Morgunblaðið - 03.11.2021, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 2021FRÉTTASKÝRING
Fyrr í vetur átti ég erindi til Banda-
ríkjanna og ætlaði að nota tækifærið
til að fjárfesta í nýrri tölvu. En þegar
ég var búinn að finna fartölvuna sem
mig langaði í, og ekkert var eftir
nema að gefa framleiðandanum upp
kortanúmerið mitt, tók ég eftir því að
tölvan yrði ekki tilbúin til afhend-
ingar fyrr en eftir margar vikur og
útilokað að hún bærist á hótelið mitt í
tæka tíð. Ástæðan var augljós: vöru-
flutningar á milli Kína og Bandaríkj-
anna voru komnir í hnút og tölvan
væntanlega föst um borð í gámaskipi
einhvers staðar undan ströndum
Kaliforníu.
Svipaða sögu heyrði ég frá góðum
kunningja sem leigir út íbúð í Flórída.
Sófinn í íbúðinni hafði skemmst svo
að þurfti að skipta honum út fyrir
nýjan, en kom þá í ljós að það yrði
margra mánaða bið eftir þessari vöru
sem seljendur eiga alla jafna tilbúna á
lager. Er ekki skrítið að bandarískir
neytendur og framleiðendur séu óró-
legir, enda ekkert grín þegar fín-
stilltar aðfanga- og vöruflutninga-
keðjur fara úr skorðum.
Minnstu merki um vöruskort geta
haft merkileg sálræn áhrif á mann-
fólkið. Í mínu tilviki blossar upp löng-
un til að vera við öllu búinn og eiga
bjálkakofa einhvers staðar úti í
óbyggðum þar sem ég gæti hreiðrað
um mig með birgðir af mat, klósett-
pappír, og hrúgu af bókum og hag-
fræðiritum til að stytta mér stundir.
Í fantasíunni stendur stór stafli af
eldiviði á bak við kofann, notalegur
heitur pottur úti á veröndinni, í eld-
húsinu frystir fullur af nautalundum
og reyktum laxi, og inni á miðju stofu-
gólfinu heil palletta af viskíi, kampa-
víni, franskri gæsalifrarkæfu, harð-
fiski og hundamat.
Hann Youssef minn gæti látið fara
vel um sig á bjarnarfeldi fyrir framan
arininn, og reynt að ranghvolfa ekki
augunum á meðan ég útskýrði fyrir
honum hvernig kenningar Karls Pol-
anyi hjálpa okkur að skilja hvers
vegna margra áratuga kverkahald
stéttarfélaga á bandarískum gáma-
höfnum varð til þess að allt fór í hönk
og hillur verslana tæmdust.
Betra seint en aldrei
Í ágúst fjallaði ég um ófremdar-
ástandið í bandarískum gámahöfnum
og hefur vandinn bara aukist síðan
þá. Mikið álag er á gámahöfnum um
allan heim en ástandið áberandi verst
í Bandaríkjunum
Í lok október biðu rösklega 150
flutningaskip undan ströndum Los
Angeles og Long Beach í Kaliforníu
en þar fara í gegn u.þ.b. 40% af öllum
gámum sem berast til Bandaríkj-
anna. Vandinn teygir sig langt inn í
land því það gengur illa að finna nógu
marga flutningabíla til að koma gám-
unum á endastöð, og heljarinnar
teppa hefur myndast á afgreiðslu-
svæðum hafnanna.
Bandarísk stjórnvöld gripu loksins
til aðgerða í október og hefur ríkis-
stjórn Bidens tilkynnt að reynt verði
að leysa vandann m.a. með því að
leggja dagsektir á eigendur gáma
sem sitja of lengi á hafnarbakkanum.
Fá flutningsaðilar þriggja daga frest
til að koma gámum sínum á lestar-
vagn, en níu daga til að senda gáma af
stað með flutningabíl, ellegar greiða
dagsektir sem byrja í 100 dölum
fyrsta daginn, hækka upp í 200 dali
þann næsta, og þannig koll af kolli. Þá
verður afgreiðslutími stóru gáma-
hafnanna tveggja lengdur svo ryðja
megi fleiri gámum í gegn.
Pete Buttigieg samgönguráðherra
kom loksins úr felum í október en
hann tók sér tveggja mánaða barn-
eignarfrí í haust, eftir að hann og eig-
inmaður hans eignuðust tvíbura með
aðstoð staðgöngumóður. Það er
ósköp fallegt að Buttigieg skyldi
ákveða að láta fjölskylduna hafa for-
gang, en tímasetningin hefði varla
getað verið óheppilegri enda sjaldan
sem samgönguráðherra hefur tæki-
færi til að koma samlöndum sínum til
bjargar og baða sig í sviðsljósinu.
