Morgunblaðið - 03.11.2021, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.11.2021, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 2021VIÐTÖL Tannlæknastofan Helvetic Clinics í Búdapest er nokkur hundruð metra frá dómkirkju heilags Stefáns. Hún var stofnuð af bræðrunum Peter og Laszlo Lukacs og hét þá Lukacs Dental Center á ensku. Nafninu var breytt árið 2012 í Helvetic Clinics og var stefnan sett á að verða alþjóðleg tannlæknastofa sem þjónustaði fyrst og fremst frönskumælandi markaði. Árið 2014 hóf hún markaðs- setningu í Bretlandi, Þýskalandi, Danmörku og Noregi og bauð upp á aðgerðir í Búdapest. Ári síðar var núverandi húsnæði tekið í notkun en það er 4.000 fermetra bygging í mið- borginni sem er með tannlækna- stofur, tannsmíðaverkstæði og hót- elið 12 Revay hotel á efstu hæðum. Valin sú besta í heiminum Að sögn Virag Kiss, sölustjóra Helvetic Clinics, var stofan valin sú besta í heiminum árin 2015, 2016 og 2017 af Global Clinic Rating. Nafnið vísar til þess að Helvetia er latneskt heiti á Sviss en fjár- festarnir Pierre Chaker og Jean Francois Empain, sem komu að rekstrinum árið 2012, eru frá Sviss. Kiss tók á móti blaðamanni í höfuðstöðvunum en hún baðst undan myndatöku. Kiss hefur m.a. stýrt sölustarfi á Íslandi, í Frakklandi, Þýskalandi, Austurríki, Sviss, Bret- landi, Noregi og í Danmörku. Stofan hafi frá árinu 2012 tekið á móti yfir 30 þúsund sjúklingum frá 32 löndum. Þjónustan sé að jafnaði 30-70% ódýrari en í heimalandinu. Þótt verðið sé lægra sé hvergi slegið af gæðakröfum í öllu ferlinu. Eigendurnir hafi skapað umgjörð sem feli í sér að öll þjónusta sé undir einu þaki. Viðskiptavinir geti þannig fengið alla meðferðina og gistingu á sama stað. Hótelið, 12 Revay hotel, er þriggja stjarna og með 53 her- bergjum og þremur íbúðum. Fjöldinn er trúnaðarmál Helvetic Clinics hóf að bjóða Ís- lendingum þjónustu árið 2018. Að sögn Kiss er fjöldi íslenskra viðskiptavina trúnaðarmál en hún staðfestir að 10-20% viðskiptavina komi frá Norðurlöndum. Stofan er í samstarfi við HEI – Medical Travel á Íslandi. Á stofunni eru tólf tannlækna- stólar, þar af þrír sem eru ætlaðir undir skurðaðgerðir. Þá er þar meðal annars búnaður til að mynda tennur í þrívídd. Að sögn Kiss vinna tannlæknarnir með tannsmiðunum að því að tryggja sem besta útkomu. Þetta séu ólík vinnubrögð en tíðkist víða í Evrópu, þ.m.t. Frakklandi, þar sem tannsmíðavinnan fari ósjaldan fram utan stofu, t.d. í Kína eða á Indlandi. Allt að lífstíðarábyrgð „Við notum hágæðavörur. Þar með talið tannplanta frá Sviss. Við notum ekki efni frá Kína eða slíkum löndum heldur eingöngu vel þekkt vörumerki. Komi upp vandamál hjá sjúklingnum getur hann fengið við- gerð innan ábyrgðartímans sem er mislangur eftir aðgerðum. Að jafn- aði er hann fimm ár en tannplönt- unum fylgir hins vegar lífstíðar- ábyrgð. Við munum greiða fyrir flug og gistingu á hótelinu og bjóða upp á viðgerð án endurgjalds,“ segir Kiss og bendir á að viðskiptavinir njóti leiðsagnar á móðurmáli og sé ekið til og frá flugvellinum. Eftir að kórónuveirufaraldurinn hófst hafi stofan hafið sókn á nýjan markað með því að höfða til Kín- verja sem eru búsettir í Búdapest. Boðin sé þjónusta á kínversku. Ljósmyndir/Helvetic Clinics Gestum Helvetic Clinic stendur til boða að gista á hóteli í sömu byggingu. Sérfræðingur hjá Helvetic að störfum. Tölvutæknin nýtist tannlæknum. Hóf kynningu á Íslandi árið 2018 Tannlæknastofan Helvetic Clinics hefur á áratug þróast úr lítilli stofu yfir í alþjóðlega stofu sem sækir m.a. fram á