Morgunblaðið - 29.11.2021, Side 26

Morgunblaðið - 29.11.2021, Side 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. NÓVEMBER 2021 England Arsenal – Newcastle ................................ 2:0 Crystal Palace – Aston Villa.................... 1:2 Liverpool – Southampton........................ 4:0 Norwich – Wolves..................................... 0:0 Brighton – Leeds...................................... 0:0 Brentford – Everton ................................ 1:0 Leicester – Watford ................................. 4:2 Manchester City – West Ham................. 2:1 Chelsea – Manchester United................. 1:1 Staðan: Chelsea 13 9 3 1 31:5 30 Manch. City 13 9 2 2 27:7 29 Liverpool 13 8 4 1 39:11 28 West Ham 13 7 2 4 24:16 23 Arsenal 13 7 2 4 15:17 23 Wolves 13 6 2 5 12:12 20 Tottenham 12 6 1 5 11:17 19 Manch. Utd 13 5 3 5 21:22 18 Brighton 13 4 6 3 12:14 18 Leicester 13 5 3 5 20:23 18 Crystal Palace 13 3 7 3 19:19 16 Brentford 13 4 4 5 17:17 16 Aston Villa 13 5 1 7 18:21 16 Everton 13 4 3 6 16:20 15 Southampton 13 3 5 5 11:18 14 Watford 13 4 1 8 18:24 13 Leeds 13 2 6 5 12:20 12 Burnley 12 1 6 5 14:20 9 Norwich City 13 2 3 8 7:27 9 Newcastle 13 0 6 7 15:29 6 Þýskaland B-deild: Schalke – Sandhausen ............................ 5:2 - Guðlaugur Victor Pálsson kom inn á sem varamaður hjá Schalke á 84. mínútu. Holstein Kiel – Werder Bremen ............ 2:1 - Hólmbert Aron Friðjónsson var ónotað- ur varamaður hjá Holsten Kiel. Ítalía Venezia – Inter Mílanó............................ 0:2 - Arnór Sigurðsson var ónotaður vara- maður hjá Venezia. Bjarki Steinn Bjarka- son var ekki í hópi. B-deild: Brescia – Pisa........................................... 0:1 - Hjörtur Hermannsson kom inn á sem varamaður hjá Pisa á 90. mínútu. Holland Vitesse – AZ Alkmaar............................. 0:0 - Albert Guðmundsson kom inn á sem varamaður hjá AZ Alkmaar á 68. mínútu. Belgía B-deild: Lommel – Westerlo ................................. 1:0 - Kolbeinn Þórðarson lék allan leikinn með Lommel. Grikkland PAOK – Aris............................................. 0:1 - Sverrir Ingi Ingason var ónotaður vara- maður hjá PAOK. Danmörk AaB – Köbenhavn.................................... 1:3 - Hákon Arnar Haraldsson kom inn á sem varamaður hjá Köbenhavn á 72. mínútu, Ísak B. Jóhannesson kom inn á á 80. mín- útu, Andri Fannar Baldursson var ekki í hóp. OB – Nordsjælland .................................. 2:0 - Aron Elís Þrándarson lék allan leikinn með OB. Viborg – SönderjyskE ............................ 1:1 - Kristófer Ingi Kristinsson lék fyrstu 74. mínúturnar með SönderjyskE. B-deild: Esbjerg – Nyköbing ................................ 3:0 - Ísak Óli Ólafsson lék allan leikinn með Esbjerg en Andri Rúnar Bjarnason var ekki í hóp. Horsens – Hobro...................................... 2:1 - Aron Sigurðarson lék fyrstu 63. mínút- urnar með Horsens en Ágúst Eðvald Hlynsson var ekki í hóp. Svíþjóð B-deild: Öster – Akropolis .................................... 2:1 - Alex Þór Hauksson lék allan leikinn með Öster. Noregur Kristiansund – Viking............................. 2:3 - Brynjólfur Willumsson kom inn á sem varamaður hjá Kristiansund á 85. mínútu. - Patrik Sigurður Gunnarsson varði mark Viking en Samúel Kári Friðjónsson var ekki í hópi. Rosenborg – Bodö/Glimt........................ 0:0 - Hólmar Örn Eyjólfsson lék allan leikinn með Rosenborg. - Alfons Sampsted lék allan leikinn með Bodö/Glimt. Haugesund – Sandefjord........................ 1:2 - Viðar Ari Jónsson lék allan leikinn með Sandefjord. Lilleström – Strömsgodset..................... 4:1 - Ari Leifsson lék fyrstu 68. mínúturnar með Strömsgodset, Valdimar Þór Ingi- mundarson var ónotaður varamaður. Undankeppni HM kvenna C-RIÐILL: Tékkland – Holland.................................. 