Herma nýjustu fréttir að ráðuneytið
ætli að reyna að liðka fyrir útgáfu
ökuskírteina fyrir nýja vörubílstjóra
og slaka á reglum um vinnutíma bíl-
stjóra með það fyrir augum að gera
flutningakerfið skilvirkara.
Betri gámahafnir að finna
í fátækum Afríkuríkjum
Eins og ég útskýrði í ágúst hefur
teppan í bandarískum gámahöfnum
einkum verið rakin til þess að kippur
hefur orðið í gámaumferð til Banda-
ríkjanna. Á fyrri helmingi þessa árs
fóru rösklega 40% fleiri gámar í gegn-
um hafnirnar í Los Angeles og Long
Beach en á sama tíma í fyrra og hefur
gengið illa að bregðast við þessari
aukningu. Gantaðist Buttigieg með
það í viðtölum við bandarískar sjón-
varpsstöðvar að vöruflutningavandinn
væri til marks um það hvað örvunar-
aðgerðir Bidens hefðu heppnast vel.
Kjánaprikið.
En aukin gámaumferð segir bara
hálfa söguna og eflaust að glöggir les-
endur hafa staldrað við það ofar í text-
anum að núna fyrst skuli vera gripið
til þess ráðs að lengja afgreiðslutíma
stóru hafnanna í Kaliforníu. Kemur
það örugglega mörgum á óvart að
tvær mikilvægustu gámahafnir
Bandaríkjanna skuli ekki vera opnar
allan sólarhringinn, allan ársins hring,
heldur standa gámarnir óhreyfðir ut-
an venjulegs dagvinnutíma. Segir það
sína sögu um tregðuna í kerfinu að það
skuli gerast núna fyrst að reynt er að
laga vandann með því að nýta sólar-
hringinn betur.
Í nýlegri grein á vef Cato-stofnun-
arinnar útskýrir lagaprófessorinn
Scott Lincicome vel hvar rót vandans
liggur. Þar bendir hann á að banda-
rískar gámahafnir hafi dregist langt
aftur úr gámahöfnum í öðrum löndum
svo þær eru núna með þeim óskilvirk-
ustu sem finna má í víðri veröld. Sást
þetta skýrt á samantekt Alþjóðabank-
ans og IHS Markit á síðasta ári þar
sem hafnirnar í Los Angeles og Long
Beach lentu í sætum 328 og 333 á lista
yfir skilvirkustu gámahafnir heims.
Höfnin í Philadelphiu kom best út af
öllum bandarískum höfnum en hafnaði
samt bara í 83. sæti.
Ástæðan fyrir óskilvirkni banda-
rískra gámahafna er að þær hafa ekki
tæknivæðst að sama marki og hafnir í
Asíu og Evrópu. Og ástæðan fyrir
þessari tregðu til að nýta sjálfvirkar
og liprar lausnir er ósköp einföld:
stéttarfélögin taka það ekki í mál.
Vildu stöðva gámavæðinguna
Tvö öflug stéttarfélög gæta hags-
muna hafnarstarfsmanna í Bandaríkj-
unum: ILWU ræður ríkjum á vestur-
ströndinni en ILA sér um
hagsmunabaráttuna í öðrum lands-
hlutum. Hafa þessi stéttarfélög fengið
að komast í þá aðstöðu að geta lamað
skipaflutninga, og þannig hafa þau
staðið að kjarabaráttunni í marga ára-
tugi. Reyndu þessi stéttarfélög meira
að segja að koma í veg fyrir gámavæð-
ingu skipaflutninga á 7. áratugnum, og
vildu halda aftur af tölvuvæðingu
greinarinnar til að reyna að verja störf
sinna félagsmanna. Þau gáfu ekkert
eftir fyrr en samið var um ríflegar
launahækkanir og rausnarlegar bætur
til þeirra sem misstu vinnuna vegna
nýju tækninnar.
Útkoman er sú að á meðan mikil-
vægar gámahafnir í Evrópu og Asíu
iða af lífi allan sólarhringinn eru skip
fermd og affermd í Los Angeles og
Long Beach að hámarki 16 tíma á dag,
eða 112 klukkustundir á viku. Af-
greiðsluhliðin inn og út úr höfninni eru
opin 88 tíma á viku. Stjórnvöld taka
þátt í vitleysunni og er tollafgreiðsla í
höfnunum tveimur aðeins í boði milli
8 og 16.30 á virkum dögum.
