góðu jafnvægi andlega sem líkamlega og mátt ekki láta neitt verða til að trufla það. Það er farsælla að segja hug sinn en að byrgja hlutina inni. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Þú ættir að taka meira tillit til annarra því þú græðir ekkert á því að gera hlutina upp á þitt eindæmi. Gættu þín að falla ekki fyrir freistni sjálfselskunnar. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Það er ekki nóg að ýta hlutunum úr vör, heldur verður þú líka að vaka yfir þeim og hafa forystu um að koma þeim í höfn. Góður málstaður er alltaf gulls ígildi. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Ef þú finnur til óánægju skaltu ekki byrgja hana innra með þér. Einhver sem þú þekkir tekur upp á einhverju óvæntu. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Það er engin ástæða til þess að láta hugfallast, þótt á móti blási um stund. Haltu þig til hlés og fylgstu með áður en þú mynd- ar þér skoðun á málunum. nám og líðan barna með sérþarfir í skólakerfinu, og í raun lífsgæði þeirra almennt,“ segir Anna-Lind. Þegar heim var komið vann Anna- Lind á menntasviði Reykjavík- urborgar í tvö ár áður en hún var ráðin til Háskóla Íslands þar sem hún varð prófessor árið 2018. Hún hefur unnið að því að auka þekkingu háskólanema og fagfólks skóla á sannreyndum aðferðum og meðal annars handleitt mikinn fjölda teyma í að draga úr langvarandi hegð- unarvanda. „Hugmyndin um skóla án aðgreiningar gengur út á að skól- inn sé speglun á því þjóðfélagi sem við viljum hafa, þar sem allir fá tæki- færi til að nýta hæfileika sína til fulls. Til þess er mikilvægt að nota kennsluaðferðir og stuðning sem hefur reynst skila góðum árangri. Kennarar og starfsfólk skóla eru yf- isþjálfi fyrir börn með einhverfu árið 1995 og þá sá hún hvað rétt vinnu- brögð skipta miklu máli. „Ég var að vinna með fyrsta barnið sem fékk at- ferlisþjálfun á Íslandi. Það var þriggja og hálfs árs og hafði ekkert mál en eftir nokkurra mánaða þjálf- un var það farið að segja heilar setn- ingar. Ég fékk strax brennandi áhuga á því hvernig væri hægt auka þekkingu á sannreyndum aðferðum í starfi með börnum og bæta lífsgæði þeirra.“ Hún útskrifaðist með meist- arapróf í sálfræði árið 2001 og starf- aði sem sálfræðingur í tvö ár áður en fjölskyldan lagði í víking vestur um haf til Minnesota þar sem hún fór í doktorsnám í sérkennslufræðum og útskrifaðist árið 2006. „Ég vildi brúa þetta bil milli sálfræðinnar og kennslufræðinnar. Það er svo mik- ilvægt að vinna vel saman til að bæta A nna-Lind Pétursdóttir fæddist 29.11. 1971 á Akureyri og ólst þar upp til 5 ára aldurs. „Pabbi deyr þegar ég er fjögurra ára og mamma ákvað að fara með okkur börnin til Þýska- lands í nám í Münster, þar sem við bjuggum hjá afasystur minni og nöfnu.“ Þegar Anna-Lind var að verða 10 ára flutti fjölskyldan aftur til Akureyrar, en þá þurfti hún hrein- lega sérkennslu til að læra íslensku. „Ég man vel eftir að vera hjá ömmu Ólöfu á Byggðaveginum þar sem hún lét mig lesa á íslensku þeg- ar ég var nýkomin frá Þýskalandi. Mér þykir vænt um þá minningu, og man eftir lyktinni af þessum gömlu bókum, sem hún hafði örugglega notað til að kenna pabba mínum. Það var alltaf gott að vera hjá ömmu og hún kenndi mér að baka kleinur og pönnukökur. Uppáhaldið mitt var svo að fara í bústaðinn hennar og skóginn sem hún gróðursetti á Sval- barðseyri, þar var algjör ævintýra- veröld.“ Anna-Lind gekk í Menntaskólann á Akureyri, en þar kenndi Gisela móðir hennar þýsku. Hún flutti til Ís- lands frekar ung, bara rúmlega tví- tug, en var þá búin að læra íslensku því henni hafði verið sagt að það þýddi ekkert að koma hingað án tungumálsins. „Ég hitti ósjaldan fyrrum nemendur hennar og gaman hvað þeir tala alltaf hlýlega um hana.“ Eftir að útskrifast úr MA af nátt- úrufræðibraut árið 1991 fór Anna- Lind til Reykjavíkur í sálfræði í Há- skóla Íslands. „Ég ætlaði fyrst að verða arkitekt, en það var ekki kennt á Íslandi og svo komst ég að því að ég hafði eiginlega meiri áhuga á fólk- inu í húsunum en húsunum sjálfum.“ Anna-Lind kynntist eiginmanninum, Skúla, árið 1994. „Það varð ást við fyrstu sýn og við höfum verið saman frá þeim degi, í 27 ár, og eigum fimm börn. Ég fékk Darra í forgjöf en svo eignuðumst við þrjá stráka til við- bótar, Teit Helga, Berg Mána og Pétur Glóa. Svo fengum við óska- dótturina Jónu í fóstur sem hefur fullkomnað fjölskylduna.“ Anna-Lind fór að vinna sem atferl- irleitt mjög opnir og jákvæðir gagn- vart fjölbreytileikanum, en skortir oft tól og tæki til að mæta ólíkum þörfum með markvissum hætti. Því fyrr sem tekist er á við vanda í námi, samskiptum eða öðru, þeim mun bet- ur virka aðferðirnar og það getur sparað fólki heilmikla þjáningu.“ Það er greinilegt að Anna-Lind hefur brennandi áhuga á sínu starfi og hún segir, að það að verða vitni að jákvæðum breytingum hjá nem- endum sé mjög gefandi fyrir alla sem eiga hlut að máli. Hún segist líka leggja höfuðáherslu á jákvæðar og uppbyggilegar aðferðir í sinni nálg- un. „Við vorum að bæta við nýrri námsleið í samstarfi við sálfræði- deildina. Þverfaglegt nám fyrir at- ferlisfræðinga til að vinna með börn- um með sérþarfir og við leggjum Anna-Lind Pétursdóttir prófessor í sálfræði, sérkennslu og atferlisgreiningu – 50 ára Fjölskyldan Hér er öll fjölskyldan á ferðalagi í Esvatiní í sunnanverðri Afríku árið 2019. Brennandi áhugi á velferð nemenda Oddur Friðrik Helgason er áttræður í dag. Hann fæddist á Akureyri og ólst þar upp. Hann var sjó- maður og stofnaði síðan Ættfræðiþjónustuna ORG sem er til húsa í Skeljanesi í Skerjafirði. Kona Odds er Unnur Björg Pálsdóttir. „Það verður opið hús í dag í Skerjafirði frá kl. 15. Boðið verður upp á Bragakaffi og mola frá Nóa/Síríusi sem allir fyrir norðan ólust upp á.“ Árnað heilla 80 ára Til hamingju með daginn DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is GÆÐI OG ÞÆGINDI SÍÐAN 1926 DUX 6006 - SVÆÐISMEÐFERÐ Í örfáum einföldum skrefum geturðu sett upp rúmið þitt til að mæta þörfum þínum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.