2:2 Staðan: Holland 5 3 2 0 15:3 11 Ísland 3 2 0 1 9:2 6 Tékkland 4 1 2 1 11:7 5 Hvíta-Rússland 3 1 1 1 5:4 4 Kýpur 5 0 1 4 2:26 1 50$99(/:+0$ HANDBOLTINN Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Egill Magnússon átti stórleik fyrir FH þegar liðið vann öruggan sigur gegn Aftureldingu í úrvalsdeild karla í handknattleik, Olísdeildinni, að Varmá í Mosfellsbæ í 10. umferð deildarinnar í gær. Egill skoraði tólf mörk og var markahæstur Hafnfirðinga en leikn- um lauk með 31:26-sigri FH. FH leiddi með þremur mörkum í hálfleik, 14:11, og FH stjórnaði ferð- inni af miklu öryggi í síðari hálfleik. Ásbjörn Þórðarson skoraði ellefu mörk fyrir FH og Phil Döhler varði 14 skot í markinu. Guðmundur Bragi Ástþórsson var markahæstur í liði Aftureldingar með 10 mörk. FH er með 15 stig í öðru sæti deildarinnar en Afturelding er i sjötta sætinu með 10 stig. Ótrúlegir yfirburðir á Nesinu Þá skoraði Birgir Steinn Jónsson ellefu mörk fyrir Gróttu þegar liðið vann afar óvæntan tíu marka sigur gegn ÍBV í Hertz-höllinni á Sel- tjarnarnesi. Grótta leiddi 20:10 í hálfleik og Eyjamenn komust aldrei í takt við leikinn. Einar Baldvin Baldvinsson átti stórleik í marki Gróttu og varði 17 skot. Kári Kristján Kristjánsson var markahæstur Eyjamanna með átta mörk. ÍBV er með 14 stig í fjórða sætinu en Grótta er í 9. sæti með 7 stig. Björgvin bjargaði Stjörnunni Björgvin Hólmgeirsson reyndist hetja Stjörnunnar þegar liðið gerði jafntefli við Fram í TM-höllinni í Garðabæ. Leiknum lauk með 31:31-jafntefli en Björgvin skoraði jöfnunarmark Garðbæinga þegar nokkrar sek- úndur voru eftir af leiknum. Framarar leiddu 27:22 þegar fimmtán mínútur voru til leiksoka. Garðbæingum tókst hins vegar að jafna metin með ótrúlegum loka- spretti. Björgvin fór á kostum í liði Stjörnunnar og skoraði ellefu mörk. Rógvi Dal Christiansen og Breki Dagsson skorðu sjö mörk hvor fyrir Fram. Stjarnan er með 13 stig í fimmta sætinu en Framarar eru með 9 stig í áttunda sætinu. Allt í járnum á Selfossi Þá vann Selfoss KA með minnsta mun þegar liðin mættust í Set- höllinni á Selfossi en leiknum lauk með 25:24-sigri Selfyssinga. Leikurinn var í járnum allan tímnn en Einar Sverrisson kom Sel- fyssingum 25:23-yfir þegar þrettán sekúndur voru til leiksloka og reyndist það sigurmark leiksins. Guðmundur Hólmar Helgason var markahæstur Selfyssinga með sjö mörk og Vilius Rasimas varði fjór- tán skot í markinu. Óðinn Þór Rík- harðsson skoraði átta mörk í liði KA og Nicolas Satchwell varði fimmtán skot í markinu. Selfoss er með 10 stig í 7. sæti en KA er með 6 stig í tíunda sæti. Þriðji sigurinn í röð hjá FH - Afar óvænt úrslit á Seltjarnarnesi Morgunblaðið/Óttar Geirsson Horn Hafnfirðingurinn Gytis Smantauskan sækir að Aftureldingu úr horn- inu að Varmá í Mosfellsbæ en hann skoraði eitt mark í leiknum í gær. _ Valgerður Guðsteinsdóttir, fyrsta og eina atvinnuhnefaleikakona lands- ins, hafði betur gegn hinni maltnesku Claire Sammut á boxkvöldi í Jönköping í Svíþjóð á laugardagskvöld. Valgerður var að keppa sinn fyrsta bardaga í að verða þrjú ár, eða síðan í mars árið 2019, og hafði sigur í gærkvöldi eftir einróma dómaraákvörðun. Samkvæmt dómurunum þremur vann hún fimm af sex lotum hjá tveimur dómurum en fjórar af sex hjá þriðja dómaranum. Sigurinn var sérlega sæt- ur fyrir Valgerði þar sem hún fór úr lið á þumalfingri á hægri hönd strax í fyrstu lotu. Val- gerður þurfti því að reiða sig meira á vinstri höndina en hún hafði lagt upp með. Í sjö at- vinnumannabardögum er Valgerður nú búin að vinna fimm og tapa tveimur. _ Adam Ingi Benediktsson stóð á milli stanganna í sínum fyrsta leik fyrir Gautaborg þegar liðið vann öruggan heimasigur gegn Östersund í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Leiknum lauk með 4:0-sigri Gauta- borgar en Adam Ingi, sem er einungis 19 ára gamall, skrifaði á dögunum und- ir þriggja ára samning við félagið. Gautaborg er