Morgunblaðið - 29.11.2021, Síða 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. NÓVEMBER 2021
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„VILL EINHVER ANNAR BOLLAKÖKU?“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... allt boltafólkið í lífi
þínu.
„UPPTEKINN“ HJÁ KÖTTUM
ER ANNAÐ EN HJÁ MÖNNUM
HÆ,
GRETTIR
HÆ
HVAÐ ERTU
AÐ GERA?
SÉRÐU EKKI
AÐ ÉG ER
UPPTEKINN?
„SEM FORMAÐUR ER ÞAÐ MITT VERK AÐ
SJÁ TIL ÞESS AÐ ÞÚ SÉRT HÆFUR TIL
AÐ SITJA Í STJÓRN.“
STAN
S!
mikið upp úr handleiðslu í sann-
reyndum aðferðum á vettvangi.“ Þar
skiptir samvinna miklu máli og hún
segist mjög ánægð með að teym-
iskennsla sé orðin talsvert algengari
í kennslu í dag.
Anna-Lind og fjölskyldan er mikið
fyrir útivist og ferðalög. „Við höfum
gaman af að fara ótroðnar slóðir og
kynnast einhverju nýju. Það eru svo
ótal fallegir staðir á Íslandi og enda-
laust hægt að upplifa eitthvað nýtt
og spennandi. Á sama tíma eru það
forréttindi að geta ferðast í sólina í
skammdeginu, en eitt það skemmti-
legasta sem ég geri er að setja sam-
an hagstæðar ferðir á framandi
staði.“ Á afmælisdaginn verður fjöl-
skyldan einmitt komin í eina slíka, til
Egyptalands, til að halda upp á
áfangann.
Fjölskylda
Eiginmaður Önnu-Lindar er Skúli
Helgason borgarfulltrúi, f. 15.4.
1965. Foreldrar hans eru Helgi
Skúlason leikari, f. 4.9. 1933, d. 30.9.
1996 og Helga Bachmann leikkona, f.
24.7. 1931, d. 7.1. 2011. Anna-Lind og
Skúli eiga börnin 1) Teit Helga, f.
9.5. 1995, hljóðtæknifræðing og há-
skólanema, kvæntan Áshildi Jóns-
dóttur, f. 27.5. 1998, stærðfræðingi
og háskólanema; 2) Berg Mána, f.
25.4. 1999; slökkviliðs- og sjúkra-
flutningamann; og 3) Pétur Glóa, f.
15.3. 2009. Fósturdóttir þeirra er
Jóna, f. 2.1. 2014. Elsti sonur Skúla
er Darri kvikmyndafræðingur, f.
24.11. 1988.
Systkini Önnu-Lindar eru Jón
Stefán verkfræðingur f. 27.9. 1964 og
Markús Hermann verkefnastjóri, f.
19.8. 1968.
Foreldrar Önnu-Lindar eru hjónin
Pétur Bjarnason, verkfræðingur og
hafnarstjóri á Akureyri, f. 4.1. 1939,
d. 21.4. 1976, og Gisela Rabe-
Stephan, framhaldsskólakennari, f.
6.2. 1943.
Anna-Lind
Geirþrúður
Pétursdóttir
AnnaWeber
húsfreyja í Bernburg, Þýskalandi
Hermann Stephan
járnsmiður í Bernburg, Þýskalandi
Hermann Stephan
efnafræðingur
Gertrud Helberg
húsfreyja
Gisela Rabe-Stephan
framhaldsskólakennari
á Akureyri
Marie Katharine Auguste Gildehaus
húsfreyja,Walsrode, Þýskalandi
Dietrich Friedrich Heinrich Helberg
bankamaður og gistihúsaeigandi,
Fallingbostel, Þýskalandi
Guðrún Björnsdóttir
ljósmóðir og húsfreyja í húsi
Guðm. Guðmundssonar, Þingeyri
Guðmundur Guðmundsson
bóndi og sjómaður/skipstjóri í húsi
Guðm. Guðmundssonar, Þingeyri
Ólöf Guðmundsdóttir
húsfreyja á Akureyri
Bjarni Jónsson
úrsmiður á Akureyri
Rósa Stefánsdóttir
húsfreyja í Gröf í Víðidal, V-Hún.
Jón Bjarnason
bóndi í Gröf í Víðidal, V-Hún.
Ætt Önnu-Lindar Geirþrúðar Pétursdóttur
Pétur Bjarnason
verkfræðingur og
hafnarstjóri á Akureyri
Helgi R. Einarsson sendi mér
góðan tölvupóst: „Þar sem
fengitíðin nálgast til sveita sendi ég
þér tvær limrur af því tilefni“:
Árangur
Sigga varð ólétt af Óla
um aftan í Hólaskóla.
Ekki neitt kák
hún eignaðist strák,
alltaf á Óla má stóla.
Me too! (léttir)
Ólánið Hallberu elti
í eilífðar karlmanns svelti
uns einn fram hjá gekk,
sem gistingu fékk,
þá gildnaði’ ún loks undir belti.
Á dögunum birtist mynd af Skag-
firðingnum Jónasi Sigurjónssyni í
Einholti við snjómokstur á hlaðinu
og undir henni stóð: „Mokstur
stendur yfir í Einholti!“
Guðmundur Sveinsson á Sauð-
árkróki orðaði þetta svo:
Mundar skóflu mikið vel
margt er vetrar bölið.
Brattur Jónas brýtur skel
burtu ríkur fölið.
Ég fékk góðan póst þar sem segir
m.a.: Geirmundur Valtýsson var
heiðraður sérstaklega sunnudaginn
14. nóv. sl. í Kakalaskálanum á
Kringlumýri í Skagafirði. Guðni
Ágústsson ávarpaði Geirmund og
Mínervu konu hans og sagði að nú
yrði honum færð konungleg gjöf,
fyrstuverðlaunahryssa. Þeir Bjarni
Maronsson og sonur hans Kolbeinn
leiddu inn á gólf Kakalaskálans
hryssuna Sóleyju Glaumsdóttur frá
Búðardal en Glaumur er úr ræktun
Geirmundar.
Hann þreytist ei böll á að bruna
bestur með harmonikuna
og hefur með drift
síðpylsum svipt
lengur en elstu menn muna.
Við hrifumst af hljómþýðum dyni
frá heiðruðum félaga og vini.
Hún er glæst þessi höll
hér gleðjumst við öll
með Geirmundi Valtýssyni.
Friðrik Steingrímsson kveður:
Landið hregg og hríðar skaka,
Hrafn af vana spáir því.
Mér finnst að hann mætti taka
margra vikna jólafrí.
Gömul vísa í lokin:
Utan langt úr gráum geim
geysist kaldur vindur.
Hert er nú á hnútum þeim
sem himnakóngurinn bindur.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af snjómokstri og
hryssunni Sóleyju
Hólshraun 3 · 220Hafnarfjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is
Skútan
Sjá verð og verðdæmi
á heimasíðu okkar
www.veislulist.is
Fagnaðir
Næst þegar þið þurfið pinnamat, smurt brauð eða tertur
fyrir útskriftina eða annan mannfagnað, hafðu þá
samband og fáðu tilboð í sal okkar og veitingarnar þínar.
PINNAMATUR
Veislur eru
okkar list!
Bjóðum uppá fjölda tegundapinnamats og tapasrétta
Pinna- og tapasréttir
eru afgreiddir á
einnota fötum,
klárt fyrir veisluborðið.