Íslandi. mæri í Evrópu, þar af 80 þúsund í Ungverjalandi sem sé í fararbroddi á þessu sviði í álfunni. Með sama áframhaldi kunni þessi fjöldi að fjór- faldast í 800 þúsund viðskiptavini á ári en það verði eftir sem áður innan við 0,5 % af íbúafjölda þessara ríkja. Austurríkismenn riðu á vaðið Fyrst hafi Austurríkismenn kom- ið yfir landamærin og keypt tann- læknaþjónustu í Ungverjalandi en svo hafi Þjóðverjar og Svisslend- ingar fylgt í kjölfarið. Framboð á lággjaldaflugi til nýrra markaða hafi styrkt markaðssóknina enn frekar en Wizz Air flýgur nú tvisvar í viku milli Keflavíkur og Búdapest. Horváth tekur fram að markaðs- starfið sé alfarið unnið af einka- aðilum, ólíkt til dæmis Tyrklandi, en þar styðji stjórnvöld sókn heilbrigð- isgeirans á erlenda markaði. Horváth segir aðspurður ekki bera á andstöðu vinstrimanna við þessa þjónustu við erlenda viðskiptavini. Bendir svo á að þótt Ungverjar hafi verið undir hæl kommúnismans hafi frjálsræði þar verið meira en almennt austan tjalds. Ungverska ríkið tryggi grunn- þjónustu í tannlækningum. Greiði til dæmis fyrir góm með gervitönnum. Hins vegar þurfi að greiða fyrir dýr- ari aðgerðir og nýjustu tækni. Ung- verjar leiti þá gjarnan heldur á einkareknu stofurnar, enda séu gæði þjónustunnar jafnan meiri en hjá ríkisreknum tannlæknastofum. Samkeppnin milli einkareknu stofanna sé mikil og það þrýsti á góða þjónustu og nýjungar. Sjö til tíu þúsund evrur Erika Orosz segir aðspurð að ís- lenskir gestir stofunnar verji að jafnaði sjö til tíu þúsund evrum í að- gerðir. Það sé að jafnaði tvöfalt til þrefalt lægri upphæð en samsvar- andi aðgerðir kosti á Íslandi. Því geti íslenskir viðskiptavinir vel spar- að sér 15 til 20 þúsund evrur. Algeng aðgerð er að koma fyrir tannplanta og festa í hann krónu. Við slíka aðgerð er byrjað á að draga úr tönn. Tannholdið þarf síðan að jafna sig og getur sá tími tekið þrjá til fjóra mánuði, að sögn Hor- váths. Sjúklingurinn komi síðan aft- ur og þá sé tannplantanum komið fyrir. Loks komi sjúklingurinn í þriðja sinn og eru þá meðal annars settar upp brýr við lokafrágang. Stundum er þessi aðgerð gerð í tveimur heimsóknum og í sumum til- fellum hefur tannbeinið eyðst svo mikið að ekki er hægt að koma fyrir tannplanta en festingin þarf að jafn- aði sex millimetra bein til að halda. Þarf þá að byggja upp tannbeinið. Allt að þrefalt ódýrari Þrátt fyrir að slík meðferð geti út- heimt þrjár utanferðir er hún að sögn Horváths tvöfalt til þrefalt ódýrari en á Íslandi, og taki jafnan mun skemmri tíma, en flug, hótel og akstur til og frá flugvelli í Búdapest sé innifalinn. Horváth segir verð- muninn skýrast af lægri launum, lægri sköttum og húsaleigu í Ung- verjalandi en á Íslandi. Notast sé við sama efni og sömu tæki og á bestu tannlæknastofum í Evrópu. Algengt sé að nýútskrifaðir tann- læknar í Ungverjalandi hafi 1.500 evrur í mánaðarlaun eftir skatt, eða 225 þúsund krónur, en sérfræðingar um og yfir 10 þúsund evrur, eða um 1.500 þúsund krónur. Horfa beri til þess að vegna fjölda aðgerða öðlist sérfræðingar í Ungverjalandi gjarn- an meiri reynslu en erlendir sér- fræðingar. Það birtist meðal annars í því að þeir ungversku taki að sér aðgerðir sem álitnar eru of flóknar í heimalandi viðkomandi sjúklinga. Gómur skannaður í þrívídd. Búnaður fyrir myndatöku á stofunni er sagður vera af fullkomnustu gerð. Morgunblaðið/Baldur Einn af tannlæknastólum Madenta við Madách Imre-torgið í Búdapest. Greið leið – til fram Við ráðum í 100 stöðu a r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.