með 38 stig í áttunda sæti deildarinnar. Þá kom hinn 16 ára gamli Jóhannes Kristinn Bjarnason inn á hjá Norrköping í sínum fyrsta leik fyrir félagið þegar liðið tapaði 1:4 á úti- velli gegn Degerfors. Norrköping er með 44 stig í sjöunda sætinu. _ Allir leikmenn og þjálfarar karlaliðs Hattar í körfuknattleik eru komnir í sóttkví eftir að kórónuveirusmit greindist í leikmannahópi liðsins. Af þeim sökum var leik Hattar og Fjölnis, sem fara átti fram í 1. deild karla á Egilsstöðum í gær, frestað. Í frétta- tilkynningu Hattar kom fram að smit- aðir leikmenn liðsins væru við góða heilsu og með væg einkenni. Höttur er í öðru sæti 1. deildarinnar með 16 stig eft- ir níu leiki. _ Helsingborg tryggði sér sæti í umspili um sæti í efstu deild Svíþjóðar í knattspyrnu með 2:2-jafntefli á heimavelli gegn Västerås í lokaumferð B-deildarinnar á laugardag. Böðvar Böðvarsson lék allan leikinn með Helsingborg en bakvörðurinn hefur leikið 27 leiki með liðinu á leiktíðinni. Þá lék Bjarni Mark Antonsson allan leikinn með Brage er liðið vann 2:1- útisigur á Falkenberg. Með úrslitunum gulltryggði Brage sér sæti í deildinni Eitt ogannað Darri Aronsson var markahæstur í liði Hauka þegar liðið tapaði með tveggja marka mun gegn Foscani í 32-liða úrslitum Evrópubikars karla í handknattleik í Vrancea í Rúmeníu á laugardaginn. Darri skoraði sjö mörk í leiknum sem lauk með 28:26-sigri Foscani en staðan í hálfleik var 16:14, Fosc- ani í vil. Haukar leiddu lengst af í fyrri hálfleik og náðu mest þriggja marka forskot, 8:5. Staðan var 26:26 þegar skammt var eftir af leiknum en rúmenska liðið skorað tvö síðustu mörkin í leiknum. Brynjólfur Snær Brynjólfsson skoraði sex mörk fyrir Hauka og þeir Ólafur Ægir Ólafsson og Jón Karl Einarsson fjögur mörk hvor. Stefán Huldar Stefánsson varði sjö skot í marki Hauka en Aron Rafn Eðvarsson, aðalmarkvörður Hauka, fékk að líta beint rautt spjald í hálfleik fyrir að opna hurð í íþróttahúsinu í Vrancea á harka- legan hátt. Síðari leikur liðanna fer fram á Ásvöllum í Hafnarfirði um næstu helgi. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon 7 Darri Aronsson fór mikinn í liði Hauka í Rúmeníu en það dugði ekki til og þurfa Hafnfirðingar því að vinna upp tveggja marka tap um næstu helgi. Haukar þurfa sigur Sandra Erlingsdóttir var marka- hæst í íslenska kvennalandsliðinu í handknattleik þegar liðið tapaði með tveggja marka mun gegn Tékklandi í þriðja og síðast leik sín- um í æfingamóti í Cheb í Tékklandi á laugardaginn. Leiknum lauk með 27:25-sigri tékkneska liðsins en Sandra skor- aði sex mörk í leiknum, þar af fjög- ur af vítalínunni. Tékkar byrjuðu leikinn betur og leiddu 15:12 í hálfleik. Íslenska liðið byrjaði síðari hálfleikinn af krafti og leiddi með eins til tveggja marka mun stóran hluta síðari hálfleiks. Tékkar voru hins vegar sterkari á lokamínútunum og fögnuðu sigri. Díana Dögg Magnúsdóttir og Andrea Jacobsen skoruðu fjögur mörk hvor, og Þórey Rósa Stef- ánsdóttir þrjú mörk. Hafdís Re- nötudóttir varði níu skot í marki ís- lenska liðsins. Íslenska liðið vann einn leik á mótinu, gegn Sviss, en tapaði fyrir Noregi og Tékklandi. Þá vann íslenska B-landslið kvenna 35:18-stórsigur gegn U21- árs landsliðið Tékklands á sama móti á laugardaginn. Ísland var sterkari aðilinn allan tímann og leiddi 15:9 í hálfleik. Auður Ester Gestsdóttir var markahæst í íslenska liðinu með sjö mörk, Maram Eradze og Elín Rósa Magnúsdóttir skoruðu fimm mörk hvor og Sara Dögg Hjaltadóttir fjögur mörk. Sara Sif Helgadóttir og Saga Sif Gísladóttir vörðu hvor um sig fimm skot í marki íslenska liðsins. Líkt og hjá A-liðinu vann B-liðið einn leik á mótinu, gegn Tékklandi, en tapaði fyrir Noregi og Sviss. Landsliðin unnu einn leik hvort Ljósmynd/Óttar Geirsson 6 Sandra Erlingsdóttir skoraði sex mörk í lokaleiknum gegn Tékkum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.