Eru meðallaun félagsmanna
ILWU um 171.000 dalir eða jafnvirði
22 milljóna á ári, og eru þá ekki talin
með rausnarleg fríðindi sem þeir
njóta. Er því rándýrt að ætla að auka
afköstin með því að fjölga starfsfólki
og vinna á sólarhringsvöktum, og þar
sem tæknivæðingin er mörgum ára-
tugum á eftir höfnum í öðrum löndum
þarf fleira fólk til að koma hverjum
gámi á réttan stað. Lincicome ber
saman afköst á hvern gámakrana í
Okland annars vegar og hátækni-
höfninni í Rotterdam hins vegar og
fær það út að hollenski kraninn af-
kastar næstum tvöfalt á við þann
bandaríska.
Það má líka sjá muninn vel með því
að skoða stöðuna hjá vöruflutninga-
höfninni í Virginíu þar sem hefur þó
tekist að tæknivæða til hálfs. Þar hef-
ur aldrei verið meira að gera en
tæknin hjálpar starfsfólkinu að láta
allt ganga smurt fyrir sig. Í Virginíu
hrannast gámarnir ekki upp, og skip-
in þurfa ekki að bíða í löngum röðum.
Rauða spjaldið frá Polanyi
Karl Polanyi freistaði þess að
greina þá krafta sem toga í ólíkar átt-
ir þegar samfélög iðn- og tæknivæð-
ast. Annars vegar höfum við krafta
markaðarins sem keppast við að auka
skilvirkni og afköst; lágmarka aðföng
og hámarka framleiðslu, en valda um
leið viðvarandi röskun þar sem eng-
inn veit hvaða vörur eða hráefni
verða einskis virði á morgun, eða
hvaða störf hverfa með nýrri uppfinn-
ingu. Úr hinni áttinni toga félagslegir
og pólitískir kraftar: fólk er hrætt við
að falla milli þilja í þessu kerfi og beit-
ir fyrir sig stéttarfélögum og stjórn-
málamönnum sem nota atvinnulög-
gjöf, verndartolla og önnur inngrip til
að milda neikvæðu hliðar framfar-
anna.
Kúnstin er, að mati þeirra sem
samþykkja greiningu Polanyi, að
finna rétta jafnvægið: þar sem mark-
aðurinn er ekki svo óheftur að hann
fái að bryðja í sig heilu þjóðfélagshóp-
ana, en markaðinum heldur ekki sett-
ar svo miklar skorður að haldi aftur
af framförum og verðmætasköpun.
Ástandið í gámahöfnunum í Kali-
forníu sýnir hvað getur gerst ef þetta
jafnvægi fer úr skorðum og sérhags-
munahópar fá að ganga allt of langt.
Kerfið í gat engu að síður fúnkerað
tiltölulega vel, en þegar álagið jókst
blasti við hvernig sérhagsmunagæsl-
an hafði gert gámaflutningakerfið
óskilvirkt og ósveigjanlegt, svo á
augabragði skapaðist meiri háttar
vandamál sem bandarískir neytendur
og atvinnulíf þurfa að súpa seyðið af,
með keðjuverkandi áhrifum um allt
alþjóðahagkerfið.
Lexían er einkum þessi: við meg-
um ekki láta það óafskipt ef reglurnar
veita einhverjum hópum sérstaka
vernd, undanþágur, bætur eða styrki.
Við þurfum að vara okkur á því að
flókið regluverk, sérskattar og
skammtanir fái að draga úr sam-
keppni og nýsköpun. Þeir sem hafa
völd og áhrif þurfa að þora að taka
slaginn, og höggva á hnútana strax
frekar en að leyfa þeim að stækka og
breiða úr sér.
En ef við getum ekki lært þessa
lexíu, og fólk vill frekar undirbúa
næstu krísu með því að birgja sig upp
af helstu nauðþurftum, þá er ágætt
að lesendur viti að niðursoðin gæsa-
lifrarkæfa endist í nokkur ár við
stofuhita.
Makindalíf við hafnarbakkann
Ásgeir Ingvarsson
skrifar frá Playa del Carmen
ai@mbl.is
Sú teppa sem myndast
hefur í mikilvægustu gáma-
höfnum Bandaríkjanna
skýrist ekki síst af því að
voldug stéttarfélög hafa
komið í veg fyrir tæknivæð-
ingu hafnanna.
AFP
Það er ekki amalegt hlutskipti að vinna við að stýra gámakrana á
Long Beach. Launin eru há og vinnutíminn ákaflega þægilegur.