Morgunblaðið - 29.11.2021, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 29.11.2021, Qupperneq 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. NÓVEMBER 2021 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ CHAN MADDEN NANJIANI McHUGH HENRY RIDLOFF BARRY KEOGHAN DON LEE WITH KIT HARINGTON WITH SALMA HAYEK AND ANGELINA JOLIE O B S E R V E R E N T E R TA I N M E N T 94% Frábær ný Fjölskyldumynd frá Disney sýnd með Íslensku og Ensku tali L ára og Ljónsi – Jólasaga nefnist jólasýning fyrir yngstu áhorfendurna og fjölskyldur þeirra sem nýverið var frumsýnd á Litla sviði Þjóðleikhússins, sem áður nefndist Kúlan og staðsett er á neðri hæð í húsi Jóns Þorsteinssonar við Lindar- götu. Sagan er eftir Birgittu Haukdal sem einnig er höfundur tónlistar og söngtexta, en leikgerðina vann Guð- jón Davíð Karlsson sem jafnframt leikstýrir. Birgitta hefur frá árinu 2015 sent frá sér alls 18 bækur um hina lífsglöðu Láru sem finnst fátt skemmtilegra en að læra eitthvað nýtt, hvort heldur það er að baka, hjóla eða lesa. Í tæplega klukkustundarlangri leiksýningu kynnir Lára (Þórey Birg- isdóttir) leikhúsgesti fyrir hinum ýmsu töfrabrögðum leikhússins þar sem klæðaskápur getur lumað á risa- stóru jólatré, jólaljós kviknað öllum að óvörum, sokkahrúga umbreyst í sokkaskrímsli, ósýnilegur jólasveinn drukkið djús úr glasi og litaður leir orðið að gómsætum piparkökum. Besti vinur Láru er leikfanga- bangsinn Ljónsi (Bjarni Kristbjörns- son) sem lifnar bókstaflega við þegar hann er einn með Láru, en er aðeins mjúkdýr í augum annarra persóna verksins. Leikurinn gerist á aðvent- unni, en jólaundirbúningurinn fellur óneitanlega nokkuð í skuggann þegar Ljónsi hverfur óvænt eina nóttina og finnst ekki, sama hversu mikið Lára leitar. Vafalítið þekkja allir áhorf- endur þá sorg sem fylgt getur því að finna ekki uppáhaldsbangsann sinn. Og sem betur fer finnast bangsarnir oftast aftur, þótt ólíklegt sé að þeir hafi lent í sömu ævintýrum og Ljónsi, sem áhugavert hefði verið að heyra meira um. En eins og vera ber fer allt vel að lokum og jólaandinn hellist yfir persónur, jafnvel þótt möndlugraut- urinn hafi misheppnast örlítið þetta árið. Því eins og við vitum öll snúast jólin ekki um skraut, fullkomna rétti eða dýrustu pakkana, heldur um samveruna með þeim sem okkur þyk- ir vænt um. Leikmynd og búningar Maríu Th. Ólafsdóttur kallast sterklega á við myndheim bókaflokks Birgittu sem Anahit Aleqsanian skapaði. Prinsessubleikt herbergi Láru sem er blómum og ljósum skreytt, geymir rúm sem gaman er að hoppa í og tvo glugga með skjám sem með skemmti- legum hætti geta hæglega sýnt mun dags og nætur, ýmis veðrabrigði og nýst sem dagatal þegar síðustu dag- arnir til jóla eru taldir niður, en myndbandshöfundur er Signý Rós Ólafsdóttir. Þórey Birgisdóttir smellpassar í hlutverk hinnar brosmildu og lífs- glöðu Láru. Sjónrænt gervi hennar minnir ekki aðeins á titilpersónuna heldur vísar einnig sterklega til höf- undarins. Bjarni Kristbjörnsson er kraftmikill Ljónsi og gaman var að fylgjast með hröðum skiptingum milli þess sem mjúkdýrið lifnaði við. Það reyndi ekki síður á Kjartan Darra Kristjánsson þegar hann oft og tíðum hafði aðeins örfáar sekúndur til að skipta um búning til að leika ýmist pabba Láru eða Atla vin hennar. Kjartan Darri átti fyndnustu augna- blik verksins í hlutverki pabbans, sem þrátt fyrir mikið annríki í að- draganda jóla, var nánast pollrólegur samanborið við hinar persónurnar. Einföld sagan er keyrð áfram af miklum krafti og fjölda laga þar sem tilfinningum persóna er iðulega miðl- að. Þar heppnaðist ýmislegt ágæt- lega, en heilt yfir var hljóðstyrkurinn of hár, sem er því miður algengt vandamál í barnasýningum og um- hugsunarefni í ljósi þess að börn eru viðkvæmari fyrir hávaða en full- orðnir. Þegar persónur ávörpuðu sal- inn beint var ljóst að leikhúsgestir áttu auðvelt með að lifa sig inn í sög- una og þekktu mörg hver augljóslega Láru og Ljónsa af lestri bókanna. Þau glöddust eðlilega þegar ljóst var að þeim stæði til boða að hitta titil- persónurnar að leik loknum og láta smella af sér mynd með þeim. Hins vegar mætti huga betur að greiðri út- gönguleið fyrir þá gesti sem ekki vilja eða þora í slíka myndatöku. Eftir stendur að Lára og Ljónsi – Jólasaga er sykursæt sýning sem kynnir ýmis töframeðöl leikhússins fyrir yngstu áhorfendurna og styttir biðina eftir jólunum. Ég hlakka svo til … Ljósmynd/Jorri Brosmild „Þórey smellpassar í hlutverk hinnar brosmildu og lífsglöðu Láru,“ segir um Láru og Ljónsa – Jólasögu. Þjóðleikhúsið Lára og Ljónsi – Jólasaga bbbnn Eftir Birgittu Haukdal. Leikstjórn og leikgerð: Guðjón Davíð Karlsson. Tónlist og söngtextar: Birgitta Haukdal. Leik- mynd og búningar: María Th. Ólafs- dóttir. Lýsing: Jóhann Bjarni Pálmason. Hljóðhönnun: Elvar Geir Sævarsson. Myndbandshöfundur: Signý Rós Ólafs- dóttir. Leikarar: Bjarni Kristbjörnsson, Kjartan Darri Kristjánsson og Þórey Birgisdóttir. Frumsýning á Litla sviði Þjóðleikhússins laugardaginn 13. nóv- ember 2021, en rýnt í 4. sýningu á sama stað sunnudaginn 21. nóvember 2021. SILJA BJÖRK HULDUDÓTTIR LEIKLIST Bítlarnir höfðu hug á að kvikmynda Hringadróttinssögu árið 1968, en Tolkien lagðist alfarið gegn því. Þetta er meðal þess sem kvik- myndaleikstjórinn Peter Jackson hefur komist að við vinnslu heim- ildamyndarinnar Get Back sem að- gengilegir eru á streymisveitunni Disney+. Myndefnið byggir á áður óbirtu efni sem tekið var upp við upptökur á plötunni Let it Be. Samkvæmt frétt BBC hugðust Bítlarnir sjálfir ætla að leika í myndinni, Paul McCartney átti að leika Frodo, Ringo Starr Sam, John Lennon Gollum og George Harri- son Gandalf, en draumaleikstjóri þeirra var Stanley Kubrick. Þeir ætluðu að semja allt að 15 lög fyrir myndina. „Mér hefði fundist frá- bært að heyra þá tónlist, en á sama tíma er ég mjög glaður að hafa fengið tækifæri til að leikstýra þessari sögu,“ segir Peter Jackson. AFP Bítlarnir John Lennon, Ringo Starr, Paul McCartney og George Harrison árið 1964. Tolkien leist ekki á aðkomu Bítlanna Breski þingmað- urinn Nick Flet- cher telur að rekja megi aukna af- brotahneigð ungra karl- manna til þess að konur séu í aukn- um mæli farnar að leika hetjurn- ar í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. BBC vitnar til orða Fletchers þess efnis að með því að láta konur leika aðalhlut- verkin í þáttum á borð við Doctor Who sé búið að svipta unga karl- menn mikilvægum fyrirmyndum sem líti í staðinn upp til glæpa- manna á borð við Tommy Shelby í Peaky Blinders. Ummælin féllu í ræðu á Alþjóðlegum degi karla. Segir karla rænda fyrirmyndum Jodie Whittaker sem Doctor Who.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.